Eigum við að fara í smá leynilögguleik.

Ég ætlaði ekki að tala meira um Icesave, en það er að brjótast um í mínum kolli ummæli Vilhjálms Egilssonar sem hann viðhafði í sjónvarpsviðtali.  Hann sagði eitthvað á þessa leið: "Við héldum að þetta yrði samþykkt."

Þessi ummæli slógu mig strax, en ég hugsaði svo ekki meira um það í bili.  En svo fór ég að hugsa svona eftir á:  Getur það verið að Jóhanna og Steingrímur hafi verið búin að lofa Gylfa og Vilhjálmi að Icesave yrði samþykkt.  Og hafi ekki munað eftir neitunarvaldi forsetans, eða talið að hann myndi ekki neita aftur.

Þetta getur útskýrt hvers vegna Gylfi og Vilhjálmur hafa gengið jafn langt í áróðri sínum í krafti þeirra félaga sem þeir gegna forystu í.  Þeim hefur þá fundist að þeir væru að framkvæma vilja stjórnvalda. 

Ég skil auðvitað ekki alveg samhengið.  En það hlýtur eitthvað að hanga þarna á spýtunni.  Báðir þessir forkólfar hafa gengið of langt í áróðri sínum.  Svo langt að venjulegt fólk stendur agndofa.

Þá kemur alltaf upp þessi spurning: Hvað gengur stjórnvöldum til að ganga svona langt í að neyða þessaru kröfu upp á þjóðina.  Þau hafa gengið afar langt í sínum áróðri og notað alla fjölmiðla og slagorð. 

Getur verið að þau hafi á sama hátt lofað bretum og hollendingum að þetta yrði samþykkt, og jafnvel lagt hausinn að veði?

Ég veit að Samfylkingin vill inn í ESB.  Og hluti af Vinstri Grænum.  Getur verið að það hafi verið loforð eða hótun að ef við samþykktum ekki kröfuna, þá myndu þeir beita sér gegn ESB aðild?

Á einhvern óskiljanlega hátt er þetta allt saman tengt einhverjum ósýnilegum böndum.   En áfram stendur spurningin.  Hvað meinti Vilhjálmur með þessari einlægu setningu eins og barn: Við héldum að þetta yrði samþykkt.

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981

 

Þú álfu vorrar yngsta land

  Þú álfu vorrar yngsta land,

vort eigið land, vort fósturland,

sem framgjarns unglings höfuð hátt

þín hefjst fjöll við öldu slátt

 Þótt þjaki böl með þungum hramm,

þrátt fyrir allt þú skalt, þú skalt,samt fram,

þú skalt samt fram,þú skalt samt fram. 

Hver tindur eygir upp og fram,

hver útnesskagi bendir fram,

þú vilt ei lengur dott né draum,

vilt dirfast fram í tímans straum.

Lát hleypidóma´ei hræða þig.

haltu fram beint á sönnum frelsis stig,

á frelsis stig, á frelsis stig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta eru einkennilegustu ummæli sem ég hef heyrt lengi

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2011 kl. 12:09

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og og sérstaklega hvað felst þeim að baki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 12:43

3 Smámynd: Kidda

Já, ég hnaut um þessi ummæli líka. Þessir tveir hefðu stöðu sinnar vegna átt að steinhalda kjafti, sérstaklega Gylfi. Mig langar að vita hvað lá að baki þessarra ummæla.

Kidda, 7.4.2011 kl. 13:09

4 identicon

Getur verið að Dabbi kóngur bíði eftir neiinu - og taki íhaldið með ,,trompi" á næsta landsfundi?

Ég held það - svakalegur hægri áróður.

Kveðja,

I.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 16:03

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu að það væri bara ágætt að það gerðist.  Þá færi Flokkurinn í sögulegt lámark. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 16:41

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við héldum að þetta yrði samþykkt....og þessvegna ákváðum við að hóta launþegum landsins ef þeir samþykktu ekki.

Einhvernvegin sona lítur lógíkin út.  Meikar kannski engan sens, en við hverju er að búast frá manni sem verðlaunaði Icesave sem viðskipti ársins réett fyrir hrun?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 19:07

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já eitthvað þannig.  Ótrúlega heimskulegt.  Hvar er þessi eiginleiki um heiðarleika trúverðugheit og sannleiks ást?  Alt virðist þetta horfið hjá þeim sem einhverju geta ráðið. Ætli við höfum verið heimsótt af geimverum?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 19:10

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Alvarlegra finnst mér þó að samtök hans, Samtök Atvinnulífsins ásamt Samtökum fjármálafyrirtækja (sem m.a. hafa Landsbankann, og raunar hina líka, innanborðs) eru helstu kostunaraðilar Áfram hópsins.  Þetta var staðfest í dag.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 19:14

9 Smámynd: Dagný

Við búum við það að fáeinir einstaklingar leika sér að fé almenningsins í landinu og hafa gert það lengi. Þeir hafa vernd stjórnvalda, sama hvaða flokkar eru við völd. Hér ríkir nefnilega mafíustarfssemi af verstu sort og í mafíunni eru menn úr öllum geirum atvinnulífsins og mjög margir sem hafa verið eða eru enn viðriðnir stjórnmál landsins.

Dagný, 7.4.2011 kl. 20:47

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón Steinar er þetta virkilega satt? Einhvernveginn kemur það mér ekki á óvart, hélt satt að segja að Bjórgólfur Thor ekki stafsetningavilla heldur slipp of my toung heheh, hefði fjármagnað Áfram hópinn, en þá eru fleiri þarna inviklaðir, já ekki skrýtið.

Dagný já ég er alveg sammála þér og þess vegna þurfum við að segja NEI á laugardaginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 21:52

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nei er eina leiðin :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.4.2011 kl. 23:29

12 Smámynd: Jens Guð

  Villi er ólíkindatól.  Bara svo eitt af mörgum dæmum sé tekið:  Fyrir áratug eða svo sat hann á þingi en gegndi jafnframt embætti framkvæmdastjóra Verslunarráðs.  Hann er svo flokkshollur að á alþingi greiddi hann atkvæði með áframhaldandi skatti á skrifstofuhúsnæði.  Sama dag sendi hann hinsvegar í nafni Verslunarráðs frá sér harðorða fordæmingu á framlengingu skrifstofuskattsins. 

Jens Guð, 8.4.2011 kl. 00:31

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Jóna mín Nei er eina leiðin.

Jens, Villhjálmurer einn af okkar einföldustu blöðrurum landsins. Á endanum mun hann finna vegg  sem verður ókleyfur,og ég ætla ekki að vorkenna honum þá.  Það  er alveg ljóst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 01:49

14 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég segi NEI og aftur NEI.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 8.4.2011 kl. 09:39

15 Smámynd: Róbert Tómasson

Ef það lítur út, lyktar og bragðast eins og skítur þá er það að öllum líkindum skítur. Þessi ummæli Vilhjálms sanna þessa staðhæfingu eina ferðina enn.

Róbert Tómasson, 8.4.2011 kl. 10:03

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að vita Sóldís mín.

Einmitt Róbert.  Besta við þetta er auðvitað að hrokinn er svo mikill að hann hafði ekki vit á að þegja

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2011 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband