Það vorar senn og grænkar grund. Gleður sólin okkar lund.

Í dag er föstudagur 8. mars, á morgun rennur kjördagurinn upp vonandi bjartur og fagur. En ég stend reyndar í fleiru þessa dagana, er á kafi í að dreyfplanta sumarblómunum mínum.  Í garðskálanum er líka allt komið á full.

IMG_0722

Nektarínan mín er alblómgvuð.

IMG_0724

Jólarósin mín ósköp feimin það er ef til vill vegna þess að hún blómstrar venjulega um jólaleytið, og er því orðin allof alltof sein.

IMG_0725

Kamelían mín er líka feimin og felur fallegu blómin sín milli laufanna.

IMG_0727

Og hér er allt að byrja að gróa. Plássið löngu sprungið.

En það er gott fyrir sálina að grufla í moldinni og hlakka til sumarsins. 

Svo get ég bara ekki still mig um að benda á tvær greinar frá erlendum vinum okkar, sem hveta okkur til að segja  NEi á morgun. 

En það eru þau Eva Joly og Michael Hudsson. 

 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/04/08/augu_umheimsins_a_islandi/

http://attac.is/greinar/will-iceland-vote-no-april-9-or-commit-financial-suicide

 Svo vona ég að þið eigið öll góðan og blessunarríkan dag.  Morgundagurinn mun skipta okkur öll miklu máli og ég bið allar góðar vættir að vaka með okkur og vernda.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, ég hef sko séð það á myndunum þínum undanfarið að það er stutt í vorið.  Það verður gaman að fylgjast með hvort NEIIÐ okkar hefur þau áhrif sem já-sinnar halda fram................

Jóhann Elíasson, 8.4.2011 kl. 14:29

2 identicon

Alveg er ég viss um að það er 8.apríl í dag. ;o)

I.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 15:22

3 Smámynd: Kidda

Það gera þetta fleiri en ég að ruglast á dagsetningum

Yndislegar kúlumyndir, er búin að pæla í því frá öllum hliðum að setja upp hérna gróðurskála upp við húsið en sé ekki að það myndi ganga upp. Læt mér þá nægja að skoða myndirnar þínar úr uppáhaldsgróðurskálanum mínum

Við kjósum rétt á morgun.

Knús í yndislegu blómakúluna

Kidda, 8.4.2011 kl. 16:05

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Vorið er komið Ásthildur, hér fyrir austan er 12 stiga hiti.  Hér eftir er þetta aðeins hret, sem að vísu geta staðið langt fram á sumar, en vorið í brjósti og huga, hverfur ekki.

Gangi þér vel með blómin, megi enginn saltstormur eyða þeim eins og blómunum hennar mömmu í nótt.

Og Nei-ið fæðist á morgun, og vonandi Nei-ið við öðrum skuldum fjárbraskara.

Ég sá það á Mbl.is að Steingrímur er þegar búinn að viðurkenna ósigur.

Ég ætla að vera sammála honum núna.

Bretar munu þurfa að finna sér ný fórnarlömb.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.4.2011 kl. 16:15

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið. Mikið vildi ég óska að ég gæti trúað því í alvöru að neiið verði ofan á.  En þá yrði ég líka afar glöð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 16:31

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var að horfa á kastljósið, og ef til vill er það óskhyggja af minni hálfu, en mikið vildi ég að Steingrímur verði horfinn úr stjórnarráðinu eftir helgi.  Finnst eiginlega að hann hafi neglt síðasta naglan í ríkisstjórnarsamstarfið eftir þetta viðtal. Sigmundur stóð sig reyndar afskaplega vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 20:27

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Mikið er ég sammála þér Ásthildur , þetta er ein með verri mönnum íslandsögunnar, var þó Axlar Björn eingin engill.  En hann hafði þó ekki jafn afkasta mikla stöðu og Steingrímur. 

En til hamingju með blómin þín og gefi þau þér gleði í sumar.  Sorglegt með blómin hennar Ómars mömmu en það er en tími til lífs fyrir blóm held ég. 

Ég er þó ekki mikill blómaræktandi en það léttir lund að sjá gleði glampann í augum blómaræktandans.     

Hrólfur Þ Hraundal, 8.4.2011 kl. 22:47

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Hrólfur og tek undir góðar óskir til móður Ómars.  En ég er að verða bjartsýnni á að við vinnum sigur á morgun.  Og þá skal fagnað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 23:08

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þú ert búin að vera óþreitandi í þessari baráttu síðustu vikurnar Ásthildur. Góðar þakkir frá mér.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 23:21

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Friðrik. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 23:26

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nú er bara að krossa fingur og vona hið besta :)  NEI, NEI, NEI

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2011 kl. 01:16

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jóna mín krossa bæði fingur og tær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2011 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband