2.4.2011 | 15:55
Ég er ein af þessum NEIsinnum.
Veðrið hér er yndislegt enn einn daginn. Blómin bókstaflega ryðjast upp og blómstra.
Ég var að hugsa áðan að það er eiginlega orðið dálítið fyndið þetta Icesavestríð. Landið skiptist í tvo hópa Já-hópinn og Nei-hópinn. En það er ekki bara það. Meðan Já-hópurinn virðist hafa stórfé milli handa og auglýsir grimmt jáið sitt, eru Nei- sinnar grasrót þar sem ekki eru til neinir peningar til að berjast fyrir málstaðnum, en margir leggjast á eitt við að koma fólki í skilning um að málið er ekki á okkar könnu það er bara svo einfalt.
Það hafa margir lagt hendur á þennan plóg, og vonandi skilar það sér til fólks, betur en auglýsingaskrum fjármálaafla. Fyrir mér er þetta svona á líka og Davíð og Golíat.
Ég vil sérstaklega benda á tvær konur sem hafa verið einstaklega samhentar og unnið ótrúlega vel að málstað Nei-sinna, en það eru þær Rakel Sigurgeirsdóttir og Helga Þórðardóttir. Þær koma reyndar sitt úr hvorri hreyfingunni, svo ekki er það pólitísk blinda sem rekur þær áfram, hér eru tvær greinar sem þær hafa sent frá sér. Það er nefnilega svo skrýtið að útvarp allra landsmanna hefur bara áhuga á Jáinu, neiið fær ekki inni hjá þeim og flestum öðrum fjölmiðlum.
http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1154645/
http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1155460/
Svo má bæta þessu við. Tók það af síðunni hans Jóns Vals. http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1155507/
Mér finnst eiginlega þessi deila vera komin í þá stöðu að vera Fjármálaelítan versus þjóðin. Svo er að sjá hvort ég hef rétt fyrir mér. En ég hef aldrei séð þvílíkan áróður fyrir neinu máli fyrr né síðar, bæði sjáanlega og ekki síst dulinn í áróðri þar sem fólk lætur að því liggja leynt og ljóst að allt fari hér til andskotans ef við segjum ekki Já. það sem augljóst er, er að peningarnir liggja á lausu hjá Jáliðum. Vaxa sennilega á trjánum, eða góðum vöxtum í bönkunum.
En af hverju þarf að hafa svona mikið fyrir því að fá þjóðina til að játa á sig skuldaklafa sem hún hefur ekki átt neinn þátt í að búa til? Af hverju eigum við að skrifa upp á óútfylltan víxill fyrir Björgólf Thor og félaga? Það er von að menn þurfi að eyða bæði fé og tíma í að koma því inn í hausinn á okkur kjánunum. Enda höfum við endalaust látið plata okkur upp úr skónum með fagurgala og loforðum, sem hafa svo ekki staðist. Nú er að sjá hvort ennþá einu sinni látum við plata okkur til að borga fyrir herlegheitin sukkið og svínaríið. Já nú er að sjá hvort þjóðin segir ekki bara eitt stórt NEI þann 9. aprí. n.k.
Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir góðan pistil Áshildur. Það hvarflar að mér að gífurlegur áróðursþungi já-sinna sé öfgakenndur og yfirborgaður?
Það kann ekki góðri lukku að stýra að láta yfirborgaða áróðurssinna hafa á þann hátt áhrif á lýðræðið og sjálfstæða skoðun almennings í lýðræðisríki. Lýðræðiskosningar fela í sér þá ábyrgð og skyldu að kjósa samkvæmt sinni eigin sannfæringu en ekki samkvæmt aðkeyptum og yfirborguðum fjölmiðlaáróðri!
Því meiri sem einhæfur áróður tröllríður öllu, því minni áhuga hef ég á þeim einhæfa áróðri. Það virkar semsagt þveröfugt á mig að ætla að troða einhverjum einhliða skoðunum annarra uppá mig. Ég var og er tilbúin að hlusta á bæði sjónarmiðin en þegar einungis annað sjónarmiðið er opinberlega kynnt þá hreinlega treysti ég því yfirborgaða áróðursfólki ekki.
Það er á mína eigin ábyrgð að kynna mér hvað er réttlætanlegt og hvað ekki í þessu máli, enda er ég ekki þekkt fyrir að láta aðra hafa áhrif á mínar skoðanir og sannfæringu, og oft fengið að heyra að ég sé skrýtin af því að mér finnst ekki alltaf það sama og áróðurs-hjarðhugsandi fjöldanum. Það er þungt að synda á móti áróðursstraumnum en erfiðið er raunverulega mikils virði og vel á sig leggjandi að fara sína eigin sannfæringar-leið, og í raun skylda hvers manns.
Enn einu sinni kemur Nelson Mandela upp í hugann fyrir sína heiðarlegu baráttu fyrir réttlæti og alltaf uppimóti gegn áróðursstraum óréttlætis og valdaofurafla. Og alltaf var barátta hans háð á friðsaman og stórmannlegan hátt. Ég ber gífurlega virðingu fyrir honum og fjölskyldu hans, og er þakklát fyrir allar þær fórnir sem sú fjölskylda færði heiminum til baráttunnar fyrir réttlæti.
