9.6.2011 | 21:43
Stubbar út um allt.
Elskulegu Ísfirðingar, sérstaklega þið sem reykið og sérstaklega þið sem reykið og vinnið í stjórnsýsluhúsinu, ykkur finnst eflaust ekkert tiltökumál að fara út að reykja, og sennilega hugsið þið með ykkur að einn sigarettustubbur skipti ekki svo miklu máli að læða í blómakerin fyrir utan húsið. Málið er elskurnar að þessi eina sigaretta er ekki bara ein, heldur kemur sú næsta og næsta og svo framvegis. Og auðvitað haldið þið að þetta skipti ekki nokkru máli. Það er nefnilega þess vegna sem ég set þetta á blað. Í morgun þegar ég bað húsvörðin að setja út kerin svo ég gæti plantað í þau blómum fyrir hvítasunnuna, tjáði hann mér að hann ætlaði ekki að setja kerin út í sumar, ég hváði við. Hann sagði, þessi ker eru bara notuð öskubakkar. 'Eg sagði hva!! það getur nú ekki verið svo slæmt..........
Þangað til ég fór að hreinsa beðið fyrir utan Vís, sem hafði verið sett út, þetta er úr einu keri sem er ekki mjög stórt. Og ég get sagt ykkur að þetta er svo sannarlega ógeðfelt. Stubbar eyðast nefnilega ekki, og syndirnar koma svo í ljós á vorin þegar farið verður í að hreinsa og laga kerin fyrir sumarið til að setja niður sumarblómm, ÞIÐ VITÐ ÞESSI SEM EIGA AÐ GLEÐJA AUGU OKKAR YFIR SUMARIÐ.
Húsvörðurinn ákvað samt að setja kerin út, og nú vil ég biðja ykkur einlæglega að setja ekki stubbana í blómakerin, þau eru nefnilega fyrir blómin. Meira að segja eru svona stubbahylki beggja vegna við inngang stjórnsýsluhússins.
Versta kerið er samt þetta fyrir utan hamraborg. Þar virðast menn bara nota þetta ker sem á að vera til prýði til þess að drepa í.....
Það verður sennilega fært annað ef þessu linnir ekki.
En eigum við nú ekki heldur að reyna að halda þessum stubbum þar sem þeir eiga heima í stubbahólkunum, eða bara í ruslinu en ekki í blómakerjum bæjarins.
Með bestu kveðjum og ósk um gleðilegt sumar.
Ásthildur Cesil.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2022948
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú biður ekki um mikið,nota stubbahólkana. Stundum þarf að reifa mál eins og þessi,með því að sýna sjónmengunina. Ég er viss um að upp úr þessari færslu,verða til siða meistarar,þannig að ef einhver gleymir sér,er honum samstundis bent á hólkinn. Hér á vel við hvatning Jóns,þess er vann til verðlauna fyrir hana,var letruð á öllum ,,ruslabílum,, hér í DEN ,,Láttu ekki þitt eftir liggja.,,
Helga Kristjánsdóttir, 9.6.2011 kl. 22:57
Já vonandi ýtir þetta við einhverjum, þetta er nefnilega hugsunarleysi en ekki einlægur brotavilji.
Flott mottó, láttu ekki þitt eftir liggja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 23:03
Og það ERU meira að segja stubbahólkar... oj bara
Flott hjá þér að skrifa um þetta, hlýtur að hafa áhrif
Jónína Dúadóttir, 9.6.2011 kl. 23:04
Já Jónína mín vonandi. Þetta er bara svo innilega sóðalegt að hreinsa upp á vorin.
Fyrir utan að manni finnst vera lítilsvirðing í því þegar verið er að gera fallegt að fólk skuli bara gefa ***** í það og láta sitt eftir liggja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 23:12
Ég reyki og ég þoli ekki svona reykingarfólk. Sumt fólk eru svo miklir sóðar að hálfa væri nóg. Þoli það ekki þegar fólk td hendir stubbunum út um gluggana á bílum eða það sem verra er tæmir öskubakkana td á ljósum. Þegar ég verð vitni að því langar mig til að elta þetta fólk uppi og segja því að það hafi tapað einhverju.
Kidda, 10.6.2011 kl. 09:18
Já það eru einmitt þessir sóðar sem setja blett á reykingafólk Kidda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.6.2011 kl. 09:56
Hún mamma mín reykti lengi, alltof lengi að eigin mati og okkar sem næst stóðu. En í mörg ár gekk hún með litla blikkdós í vasanum sem hún notaði fyrir ösku og stubba. Hún sagði óþarfa að skilja eftir sig slóðina, nóg væri að skemma fyrir sjálfri sér og öðrum með reyknum sem ekki er hægt að hemja. Mamma hætti að reykja ´78 eða 9. Ég hef sem betur fer aldrei ánetjast þessum fjanda en ég get skilið að erfitt sé að hætta og get ekki skilið að allsstaðar þurfi að skilja eftir merkin. Við eigum að ganga um úti eins og heima hjá okkur

Dísa (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 12:37
þetta er svo mikið ógeð, alveg að gera mig vitlausa.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.6.2011 kl. 12:47
Sæl Ásthildur mín. Ertu að meina að það sé að koma sumar þarna fyrir westan
. Ég hætti að reykja bara út af þessu ógeði sem "eftir mann liggur" (sbr komment Helgu ) þ.e. stubbar, reykingarlykt og reykur um allt. Það var 1978/9 á fyrsta reyklausa daginn. Varðandi blómakerin þá er betra að setja þetta rusl þar en á götuna og svo getur nú húsvörðurinn hreinsað þetta af og til ekki satt
En þetta er ekki svona í Kópavogi. Sjaldan sem maður sér starfsfólk úti undir húsvegg og hvað þá sígartettustubba hér og þar... nei nei nei... Góður og þarfur pistill sem vonandi svínvirkar
kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 10.6.2011 kl. 14:28
Dísa gott hjá mömmu þinni að hætta svona á gamals aldri, en hún var nú alltaf svo tillitsöm þessi elska.
Ásdís mín, allir sem voru úti að reykja meðan ég var að setja blómin í kerin settu stubbana í stubbahúsið, en ég tók samt stubba í fullan latexhandska og festi hann svo við stubbahúsið
Kolla mín, ég held svei mér þá að það sé að fara að hlýna hér, finn það einhverngveginn á mér. Ég get verið sammála um að það sé "betra að stinga þessu í kerin" heldur en kasta á gangstéttina, en samt, þetta er fullvaxta fólk, svona í efrimillistétt að mati Tryggva Þórs
Sem sóðar svona út kring um vinnustaðinn sinn. Það er það sem er svo grætilegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.6.2011 kl. 18:38
Ertu alveg viss um að það sé fólki' sem vinnur í húsinu? Á mínum fyrrum vinnustað var bannað að reykja bæði inni og utan við húsið, áður en það var sett í lög, það var líka bannað að reykja við skrifstofuhúsnæði Pennans efst í Hallarmúla og við hús VÍS. Við fundum samt oft reykjalykt inn um glugga og stóðum fólk af þessum stöðum að því ítrekað að færa sig yfir götu til að reykja undir húsvegg, svo ég myndi eins veðja á fólk í grennd.
Dísa (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 00:03
Já það getur vel passað Dísa mín, enda er ég ekki að leita að sökudólgum, bara að minna þessar elskur á að sigarettustubbarnir hverfa ekki þó þeim sé stungið í blómakerin. Ég fann meira að segja margra ára stubba, sá það á hve velktir þeir voru að þetta hverfur alls ekki. En nú er ég viss um að fólkið notar stubbahúsin, sem nóta bene hr. húsvörður ERU STÚTFULLIR AF STUBBUM
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2011 kl. 10:46
Stubbastokkarnir eru þarfaþing og góð uppfinning, og hafa víða verið settir upp en hafa þann leiðinlega galla að tæma sig ekki sjálfir.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.6.2011 kl. 14:04
Einmit Axel og þá kemur spurningin á ekki húsvörðurinn að sjá um það?? og þá erum við komin í hring.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2011 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.