7.5.2011 | 12:26
Umskipti og dimitering.
Í gær urðu vatnaskil í mínu lífi. Í gær lauk ég við að hreinsa út úr skrifstofunni minni í Áhaldahúsinu á Ísafirði. Veðrið var eins og í dag, yndislegt sólskyn og hiti. Það er skrýtið að hætta störfum eftir áratuga starf hjá Ísafjarðarbæ eða frá árinu 1966, og með smáhléum eins og barneignafríum, árs leyfi og smá hléi eftir að börnin fæddust, eða allt þangað til að Bolli Kjartansson bæjarstjóri hringdi í mig og spurði hvort ég vildi ekki sjá um skrúðgarða bæjarins. Þetta vatt upp á sig og svo bættust við svæði sem voru snyrt og lögðu. Bærinn á þessum tíma var kallaður sóðalegasti bær landsins. En á síðasta ári var mér sagt að farið væri að kalla hann Túlípanabæinn, það er vegna allra túlípanana sem ég gróðursetti niður með öllu Hafnarstrætinu og vakti landsathygli.
Ég lít yfir bæinn minn með stolti og veit að ég á mikið í því hvað hann er fallegur í dag. Man næstum hvert svæði fyrir sig og hvað það kostaði að fá að laga það. Í fyrstu sýndu bæjaryfirvöld sáralítinn áhuga á að fegra og snyrta. Ég þurfti að skammast, og jafnvel halda yfirmanni tæknideildar í gíslingu einu sinni þegar ég þurfti mold og gröfu frá áhaldahúsi, en þar var ekki hlustað á mig, (í þá daga) Hann var með eitthvað múður, svo ég setti hendurnar fyrir dyrnar og sagði; "Allt í lagi ég stend hér og hreyfi mig ekki fyrr en þú hefur hringt og komið þessu í kring." Hann horfði á mig um stund og lyfti svo heyrnatólinu á símanum og fyrirskipaði að ég ætti að fá það sem ég vildi.
Smátt og smátt rann upp fyrir þeim blessuðum að ég lét ekki kúga mig, og ég var þarna alveg rétt eins og þeir.
Það var líka þegar ég hafði plantað stórum reynitrjám í ker á Silfurtorgi, eitt af þeim var dálítið bognari en hin. Yfirmaður minn þá, annar en sá í fyrra skiptið, var eitthvað að kvarta yfir þessu, og ég sagði honum að þetta væri allt í lagi, tré ættu einfaldlega að hafa karakter fyrst og fremst. Daginn eftir kom ég að Elísi þar sem hann var að rífa upp tréð og skipta því út. Ég spurði hvað hann væri að gera og hann svaraði að yfirmaður minn hefði beðið sig að gera þetta.
Satt best að segja var ég rárreið. Ég fór upp á skrifstofu, þá sat hann inni hjá bæjarstjóranum,(sem þá var) og helti mér yfir hann. Spurði hvaða vit hann hefði á garðyrkju, og hvort okkar væri garðyrkjustjórinn? Honum var fátt um svör. Að lokum æsti ég mig svo mikið að ég barði í borðið hjá bæjarstjóranum svo blöðin fuku út um allt og sagði að ég sætti mig ekki við svona afskipti af málum sem ég hefði best vit á, og strunsaði út. Hélt satt að segja að uppsagnarbréfið lægi á borðinu mínu daginn eftir. En það var aldrei minnst á þetta. Ég er enda álitin hin mesta frekja af mínum yfirmönnum, þó hef ég verið þarna í öll þessi ár. En það er gott að breyta til, og mér er stórlétt að geta loksins hugað að mínum eigin garði og bera ekki ábyrgð á öllum bænum. Ég óska þeim bara alls góðs sem taka við.
Það var verst að yfirgefa vinnufélaga mína í Áhaldahúsinu, þeir hafa reynst mér afar vel, og þeir eru bestu vinnufélagar sem ég hef átt gegnum tíðina, var þar í 15 ár.
Hér koma nokkrar túlílpanamyndir.
Þetta lífgaði mikið upp á bæinn okkar.
Ég vona innilega að þeir sjái að sér og kaupi aftur túlípana næsta haust.
Þetta er ekki mikill kostnaður, en sparar mikla vinnu á vorin.
Ég var satt að segja afar leið og sár í fyrra haust, þegar yfirmenn mínir ákváðu að spara einmitt þennan lið. En svona er lífið.
Ég er allavega glöð og sátt við mitt nýfengna frelsi og að geta nú loksins átt tímann fyrir mig og mína. Takk strákar mínir fyrir yndislega samveru þessi 15 ár, og ég hætti ekkert að koma í kaffi við og við.
Það er gott að eiga góða vinnufélaga.
En í gær var líka einn af þessum dögum, þegar krakkarnir í MÍ dimitera. Það er föst rútína hjá þeim þau fara um bæinn, byrja eldsnemma og rífa ísfirðingar upp úr rúmunum eldsnemma morguns eða réttara sagt seinnihluta nætur.
Í gær voru það einhvers konar Tigrísdýr sem gerðu innrás í bæinn. Í fyrra voru það englar.
Hér slaka þau á sum hver í góðaveðrinu um miðjan dag eftir annasaman morgun.
Niður í Samkaupum voru nokkrir ungir viðskiptavinir alveg í sjöunda himni. Mamma mamma ég sá Tuma tígur, hann var hér ég sá hann ég sá hann alveg satt.. Já ég sá hann líka. Mamma Tumi tígur er til.
Til hamingju krakkar mínir. Þið eruð framtíðin.
En þá eru það sumarblómin sem bíða. Ég er að rækta þau fyrir fólkið mitt hér á Ísafirði og reyndar víðar, því hingað kemur fólk líka frá suðurfjörðunum. Alltaf gaman að fá þau í heimsókn um leið og þau koma og versla í Bónus.
Eigið góðan dag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022873
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar maður hættir að vinna saknar maður vinnufélaganna en getur samt komið af og til í heimsókn. Við segjum bara upp vinnunni og hættum til að eiga tíma fyrir okkur, en segjum ekki upp félögunum. Eitt skiptisem ég kom í heimsókn á minn gamla vinnustað í vetur kom til mín kona og sagði "já ég vissi að þú gætir ekki bara hætt í vinnunni". Ég var fljót að svara henni og segja að ég hefði bara hætt að vinna en ekki hætt við vinina sem ég ætti þar.
Ég vona að þú eigir eftir að njóta þín og hef af eigin reynslu ekki áhyggjur af að þig skorti verkefni, en álagið á þig verður kannski hæfilegra.


Dísa (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 15:38
,, Ei deila ber við blindan mann, þótt blómin fótum troði hann,!! Man ekki eftir hvern þessar ljóðlínur eru,en þær eiga vel við í frásögninni. Eru ekki stjórnvöld að amast yfir erlendum trjáplöntum (gróðri),skilst að allt sem gróðursett sé eigi að vera birki. Tímamót eru alltaf tregablandin. Ég óska þér hamingju ríkra daga. B.kv.
Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2011 kl. 16:34
Sæl vertu og til hamingju með fengið frelsi..Þú situr örugglega ekki aðgerðarlaus. En áttu e-r ,,fyrir" myndir - - áður en fegrunin hófst?
Gangi þér sem best.
Ingibjörg
Ingibjörg (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 16:49
Lífið tekur endalausum breytingum og þú hefur svo sannarlega lagt þitt af mörkum fyrir bæinn þinn, það er ljóst. Gangi þér vel í nýjum verkefnum elsku Ásthildur mín. :)
Ásdís Sigurðardóttir, 7.5.2011 kl. 17:17
Takk Stúlkur mínar, takk Helga mín
Ingibjörg ég á eflaust einhverjar myndir frá gömlum dögum eða fyrir 1978, ég þarf bara að grafa þær upp.
Takk Ásdís mín, ég hlakka til að takast á við nýja tíma. Get varla beðið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2011 kl. 17:23
Til hamingju með að skipta um vettvang eftir þennan langa tíma. Það er yfirleitt hressandi og endurnærandi að takast á við eitthvað nýtt.
Jens Guð, 7.5.2011 kl. 20:10
Var að koma heim úr Salnum og hélt að þakið færi af húsinu, því margsinnis ætlaði allt að ærast
. Þetta hefði þurft að taka upp live. Þeir (þau) voru meiriháttar. Verst að þú varst ekki á staðnum til að sjá og heyra. Þessari stund var vel varið að mati allra sem ég hitti þarna
.
Dísa (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 20:37
Já Jens minn, ég er rosalega ánægð með mig núna.
Dísa já ég trúi því, fór þegar þeir voru hér í kirkjunni og voru klappaðir mörgum sinnum fram og fólkið rosalega ánægð. Þeir eru einfaldlega flottastir. Verst að missa af að hitta þig
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2011 kl. 21:39
Ég er glöð fyrir þína hönd Ásthildur, sérstaklega þegar ég sé að þú ert kampakát með ráðahaginn. "Túlipanabærinn" ekkert smá steitment stelpa, í bænum rétt undir íshafi!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.5.2011 kl. 02:01
Já það er ekkert smá, þó ég segi sjálf frá. Takk fyrir hlý orð og góðar óskir Jenný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2011 kl. 15:20
Til hamingju túlipanadrottning! Maður hefur nú aldeilis dáðst að þeim, en ekki vissi ég hvaðan þeir komu. Gleðilegt sumar í frelsinu nýfengna!
Bergljót Gunnarsdóttir, 9.5.2011 kl. 00:11
Flottar myndir, túlípanar eru alltaf skemmtilegir og litríkir.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.5.2011 kl. 00:36
Takk Báðar tvær.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2011 kl. 09:32
Flottar myndir og já.. það væri gaman að sjá myndir fyrir fegrun :)
Gangi þér allt í haginn dúllan mín
Hrönn Sigurðardóttir, 9.5.2011 kl. 20:30
Takk Hrönn mín, já ég þarf að fara að leita að gömlum myndum. Knús mín kæra
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2011 kl. 23:34
Túlípanarnir hafa alltaf verið búnir þegar ég hef komið til Ísafjarðar en bærinn þinn er orðinn að fallegum bæ með gróðri, man eftir honum hálf gróðurlausum. Þú ert búin að sýna og sanna að það er hægt að rækta margt og mikið á vestfjörðum
Það er kominn tími á að þú sinnir þínum eigin garði, ekki það að þinn garður þurfi á því að halda en frekar kominn tími á að njóta þess sem fallegi garðurinn þinn býður upp á að fullu. Njótir þess að vera til og svoleiðis 
Knús í kúluhöllina
Kidda, 10.5.2011 kl. 11:30
Takk fyrir þessi fallegu orð Kidda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2011 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.