Hver hefur sinn djöful að draga og ég hef mína sjálfstæðu hugsun að dragnast með sem ekki fellur alltaf í kramið hjá yfirborgaða embættis-valdafólkinu. Það er ekki öfundsvert að standa fastur á sinni sannfæringu, en samt eru margir sem öfunda þá sem þora því og koma með allskonar háð og niðurlægjandi níð á þá í pólitískum fjölmiðlum landsins? Hvers vegna?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.4.2011 kl. 17:34
"Meðan ég sækist ekki eftir annarra manna gróða kæri ég mig ekki um að bera annarra manna skuld". - Halldór Kiljan Laxness
Sæl og blessuð
Ég skil ekkert í fólki sem sækist eftir að borga skuldir Björgólfs Thors.
Pólitík, samasemmerki á milli já -sinnum og ESB sinnum.
Mikið af þessu fólki er Samfylkingarfólk og ætlar að hlýða foringja sínum. Mætti halda að við ættum heima í Sovétríkjunum sálugu.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.4.2011 kl. 23:43
Mælt þú manna heilust Ásthildur! Ég stend einörð með þér og NEIinu!!!!!
Baráttukveðja, Bergljót.
Bergljót Gunnarsdóttir, 3.4.2011 kl. 01:10
Góður punktur hjá Rósu þessi tilvitnun í Laxness.
Jens Guð, 3.4.2011 kl. 04:15
Ía: Þú/við ert ein af þessum 70% sem erum Nei sinnar.
Elítan og hennar varðhundar eru í minnihluta, en það versta er af þessu hvað þeir stunda mikin hræðsluáróður í skjóli fjármagns. Hvar skyldu Já sinnar fá alla þessa peninga í þessar m.a heilsíðu auglýsingar dagblaðana og voga sér síðan að nota íslenska þjóðfánan ólöglega þar til að skerpa á undarlegum markmiðum sínum,
Kristinn M (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 08:29
Ég er þér sammála.....erum VIÐ raunverulega að borga fyrir JÁ fólkið.
NEI og aftur NEI við Icesave og við þessu hroðalega Evrópusambandi.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 3.4.2011 kl. 09:17
Takk fyrir innlitið öll. Gott að fá svona eindregna samstöðu. Gaman að sjá þig hlér Kristinn. Við verðum að spýta í lófana og halda okkar striki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2011 kl. 10:11
Þakka þér Ásthildur, þetta er allt got og rétt hjá þér.
Svo vonum við bara að Kristin hafi rétt fyrir sér og klárlega passa orð Nóbel skáldsins vel í dag.
Hrólfur Þ Hraundal, 3.4.2011 kl. 10:35
Um að gera að skoða þetta mál vel. Vekja má athygli á því að Davíð Oddsson er ákafur gegn samningunum og segir nei. Það má lesa dag hvern í Mogganum. Allir sem ég hef hitt að undanförnu og rætt við um málið eru mjög í vafa. Enda er þetta vægast sagt flókið og erfitt mál. Leggst illa í mig að slá þessu á frest með að neita. Kær kveðja í fjörðinn fallega!
Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 12:09
Sæl Ásthildur - þeir sem ég heyri æpa mest gegn icesave eru sjálfstæðismenn -
Ingibjörg (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 12:28
Ég er að hugsa um hve þetta mál hefði verið léttara,ef enginn samningur hefði verið gerður fyrr en uppgjör Landsbankans gamla lá fyrir. Þar með hvað varð um þessa peninga,ég held að allir geti séð að þetta er sakamál. Þess vegna verður farið rækilega ofan í það ef Nei-ið verður ofan á.Við megum ekki klúðra því annars er það um alla eylífð hulin ráðgáta. Í samningi 3 er grein 8 felld út,man hana ekki orðrétta,en aðilar krefjast ekki frekari rannsókna. Ég sagði aðspurð um daginn,að ég ætlaði að hafna Icesave. Þú ætlar þó ekki að láta Davíð Oddson stjórna þér? Ma,ma bara áttar sig ekki á því hve hann dregur langt,eða lengi. Það væri í lagi að virkja það afl,hann stjórnar óbeint langt inn í raðir vinstri,hægri og öllu þar á milli. Mikil er hans mekt.
Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2011 kl. 14:25
Takk fyrir innlitið.
Já Hrólfur skáldið komst þarna vel að orði eins og svo oft áður.
Takk fyrir kveðjuna Auður mín. Ég hitti skólafélaga þinn í gær, hann Jón Viðar, hann var einmitt að spyrja um skólassystkini sín og þú komst inn í þá umræðu, ég sagði að þú kíktir stundum hérna við. Málið er snúið það er ljóst. Ég er samt alveg sannfærð um að það verður að vera nei. Hitt er allof mikil áhætta, því málinu verður ekki lokið þar með neitt frekar. Þá fara aðrir af stað, og þá erum við búin að skuldbinda okkur langt fram um getu, fyrir skuldir sem við áttum engan þátt í að taka. Nú þegar ljóst er að bankarán var framið daginn fyrir hrun bankans er alveg nógu alvarlegt til að fresta atkvæðagreiðslunni uns sannleikurinn og peningarnir finnast.
Ingibjörg mín, það getur vel verið að Davíð segi nei, en mundu að Bjarni Ben, Þorgerður Katrín og flestir d-alþingismenn ætla að segja já. Þetta er ekki pólitískt mál, heldur spurning um að játast undir að vera ábyg fyrir Auðmenn sem allar líkur benda til að hafi tekið út þessa peninga ófrjálsri hendi, þeir eru víst í Money heaven og bíða eftir því að íslenska þjóðin ábyrgist skuldirnar svo þeir geti farið að eyða þeim.
Helga, íslenskir ráðamenn hefður átt að segja í upphafi, við viljum fara dómstólaleiðina í þessu máli og stöndum við okkar ef það kemur í ljós að ábyrgðins sé okkar. Þá hefði allt heila málið litið betur út.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2011 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.