24.5.2011 | 18:20
Þrír kórar - besta skemmtun.
Já kvennakór Reykjavíkur kom hingað í heimsókn síðasta laugardag. Þær héldu tónleika í kirkjunni með kvennakór Ísafjarðar og karlakórnum Erni.
Stjórnandi kvennakórsins er Agata Jo, systir Beötu Jo sem stýrir karlakórnum Erni styrkri hendi.
Kvennakór Ísafjarðar byrjuðu á hugljúfum nótum Angel, Þér við hlið og Ég skal syngja um allt.
Ingibjörg Bjarney stjórnar kórnum, og er ísfirðingur borin og barnfæddur, sem fór í nám og kom aftur sem betur fer, músikantara eiga nefnilega svo vel heima einmitt hér.
Formaður kvennakórs Reykjavíkur hélt smátölu og sagði að þær hefðu hlakkað mikið til að koma, þetta var svona safariferð, því þær sátu fleiri klukkutíma upp á Steingrímsfjarðarheiði, og komust ekki fyrr en kl. 3 aðfararnótt laugardagsins. Eldhressar konur á öllum aldri.
Með þeim spiluðu tónlistarmenn úr tónlistarskóla Ísafjarðar á fiðlur, Jón Sigurpálsson listamaður spilaði á kontrabassa, og svo eiginmaður Agötu Vilbert Viggósson borin og barnfæddur ísfirðingur.
Þær tóku róleg lög í byrjun Though Philomela Lost her love, kvöldið er fagurt og glæsilegt verk samið sérstaklega fyrir kvennakórinn af Báru Grímsdóttur sem heitið Ís-köld ljóð.
Þær sungu svo með kvennakór Ísafjarðar nokkur skemmtileg ljóð Vorvísa og Úr Hulduljóðim, og Elijah Rock.
Eftir hlé kom svo karlakórinn Ernir, með Selju litlu, Fuglinn í fjörunni og það er löng leið frá Tipparrary.
Í Seljulaginu sem er útsett af Vilberg Viggóssyni blístra þeir eitt ljóðið, og þeim er sumum meinilla við þetta blístur, svo ég gerði af skömmum mínum að taka örlitla nærmynd af þeim í blístrinu Reyndar er útsetningin algjör perla.
Eftir hléið komu þær eins og fermingarstúlkur inn og viðhöfðu suðræna tóna.
De Colores/litirnir. Bésame Mucho, A Mexican Lullaby, Flamencno Flamingos og Sway.
Þær dilluðu sér og klöppuðu og það fór allur salurinn á ið.
Svo gengu þær syngjandi fram, þær voru klappaðar upp nokkrum sinnum.
En kirkjuvörðurinn sat bara og prjónaði peysu, hefur örugglega gengið miklu betur með söngnum.
Hún er allavega mjög ánægð á svipin.
Síðan sungu allir kórarnir saman nokkur lög.
Ride thr Chariot, Rauði Riddarinn og Hest Jói, hér er svo framklapp eftir nokkur aukalög og söngfólk, hljóðfæraleikarar og stjórnendur fengu rós og vestfirskan harðfisk.
Algörlega frábær skemmtun innilega takk fyrir mig.
En það var ekki allt búið, því við fórum síðan út að borða saman um kvöldið í Edinborgarhúsinu.
Fyrstu gestirnir koma og gjaldkerin Andrés tekur við aðgangseyrir.
Tveir flottir og í baksýn eru kórfélagar að blanda cocktail fyrir gestina.
Hér er hún Sigrún mín sæt og fín.
Konungurinn okkar Kristján tíunda þessi með stafinn.
formenn kóranna skiptast á gjöfum eins og alltaf er gert við svona tækifæri.
Svo upphófust skemmtiatriði sem ekki voru af verri endanum, hér kemur upp kvennakór Ísafjarðar og söng frumsamið lag og ljóð eftir einn kórfélagan.
Flottar þessar stelpur.
Síðan skaut kvennakór Reykjavíkur Hesta Jóa í spað með frumsömdum texta við það ágæta lag BG.
Þeir ætla að taka hér söng sem heitir Ítalskt salad. Salad d'Italia
Tekið var fram að kórinn sem slíkur bæri enga ábyrgð á einsöngvurum eða því sem þarna myndi gerast.
Stundum geta þessir strákar alveg drepið mann allt frá háæruverðugum yfirlækni til framkvæmdastjóra og milljónamæringa og öryrkja þeir eru allir eins glaðir og hafa gaman af að skemmta sér og öðrum.
Ég get alveg sagt ykkur að þetta er það skemmtilegasta ítalska salad sem ég hef meðtekið. Ef þið lendið á konsert hjá þeim, og fáið að biðja um lag þá endilega biðja um Ítalskt salad eða......
Þeir eru búnir að koma kórsöng upp í aðrar víddir, þar sem leiklistin og óperan ná saman, en ég veit að þetta er stjórnandinn hún Beata sem kemur þeim til að leika sér svona, allavega leyfir þeim að gera svona sem betur fer. Ég sé það sama eða svipað gerast í kórnum hennar Agötu.
Sjáið svipinn á dýrunum.
Hver öðrum meiri grallari.
Já Ítalskt salad.. það er málið.
En ekki allt búið enn.
Hér skammst grallarinn Viðar út í stjórnandann Beötu og sagði að hún skildi ekki að það þyrfti að syngja lög eins og VivaToote með tilfinningu og með karlmannlegan hugsunargang í huga. og ef þið eigið annað óskalag þá bendi ég á þetta.....
Þeir sömdu textan sjálfir Viðar gruna ég helst, og þetta er ótrúlega fyndið. Veifa túttum vilta Rósa.
Ég get alveg sagt ykkur að salurinn lá í hláturskasti.
Jamm klár í að stjórna Rósu.'
Já það gengur á ýmsu, en rosalega er þetta góð skemmtun.
Og það er stjórnað með tilþrifum.
Maturinn var ekki af verri endanum eldaður í Tjöruhúsinu af meistarakokknum Magga Hauks og félögum, fiskur af öllu sortum. Þeir eru snillingar.
Sigrún stolt með soninn sinn sem svo sannarlega sver sig í ættina.
Músikkantarnir Jón Sigurpálsson og Vilberg Viggósson.
Kokkarnir og uppvartararnir á myndina vantar Magga Hauks. En takk drengir mínir fyrir yndislegan mat. Og innilega takk fyrir mig og þessa frábæru skemmtun Karlakórinn Ernir, kvennakór Ísafjarðar, og kvennakór Reykjavíkur.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2022942
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtileg umfjöllun, og frábærar myndir.. Takk fyrir mig
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.5.2011 kl. 01:06
Takk fyrir innlitið Jóna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2011 kl. 09:10
Það er alltaf jafngaman fyrir vestan
Kidda, 25.5.2011 kl. 09:15
Frábært að sjá, vildi að ég hefði verið fluga þarna
. Þeir tóku ítalska lagi í Salnum með þvílíkum tilþrifum að ég hélt að hlátrasköllin og klappið myndi sprengja húsið
. 

Dísa (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 09:32
Já svei mér þá Kidda mín, við kunnum að skemmta okkur og hafa það gott hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2011 kl. 09:33
Já Dísa það er svo skemmtilegt hjá þeim.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2011 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.