10.4.2011 | 12:05
9. apríl og það sem ég gerði daginn þann.
Byrjaði á að kjósa.
Ég skil vel svekkelsið hjá þeim sem óttast allt það versta sem komið getur fyrir okkur við höfnun samningsins. Ég trúði aldrei þessum áróðri öllum saman og grunar að þarna hafi legið eitthvað annað að baki en hagur þjóðarinnar. Þar spilar margt inn í. Til dæmis að fá höfnun eftir öll stóru orðin, og allan áróðurinn, líka hef ég grun um að hluti af dílnum hafi verið inngangann í ESB, að okkar fólk hafi fengið skýr tilmæli að Icesave héngi á ESB spýtunni. En hvað um það þetta fór á þann veg sem ég vonaði. Nú er bara að taka næstu skref. Taka höndum saman og halda því hreinsunarstarfi áfram sem þarf. Ríkisstjórnin verður að fara frá, hún er löskuð og hefur misst allan trúverðugleika, þau reyndu en höfðu ekki erindi sem erfiði, og verða því að víkja. Þetta á líka við um forystu Sjálfstæðisflokksins. Þeim ber líka að víkja enda rúin trausti.
Reyndar er útlitið ekki mjög bjart fyrir kosningar strax, því það þarf að gera ýmsar breytingar í flokkunum sjálfum, helst að koma á persónukjöri. Þess vegna þurfum við að skora á forsetan að mynda utanþingsstjórn sérfræðinga, það má kalla hana neyðarstjórn ef einhver lög ríkja um utanþingsstjórn sem ekki hentar nýju Íslandi, þ.e. að einhverjir spillingargosar séu þar í forgrunni.
En ég er alveg viss um að alþýða manna í Evrópu fagnar þessum úrslitum. Og skilur að við látum ekki kúga okkur til hlýðni.
En þetta er bara fororð. Ég gerði margt miklu skemmtilegra í gær en að kjósa.
Ég fór á tískusýningu fermingarbarna, þar var Úlfur minn að sýna. Ég tók fullt af myndum, ætla að setja nokkrar hér inn, og ef foreldrar vilja fá myndir af sínum börnum, geta þau bara sent mér email, og ég sendi þeim til baka myndir af börnunum. Þið getið bent á mynd af ykkar afkvæmi hér og beðið um fleiri myndir af viðkomandi barni.
Fyrst var að fara í klippingu og förðun, svo voru mátuð föt frá þeim fyrirtækum sem styrktu þessa sýningu.
Frændkynin Úlfur og Sunna.
Og sumir bíða eftir afgreiðslu.
Ábyrgðarfull ungmenni.
Og svo er ágætt að lesa smá.
Eða jafnvel bara sökkva sér ofan í blöðin
Þau hafa gott af þessu, að læra að koma fram.
Í móttökunni á Hótel Ísafirði þar sem sýningin fór fram.
Pabbar, mömmur, afar, ömmur og systkini að koma sér fyrir.
Spennan í algleymingi.
Falleg börn og falleg föt. Föt barnanna voru frá Jóni og Gunnu, Legg og Skel, Hafnarbúðinni og Konur og menn, þaðan voru aðallega snyrtivörur. Hárkompaní greiddi þeim því miður náði ég ekki nafni förðunarmeistarans, síðan voru sýndar vörur frá Gullauga fleirum. Ef einhver vill bæta við upplýsingarnar er þeim velkomið að setja það inn í athugasemdir hér á eftir.
Fallegir skór líka.
Strákurinn minn.
Fallegur töffari eins og pabbi hans var.
Þeir eru sko flottir strákarnir líka.
Glæsilegt. Þeir eru allir vinir þessir strákar.
Hárgareiðslan á stelpunum var líka afar flott, og þær eru allar með sítt hár, sem örugglega er gaman að greiða.
Mér finnst sniðugt að hafa svona sýningar fyrir börnin, svo foreldrar getið rætt um málið við börnin um hvað hentar þeim best.
Virkilega smart og flott föt.
EInfalt en smart.
Svo voru föt á systkin.
Þægilegt og gott.
Allir krakkarnir stóðu sig frábærlega vel og þau voru svo flott falleg og með fallega framkomu.
Það voru líka sýnd föt fyrir pabba og mömmu.
Líka hlýleg náttföt.
Þessi litli stubbur var alveg ákveðin í að láta ekki snúa sér eitt eða neitt.
Nebb enga snúninga hér takk Og salurinn hafði mikið gaman af.
Þau sýndu líka sportfatnað. Ekki vera feimin við að biðja mig um myndir.
Glæsilegri sýningu lokið. Gestum var boðið upp á kaffi og allkonar flottar kökur, sem brögðuðust vel, það var veitingastaðurinn Við Pollinn sem er til húsa á Hótel Ísafirði.
Á miðju hringtorginu vappaði Krummi um og hugsaði um lífið og tilveruna.
Ef til vill var hann að fylgjast með umferðinni.
Alla vega var hann ansi heimspekilegur þarna á miðri eyjunni.
Svo hittumst við sokkabandskonur með hljóðfærin í fyrsta skipti, höfum hist á fundum, en nú fannst okkur tilvalið að skoða þetta í samhengi, að vísu sleit ég einn streng í bassanum þegar ég var að stilla hann Sennlega vegna þess að ég hef ekki snert hann í 29 ár. Eygló hjálpaði mér að setja nýja strengi í.
Við ætlum að bæra saxofonleikara inn í bandið. Þetta verður rosalega gaman.
Eygló stillir gítarinn, hún er algjör töffari hún Eygló.
Bryndís töff á trommunum, þær hafa engu gleymt þessar stelpur.
En nú brýst sólin fram, svo ég þarf að fara að sinna plöntunum.
Nektarínan mín skartar nú sínu fegursta.
Kamillan mín er líka að koma til og brosa framan í lífið.
Það ættum við líka að gera. Ég er sannfærð um að kosningarnar fóru vel og niðurstaðan á eftir að verða okkur lyftistöng. Við höldum allavega ærunni og höfum sýnt að erum þjóð sem lætur ekki hræðslu né kúganir kúga sig. Af því er ég stolt og afar þakklát.
Nú er vor og allt að vakna og nýtt líf fæðist á hverjum degi. Áfram kæra Ísland, okkar fósturjörð.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segjum við ekki eins og Silví Nótt hér um árið: TIL HAMINGJU íSLAND!!!!!
Jóhann Elíasson, 10.4.2011 kl. 12:12
Jú svo sannarlega segi ég það TIL HAMINGJU ÍSLAND!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2011 kl. 12:14
Flottar myndir og til hamingju Ísland
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 10.4.2011 kl. 15:38
Já mín kæra, til hamingju Ísland, og æska vors lands, gróðurinn OG krummi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2011 kl. 15:52
Förðunardaman heitir Alda Karlsdóttir og er systir Guðrúnar Karls eiganda Hárkompanís. Flottar myndir :) Þurfum við ekki að taka þig í gegn fyrir fermingu/spilerí?
Knús og kram Sunna frænka.
Sunneva (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 12:49
Jú ég ætlaði alltaf að ræða við þig hvort ég ætti ekki að fara í litun? En svo ertu ráðin til að mála og greiða okkur stelpunum fyrir Aldrei fór ég suður. Takk fyrir þessar upplýsingar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2011 kl. 17:51
Þú ert snilldarljósmyndari og Úlfurinn þinn flottur...........
Halla Jökulsd. (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 04:12
Þjónustu beiðni móttekin !!
<3
Hlakka til að fá að taka þátt í þessum sögulega viðburði. Það verður önnur hárgreiðslukona með mér svo við verðum ekki lengi að hafa ykkur til fyrir giggið :)
Sunneva (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 17:41
Frábært við hittum þá í kúlunni og höfum það bæði kósý og skemmtilegt, Vá hvað það verður gaman.
Svo ætlar mamma þín að sauma fyrir okkur sokkabönd, þetta verður show aldarinnar 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 17:58
Maður missir nú ekki af endurkomu aldarinnar fyrir nokkurn mun. Hlakka mikið til
Sigríður Jósefsdóttir, 16.4.2011 kl. 10:20
Takk Sigríður mín. við sjáumst ef til vill.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.4.2011 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.