Dagurinn í dag var dálítið sérstakur hjá mér.

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að leysa úr málefnum Alejöndru litlu.  Tíu ára barátta fyrir því að hún fengi ríkisborgararétt eða dvalarleyfi.  Þessu hefur nú lyktað með því að hún verður vistuð hjá mér uns hún verður 18 ára, og fær dvalarleyfi í þann tíma, síðan mun hún fá íslenskan ríkisborgararétt og getur eftir það ákveðið sjálf hvað hún vill gera.  Við höfum átt í tilfinningalegu ástandi þennan tíma.  því þetta þurfti að fara í ákveðið ferli.  Niðurstaðan kom svo í dag, hún fær að vera hjá okkur ömmu sinni og afa, þann tíma sem þarf þ.e. þrjú ár.  Þetta er mikil fórn fyrir pabba hennar og mömmu sem nú eru flutt aftur til El Salvador, en þau völdu betri framtíð fyrir barnið sitt fram yfir sínar eigin langanir, þetta kallast kærleikur. Heart Þau ákváðu sem sagt að treysta mér fyrir barninu sínu og fyrir það er ég afskaplega þakklát.  Því svo sannarlega vil ég bara það sem henni er fyrir bestu og glöð yfir að við Elli getum lagt okkar af mörkum til að hún fái þann rétt sem hún þarf. 

Síðan höfðu yfirmenn mínir fyrrverandi boðað mig á fund upp í áhaldahúsi, og færðu mér kveðjugjafir og þakkarorð fyrir störf mín sem eru nú orðin 30 ár alls, en með hléum frá september 1966.  Ég er afskaplega sátt við að geta loksins sinnt sjálfri mér og mínum málum.  En vil senda öllum bæjarbúum góðar kveðjur og þakklæti fyrir hve allir hafa verið mér góðir og hve fólk hefur gegnum þessi ár hvatt mig áfram, þ.e. bæjarbúar, og verið mér mikil hvatning til góðra hluta.  Ég get líka stolt hætt og veit að bærinn minn hefur notið góðs af því sem ég gat gert fyrir hann og bæjarbúa.  Það er gott að geta litið stolt yfir og séð að ég hef skilið vel við, nú tekur við að hlú að sjálfri mér og mínu, bæði gróðri og börnum.

IMG_1570

Fiskarnir eru ánægðir í fínu tjörninni sinni.

IMG_1571

Ég hef samt grun um að ég sé ánægðari að geta séð þá en þeir að vera til í sólinni og birtunni.

IMG_1572

Strákarnir hafa unnið undanfarna daga í að laga heitapottinn sem var orðin eitthvað lúinn.  Veit samt ekki hvort það tekst, en ég get svarið það að það er svo miklu heilbrigðara fyrir svona flotta stráka að dunda sér við svona viðgerðir en að hanga inni í tölvuleikjum.

IMG_1573

Hressir krakkar.

IMG_1574

En mér var færð góð gjöf frá mínum yfirmönnum, bókina Jörðin. 

IMG_1575

Já ég bjóst reyndar ekki við þessu, svo það kom ánægjulega á óvart.

IMG_1576

Og svo gjöf frá starfsmannafélaginu líka.  Takk elskurnar fyrir að muna eftir mér.

IMG_1579

Þessi dagur var því fullur að kærleika og umhyggju og gleði.

IMG_1580

En ALejandra mín sagði við mig í gær; ef allt fer eins og ég vil, þá langar mig að halda veislu.

IMG_1581

Þau fengu að baka köku ef þau tækju til í eldhúsinu. 

IMG_1582

Svo voru þau bara að fagna og gera sér glaðan dag.

IMG_1584

Stubburinn vildi endilega sulla í tjörninni.

IMG_1586

Síðan grillaði Úlfur pylsur, meðan stelpurnar skreyttu kökuna.

IMG_1589

Gaman gaman.

IMG_1590

Kakan fína.  Betty Crooker eða þannig, stendur fyrir sínu.

IMG_1591

Sjá ljúfeng er hún.

IMG_1592

Og veislan í fullum sving.

IMG_1593

Ég er innilega þakklát þeim sem unnu að þessu máli og gerðu það kleyft að mál Alejöndru fengju farsæla útkomu.  Þar komu margir að sem ber að þakka.

IMG_1595

Og nú vil ég bara óska þess að þeir sem ekki vildu sjá þessa niðurstöðu sætti sig við hana og við getum öll haldið áfram á braut kærleika og fyrirgefningar.  Og verið áfram fjölskylda.  Það þarf að brúa bil og líma brot.  Það tekur tíma en ég vona að kærleikurinn lækni öll þau sár.

IMG_1596

Stundum þarf að lyfta grettistaki.

IMG_1597

Til að draumarnir rætist.

IMG_1598

Því við þurfum alltaf að fylgja hjartanu okkar.Heart

IMG_1600

Þá fer allt vel.  Stelpurnar í hláturskasti, sennilega vegna spennulosunar.  Heart

Innilega takk fyrir mig og okkur öll.  Megi gæfan fylgja okkur öllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Til hamingju með þetta, - og mikið lítur þú vel út

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.5.2011 kl. 20:25

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Innilegar hamingjuóskir til fjölskyldunnar þinnar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.5.2011 kl. 20:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk dömur mínar, það ríkir gleði á þessu heimili í dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2011 kl. 21:17

4 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Innilega til hamingju með   prinsessuna ykkar

Já  það er yndislegt að sjá hvað er mikið fjör í ömmu og afa kúlu.

                              

Valdís Skúladóttir, 26.5.2011 kl. 21:35

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Valdís mín, svo sannarlega ríkir hér gleði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2011 kl. 21:48

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Til hamingju, fátt er betra en bardagi sem skilar sigri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.5.2011 kl. 21:59

7 Smámynd: Laufey B Waage

Innilegar hamingjuóskir elsku Ía mín.

Laufey B Waage, 26.5.2011 kl. 22:01

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk já svo sannarlega var þetta góð niðurstaða.  Og við vildum gera allt til að barnið fengi þetta tækifæri eftir 10 ára baráttu.  Og núna loksins liggur gatan greið, og bæði blóðmóðir og foreldrar sem hafa alið hana upp frá barnæsku, settu endahnútin á málið af sínum kærleika og ást á henni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2011 kl. 22:21

9 identicon

 Sendi ykkur hamingjuóskir í kærleikskúluna

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 22:29

10 identicon

Alltaf svo skemmtilegar myndirnar þínar. Frábært með Alejöndru!

Kær kveðja til allra í kúlunni <3

Anna Lilja (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 22:36

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Steini minn knúsaðu frúna

Elsku Anna Lilja mín mikið saknaði ég þín í fermingunni hann bróður þíns.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2011 kl. 22:42

12 Smámynd: Kidda

Mikið er nú frábært að loksins hafi verið tekið rétt ákvörðun í hennar máli. Innilegar hamingjuóskir til ykkar allra

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 26.5.2011 kl. 23:15

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kidda mín, já svo sannarlega er þetta mikið gleðiefni fyrir Alejöndru og okkur hin líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2011 kl. 23:25

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hjartans hamingjuóskir með allt.

Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2011 kl. 00:14

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2011 kl. 00:47

16 identicon

Til hamingju með góð endalok, bæði heima og í vnnu

Dísa (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 10:04

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dásamlegt niðurstaða elsku Ásthildur mín. Það kemur mér ekki á óvart að foreldrar stúlkunnar treysti þér fyrir barninu sínu, ég myndi treysta þér fyrir öllum mínum og þó þekki ég þig bara gegnum netið. Kærleikurinn býr í þínu hjarta og ranni og það er öllum ljóst. Mikið er ég glöð að bærinn kvaddi þig almennilega og þakkaði þér störfin, þú átt það örugglega skilið og meira til. Hjartanskveðja til þín elsku vinkona. Innilega til hamingju öll sömul með þessa niðurstöðu.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.5.2011 kl. 12:40

18 Smámynd: Hörður Þórðarson

Til hamingju.

Hörður Þórðarson, 27.5.2011 kl. 12:46

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dísa mín.

Takk Ásdís mín fyrir þessi hlýju orð í minn garð. 

Takk kærlega Hörður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2011 kl. 13:19

20 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Samgleðst ykkur innilega.  Kærleikskúla er lýsandi heiti á heimilinu þínu.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.5.2011 kl. 16:30

21 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Til hamingju með þetta Ásthildur og takk fyrir krakkana í gær. Þau voru alsæl:)

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 27.5.2011 kl. 16:37

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jenní Stefanía mín.

Takk Sigga mín, já ég sá að þau skemmtu sér vel þessar elskur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2011 kl. 17:30

23 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mikið samgleðst ég þér... ykkur... Ásthildur mín

Jónína Dúadóttir, 28.5.2011 kl. 06:29

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jónína mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.5.2011 kl. 10:12

25 identicon

Heil og sæl Ásthildur Cesil; líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Árnaðaróskir; vil ég færa ykkur hjónum - og fjölskyldu allri, fyrir veglyndi ykkar, sem artarskap allan, í þágu þeirra, sem lakar standa - og staðið hafa, gegnum tíðina, Ásthildur mín.

Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 15:48

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk minn ágæti Óskar og takk fyrir innlitið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.5.2011 kl. 16:52

27 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með þetta ljúfust mín líka að vera nú hætt að þræla þér út þó ég viti að það hafi verið gaman í vinnunni.

Kærleik í kúlu, það er ef það kemst meiri kærleikur fyrir

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2011 kl. 19:41

28 Smámynd: Skafti Elíasson

Gaman að lesa þetta mamma :) ég er með uppástungu fyrir tjörnina, setja fiskana í fiskabúr á sumrin og breyta tjörninni í sulltjörn fyrir krakkana.

Skafti Elíasson, 29.5.2011 kl. 11:18

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skafti þetta er frábær hugmynd hjá þér, ætla ræða þetta við pabba þinn. 

Takk Milla mín, já vissulega naut ég þess að vinna í gróðrinum og gera Ísafjörð fallegan, nánast með stríðsöxi í hendi til að byrja með allaveg.  En svo verður maður einfaldlega þreyttur og vill fara að hlú að sínu eigin.  ég hafði engan tíma fyrir minn garð og sjálfa mig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2011 kl. 17:39

30 identicon

Sendi þér og þínum hamingjuóskir með góðan endi á málum Alejöndru, hef reyndar ekki fylgt með, fer ekki oft inná síðuna þína en alltaf annað slagið, en sé að þú ert ánægð með lyktirnar.

Einu tek ég eftir þegar ég kem á síðuna,  það er barnahópurinn sem er á myndunum oft ekki færri en 4, þannig að það virðist enginn vafi á því að amma og afi í kúluhúsinu af MIKIÐ aðdráttarafl fyrir börnin sem segir mikið um ömmuna og afann.

Sendi svo kæra kveðju í kúlushúsið

Sólveig

Sólveig (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 13:06

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sólveig mín, um daginn hitti ég einn af vinum barnanna minna, sem sagði við mig; Ásthildur þegar ég var að alast upp, þá var heimili þitt eins og félagsmiðstöð, þar gátu allir hist og dundað sér saman.

Það er að gerast líka núna ég hef hafn nokkra frábæra krakka hér í kring um mig, vini Úlfs og Alejöndru, sem koma hér og njóta þess sem kúlan hefur upp á að bjóða, svona einskonar félagsheimili, þau jafnvel gista hér nokkur saman.  &#39;Eg á bara eftir að lesa yfir þeim um að ganga frá eftir sig og bera virðingu fyrir því að ég er ekki einhver eldhústuska heldur amma sem er í fullri vinnu.  En ég veit að um leið og ég fær tækifæri til að tala yfir hausamótunum á þessum elskum þá verður umgegnin betri. &#39;Eg er nefnilega svona kerling sem nenni ekki að gera of mikið, og þau verða að skilja að þau öll sem eitt þurfa að taka ábyrgð á þeirra þætti í að taka til og vaska upp og ganga frá.  Ég veit að þessar elskur taka því vel og við getum öll bara verið ánægð með fyrrikomulagið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2011 kl. 00:41

32 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Til hamingju með þetta allt saman .....þú átt allt gott skilið ....og þú ert góður myndasmiður.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 31.5.2011 kl. 21:21

33 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Innilegar hamingjuóskir Bæði með Alejöndru og falleg starfslok.

Ég var fyrir norðan um helgina og sá að Tröllaskaginn var þakinn ösku

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2011 kl. 22:13

34 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk mínar kæru Sóldís og Hrönn. 

Hrönn Tröllaskaginn líka???

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2011 kl. 23:44

35 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sem dramadrottning mikil hvað varðar ösku þá sá ég ekki betur Nema það sé svona mikil umferð um hann?

Hrönn Sigurðardóttir, 1.6.2011 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022943

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband