11.5.2011 | 11:52
Ég vil fá að kjósa um fiskveiðistjórnunarkerfið.
Dagarnir líða hægt hjá, ég hef leyft mér að vera dálítið löt, en þarf að fara að koma mér í gírinn. Það er samt alltaf nóg að gera í gróðrinum. Í fyrradag gladdi Manshuriurósin mín mig með fyrsta knúppnum.
Hún er ekkert smáflott þessi elska.
Eins og sjá má hefur snjórinn farið í burtu í byggð, og farin að láta á sjá líka í fjöllunum.
Og það vorar smátt og smátt. Það er gaman að rölta um garðinn og sjá hvernig lífið kviknar eitt af öðru.
Þessi var tekin í morgun.
Frekar óvenjuleg sjón að sjá alla togarana við höfnina. Það sem mér finnst einkennilegt að það er ekki talað við neina um þessa "breytingu" á fiskveiðistjórnunarkerfinu nema L.Í.Ú og ríkisstjórnina, ætli menn séu hræddir við að tala við sjómenn eða fólk sem þekkir betur til. Ég vildi til dæmis fá viðtal við Sigurjón Þórðarson eða Guðjón Arnar Kristjánsson. Ég hef grun um að þar sé annað hljóð í strokknum. Þessi ríkisstjórn ætlar nú að svíkja síðasta loforð sitt en það var einmitt að kjósa um fiskveiðistjórnunarkerfið. Ég vona að einhverjir góðir taki sig saman og byrji að safna undirskriftum til forsetans um að hann staðfesti ekki þessi lög sem nú eru á borðinu. Það er komið nóg af lögbrotum og yfirgangi fárra manna um eignarhald á auðlindinni.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 2022938
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áshildur mín. Takk fyrir fallegar myndir að vestan. Ég tek undir hvert orð hjá þér í sambandi við fiskveiði-óstjórnina og fiskinn okkar allra Íslendinga!
Nú er komið að þjóðinni í þessu máli, eins og öllum öðrum málum Íslands!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.5.2011 kl. 19:08
Já nú þarf að fara fram söfnun til forsetans um að neita að staðfesta þessi ólög.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2011 kl. 20:35
Þú vilt fá að kjósa um fiskveiðistjórnunar kerfið.Það finnst mér að þú eigir að fá að gera í þínu sveitarfélagi. Ég er með smá ráðleggingu:Sendu forseta Ísafjarðarbæjar bréf þar sem þú ferð fram á að kosið verði í sveitarfélaginu Ísafjörður um hvort afhenda eigi Ríkinu í R.Vík veiðiréttinn úti fyrir Vestfjörðum, merkt verði við Já eða Nei á kjörseðlinum.Ég efast ekki um að þér lýst vel á þetta fyrst þú vilt kjósa.
Sigurgeir Jónsson, 11.5.2011 kl. 20:49
Þú minnist á Sigurjón Þórðarson.Þér til uppfræðslu þá er Sígurjón ekki sjómaður.Addi Kitta Gauj er það ekki heldur.Hann var einu sinni á sjó en er nú starfandi sérfræðingur í sjávarútvegsráðuneyti, sem forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir þykist eiga.
Sigurgeir Jónsson, 11.5.2011 kl. 20:53
Sigurgeir Guðjón Arnar var mörg ár á sjó allan sinn unglingsaldur og aflasæll skipstjóri um langa hríð. Hann hefur gegnum árin reynt að koma vitinu fyrir stjórnvöld á hverjum tíma, það hefði betur verið hlustað á hann. Sigurjón er líffræðingur og hefur í mörg ár kynnt sér sjávarútvegsmálin.
Það þýðir lítið að fá að kjósa hér um fiskveiðistjórnunarkerfið, því það er allt úr höndum heimamanna. Það var tekin af okkur rétturinn til að veiða fyrir svona25 árum, þegar Halldór Ásgrímsson var sjávarútvegsráðherra, enda hafði hann hagsmuna að gæta fyrir mömmu sína og fjölskyldu, með góðu leyfi frá Davíð Oddssyni. Síðan þá hefur ekki fengist nein leiðrétting á þessu vitlausa kerfi, þrátt fyrir að ljóst sé að það er í sjálfu sér bæði lögbrot og ekki síst stangast á við fyrstu grein stjórnarskrárinnar. Veitt ekki hvort Guðjón starfa ennþá hjá Jóni Bjarnasyni, en ég veit að þær ívilnanir sem þó hafa verið gerðar eru undan hans rifjum runnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.5.2011 kl. 21:18
Áshildur mín. Guðbjörgin var sannanleg blóðtaka frá Ísafirði. Það vita allir sem fylgst hafa með þessari rányrkju á sameign landsmanna. Þetta er greinilega of viðkvæmt mál fyrir rökræður hagsmuna-aðila, og best að byrja undirskriftir sem fyrst, til að bjarga bæði fólki og fiski frá uppgjöf og dauða á Íslandi.
Hvar eigum við að byrja undirskriftirnar, og hvernig er best að standa að þessu þjóðþrifamáli?
Það er enginn tími til málþófs sérhagsmuna-seggjanna, þegar hungur, fátækt, landflótti og heiluleysis-dauði bíður allra landsmanna.
Hvernig væri að hafa undirskriftarlista í hverju bæjarfélagi, þar sem fólk gæti komið og skrifað sitt nafn, þegar það er á ferðinni?
Það tæki ekki langan tíma að fá mestan hluta þjóðarinnar til að krefjast frjálsra strandveiða, og innköllun á öllum fiskveiðiheimildum til ríkisins! Úthlutun færi svo eftir heiðarleika og sannanlegum pappírum um réttláta og löglega veiði og vinnslu á afla.
Sumir myndu að vísu gráta hátt, sem ekki geta lagt fram pappíra um sín viðskipti, en þeir hafa kannski ekki hlustað á grát þeirra sem rændir voru húsnæði, atvinnu og lífs-skilyrðum á Íslandi í bankaráns-hruninu!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.5.2011 kl. 00:36
Já þetta er góð hugmynd, eins væri sniðugt að gera þetta á netinu, eins og Indefence hópurinn gerði, eða á Facebook. Ég kann bara ekki á svoleiðis.
Já þeir gráta krókódílatárum greifarnir núna og láta eins og allt fari á hausinn fái þeir ekki að halda rányrkjunni áfram.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2011 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.