12.5.2011 | 00:13
Jóróvisjón, vinir Sjonna og fjölskylda.
Það var frábært að við skyldum komast upp úr forkeppninni. Það var út af einlægninni og reyndar sögunni um listamanninn sem lést í miðjum draumi. Sumir hafa sagt að það sé vegna samúðar sem þetta lag fór út. Það getur svo sem vel verið, ég hafði kosið annað lag, þetta með Jóhönnu Guðrúnu, einkar fallegt og vel sungið. En ég sætti mig alveg við að einmitt þetta lag var valið. Samúð er falleg hugsun, og hún á alveg jafnmikinn rétt á sér og annað fegurðarskin. Það er því ekkert niðurlægjandi við að lagið hafi komist áfram út af samúð.
Það er einmitt það sem vantar svo oft í mannleg samskipti það er samúð og kærleikur. Hér var hún í sinni tærustu mynd, bæði að heiðra látinn eiginmann og vin, með því að bera áfram hans hjartans ósk um að fá að fara og keppa í júróvisjón.
Fyrir suma kann þetta að virðast hjómið eitt. En svo eru aðrir sem skilja að það er gott að sjá drauma sína rætast. Og ekki síður að ef maður getur ekki sjálfur látið drauminn rætast að bestu vinir og ástvinir beri drauminn áfram og slái í gegn. Það er frábært.
Það er einmitt þessi einlægni og væntumþykja sem mér finnst svo falleg. Og þau eru ekki að vænta neins frekar en bara að hafa fengið tækifæri til að komast í aðalkeppnina.
Ég ætla að hlusta á morgun, og ég ætla svo sannarlega að fylgjast með á laugardaginn og krossa fingur og tær fyrir okkar fólk. Og ef þau vinna á einlægninni og kærleikanum þá er það viss sigur fyrir okkur sem viljum betri heim.
Ég hélt satt að segja þegar bara eitt land var eftir að Noregur myndi vinna, þó hugsaði ég með mér að þau lönd sem höfðu þegar komist í undanúrslit eins og finnska lagið og ballaðan frá man ekki hvaða landi, að þá væri líka von fyrir okkar fólk, og svo fór.
Ég var stödd í Osló þegar keppnin fór fram þar. Við höfðum öll á tilfinningunni að lagið hefði þegar verið valið. En þarna voru að minnsta kosti tvö lög sem mér fannst miklu betri. Ungir krakkar frá norður Noregi Samar, og flott söngkona með yndislega ballöðu. Svona eftir á að hyggja tel ég að bæði þau lög hefðu átt meiri frama von en lagið hennar Stellu.
Því eru sennilega vonbrigði norðmanna því meiri ef þeir hafa glapist á að koma þessari skutlu að á kostnað annara.
Ég er farin að hafa smá von um að almenningur sé farin að skynja það hreina, einlæga og góða. Og taka það fram yfir sjófið og gellustæla og strákastæla. Þetta einlæga og fallega er sem betur fer farið að skila sér betur, og það er tákn um betri tíma og þroska fólks, segi og skrifa.
Vinir Sjonna og fjölskylda ég ætla að vona að þið komist sem lengst á laugardaginn. Þarna er falleg hugsun á ferð sem á algjörlega rétt á sér. Gangi ykkur vel og ég mun hvetja ykkur í huganum fyrir framan sjónvarpið.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022939
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 12.5.2011 kl. 10:19
Nákvæmlega, nákvæmlega. Öll ástin kemur fram og það er ekki hægt annað en að hrífast með. Ég kaus þetta lag áfram en líka lagið með Magna
Ragnheiður , 12.5.2011 kl. 16:49
Já það er satt Ragnheiður mín. Og nú krossum við fingur og tær fyrir okkar fólki á laugardaginn
Knús líka til þín Jónína mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2011 kl. 17:25
þessir svokölluðu vinir sjonna komus áfram hér á Landi vegna smúðar,og þessi vitleisa kostar peninga sem betur væri komnir til annara betri þarfa.....
Vilhjálmur Stefánsson, 12.5.2011 kl. 20:23
Alveg sama hvaða lag hefði farið út Vilhjálmur minn það hefði kostað það sama. Svo látum þetta bara verða okkur til gleði, þetta er samt ódýrara en Harpan.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2011 kl. 21:13
þegar ég kem til Reykjavíkur er hrillingu að horfa á þessa svokölluðu Hörpu.þá er nú Heimakletturinn falllegri.
Vilhjálmur Stefánsson, 12.5.2011 kl. 22:14
Já ég get alveg ímyndað mér það. Ég á eftir að sjá þetta hús elítunnar í 101 Reykjavík.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2011 kl. 22:17
Bara yndislegt
Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2011 kl. 13:21
Ég hlakka til morgundagsins.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2011 kl. 14:18
Ég er sammmála pistlinum þínum Ásthildur og vil laginu ekkert annað en fyrsta sæti, sem ég er sannfærð um að það lendir í.
Hvað varðar hið hálfkláraða hús "Elítunnar í 101 Reykjavík", er ég ákaflega stolt af því og þakklát fyrir að menningin fái sitt pláss, svo nauðsynleg sem hún er á erfiðum tímum.
!
Meðan flugvöllurinn er á sínum stað og fólk þarf ekki að koma sjóleiðina frá Vestmannaeyjum kemst Vilhjálmur vonandi hjá því að gera einhvern bjánalegan samanburð. Víst er Heimaklettur fallegur, en Harpan er bara hús. Esjan er líka falleg, svo og Vatnajökull, og svona þúsund aðrir staðir ef út í það er farið. Við búum jú í landi þar sem fegurðin óþrjótandi, á meðan henni verður ekki eytt með áverum, olíiuhreinsunarstöðvum og öðru slíku. En nóg um það.
Enn og aftur - Áfram vinir Sjonna, Til sigurs!
Bestu kveðjur úr 101.
Bergljót Gunnarsdóttir, 13.5.2011 kl. 14:50
Ég er ekki að meina virkilega til fólksins sem býr í 10l Reykjavík Bergljót mín, ég á mág og heila fjölskyldu þar og vini, Elli minn er alin upp í 101 R. Þetta er bara svona líkingamál eins og dreyfbýlistúttur og svo framvegis.
Mér þykir annars verra ef húsið er nánast ónýtt eins og tveir byggingarmenn héldu fram á rás 2 í gær, stálið væri ryðgað innúr og hefði átt að vera galvaniserað. En ég óska ykkur til hamingju með þetta hús samt.
Og segi með þér mín kæra ÁFRAM VINIR SJONNA TIL SIGURS!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2011 kl. 18:07
Það eru margir sem tala um að lagið og umgjörðin sé laus við allt prjál, sé einfalt og gott. Held svei mér þá að ég horfi eða hlusti með öðru eyranu í kvöld, sérstaklega stigagjöfina
KNús í blómakúluna
Kidda, 14.5.2011 kl. 09:37
Já Kidda mín ég ætla að hlusta með báðum, og ef þetta verður of spennandi með stigagjöfina skrepp ég bara aðeins frá
Knús til þín líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2011 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.