Fimmtugsafmæli og brúðkaupsafmæli.

Þið haldið ef til vill mínir ágætu vinir að ég sé farin til Langbortistan, flúin og farin.  En svo er ekki, ég einfaldlega er að drukkna í vinnu við að koma Garðplöntustöðinni minni í gang, ætla að opna á morgun kl. 13.00 kl. eitt.  Það er margt sem þarf að gera og skipuleggja, áður en komist er í gang.  Fólk er orðið dálítið óþolinmótt og vill fara að kaupa plönturnar sínar, sérstaklega nú þegar sjómannadagurinn er á næstu grösum.

En þetta er allt að koma, Alejandra mín hefur verið afar dugleg að hjálpa mér, en ég ætla að hafa hana í vinnu, þangað til hún kemst í vinnuskólann.  Hún er bæði rosalega dugleg og samviskusöm, hefur hlotið fyrirmyndar uppeldi. 

En ég fór í rosalega skemmtilegt afmæli síðasta laugardag, mágur minn Sævar varð fimmtugur og svo áttu þau systir mín brúðkaupsafmæli.  ( okkur var tjáð af veislustjóra að hann hefði verið svo framsýnn að halda giftinguna á afmælisdaginn sinn, svo hann myndi ekki gleyma honum LoL  Þetta var veisla aldarinnar fyrir mér, ég skemmti mér konunglega, og mér skilst á fólki sem ég hef rætt við að allir séu sama sinnis.

maí 2010 015

Því miður gleymdi ég myndavélinni er stalst í myndavél sessunautar míns hennar Jónu, og svo ætlaði Lóa Kristjáns að senda mér myndir, ég set þær hér inn þegar þær berast.  Og Davíð minn sendu mér svo myndirnar af tryllitækinu, ég ætla að slíta söguna út úr Eiríki Finni svo fleiri megi njóta en gestir afmælisins.  Óborganleg saga. LoL

maí 2010 016

Dóra systir mín með æskuvinkonu sinni henni Mundu, þær tvær eru jafnvel tengdari en systur.

maí 2010 018

Það var farið í spurningaleik þar sem svara þurfti nokkrum spurningum um þau hjónin, ég var fyrir öðru liðinu á móti kjarnorkueðlisfræðingnum Björgvini Hjörvarssyni frænda mínum LoL

maí 2010 019

Eiríkur Finnur er einn sá mesti brandarakarl sem ég hef heyrt í. Og hann segir sögurnar svo að maður kafnar úr hlátri, hér er hann með dómarana í spurningaleiknum þau Sævar og Dóru sem áttu auðvitað að vita öll svörin, þar sem spurningarnar voru einmitt um þau tvö.

maí 2010 020

Og ég get sagt ykkur svona í trúnaði að það voru ekki þessi frábæru hjón ein sem tóku bakföll af hlátri, því salurinn lá bókstaflega.

maí 2010 023

Við Björgvin máttum velja með okkur fjórar manneskjur og hér eru liðinn í startholunum að hringja bjöllu, sá sem tapaði átti að drekka einn bjór.

maí 2010 035

Það var fullsetinn bekkurinn og allir skemmtu sér hið besta.

maí 2010 037

Og hér færa frændur Sævars honum smíðagræjur, hann er nefnilega smíðameistari og ætlar að byggja sér sumarhús í Fljótavík, svo honum veitir ekki af réttu græjunum.

maí 2010 039

Full klæddur og Vernharð frændi hans les honum pistilinn.

maí 2010 040

Flott systkin, Sævar og Selma.

maí 2010 042

Hér eru þau Sævar og Dóra, ásamt bestu vinkonum Dóru, Jónu og Mundu.

maí 2010 045

Veislan fór fram í Arndardal þar sem Úlfur Ágústsson og konan hans hafa komið sér upp þessum frábæra veitinga og skemmtistað í gömlum fjárhúsum og hlöðu, afskaplega vinsæll staður, þar hafa líka verið leiksýningar á vegum L.L. og Elvars Loga, og allskonar uppákomur, afmæli og skemmtanir.

maí 2010 047

Og ræður voru haldnar, hér er frænka okkar Thelma Elísabet að heiðra Dóru frænku sína, og gerði það afar skemmtilega.

maí 2010 048

Og hér er svo dóttir Dóru Sunneva allt múligmanneskja, sem hélt þrumandi bráðskemmtilega ræðu.

Það voru auðvitað fullt af karlmönnum sem héldu ræður, en það var tekið á myndavél Lóu, sem ég vonast til að sendi mér sínar myndir..... Elsku Lóa mín. Smile

maí 2010 052

Stubbaknús í fjölskyldunni Heart

maí 2010 055

Sunneva Dóru dóttir, Sævar, Dóra og Davíð sonur Sævars.

maí 2010 056

Frænkur og vinir sem gott er að eiga að.

maí 2010 057

Vinkonurnar þrjár, de tre musketera, prakkarar af Guðs náð allar.

maí 2010 058

Maturinn var æðislegur, svínastein svo lungamjúk að hún bráðnaði upp í manni, maturinn var frá Vesturslóð, og eiga þau þakkir skilið fyrir æðislega góðan mat.  En seinna voru bornar fram hnallþórur Dóru, systir mín er orðin fræg fyrir sínar frábærlega góðu brauðtertur sem gerð voru góð skil, því nóg var að drekka eins og hver vildi, og þá er gott að borða eitthvað saðsamt og gott þegar á líður.

maí 2010 064

Skemmtilegt hljóðfærasafn er þarna hjá þeim Siggu og Úlfi.  Og umhverfið notalegt.

maí 2010 066

Svo var þessi frábæra hljómsveit, þeir komu saman fyrir þetta afmæli og gigguðu, og það var algjört  dúndur.

maí 2010 068

Flottir og kunnu svo sannarlega að gigga.

maí 2010 070

Gestrirnir skemmtu sér hið besta.

maí 2010 071

Og að lokum dönsuðu gestgjafarnir þessar elskur.

maí 2010 073

Sjáið bara hvað þau eru innilega ástfangin.  Elsku Dóra og Sævar innilega takk fyrir mig.  Ég ætla líka að biðja Lóu að senda mér sínar myndir, og Davíð myndirnar af "apparatinu" og Eirík Finn að reyna að festa á blað söguna sem hann sagði um það allt, þegar veislugestir næstum dóu úr hlátri, mig langar að endursegja hana hér. Annars takk öll fyrir frábært kvöld.  Það sló svo sannarlega í gegn. WizardHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi það enn og aftur, það er furðulegt hvað unga fólkið eldist hratt . Ég man vel þegar Dóra fæddist fyrir fáeinum árum og enn styttra síðan Sævar var litli strákurinn í næsta stigagangi við mig, svo segir þú að þau séu orðin fullorðin . Skilaðu kveðju frá mér .

Dísa (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 19:11

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hhaha DÍsa mín mastu hvað mamma þín sagði í eldhúsinu; fyrst spurði ég um foreldrrna, svo kom að því að ég þurfti að spyrja afa og ömmu, þegar ég þurfti að spyrja um langafa op ömmu fannst mér ég vera orðin gömuls.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.6.2011 kl. 00:31

3 identicon

Sæl og takk fyrir síðast. Ég ákvað bara að setja allar myndirnar yfir á Dóru tölvu áður en ég fór, þú getur þá bara valið úr þeim hjá henni, kveðja Lóa

Lóa (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 08:16

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Lóa mín, Dóra kom með þær í gær, nú er bara að setjast niður og skoða. Innilega takk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.6.2011 kl. 08:39

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Greinilega gaman þarna

Já ég hélt þú væri stungin af... en sem betur fer var það ekki

Góða helgi mín kæra

Jónína Dúadóttir, 3.6.2011 kl. 09:43

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jónína mín, ég er á kafi að opna garðplöntustöðina mína í dag kl. eitt.  Og það eru mörg handtökin sem þarf að viðhafa. 

Góða helgi sömuleiðis elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.6.2011 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2022945

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband