Fermingin hans Úlfs.

Jæja þá eru páskarnir liðnir og flestir komnir til síns heima.  Vonandi allir glaðir eftir skemmtilega og gjöfula helgi.  Hér var yndislegt að vera, allir svo ánægðir og svo friðsælt ó hér tvöfaldaðist íbúatalan eins og venja er á Skíðaviku.  Það fjölgar þó ennþá gestum, síðan Aldrei fór ég suður komst á koppinn fyrir um það bil 6 árum.

En núna ætla ég að fjalla um ferminguna hans Úlfs.

IMG_0904

Dagurinn rann upp bjartur og fagur. 

IMG_0912

Unglingarnir mínir að fá sér að borða.

IMG_0915

Svo þurfti að ræða við vini og vandamenn.

IMG_0916

Hér er hann Kolmar, einn af vinum Úlfs.  Þessi er að vísu tekinn daginn áður.

IMG_0938

Bróðir minn og mágkona gerðu þessa líka góðu kjúklingasúpu, sem entist að vísu vel fram yfir laugardaginn og við gátum gætt okkur á eftir tónleikana.  Takk Guðbjörg og Daddi.Heart

IMG_0940

Mamma Úlfs og bræður komu að sunnan. Hér eru þeir Úlfur og Sigurjón Dagur með mömmu Úlfs og Aroni bróður hans.

IMG_0942

Mamma hans lagði mikið á sig til að koma blessunin.

IMG_0943

Svo þurfti að gera sig fínar dömurnar, og Úlfur hjálpar til.

IMG_0944

Sæt Heart

IMG_0945

Falleg eins og þau eru öll.

IMG_0946

Þá er það sú næsta Alejandra.

IMG_0948

Klárar fyrir kirkjuna.

IMG_0957

Og þau eru bara öll svo yndæl.

IMG_0959

Daníel líka uppáklæddur.

IMG_0960

Úlfur komin í fermingarfötin.

IMG_0961

Hér vantar Sóley Ebbu.

IMG_0963

Og svo fær mamma að vera með á einni myndinni hún er líka búin að klæða sig upp á og tilbúin í kirkjuna.

IMG_0965

Kökurnar komnar úr Gamla Bakaríinu.  Takk María mín fyrir komuna og gjöfina.Heart

IMG_0966

Halldóra Systir mín kom með nokkrar af sínum æðislega góðu brauðtertum.  takk Dóra mín. Heart

Kristín mágkona mín bakað líka frábæra tertu.  Takk Stína mín og Gunni. Heart 

Veit ekki hvar ég hefði verið án fjölskyldunnar minnar.  Litla systir var mér líka innan handar með margt, hún var að ferma líka. Takk Inga Bára mín.  Heart

IMG_0967

Hér ganga fermingarbörnin inn á eftir prestinum Séra Magnúsi.

IMG_0968

Falleg og saklaus með allt lífið framundan.

IMG_0969

Séra Magnús er yndisleg manneskja, þó ég sé ekki sammála honum í sambandi við Jesú og Guð. Þá virði ég hann sem manneskju.  Úlfur tók sjálfur þá ákvörðun að fermast.  Ég bauð honum aðra kosti, en hann valdi, og ég er ánægð með það að hann stóð fastur á því sem hann vildi sjálfur.  Ég bauð honum borgaralega fermingu eða Ásatrú.  En hann kaus Jesú, og allt í lagi með það.

IMG_0971

Hér sitja þeir vinirnir.

IMG_0978

Úlfur og Birta lásu upp úr ritningunni.

IMG_0986

Úlfur er svo heppinn að eiga svona margar frænkur og umgangast þær mikið, og þeirra vinkonur.  hann hefur því alla tíð umgengist stúlkur eins og jafningja og hefur forskot á hina strákana hvað það varðar.  Vinátta hins kynsins er honum eðlileg.

IMG_0998

Og þegar afar ömmur, pabba og mömmur systkini og fjölskylda fylkti sér með hinum fermingarbörnunum til altaris, fór hann einungis með litla bróður sinn. Heart

IMG_0999

Flottastir.

IMG_1001

Hér er hún Dísa, hún er að mig minnir 104 ára gömul, er hér með barnabarni sem hún ól upp.  Tvær flottar saman.

IMG_1011

Hér er allur hópurinn eftir ferminguna.  Glæsilegir einstaklingar framtíðarinnar.

IMG_1013

Hér er hann þessi elska.

IMG_1017

Ég veit að pabbi hans var stoltur af honum og hefur örugglega verið með okkur þennan fimmtudag.

IMG_1018

Systursonur minn Hjalti Heimir.

IMG_1019

Frændurnir saman.

IMG_1021

Hjalti, Birta og Úlfur.

IMG_1025

Og vinirnir Ragnar Óli og Kolmar.  Ragnar Óli var farin úr sínum kyrtli, svo þeir ákváðu að breiða sína kyrtla yfir hann svo það sæist ekki.LoL  Mér finnst það eitthvað svo falleg hugsun.

IMG_1026

Sést betur hér.

IMG_1028

Með Aroni Stóra bróður.

IMG_1030

Þessi gullfallega stúlka er elsta dóttir vinkonu Báru minnar.  Flottur búningur og afar gamall.

IMG_1031

Hér ásamt móður sinni og litlu systur.

IMG_1033

Stubbur tilbúinn í veisluna.

IMG_1034

Hluti af Kúlukrökkunum mínum.  Heart

IMG_1036

Hér sker hann kökuna sína.

IMG_1038

Hann bauð nokkrum vinum sínum í veisluna.  Gaman að fá þau líka í heimsókn.

IMG_1041

Súpan Þeirra Guggu og Dadda sló í gegn.

IMG_1042

Unglingahornið LoL

IMG_1043

Dömuhornið.

IMG_1046

Flestir undu sér þó best í garðskálanum.

IMG_1047

Ánægðir gestir er það besta við góða veislu.

IMG_1055

Sætusturnar mínar.

IMG_1052

Hróðugur afi með nýjasta barnabarnið sitt.

IMG_1060

Það er til máltæki sem segir Ungur nemur hvað gamall temur.  Hér hefur það snúist við.  Hér er það gamall nemur hvað ungur temur.  Hér er Daníel að sýna afa sínum hvernig hann raðar myndunum í símanum sínum. Heart

Svo vil ég þakka öllum bæði gestum og þeim sem hjálpuðu mér við þessa athöfn. Innilega takk fyrir okkur.  Heart

Eigið góðan dag.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Innilegar hamingjuóskir í tilefni fermingar barnabarns þíns.

Helga Kristjánsdóttir, 26.4.2011 kl. 12:02

2 identicon

Yndislega myndir.Til hamingju með fallega Úlfinn .Gaman að sjá hvað Jóhanna lýtur vel út  

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 12:45

3 Smámynd: Faktor

Innilegar hamingju- og framtíðaróskir með fermingarbarnið og til hans :)

Faktor, 26.4.2011 kl. 12:56

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar, þessi páskavika á eftir að standa uppúr hjá mér lengi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2011 kl. 13:07

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Birna Dís mín hún lítur vel út.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2011 kl. 13:08

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

En hvað tíminn líður kæra Ásthildur. Úlfur er orðinn svo fullorðinn eitthvað. Innilega til hamingju með þennan efnilega pilt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2011 kl. 13:27

7 identicon

Til hamingju með drenginn :) Annars er ég ein af þessum ókunnugu sem kíki stundum á bloggið þitt og mig langaði bara að segja hvað þú ert rík kona af öllum þessum fallegu börnum sem umvefja þig :)

Hanna (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 14:11

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Til hamingju með Úlf. Flottur og myndarlegur strákur. Það sést vel hvað hann er vanur að umgangast stúlkur, það eru örugglega ekki mjög margir strákar á hans aldri sem kunna að flétta svona fallega hár :)Knús í Kúlu.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.4.2011 kl. 14:29

9 identicon

Til hamingju með Úlfinn þinn, glæsilegur drengur. Bestu kveðjur til ykkar á Ísó :)) ÞÁ.

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 15:59

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segðu Jenný mín, time flyes... eða þannig. 

Velkomin í heimsókn Hanna mín.

Takk Sigrún mín, já hann er vanur strákurinn.  Og hefur gott af því.

Takk Steini minn.  Og bestu kveðjur til ykkar líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2011 kl. 18:11

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn Flottur strákur hann Úlfur

Hrönn Sigurðardóttir, 26.4.2011 kl. 18:20

12 identicon

Afsakaðu frænka.. en ég bara verð að grobba mig aðeins.. Ég klippti og greiddi yfir 50% af fermingabörnunum... Flottir krakkar og takk kærlega fyrir mig. Það var alveg dásamlegt að koma í kúluna í fermingarveislu.. ekki nema 16 ár síðan mín fermingaveisla var í kúlunni :)

Sunneva frænka (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 18:51

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Innilegar hamingjuóskir með fallega fermingardrenginn elsku Ásthildur mín og fjölskylda

Jónína Dúadóttir, 26.4.2011 kl. 19:27

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hrönn mín.

Sunna mín, þú ert snillingur, þú greiddir ekki bara fermingarbörnunum, heldur greiddirðu okkur Sokkabandinu líka og málaðir.  Það var sko flott.

Takk Jónína mín.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2011 kl. 19:32

15 identicon

Innilegar hamingjuóskir. Hann er alltaf flottur.

Dísa (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 20:50

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dísa mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2011 kl. 20:58

17 Smámynd: Dagný

Fallegt unga fólkið þitt Ásthilfur mín og hjartanlega til hamingju með Úlfinn ykkar

Dagný, 26.4.2011 kl. 21:24

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dagný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2011 kl. 21:48

19 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegt að fá að vera með  Innilegar hamingjuóskir til Úlfs og ykkar allra

Sigrún Jónsdóttir, 27.4.2011 kl. 09:12

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2011 kl. 09:19

21 identicon

Er ekki viss um að ég hafi munað eftir hamingjuóskunum í æsingnum á laugardaginn og bæti úr því hér með.  Innilegar hamingjuóskir með fermingardrenginn og ég sendi Júlla þínum hlýjar hugsanir.

 kveðja Sabba

Sabba (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 21:55

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sabba mín, OH þetta var bara svo gaman......

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2011 kl. 22:08

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Til hamingju með fermingardrenginn - gott að hann stendur á sínu   Jesú er kúl gaur, .. svolítið misskilinn af mörgum ...

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.4.2011 kl. 22:37

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhanna mín. Jamm ef til vill misskilinn af mörgum og jafnvel hefur haft það betra en margir hyggja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2011 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2022842

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband