Vorverkin - tjarnarþvottur.

Hin árlegu tjarnarþrif eru búin.  Krakkarnir bíða með eftirvæntingu eftir því.  Fyrst þarf að veiða alla fiskana upp úr og setja þá í önnur ílát, síðan veiða nykurrósirnar upp úr og svo að tæma tjörnina og hreinsa hana.

IMG_1529

Ólöf Dagmar og Sigurjón mætt á svæðið.

IMG_1530

Þetta verður spennandi.

IMG_1531

Fyrst þarf að láta renna mesta vatnið úr tjörninni, svo auðveldara sé að veiða fiskinn.

IMG_1535

Úti var leiðinda veður þennan dag, og ég gaf fuglunum korn, þeir komu í stórum hópum, sýnist þetta vera maríuerlur.

IMG_1538

Þær eru bara svo svakalega varar um sig að það var erfitt að ná mynd.

IMG_1539

En nú er farið að færast fjör í leikinn við tjarnarþvottinn og veiðiskapinn.

IMG_1541

Bræðurnir veiða og veiða.

IMG_1543

Og svo eru sumir sem bara horfa á.

IMG_1546

Upp úr með blómin.

IMG_1547

Gulli gullfiskur komin í höfn.

IMG_1549

Stelpurnar orðnar spenntar líka.

IMG_1550

Óbbs missi af einum.

IMG_1551

Og allir fengu að veiða allavega einn fisk, líka Sigurjón Dagur.

IMG_1552

Spennan í hámarki, skyldum við ná þeim öllum ??

IMG_1553

Jú þetta er alveg að hafast.

IMG_1554

Já þetta eru dugleg börn.

IMG_1555

Þetta er aldeilis fjör.

IMG_1556

Það er einn eftir, hann er bara svo fimur og fljótur.

IMG_1559

Hérna er hann og vill ekki láta ná sér. Enda stökk hann upp úr balanum og ofan í tjörnina þegar búið var að hreinsa hana og byrjað að láta renna í hana vatn.  Ótrúlegur alveg.

IMG_1562

Syndir um í drullunni.

IMG_1564

Loksins náðu þau honum og hann fór í balan, sem hann svo stökk upp úr sem betur fer ekki fyrr ein eitthvað vatn var komið í hana.

IMG_1565

Jejj! allir komnir uppúr.

IMG_1569

Þá var ekkert annað eftir en að borða þessa fínu sunnudagssteik. 

Og nú er tjörnin kristaltær og fín, smátíma allavega. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf fjör í tjarnarhreinsun. Fækka fötum og fara í sullumdrull og redda fiskunum úr fúlum pytti.

Dísa (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 23:47

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Dísa mín, það er svo spennandi

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2011 kl. 00:17

3 Smámynd: Kidda

Þeir virka stórir fiskarnir krakkarnir heppnir að eiga svona frábæra ömmu og afa. Og hafa aðgang að svona áhugaverðri kúlu þar sem allt er til.

Knús í draumakúluna

Kidda, 26.5.2011 kl. 11:03

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dásamlegar myndir að vanda, ég var hjá pabba gamla á Hrafnistu í gær, það var búið að tæma tjörnina og verið var að mála og sjæna. Hér er allt að verða eðlilegt, lítil aska og ég get þvegið þvott í dag, er kát :):) knús

Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2011 kl. 12:42

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að heyra Ásdís mín.  Þetta er meira svartnættið þessi aska. 

Takk Kidda mín, já þau eru ánægð þessar elskur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2011 kl. 15:42

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það vantar bara Brand til að fylgjast með og passa dallana með fiskunum................

Jóhann Elíasson, 26.5.2011 kl. 18:15

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jóhann hahaha... hann hefði örugglega haft mikinn áhuga á því  Elsku karlinn minn við söknum hans ennþá og líka Snúðs, hann varð líka fyrir bíl þessi elska. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2011 kl. 18:55

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Það er nú meira fjörið alltaf í kringum þig Ásthildur, ég væri alveg til í meira líf kringum mig. Það er eitthvað sem ég þarf að vinna í. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.5.2011 kl. 20:03

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já málið er að vera til og bara leyfa lífinu í kring um sig að njóta sína á eigin forsendum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2011 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband