Ýmislegt. Tónleikar, sýning, týndir munir, kvikmyndagerð, Blóm og býflugur.

Já allt þetta í einum pistli.

Fyrst ætla ég að segja ykkur sunnlendingum frá tónleikum sem Karlakórinn Ernir flytur í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardag.

viewer

Ég mæli eindregið með þessum tónleikum.  Sérstaklega fyrir Ísfirðinga, af mörgum skemmtilegum lögum taka þeir tvö lög eftir Jónar Tómasson eldri, og nokkur eftir Jón frá Hvanná, m.a. stórskemmtilega útsetningu á Selju litlu, útsetta af Vilberg Viggóssyni.  Þeir fara raunar óhefðbundnar slóðir í bæði lagavali og skemmtanagildi.  Mæli með að þið fjölmennið í Salinn á Laugardaginn og eigið góða skemmtun með skemmtilegasta kór á Íslandi.

Önnur uppákoma sem ég vil nefna er sýning á verkum Einars Þorsteins Ásgeirssonar, þeim mikla andans manni, lífskúnstner og framsýnn. Sýning hans verður líka laugardaginn 7. maí kl. 15. 

Einar er alveg sérstakur maður og alveg ótrúlega flottur listamaður, hefur unnið náið með Ólafi Elíassyni m.a. hannað glerið í Hörpu að miklu leyti með Ólafi. Sýning hans verður opnuð í Hafnarborg, menningar og listamiðstöðvar Hafnafjarðar.  Það verður enginn svikin af að skoða verk Einars, hann hannaði m.a. kúluhúsið mitt og flest kúluhúsin á Íslandi og í Danmörku.

IMG_5897

Hér erum við í heimsókn hjá þeim hjónum í Berlín.  Manuela er líka alveg yndisleg kona og listamaður.

IMG_5907

Hér er hann í vinnustofu sinni.

IMG_5926

Mæli eindregið með þessari sýningu og helst að hitta á Einar, hann er einn af okkar mestu stærðfræðingum. 

IMG_1222

Þetta kvenveski fannst í rútunni eftir skemmtunina í félagsheimilinu í Bolungarvík eftir Aldrei fór ég suður. Sú sem á hana getur nálgast hana hjá mér.  Flott veski sem rútubílstjórinn kom til mín svo ég gæti komið því í réttar hendur.

IMG_1233

Nokkrar stelpur þar af eitt barnabarn Alejandra hafa verið að gera kvikmynd, og svo datt þeim auðvitað í hug að hér væri gott að setja á svið hasar.

IMG_1234

Hér er bófinn illilegur að sjá.

IMG_1238

Kvikmyndatökumaðurinn og löggan á hlaupum.

IMG_1239

Þetta er sko alvöru kvikmyndagerð, og verður spennandi að sjá.

IMG_1241

Fyrir nú utan hvað það er heilbrigt og gaman að gera eitthvað svona saman.

IMG_1223

Og nú er vorið í algleymingi hjá mér.

IMG_1225

Bæði úti og inni, þetta er Páskarósin mín, hún kemur svona blómstrandi undan snjónum á hverju vori. Svo falleg og svo harðgerð.

IMG_1226

Krókusarnir og liljurnar brosa líka svona strax á vorin.

IMG_1228

Töfratréð líka.

IMG_1229

Í gróðurhúsunum bíða blómin eftir að skreyta garða bæjarbúa.

IMG_1230

En þetta er svo sem enginn smávinna.  Sem hefur hvílt mest á Elíasi mínum þetta árið.

IMG_1231

Hænurnar mínar eru líka glaðar við hverja græna tuggu sem þær fá. 

IMG_1243

Svo er komið að hinni árlegu björgunarstarfssemi Ásthildar flugnabjargara, að hjálpa drottningunum upp úr tjörninni.  Heart

Eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búin að kaupa miðann. Alltaf gaman að skoða myndirnar þínar, af blómum, börnum fólki og flugum

Dísa (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 19:51

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dísa mín fyrir hrósið.  Þú átt í vændum skemmtilega kvöldstund með strákunum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2011 kl. 21:22

3 Smámynd: Kidda

Ég þarf að eignast páskarós og fleiri plöntur eins og þú átt Alltaf svo gaman að skoða myndirnar þínar af gróðsri og mannlífi.

Knús í gróðurkúluna  

Kidda, 5.5.2011 kl. 11:08

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kidda mín, já páskarósin er yndisleg og líka jólarósin, hún er hvít.  Þær blómstra báðar upp úr snjónum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2011 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 2022839

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband