Tvær góðarfréttir í dag.

Þessi frétt snerti streng í mínu hjarta.  Ég er svo ánægð með að heyra um fólk sem ann náttúrinni og ber ábyrgð á sínu nærumhverfi. Það mætti vera miklu meira um svona góðar fréttir.  Mér þykir líka vænt um tjaldinn, hann kemur hér í fjöruna á hverju ári, sömu hjóninn á sömu stöðunum, nema þeir tjalda ekki við sjóinn heldur í stæðum í brekku fyrir ofan aðalveginn inn í bæinn.   En stutt í fjöruna. 

 

Hin góða fréttin var þessi:

Ég var spurð að því hvort ég myndi styðja hreyfingu sem leggði áherslu á Fjölskyldumál og hagsmuni heimilanna, ég var ánægð með þessa spurningu en gat ekki svarað henni á annan hátt en þennan.

 

 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir Takk fyrir spurninguna . Ég get ekki flokkað svar mitt með þessum þremur spurningum. Ég vil að þessi fjölskylduhreyfing innihaldi fleiri til dæmis Frjálslynda flokkinn sem ég er flokksbundin í, Hreyfinguna og þau í vinstri grænum sem kallast villikettir. Þá myndi ég kjós þann flokk afar glöð. Annars mun ég sjá til. Ég held að það sé komin tími til að við grípum inn í flokkadrættina og spillinguna með samstilltu átaki. Allir þeir sem standa utan þessara flokka, að við náum að leiða saman hesta okkar og samstilla átakið, og sýna að við getum unnið saman til betra lífs fyrir íslenska alþýðu. Ef þetta er ekki hægt, þá munum við áfram vera einhver lítil flokksbrot og ekki hafa nein áhrif. Þetta er því mælikvarðin að mínu mati um hvort okkur tekst að brjótast út úr þessu helsi sem við erum í. Með vinsemd og virðingu.
c_documents_and_settings_jon_steinar_desktop_hvitur_fani2
Ég held að við sem ekki viljum halda áfram þessu vonlausa basli við óhæf stjórnvöld og óhæfa stjórnarandstöðu verðum að fara að taka okkur saman og sýna viljannyrir verkið og tala okkur saman, þeir litlu flokkar sem eru innan og utan þings.  Við sem viljum hag almennings sem allra bestan.  Ef þessi flokksbrot og einstaklingar geta ekki komið sér saman um sameiginlegt framboð, þá er engin von til þess að við náum neinum árangri.  Við þurfum nefnilega að sýna í verki að við virkilega viljum setja okkar eigin hagsmuni til hliðar og sameinast um að vinna þjóðinni sem mest gagn.  Það þarf að velja vel. Ég hef mikla trú á Hreyfingunni og þeim úr Vinstri grænum sem hafa verið hraktir burt úr þingflokknum vegna þess að þau voru trú sinni sannfæringu.   Og ég hef trú á Frjálslyndaflokknum og mörgum einstaklingum utan flokka eða sem láta flokkshagsmuni lönd og leið og hafa sýnt það með skrifum sínum og framkomu að þeir vilja hag okkar allra sem bestan.
Núna er  tækifærið til að sameina þessi öfl og fara að tala saman um það sem gerir okkur að traustsins verðum einstaklingum og félagasamtökum og sýna fram á það við getum unnið saman og að við virkilega viljum bretta upp ermar og breyta goggunarröðinni, senda klíkuskapinn til síns heima og uppræta landlæga spillingu.
Það væri gott að byrja á að halda einhverskonar fund með þeim einstaklingum sem vinna að þessu nýja framboði og talsmönnum þeirra sem ég hef talið upp, og jafnvel fleiri einstaklinga.  En það tekst ekki að sameina þessa aðila, þá getum við bara gleymt þessu. 
c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]

mbl.is Gerði flotbryggju fyrir tjaldinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flottur Arnór bjargaði fjöldamorði.

gisli (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 12:36

2 identicon

Það eru fleiri sem bera umhyggju fyrir Tjaldinum. Þannig er að á golfvellinum Hlíðarvelli (þeim þar sem allt dínamitið var að finnast) eru 2 - 3 Tjaldapör sem hafa vanið sig á að verpa á vellinum í nálægð golfbrautanna. Þarna verpa þau á berangri og hefu klúbburinn gripið til aðgerða til að verna fuglana á hreiðrunum.

Starfsmenn klúbbsins hafa sett upp gangstéttarhellur þannig að hreiðrið og fuglarnir sem á því sitja hverju sinni hafi vörn fyrir  golfboltum og síðan er í staðarreglum klúbbsins tekið fram að ef bolti leikmanns stöðvast nærri hreiðrinu þá skuli leikmaður taka bolta sinn og ekki leika honum nær hreiðrinu en 6 metrar. Er það gert til að valda sem minnstri truflun á útungun Tjaldsins.

Í gegnum árin hefur mindast skemmtilegt samband milli þessara Tjaldhjóna og kylfinga, þannig að kylfingarnir reyna eftir fremsta megni að ónáða fuglinn ekki og fulginn er ekki að kippa sér neitt upp við það þótt kylfingar séu nærri að stunda íþrótt sína.

Þetta er svona eitt af þessum skemmtilegum sögum um góð samskipti manns og náttúru.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 13:53

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já örugglega Gísli.

Sigurður en gaman að heyra þessa sögu, svo sannarlega er frábært að heyra fallegar sögur af gagnkvæmri virðingu dýra og manna.  Tjaldurinn er afar skyndamur og kjarkmikill fugl, hann verpir gjarnan við vegi þar sem mikil umferð er, þar sem hávaðinn er hans vörn gegn vágestum.  Hann á held ég bara einn eða mesta lagi tvo unga, svo það skiptir miklu máli fyrir viðhald stofnsins að þeir komi sínum ungum nokkurnveginn undantekningarlaust upp. 

En hvað finnst ykkur um hitt málið?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2011 kl. 17:47

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hef mikið vð þessu að segja,en þarf að vinna seinasta vinnudag á þessari prófönn.Ég ætti ekki að bera því við að skrifa,þá verður það of langt,en ég kem aftur. Ég skrifaði um tjaldapar hér  fyrir ári,sem ég tók ástfóstri við. En ég bið þér  Ásthildur mín mikils gengis,í öllu sem þú gerir,einlægi ættjarðarvinur.kv 

Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2011 kl. 21:09

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Helga mín sömuleiðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2011 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2022941

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband