Sjálfstæði þjóðar.... hvernig virkjum við almenning?

Það er verið að fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið og tillögur Jóns Bjarnasonar.  Það eru heitar umræður og ekki bara það heldur eru stórútgerðarmenn með ofsafengnar auglýsingar um hvað allt fari til fjandans ef við höldum okkur ekki við sama kerfi og nú er.  Minnir mig reyndar rosalega mikið á Icesave og Kúpu norðursins og hve allt myndi fara til fjandans ef við samþykktum ekki Icesave eitt tvo og þrjú.  Við vitum öll hverju sá hræðsluáróður skilaði.

Ég vil ráðleggja L.Í.Ú. að spara peningana sína og hætta þessum hræðsluauglýsingum, þær falla algjörlega um sjálfar sig í hinum dreyfðu byggðum landsin, þó ef til vill einhver 101 íslendingur sem hefur ekki komið nærri sjó en að fara niður á Reykjavíkurhöfn á sjómannadag eða jafnvel fara á lúxustónleika í Hörpunni kunni að trúa þeim.

Elskurnar haldið virkilega að við úti á landi sem erum komin yfir fimmtugt séum búin að gleyma því sem gerðist þegar frjálsa framsalið var leyft?  Haldið virkilega að við séum búin að gleyma því að það hrundi samfélagið í flestum sjávarbyggðum, og margir misstu vinnuna húsin urðu verðlaus og margir hrökkluðust burt, þeir sem komust hjá því að fara máttu una því að helfrost varð á verði íbúða, þjónustuaðilar voru farnir Og alt í kalda koli. Og haldiði að við höfum ekki haldið þessu á lofti við niðja okkar?

Það er því hlægilegt í því ljósi að þið reynið að telja okkur trú um að ef þið fáið ekki að blóðmjólka þjóðina áfram með gjafakvóta sem ykkur var færður fari allt til helvítis og jafnvel lengra. Eins og sjósókn leggist af ef þið fáið ekki vilja ykkar framgegnt.  Hlægilegt.

Þið hafið gegnum allan þennan tíma nú um 30 ár haft sem gefins þjóðareign og notað hana sem ykkar eigin.  Blóðmólkað smáútgerðina og drepið niður fjöldan allan af smábátaútgerðarmönnum, haldið kvótaverði í háum hæðum, og sumir ykkar aldrei migið í saltan sjó, en eigið kvóta til að LEIGJA þeim sem virkilega vilja gera út og hafa sitt lifibrauð af sjómennsku.  Þið hafið meira að segja selt hvorum öðrum til að halda kvótaverðinu uppi, þetta minnir á þrælahald og leigubændur í den, nema að allt þetta er í skjóli stjórnvalda sem þykjast ekki geta snúið þessu við. 

Ykkur væri nær að spara þessar ömurlegu auglýsingar ykkar og reyna að snúa niður yfir 500 milljarða skuld sem þið eigið því fé hefur endalaust verið tekið frá útgerðinni og sett í eitthvað allt annað, mér kemur í hug stórhýsi í Reykjavík klætt með dökku gleri, glæsihöll bogabyggð sem stendur sem vitnisburður um bruðl útgerðar norðan heiða.  Hefði nú ekki verið nær að byggja nýrri skip eða reyna að nota peninginn í að endurnýja græjur og útbúnað skipa en að byggja hallir?

Þið eruð það sem kallast aumkunarverðir í tilraunum ykkar til að hræða almenning til að snúa sér að því að hjálpa ykkur að viðhalda þessu kerfi sem eftir því sem ég kemst næst er um 80% þjóðarinnar mótfallinn.

Þó svo að sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum takist að drekkja þessu frumvarpi Jóns Bjarnasonar bæði því stóra og smáa, þá hafa þeir núna grímulaust sýnt þjóðinni hvaða hagsmuna þeir hafa að gæta.   Og sem betur fer vona ég að fljótlega þegar þessi ríkisstjórn hrökklast frá, þá hafi menn þá visku til að bera að gefa L.Í.Ú  Framsókn og Sjálfstæðisflokknum frí.  Það er nefnilega komin tími til að gefa þessum ömurlega fjórflokki frí.  Og virkilega fara að huga að öðrum stjórnmálaöflum, sem koma til með að bjóða fram í næstu kosningum.  Brjóta upp klíkuskapinn og virkilega gefa öðrum tækifæri.  Það er alveg komin tími á það.

'Eg og miklu fleiri erum orðin hundþreytt á svikum, lygum, samhyggð fjórflokksins, og hvernig þeir reyna að setja saman leikfléttur til að smala sínum köttum eins og vinkona forsætisráðherrans sagði einhverntíman í vetur. 

En til þess að svo megi verða þurfa þeir sem hugsanlega hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi að styrkja stöðu sína með því að standa saman og berjast fyrir þjóðina.  Hagsmunir hennar liggja ekki í ESB né L.Í.Ú.  Þeir liggja hjá þjóðinni sjálfri og dugnaði hennar og þrautseigju við að takast á við þá erfiðleika sem við okkur blasa.  Það er bara komið að því að við getum ekki lengur kastað atkvæði okkar á glæ með að kjósa þenna gjörspillta fjórflokk.  

Á 200 ára afmæli frelsishetjunnar frá Hrafnseyri skulum við almenningur á Íslandi vera menn til að snúa þessu við og segja eins og hann forðum; VÉR MÓTMÆLUM ALLIR.

PIC00005[1]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góðan daginn Ásthildur.

Það er aldeilis .....

Góður pistill hjá þér.

Níels A. Ársælsson., 7.6.2011 kl. 07:39

2 identicon

Gott hjá þér, láttu þá heira það.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 08:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk drengir.  Já það má ýmislegt segja meira eins og hvernig þeir hafa haft meirihluta alþingis á sínum snærum í mörg ár til að innleiða og festa í sessi þessa gjörð.  Hafrannsóknarstofnun er mér sagt að sé líka undir þeirra hæl, sem er auðsýnilegt þegar tillit er tekið til hvernig þeir snúa málunum.  Hér þarf uppskurð en ekki einhverja potta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2011 kl. 09:02

4 Smámynd: Kidda

Heyr heyr, eins og talað út frá mínu hjarta og heila

Kidda, 7.6.2011 kl. 09:16

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kidda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2011 kl. 10:34

6 identicon

vá þú ert flott takk.

gisli (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 17:43

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott hjá þér. Ég er hættur að horfa á flokka heldur einstaklinga sem vinna að hag fólksins í landinu og er Jón Bjarnason einn þeirra og þau sem eru að berjast fyrir að koma byggðarlögunum í gang aftur. Ég hefði samt vilja sjá metta minna frumvarp fyrir heimalandandi báta/skip. Stoppa strax leigu á kvótanum og algjörlega frjálsar veiðar fyrir færi og línu báta sem landa heima. Það kerfi var í Alaska og Noregi en í Alaska þá miðaðist þetta við 45 feta (15) metra löng skip. Bara svo það sé á hreinu þá segi ég niður með ESB EES og allt í kringum þa´.   

Valdimar Samúelsson, 7.6.2011 kl. 18:45

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Gísli.

Ég er sammála þér Valdimar að það þarf að horfa á heildarmyndina en ekki flokkshagsmuni.  Innilega sammála með það sem þú segir um fiskveiðistjórnunina og ESB.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2011 kl. 22:07

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Ég segi nú eins og Gísli, vá hvað þú ert frábær, og takk fyrir pistilinn  

Sumir trúa því að við fáum að veiða fiskinn við strendur landsins, ef við förum í ESB, en það er algjör fjarstæða að reyna að halda slíku fram. Svo mikið er ég þó með á hreinu, þó ég viti ekki allt um fiskveiðar og útgerð.

Þess vegna er eitt af stærstu málunum sem við þurfum að vinna í, að stoppa ESB-umsóknina með öllum okkar ráðum, eins og við gerðum með Icesave!!!

Jón Bjarnason hefði mátt ganga miklu lengra í að leiðrétta þessa verstu skekkju seinni tíma, sem er fiskveiðistjórnunin.

En Jón Bjarnason þarf stuðning almennings til þess, það er alveg klárt. Það er stærra verk en svo, að einn maður ráði við það án stuðnings frá almenningi. Og í raun er Jón að kalla eftir þeim stuðningi, og þann stuðning verður hann að fá. Þetta verður að vera baráttu-samspil almennings og Jóns, ef á að nást fram raunverulegt réttæti!

Sammála Valdimar hér að ofan, og er reyndar alltaf sammála því sem hann segir. Hann hefur greinilega heiðarlega, skýra hugsun og hjartað á rétta staðnum eins og þú Áshildur mín.

Nú verðum við að taka okkur saman, almenningur og hafa áhrif á þessi mál, öll sem höfum möguleika á því. Það verður, eftir því sem ég best veit (þó ekki alveg viss um að tímasetningin sé rétt), komið saman kl. 19.30 í kvöld á Austurvelli, þar sem hjarta almennings slær, friðsamt og áhrifamikið. Og með aðstoð allra góðra vætta og afla, þá tekst okkur að hafa þau áhrif til góðs í fiskveiðunum, sem við viljum, eins og með Icesave. Við megum aldrei missa trúna á okkur sjálf og hversu mikils við erum megnug, ef baráttumálin eru réttlát.

Eins verður það með ESB-umsóknar-aðlögunar-klúðrið.  Góðu máttarvöldin eru nefnilegi réttlát og lýðræðissinnuð.

Það eru sterkari og öflugri máttarvöld en margur gerir sé grein fyrir, sem fylgja Íslenskum almenningi, sem gerir okkur kleyft að ná fram réttlátum málum fyrir allan almenning með samstöðu. Ég veit ekki af hverju þetta er svona, en veit samt að þetta er rétt.

Engir veraldarinnar peningar eru öflugri en sanngjarn og réttlátur vilji almennings

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.6.2011 kl. 08:37

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innleggið þitt Anna Sigríður, já svo satt, engir veradarinnar peningar eru öflugri en sanngjarn og réttlátur vilji almennings, tek fyllilega undir þetta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2011 kl. 09:08

11 identicon

Frábær pistill hjá þér Ásthildur.

Það munar alltaf um það þegar að Vestfirðingarnir fara af stað :)

LÍÚ  grátkórinn er miður sín út af því að kvótinn skuli vera afhentur mönnum sem hafa ekki fiskveiðar sem aðal atvinnu og séu "Hobbýistar" (strandveiðimenn)

Hvað ætli  Guðmundur í Brimi,  Þorsteinn Már hjá Samherja   eða þá Halldór Ásgrímsson hjá Sinney Þinganes hafi róið marga daga til fiskjar á síðasta kvóta ári

Hefur einhver heyrt um það ?

Mér finnst bara alveg eðlilegt að þeir svari  því....

Sólrún (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 09:35

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð spurning Sólrún og takk fyrir innlitið. Og hvað ætli Bjarni Ben og samherjar hans á þingi hafi miklal innsýn í hvernig þetta kvótasystem virkar, nógu stór eru orðin þeirra um óréttlæti, ég hefði gaman af að fá þau í umræðuþátt um útfærslur og hvernig þessi mál ganga fyrir sig í raunveruleikanum.  Upphrópanir og frasar gagnast engum.  Þau hafa nefnilega ekki HUGMYND UM HVAÐ ÞAU ERU AÐ TALA UM. Eina sem kemst að hjá þeim er að verja L.Í.Ú. og höndina sem fóðrar þau.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2011 kl. 11:01

13 identicon

Svo sem sammála mörgu sem hér hefur komið fram og það má vel hreinsa til í þessu blessaða „kvótakerfi“. Því miður er búið að innleysa alltof mikið af hagnaði út úr greininni en skaðinn er skeður. En minni nú samt á að mikil endurfjárfesting hefur átt sér stað í sjávarútvegi síðustu ár og töluvert er af fyrirtækjum sem hafa komið inn í greinina síðan um t.d. aldarmótin og hafa ekki fengið neitt gefins. Útgerðir og fiskvinnslur sem hafa fjárfest í húsnæði, rándýrum tækjakosti og fleiru til þess að mæta kröfum erlendra markaða. Einnig vil ég minna á að það er ekki nóg að veiða fiskinn, það geta í raun margir gert, en að vinna hann, viðhalda gæðum og að afla traustra og góðra viðskiptasambanda fyrir okkar frábæru íslensku afurð á erlendum mörkuðum er það sem málið snýst um. Þannig skapast verðmæti og í þessari „stórútgerðar“ umræðu eiga þessar staðreyndir til að gleymast.

Annars fagna ég þessari umræðu og tími til kominn að þjóðin kynni sér betur málefni sjávarútvegs og að umræðan verði á hærra plani en hún hefur verið á meðal fólks. 

Halla (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 11:37

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir gott innlegg Halla. Já það er alveg ljóst að besta hráefnið kemur frá línu og handværaveiðum.  Það eru margar litlar fiskvinnslur með gæðaframleiðslu en berjast í bökkum vegna þess hve lítinn kvóta þeir haga og hve dýrt er að kaupa sér kvóta.  Þessir einstaklingar og jafnvel fjölskyldufyrirtæki hljóta að eiga rétt að stunda sjómennsku og gera að þeim afla sem þau setja á land.  ÉG vil líka benda á að færustu sölumennirnir eru í fyrirtækum sem sérhæfa sig í að selja fyrir einmitt þessar smáútgerðir.  Ég þekki það af því að einn af sonum okkar er sölumaður í slíku fyrirtæki.  Hann segir að hæsta verð fáist fyrir fisk einmitt frá þessum litlu fyrirtækjum sem vanda til framleiðslunnar og hafa allt í fullkomnu lagi.  Þessi fyrirtæki gætu stækkað og eflst mikið ef strandveiðar yrðu auknar og frjálsa framsalið tekið af.

Það er bara svo rangt að segja að ef stórútgerðarmenn fái ekki að valsa um miðin með sitt lið fari allt á vonarvöl.  Það hættir ekki að veiðast fiskur úr sjónum, og með betra fyrirkomulagi myndi brottkast minnka verulega.  Ég dag má hvorki veiða hann né sleppa, og ekki koma með að landi nema eitthvað smávegis sem kallast meðafli og er afar takmarkaður. 

