Margur verður að aurum api.

Eða á maður að segja svo læra börnin sem fyrir þeim er haft!!!LoL
mbl.is Glæpaapar handsamaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Þetta eru nú meiri aparnir,eru af Mar-kattarætt og illa innrættir.

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2011 kl. 01:24

2 Smámynd: Kidda

Kidda, 4.6.2011 kl. 09:29

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þeir eru allavega apalegir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2011 kl. 10:31

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hahahaha.....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 4.6.2011 kl. 11:26

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 4.6.2011 kl. 14:40

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég þekki fólk sem varð fyrir mjög svo óskemmtilegri árás apa í þjóðgarði í Kenýa. Þeim hafði verið sagt að þeim væri óhætt að leggja húsvagni sem þau tóku á leigu á öllum merktum svæðum og gætu bara haft það huggulegt , grillað, o.s.frv.

Þar sem þau sátu og gerðu einmitt það, biðu þess að maturinn yrði tilbúinn sá þau nokkra apa sem höfðu stillt sér upp og fylgdust nákvæmlega með þeim. Til að byrja með fannst þeim þetta mjög gaman, tóku nokkrar myndir og skemmtu sér vel.

Allt í einu greip maðurinn í hendina á henni og sagði mjög ákveðinn, komdu. Hvað er þetta var svarið, en um leið leit hún í kringum sig og sá þessa stóru apa nálgast í tuga eða hundraðavís úr öllum áttum, all ófrýnilega á svip. Þau hlupu sem hraðast þau máttu inn í hjólhýsið og skelltu í lás.

Úti fyrir var mikill atgangur sem þau sáu ekki í myrkrinu, en fljótlega var farið að berja í og vagga hjólhýsinu þannig að þau biðu bara eftir að það ylti. En allt í einu var eins og kæmi styggð að öpunum og lætin hættu.

Um morguninn, þegar sólin skein á ný, hættu þau sér út og þá stóð ekki steinn yfir steini. Þau höfðu verið að þrífa innandyra áður en þau byrjuðu að elda og sett ferðatöskurnar með fötunum sínum útfyrir. Það var ekki heil pjatla eftir af neinu þar, ekki einu sinni töskunum eða grillinu. 

Svo heppin voru þau að maðurinn gekk alltaf með alla peninga, kort og passa á sér, annars hefðu næturgestirnir gengið frá því eins og öðrum eigum þeirra. Það stórsá á hjólhýsinu, en eins og konan sagði þegar hún lýsti þessu fyrir mér, þakkaði hún sínum sæla fyrir að velja hjólhýsi en ekki tjaldvagn, þvíað þau voru sannfærð um að þá hefðu þau ekki verið til frásagnar

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.6.2011 kl. 00:40

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úff, já við erum sem sagt ekki einu villidýrin í heiminum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2011 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2022948

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband