1.4.2011 | 19:47
Sokkaband, vor og Aldrei fór ég suður.
Þetta er náttúrulega hárrétti dagurinn til að segja ykkur að við stelpurnar í Sokkabandinu höfum látið undan þrýstingi ýmissa aðila um að koma fram á Aldrei fór ég suður. Þetta er svo sem búið að liggja í loftinu í nokkur ár, en við höfum ekki ljáð máls á því. En núna erum við tilbúnar. Það er rosalega skemmtilegt og spennandi að hittast eftir 29 ár og fara að gera eitthvað saman, við búum svo í þremur landsfjórðungum, svo samæfingin verður dálítið strembin.
Hvað um það þetta hefur kveikt í mér ljós, og ég hlakka til. Að vísu verð ég að viðurkenna að þegar ég fór ofan í kjallara og sótti bassann tók hann upp úr töskunni og áttaði mig á að ég hafði hreinlega gleymt öllu, þá fór um mig hrollur. En sem betur fer þá eigum við stelpurnar marga vini og góða vini sem eru tilbúnir til að styðja okkur og hjálpa á allan lund. Og svo er það bara einhvernveginn þannig að þetta er eins og að læra að hjóla, maður gleymir ekki alveg, þarf bara að ryfja upp.
Svo nú fer dálítill tími í að vinna að þessu verkefni.
Frá tónleikum í Sjallanum, Bára mín að syngja um hann Fidda feita.
Haldiði ekki að kerlingin sé að verða kolvitlaus
Hér er Ísafjarðardeildin að ráða ráðum sínum. Látið ekki blekkjast við verðum algjörar gellur á hljómleikunum.
En það er komið vor hér, og þessi mynd var tekin í gær, veðrið er búið að leika við okkur undanfarna viku.
Elli minn að gróðursetja blóm í dag.
Nektarínan mín ætlar sko aldeilis að blómstra í vor.
Kirsuberin líka
Páskarósin er að ljúka sér af, en jólarósin mín er að blómstra núna sem er óvenjuseint.
Rósamandlan er líka að gera sig tilbúna í slaginn.
svona standa málin utan við garðskálann.... enn þá en það styttist í að þetta hvíta hverfi.
Þetta er gæludýrið okkar. Álmur sem er orðin margra ára gamall, og er orðin einskonar bonsai, en án illrar meðhöndlunar. Enda líður honum vel þessari elsku.
Svona er lífið á vorin. allt lifnar, jafnvel gamlir ljósastaurar syngja.
http://www.youtube.com/watch?v=qHndptuFPJ0
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært til hamingju, þvílíkt framtak á sínum tíma, ég er hreykin að eiga ættir Vestur.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 2.4.2011 kl. 01:54
Ég er stolt af þér
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 07:50
Hjartans kveðjur vestur til þín, glæsilegt hjá þér
Jónína Dúadóttir, 2.4.2011 kl. 08:58
Mér líst vel á ykkur. Æðislegt að sjá vorið þitt
Dísa (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 09:23
Takk elskurnar, ég hlakka rosalega til að hitta allar stelpurnar, þetta verður frábært. Sumar okkar hafa ekki hist í 29 ár.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2011 kl. 10:02
Ásthidur , maður fær gleðitár í augun við að sjá kraftaverkið gerast og vorið koma í garðinn ykkar. Þetta eru óviðjafnanlegar myndir.
Óska ykkur stelpunum til hamingju með "reunionið", þið eruð frábærar!
Bergljót Gunnarsdóttir, 2.4.2011 kl. 13:16
Alltaf jafn yndislegt að sjá vorkomuna hjá þér kæra vinkona knús vestur.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.4.2011 kl. 13:19
Frábært hjá ykkur stelpunum að gera þetta
Plönturnar í garðskálanum eru alltaf jafn yndislegar og alltaf jafn gaman að sjá myndir af þeim. Það kemur alltaf upp löngun til að eiga einn slíkan með dásamlegum plöntum eins og þú ert með. Einhvern tíma mun minn timi koma í þeim efnum
Knús í yndislegu blómakúluna
Kidda, 2.4.2011 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.