Það vill nefnilega gleymast í umræðunni að það eru margar smáútgerðir sem gætu eflst og stækkað og þar með aukið atvinnu í heimabyggð þó braskið verði afnumið. 

Þessu þarf að breyta strax, og svo má auka aflamarkið til mikilla muna, það þarf sennilega að leggja Hafrannsóknarstofnun af og fá betri sjávarútvegsfræðinga til að endurskipuleggja líkanið.  Til dæmis Jón Kristjánsson og hlusta á menn eins og Kristinn Pétursson og fleiri sem hafa harðlega gagnrýnt framkvæmd fiskveiða eins og hún er í dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2011 kl. 12:05

15 identicon

Það hefur verið mikil þöggun um kvótamálin og hefur varla mátt nefna hina háttvirtu Sægreifa nema í hálfum hljóðum.

Hvað þá heldur nefna hlutina sínum réttu nöfnum.

Þegar stórútgerðarmenn stagast á hagkvæmni sjávarútvegsins fyrir land og lýð þá nefna þeir samt aldrei neinar tölur í því sambandi.

Hvers vegna ætli að menn sem þekkja til á fiskmörkuðum erlendis fullyrði að frá landinu sé sel meira magn en kvótanum nemur.

En síðan koma inn í landið mun MINNI peningar en kvótinn ætti að skila hvað þá heldur meira

Undarlegt ?  

Gætu ekki einhverjir góðir menn hjálpað þeim að reikna þetta út.

Sólrún (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 12:22

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sólrún athyglisverður punktur.  Þetta þarf að rannsaka.  Það er ekki bara að hér hafi ríkt algjör þöggun heldur hafa fjölmiðlar þeir stóru endalaust dregið taum stórútgerðarmanna, sem og margir alþingismenn og ýmsir professorar, þess vegna auðvitað fengu þeir að hafa sinn mann inn í Háskóla Íslands, það er að sýna sig núna hver var tilgangurinn að fá prófessorsstimpil á störf þeirra.

En það ekki bara það.  Heldur hefur það gerst víða um land að sjómenn og menn innan sjávarútvegsins hafa viljað gefa kost á sér til pólitískra starfa, til að koma þessum málum betur.  Þeir hafa umsvifalaust fengið hótum um að hætta slíku eða verða reknir ella.  Þess eru mörg dæmi.  Hótanir og frekjuköst eru vinnubrögðin sem þessir menn hafa tamið sér, og sést núna á þessum ósmekklegu auglýsingum og hvernig þeir reyndu að halda kjarasamningum í herkví til að knýja fram vilja sinn í fiskveiðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2011 kl. 12:32

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Enda sást vel núna að þessir menn hafa Samtök Atvinnulífsins í vasanum og fleiri slík. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2011 kl. 12:34

18 identicon

Já Ásthildur sannarlega eiga fjölmiðlar sinn þátt í þessu sjávarútvegsspili það er rétt að minna á það.

Ekki hafa þeir beitt hæfileikum sínum í rannsóknar blaðamennsku til að upplýsa um gríðarlega erlendar skuldir stórútgerðarinnar

Ekki heldur þá skulda niðurfellingu sem tíðkast hefur á skuldum þessara útgerða í innlendum bönkum löngu  fyrir hrun áður en að skulda niðurfellimg heyrðist nokkursstaðar nefnd opinberlega

Hafa fjölmiðlar einhversstaðar birt tölur um það hvernig skuldir sjávarútvegs fyrirtækja  hvafa verið meðhöndlaðar í bankakerfinu EFTIR hrun

það virðist ekki vera kappsmál eigendanna að koma því á framfæri

Skyldi það hafa verið þjóðhagslega hagkvæmt þegar að Skinney Þinganes fékk MILJARÐA  niðurfellingu skulda vegna gengistaps á rækjukvóta sem þeir skulduðu

En héldu öllum kvótanum eftir dem áður........

Sólrún (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 13:25

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega ekki nóg með að Ásgrímsson hafi blóðmjólkað allt sem hægt var að blóðmjólka, fá síðan flotta stöðu á norðurlöndum heldur er honum endalaust hyglað á kostnað annara.  Ótrúlegt alveg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2011 kl. 18:13

20 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.6.2011 kl. 00:14

21 Smámynd: Jens Guð

  Frábær samantekt!

Jens Guð, 9.6.2011 kl. 02:10

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóna og Jens.  Útgerðarmenn Hafa frekar elfst í viðleitni sinni til að heilaþvo okkur með þessum kjánalegu auglýsingum sínum.  Þeir eru einfaldlega svo vanir að fá sitt fram með yfirgangi og frekju. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2011 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2022948

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband