5.4.2011 | 09:07
Nei Icesave. Þú ert ekki á mína ábyrgð.
Mér barst þetta bréf í gær. Mér finnst það vel þess virði að lesa. Málið er að þeir sem vilja samþykkja Icesave tala í frösum, það vantar alltaf svörin af hverju. Of mikik áhætta segja þeir nú. Og hver er þessi of mikla áhætta? Þá eru enginn svör. Ekki frekar en Okkur ber að borga þessa skuld. Svo kom í ljós að þetta var ólögvarin krafa en ekki skuld. Þá kom, Okkur ber siðferðileg skylda til að borga þetta. Svo kom talið um fátæka fólkið og gamla sem var svikið, en þá kom í ljós að þau höfðu fengið sitt upp í topp að íslendingum forspurðum. Svo átti bara að kjósa þetta burt eins og borgarstjóri lagði til. Öll þessi "rök" hafa runnið út í sandinn, og nú er sagt að áhættan sé of mikil. Ekki er hægt að skilgreina þessa áhættu.
En hér er bréfið.
Eigið góðan dag.
Góðir landsmenn.
Þjóðaratkvæðagreiðsla 09. Apríl 2011
Þegar við gerum upp hug okkar gagnvart Lögum nr. 13/2011 verðum við að gera okkur grein fyrir eftirfarandi:
1) Hvaða lög eru í gildi gagnvart hinum erlendu kröfuhöfum?
2) Hvaða tilskipanir ESB voru í gildi þegar bankarnir hrundu?
3) Hvaða reglur gilda um Tryggingasjóð innistæðueigenda í Englandi?
4) Hvaða áhrif hafa þessi lög á framtíð landsins?
Hvaða lög eru í gildi?
Við gjaldþrot íslenskra fyrirtækja er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að íslensk lög gilda, bæði hér á landi og erlendis ef um útibú er að ræða. Þess vegna gildir við gjaldþrot Íslensku bankanna að Tryggingasjóður á að greiða þeim sem áttu peninga í Landsbankanum þá upphæð sem Tryggingasjóður Innistæðueigenda á að ábyrgjast það er að hámarki 20887, ef um almennan innlánasjóð var að ræða.Hinsvegar er ekki um neina ábyrgð að ræða, ef um áhættu sjóð er að ræða. Það er ekki augljóst, og þarf því að ákveða það með dómi, það mál verður að reka fyrir Héraðsdóms Reykjavíkur, og ef því verður áfríað þá fyrir Hæstarétti Íslands.
Hvaða tilskipanir ESB voru í gildi þegar bankarnir hrundu?Tilskipun ESB sem var í gildi, þegar bankarnir urðu gjaldþrota er No. 94/19/EB. Tilskipun þessi tók gildi þegar þau höfðu verið birt í Stjtíð. í EB skv. samþykkt 30 maí 1994.
Í þessari tilskipun sem voru samþykkt sem lög hér á landi stendur:
Í 3. gr. 1. málsgrein meðal annars,
kerfið er til og viðurkennt af stjórnvöldum á þeim tíma sem tilskipun þessi er samþykkt,
kerfið er rekið með það að markmiði að koma í veg fyrir að innlán í lánastofnunum innan kerfisins verðiótiltæk, og það er nægilega öflugt til að hindra það,
kerfið má ekki felast í tryggingu sem aðildarríkin sjálf eða héraðs- og sveitarstjórnir veita lánastofnun,
samkvæmt kerfinu fá innstæðueigendur upplýsingar eins og segir í 9. gr.
En eins og hér má sjá mega aðildarríkin, það er ríkið, héraðs eða sveitastjórnir ekki tryggja sjóðinn með opinberri ábyrgð sem síðan skal greiðast af almenningi.
Þá er einnig rétt að líta á tilskipunina og athuga hvernig skal meðhöndla mismunandi tryggingar upphæð hinna ýmsu landa innan EES.
4.gr.
ná til innstæðueigenda í útibúum er lánastofnanir hafa komið sér upp í öðrum aðildarríkjum.
Fram til 31. desember 1999 má veitt trygging hvorki vera hærri né víðtækari, meðal annars hvað prósentuhlutfallsnertir, en sú hámarkstrygging sem er veitt af tilsvarandi tryggingakerfi á yfirráðasvæði gistiríkisins.
Fyrir þann dag skal framkvæmdastjórnin semja skýrslu ágrundvelli fenginnar reynslu af beitingu annarrar undirgreinar og meta hvort þörf sé á því að halda þessu fyrirkomulagi áfram.
Ef við á skal framkvæmdastjórnin leggja tillögu að tilskipun fyrir Evrópuþingið og ráðið um lengri gildistíma þessa fyrirkomulags.
2. Ef tryggingin í tryggingakerfi gistiríkisins verður hærri og víðtækari, meðal annars hvað prósentuhlutfall varðar, en sú trygging sem er veitt í aðildarríkinu þar sem lánastofnunin hefur fengið leyfi skal gistiríkið sjá til þess að á yfirráðasvæði þess sé viðurkennt innlánatrygginga-kerfi, sem útibú getur tengst að eigin vild til uppbótar þeirri tryggingu sem innstæðueigendur hennar njóta þegar vegna aðildar útibúsins að kerfi heimaríkisins.
Kerfið sem útibúið tengist skal tryggja þann flokk stofnana, sem útibúið tilheyrir eða stendur honum næst í gistiríkinu.
Í annarri málsgrein er það staðfest að gistilandið sem útibúið er í, á að tryggja útibúið ef innistæðutrygging gistilandsins er hærri en heimalandsins, og skal gera samning þar um.
Hvað segja Bresku lögin?
Samkvæmt Handbók breska tryggingasjóðsins, eru lög og reglur sem gilda fyrir hann nákvæmlega í samræmi við reglugerð 94/19/EB sem er afar mikilvægt fyrir íslensku þjóðina. Þetta merkir að breski tryggingasjóðurinn, sem er deild innan FSA (Fjármálaeftirlit Bretlands), getur ekki heimilað Landsbankanum að hefja starfsemi fyrr en ráðstöfun hefur verið gerð um tengingu við Breska Tryggingasjóðinn. Þetta var gert og fékk Landsbankinn No. 207250 hjá sjóðnum. Hafi bankinn ekki staðið við samninginn þá er það algjörlega á ábyrgð FSA, en ekki íslensku þjóðarinnar.Þá skulum við einnig gera okkur grein fyrir því að nákvæmlega hið sama gildir um Holland.
Hvernig eru lögin sem við eigum að segja Já við samkvæmt meirihluta Alþingis?Þessi meirihluti hefur hamrað á því að almenningur í þessu landi eigi að borga fyrir gjaldþrot Einkafyrirtækis sem er ólöglegt samkvæmt Stjórnarskrá Landsins. Rétt er að taka fram, að Ríkisstjórnin sendi óhæfa aðila til þess að semja við Breta og Hollendinga, þeir létu hafa eftir sér að þeir nenntu ekki að standa í þessu lengur. Þessir aðilar komu með samning ICESAFE I sem var svo óhæfur að allir landsmenn neituðu honum, aðeins Ríkisstjórn landsins lofaði samninginn og krafðist samþykktar hans á Alþingi án þess að Þingmenn fengju að sjá hann. Þá kom ICESAFE II sem var felldur af þjóðinni með tæplega 100% greiddra atkvæða. Síðasta samninganefnd fékk engu áorkað, nema hvað vextir voru lækkaðir, ásamt því að nú skuli dómsmál fara fram í Hollandi samkvæmt Breskum lögum, sem þýðir að Gerðadómur ræður málum, hann er skipaður Breta, Hollendingi, Íslendingi og Dómara hjá Alþjóðadómstólnum. Þetta þýðir að ísland hefur ekkert um málið að segja. Með þessu fer lögsaga landsins til þessara landa. Þá segja lögin; Íslenska Ríkið á að ábyrgist þetta óákveðna lán, sem Einkabankinn stofnaði til við gjaldþrot, sem er ólöglegt samkvæmt Stjórnarskrá. Með þessari grein er búið að taka þá ákvörðun að Almenningur í þessu landi eigi að greiða allar skuldir gjaldþrota einkafyrirtækja framtíðar.
Hvaða áhrif hafa þessi lög á framtíð landsins?
Eftir þær athuganir sem félagar í Samstöðu þjóðar gegn ICESAFE hafa gert, er niðurstaðan þessi. Ef við segjum Já, þá verðum við að greiða allar kröfur þessara landa þrátt fyrir það að þær standast ekki Íslensk lög, eða tilskipun Evrópusambandsins No. 94/19/EB, sem gildir um þessi fyrirtæki. Ástæðan er sú að með þessum lögum samþykkjum við að Bresk lög gildi í þessu máli, og þar með fellum við neyðarlögin úr gildi, en þau hafa verið okkar helsta vörn. Þó Geir H. Haarde hafi sagt að við ætlum að tryggja allar innistæður í Íslenskum Bönkum, þegar hrunið varð, er það ekki staðfest í lögum og því ekki greitt. Þess vegna geta Bretar og Hollendingar ekki krafist neins slíks, ef farið er eftir íslenskum Lögum. Ef farið verður eftir Breskum lögum þá geta þessar þjóðir krafist slíkra greiðslna.
Niðurstaða: Það er ógerningur að vita hvenær við getum hafið rekstur velferðaríkis á Íslandi.
Ástæðan fyrir því að við eigum að segja NEI er:
Við viljum fara að lögum um uppgjör einkafyrirtækja.
Við viljum að rétt sé rétt.
Við viljum ekki afsala frelsi okkar og lagalegum rétti til annarra þjóða.
Við viljum vera sjálfstæð þjóð.
Við viljum ekki ábyrgjast rekstur einkafyrirtækja framtíðarinnar.
Við viljum ekki taka á okkur ábyrgð vegna ranglátra laga EB.
Bretar og Hollendingar geta krafið eigendur Landsbankans um
greiðslur þessar, enda passa Bretar eigendurna og vilja ekki afhenda þá til landsins, þegar þess er óskað.
Bretar eiga að greiða tjón vegna Hryðjuverkalaga sem þeir beittu gegn landinu.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan og blessunarríkan daginn Ásthildur
það er slæmt þegar aðilar sem eiga að varðveita lög þjóðar sinnar og réttlæti almennings, Skuli gjöra alt til að þóknast óreiðumönnum og öðrum kúgurum þjóðfélagsins sama hvert er litið og fólk skuli geta trúað þeim það er mér hulin ráðgáta. ÞVÍ RÉTT ER RÉTT 0G RANGT ER RANGT HVERNIG SEM Á ÞAÐ ER LITIÐ.
ÞVÍ ER BARA EITT AÐ GJÖRA ER AÐ SEGA NEI ÞANN 9.
Jón Sveinsson, 5.4.2011 kl. 11:21
EInmitt Jón og takk fyrir innlitið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2011 kl. 12:07
Áshildur. Takk fyrir góða og yfirgripsmikinn pistil.
Það getur ekki nokkur verið hræddur við að láta dómsstóla dæma í nafni réttlætis dómstóla Evrópu og vesturs-réttlætis um kröfu heiðarlegs almennings þessa svæðis?
Hvað hræðist fólk við dómstólaleið, sem í raun var sett á stofn til að að gæta réttlætis allra?
Dómsstólaleið og réttlæti voru sett á stofn í nafni réttlætis almennings heimsins!!!
Réttlætið virðist hafa týnst í dómarakerfi réttlætisins? Hvers vegna?
Spillingin hefur ráðið dómstólunum heimsins, en nú verður breyting á því með rödd almennings, sem segir nei við óréttlæti og svikum réttarkerfis heimsins. og banka-svikum!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.4.2011 kl. 13:27
Já ég get nefnilega ekki skilið af hverju menn reyna allt til að draga úr því að fara með málið fyrir dómstóla. Það hlýtur að liggja eitthvað annað þar á bak við en hugsunin um þjóðina. Þar er eitthvað bákn á ferðinni "falið vald" sem við sjáum ekki en getur þreifað á, það er sýnilegt í örvæntingu ráðamanna til að gera allt til að fá okkur til að játast undir þessa kröfu. Hræðsla er aldrei til góðs, og hræðsluáróður á til að springa í andlitið á manni sjálfum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2011 kl. 13:43
AMEN
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2011 kl. 01:12
Ásthildur mín, ríkisstjórnin komin til ykkar með pakka,svona umbúðalausan. Ertu búin að þakka fyrir þig? Stjórnin ætlast líklega til þakklætis,þegar mér finnst þið eiga þetta inni,alla vega eiga það skilið. Bestu kveðjur.
Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2011 kl. 12:18
Auðvitað ber að þakka það sem vel er gert. Spurningin er hvort þetta sé ein af lausnunum sem aldrei fóru lengra en á pappír. Það á eftir að koma í ljós. En vissulega er þakkarvert að gefa okkur stuðning, þó svo hann reynist ef til vill bara í orði en ekki á borði. Vona samt að sumt af þessu komi til framkvæmda, svo sem eins og lækkun flutningskostnaðar og betri vegasambönd við suðurfirðina. En ég frábið mér snjóflóðavarnirnar, sem munu ekki skila nein inn í þetta samfélag nema ef svo vill til að Vestfirskir menn nái verkefninu til sín, annars fer það bara eitthvað annað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2011 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.