6.4.2011 | 12:47
Írafár og ringulreið þjóðar er að komast í hæstu hæðir.
Mér finnst þjóðin vera eins og í suðupotti þessa dagana. Brigsl, ásakanir, hótanir og áróður. Já eða Nei. Og ekki batnar þetta fyrir kosningarnar.
En ég hef tekið eftir fleiru. Ég tek eftir að það eru fleiri bílaóhöpp núna þessa fyrstu mánuði ársins, en áður, og það í síminnkandi umferð. Gæti það verið af því að fólk hefur ekki ráð á að hafa bílana í góður standi. 'Eg hef líka tekið eftir því að óvenjulega mörg óhöpp hafa verið hjá bátum. Ætli það sé angi af því sama, að fólk sé að spara við sig öryggið með atvinnutækið til að geta haldið sér og sínum gangandi. Þetta er afar slæm þróum.
Reiði og ringulreið ríkir í höfuðborginni vegna skólamála. Og sýnist mér vera stutt í að borgarstjórinn gefist upp á ástandinu, þegar hann er farin að kvarta undan allskonar fólki. Hann er ekki með þennan skráp sem hinn almenni pólitíkus hefur komið sér upp.
Jóhanna og Steingrímur eru nánast ósýnileg nú þessa dagana. Brugðu sér að vísu til Ísafjarðar til að sýna Vestfjörðum stuðning sem er svo sem gott mál, en ætla að setja fleiri hundruð milljónir í snjóflóðavarnargarða. Sem mér finnst vera tímaskekkja og skilar litlu til bæjarfélagsins, hver segir að vestfirskir verktakar fái verkið, er ekki allt eins líklegt að lægsta tilboð komi frá Kína, eða Portúgal eða öðrum ríkjum? Nú eða bara frá Reykjavík, og hver er þá hagnaðurinn fyrir Vestfirðina?
Verð samt að segja að betri vegir og ódýrari samgöngur munu bæta hér heilmikið. En ég hef ekki séð stafkrók um fiskveiði. Hér er sjórinn allur fullur af fiski, sem menn mega ekki veiða, af því að nokkrum mönnum var afhentur hann á silfurfati. Það er þó langfjótasta leiðin til að skjóta rótum undir efnahagslíf Vestfirðinga.
Svo er þetta með heiðarleikan og mannorðið. Mér virðist sumir framámenn hafa hvorugt í heiðri. Til dæmis Gylfi Arnbjörnsson leyfir sér að nýta almannasamtök launþega í sínum einka áróðri fyrir að borga Icesave skuldina. Hvar er hans heiðarleiki gagnvart þeim sem hafa hann í vinnu? og hvar er mannorðið, hjá honum er það ekki mikils virði, eða falt fyrir 30 silfurpeninga.
Vilhjálmur Egilsson tilkynnti í gær í sjónvarpi allra landsmanna, að ekki yrði samið um laun nema Icesave yrði samþykkt. Í hvaða nafni talar hann? Reyndar hélt ég að það væru fleiri fyrirtæki í Samtökum atvinnulífsins en bara L.Í.Ú. Og ætli það séu öll fyrirtæki sátt við að þetta sé eina málið á dagskrá hjá honum, sem fitnar eins og púkinn á fjósbitanum, fær örugglega góðan "stuðning" frá stórútgerðarmönnum. Ég tók sérstaklega eftir að hann sagði; við töldum víst að þetta yrði samþykkt. Hvað kom honum til til að halda það? Var ef til vill búið að ákveða að smjúga þessu gegnum þingið, þegar Ólafur Ragnar neitaði þessu staðfestingar. Gerði það ef til vill ófyrirséð strik í reikninginn?
Allskonar fræðimenn og doktorar tala svo hispurslaust um að við verðum að styðja Icesave, þó fullt af mótrökum komi frá öðrum aðilum með samskonar þekkingu og reynslu. Og reyndar marg búið að sýna fram á að okkur ber ekki skylda til að gangast undir ólögvarðar kröfur af völdum íslenskra ríkisbubba, sem svo eru að því mér sýnist með ríkustu mönnum heims, og vilja nú að við tökum undir baggann með þeim, svo þeir losni við þetta leiðinda mál og geti snúið sér aftur að því að græða meiri peninga.
Já potturinn sýður og bullar. Ein bloggvinkona mín sagði við mig að Neiið væri skrifað í Skýin. Ég þori varla að vona að svo verði, en mér finnst samt svo margt benda til þess. Fólk er smátt og smátt að sjá í gegnum lygavefinn og sjá að það er bara alls ekki rétt að við berum ábyrgð á annara manna skuldum, og ekki bara það, heldur höfum við ekki leyfi til að leggja hana á herðar barna okkar og allra ófæddu barnanna næstu árin.
Ég ætla samt ekki að hlusta á útvarpið næsta laugardag, eða þangað til úrslitin verða kunn. Það er af því að í fyrsta lagi er ég hálfgerður heigull í þessu máli og svo vil ég ekki gera sálarlífinu mínu það, er að verða æst eins og allir hinir og það er ekki gott fyrir brothætta sál. Svona miklu máli skiptir mig að við afneitum þessu, mér finnst það vera eina vonin til að endurheimta betri daga og hreinna Ísland. Ég vona að rétt reynist sem einn samfylkingarmaður sagði á öðrum stað, neiið verður ofan á og forsetinn verður komin með utanþingsstjórn eftir næstu helgi. Ef það bara reyndist rétt.
Mér er ekkert illa við Steingrím og Jóhönnu sem manneskjur, held að í upphafi hafi þau haldið að þau réðu við þetta. En því miður er ráðslagið þannig að fyrirtæki eru að flýja landið hvert af öðru m.a. út af skattasetfnu og hringlandaháttar stjórnvalda.
Svo hef ég lúmskan grum um að flestir séu búnir að gera upp hugsinn. Þó þeir beri það ekki utan á sér, eða vilji láta það uppi. Þetta á örugglega bæði við um Já, Nei og þá sem ætla ekki að fara á kjörstað, eða skila auðu Og það er þeirra réttur.
Þess vegna ætla ég að minnka svona skrif til að leyfa fólki bara að hugsa sinn gang í friði. Taka sína eigin ákvörðun, hér liggja fyrir allar ástæður fyrir neii og jái, svo þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málin geta gert það með því að hlusta á fjölmiðla og netsamræður.
Það verður sennilega langur göngutúr hjá mér á laugardaginn og svo bara ligg ég á netinu eða leigi mér mynd. En svona er ég bara ég tek hluti allof mikið inn á mig, og í þessu máli finnst mér eiginlega að með jái séum við að missa af besta tækifæri i heimi, til að senda þau skilaboð út í samfélag jarðarinnar að við viljum ekki vera fórnarlömb klíkna, auðmagnsfíkla, spilltra stjórnmála og embættismanna, bankamafíu þessa heims. ´
Ég sé fyrir mér litla Ísland glóa á sorphaugum sögunnar, vegna þess að þessi fámenna þjóð stóð upp og sagði; Sjáiði Keisarinn er nakinn!!!
Þess vegna mun ég segja NEI!
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl Ásthildur Cesil; æfinlega !
Þakka þér fyrir; frásögu skýra, af okkar þunga samtíma.
Þú hefir; staðið það vel vaktina, land- og þjóðfrelsinu til varnar, að þér er alveg óhætt, að slaka á, um stund. Við leyfum okkur; að vera bjartsýn, þrátt fyrir allt, um góða niðurstöðu, að kveldi þess 9. Apríl, Ásthildur mín.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 14:16
Takk minn ágæti vinur Óskar. Já við krossum fingur og tær.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2011 kl. 14:24
Við skulum vona að við fáum gott veður bæði fyrir vestan og sunnan þennan dag svo að við gætum gleymt okkur í náttúrunni.
Segi stórt NEI á laugardaginn.
Kidda, 6.4.2011 kl. 15:21
Hjartanlega sammála þér Ásthildur mín Cesil eins og oft áður. Baráttukveðjur vestur.
Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, 6.4.2011 kl. 15:36
Jamm Kidda mín það skulum við vona. Ég verð í gróðrinum, sennilega í gróðurhúsinu En ætla mér líka örugglega líka í göngutúr.
Takk Ingibjörg mín gott að vita.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2011 kl. 16:13
Áshildur mín. Takk fyrir pistilinn. Ég sá gömlu pólitíkusana sem birtust í heilsíðuauglýsingu jáara sem keisara án fata og mikil er fátækt þeirra nú eftir þeirra svik við almenning allra þjóða! Þeir eru flestir með sitt lifibrauð í öðrum löndum og heimsálfum!
Þessi Icesafe-samningur snýst nefnilega ekki bara um Íslendinga, heldur allan svikinn almenning í vestrinu!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.4.2011 kl. 18:41
Einmitt Anna mín, nákvæmlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2011 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.