18.4.2011 | 17:02
Stund milli stríða.
Það er mikið að gera hjá mér þessa dagana. Mest liggur á dreyfplöntuninni, því blómin eru fljót að vaxa úr sér, svo er fermingin, og tónleikarnir. Ég er að sjá fyrir endan á prikluninni, sem betur fer. Og nú líður að fermingunni. Það er reyndar allt að verða klárt ég á líka svo yndæl systkini og mágkonur, sem allt vilja gera til að aðstoða mig.
Ævintýraleg mynd. J'a það hefur snjóað dálítið. En veðrið er annars gott.
Í garðskálanum skarta plönturnar mínar sínu fegursta.
Væntanleg kirsuber.
Perur.
Kamillan mín.
Og við æfum daglega, ég er búin að draga fjölskylduna inn í dæmið. Systir mín Halldóra ætlar að sauma á okkur sokkabönd.
ég veit að ég á einhversstaðar málband, en ég finn aldrei neitt í þessu húsi, svo hún varð að notast við sláturgarn til að mæla á okkur lærin Hún deyr ekki ráðalaus hún systir mín.
Og nú er að fjölga í kúlunni svona yfir páskana. Við fengum okkur hrygg í gær.
Og Sóley Ebba kemur alla leið frá Noregi, vona að hún komist í dag, það er dálítil mugga og skyggnið ef til vill ekki alveg nógu gott.
Þessi snjór verður fljótur að fara, enda er hitinn yfir frostmarki.
En trén eru falleg svona með jólasnjó á sér.
Já lífið er gott ef maður leyfir því að vera þannig.
Smá kveðja frá Ísafirði, þar er sól í sinni og inni. En hvítur snjór hylur jörð, en er nú óðum að hverfa. Eigið góðan dag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2022844
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegur gróðurinn þinn, held að ég sé með eitt kirsuberjatré í garðinum hjá mér. Verst að ég verð að færa það. Það er komið nóg af snjó núna, skil að þið viljið hafa snjó á meðan páskarnir eru en svo má hann alveg hverfa.
Þið verðið flottar um páskana skvísurnar
Knús í blómakúluna
Kidda, 18.4.2011 kl. 20:03
Æðislegt að sjá gróðurinn þinn þegar maður er nýkominn inn úr muggunni. Sem betur fer nær snjórinn ekki að festast nema í fjöllunum
. Alltaf yndislegt að eiga fjölskyldu sem stendur saman
.
Dísa (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 22:05
Ég var að hugsa Ásthildur, hvernig væri hjá þér ef þú hefðir ekki blóm og börn,kjarnorku kona. Síðan öll stórfjölskyldan og vinir, eru þetta ekki efniviður í ,,Sannir Íslendingar.. Svo við hermum nú eftir Finnum.
Gangi ykkur vel með skemmtunina.
Helga Kristjánsdóttir, 18.4.2011 kl. 23:24
Takk Kidda mín, já við ætlum að vera flottar.

Dísa mín já það er besta gjöfin að eiga ættingja sem maður getur alltaf treyst á, og líka góða vini.
Jú Helga mín ætli það ekki bara. Við eigum okkur draum um betra samfélag og að manneskjan sé höfð í fyrirrúmi en ekki peningarnir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2011 kl. 23:42
Æðislegar myndir úr garðskálanum....og jú, jú, snjórinn er fallegur, þegar við vitum að þetta er síðasta "skot" fyrir sumarkomu
Ætla að reyna að fylgjast með tónleikunum á internetinu, gangi ykkur vel með "giggið"
Sigrún Jónsdóttir, 19.4.2011 kl. 12:04
Áshildur mín. Gott að ekki er allt fallið og komið undir-fátækra-viðmið á Íslandi, þótt það sé takmark svikamats-stofnana heimsins.
Það verður nefnilega annað hrun ef við stöndum ekki saman um öll mál samfélagsins, og nálgumst hina sem ekki hafa þessa möguleika til gleði í hverdagslífinu.
Sameinuð stöndum við og sundrum föllum við. Bæði með gott og vont. Sumir átta sig ekki á að barátta í stríði fær ekki pásu til að sinna sérhagsmunum og veisluhöldum. Þegar sumir hafa ekki húsnæði eða mat eru aðrir að undirbúa veislu? Þarna mætast réttlæti og óréttlæti landsins og heimsins alls!
En ég óska þér alls góðs, þú átt heiður skilið fyrir þinn dugnað, og þú ert með réttlátt hjarta á réttum stað og það skiptir mestu máli mín kæra
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.4.2011 kl. 20:59
Takk elskan fyrir yndislegar myndir,

Gleðilega páska til þín og þinna
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2011 kl. 09:42
Takk Allar. Ég er víst alveg á kafi þessa dagana, en hugsa til ykkar allra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2011 kl. 11:43
Gangi þér allt í haginn ,gleðilega páska á Ísafirði
Erla SV (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 19:56
Takk elsku Erla mín og takk fyrir innlitið. Hér er yndislegt veður í dag, og hann verður bæði fallegur og góður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.4.2011 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.