24.3.2011 | 21:23
Ég um mig frá mér til mín.
Ég um mig frá mér til mín.
Ég er að fara yfir myndir sem ég á í þúsundatali, þarf að skanna þær inn og raða niður, það er ógnardjobb. Ætla samt að fara rólega í það og nota frekar veturinn næsta til þess, nú fer heldur betur að verða mikið að gera hjá mér. Priklunin að byrja og svo er stubburinn að fermast í Apríl, já litla barnið mitt vill fermast, honum var boðið borgaraleg ferming eða Ásatrú, en hann sat við sinn keyp og fær auðvitað að ráða því. En drottinn minn þvílíkt umstang um eina fermingu, og svo margt að huga að.
En þetta mjakast allt saman smátt og smátt.
Þetta er auðvitað mottumars
Þessi er tekin á jólum sautján hundruð og súrkál.
Úti að borða maður minn....
Með frumburðinum.
Elskulega vinkona mín Vigdís í Hofi í Vatnsdal, valkyrja og hetja. Mikil ræktunarkona og hefur ræktað heilan skóg í kring um sig. Og svo býr hún í Kúluhúsi eins og ég.
Á leiðinni á djamm.
Svo er líka gott að lúra
O boy, klósett tónleikar, Úlfurinn og afinn að æfa saman lag.
Þessi mynd er því miður dálítið skemmd, en þetta eru kúlubörn í fyrsta holli. Það er að segja barnabörnin hennar mömmu, sama málið þar.
Hafdís Jón og Gunnar Atli Gunnarsbörn, Geiri og Sunneva Dóru börn og Skafti. Ætli sé hægt að laga svona skemmdir?
Þetta er hið eina sanna hús sem grætur með Helga Björns; Húsið er að gráta alveg eins og ég, þarna bjó hann og samdi ljóðið um þetta hús, svo var það flutt inn í fjörð.
En veðrið hefur leikið við okkur undanfarið.
Allt svo hreint og bjart, hvítur snjór og sól.
Og ég held að það séu um milljón fuglar í garðinum mínum, sem koma um leið og þeir sjá mig birtast, og sitja í öllum trjám og syngja fyrir mig.
Enda hef ég mokað í þá mat undanfarið, og ég elska að horfa á þá þyrpast að og borða af græðgi.
En ég læt þessari myndaseríu lokið og vona að þið hafið smá gaman af. Á morgun ætla ég að fara á frumsýningu á nýrri skemmtun sem heitir Á skíðum skemmti ég mér, ég ætla að taka myndavélina með og mun örugglega reyna að setja eitthvað inn skemmtilegt eftir það.
Eigið góða nótt elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða nótt ljúfust.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 21:56
Friður og ró,(-:
Helga Kristjánsdóttir, 24.3.2011 kl. 23:13
Jamm elskurnar Góða nótt
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2011 kl. 00:11
Skemmtilegar myndir...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.3.2011 kl. 00:32
PS : örverpið mitt á afmæli í dag 25.03 og ætlar að fermast þann 25.04 þannig að hér verður líka mikið umstang...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.3.2011 kl. 00:33
Æðislegar myndir dúllan mín, það er hægt að laga svona skemmdar myndir, þú þarft að fá þér forrit til að fotosera myndirnar, Milla mín er með svoleiðis, það er stórsniðugt, en þetta tekur allt tíma og ég mundi einnig ráðleggja þér að vista myndirnar á tveim stöðum.
Knús í kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.3.2011 kl. 06:47
Skemmtilegar myndir Vona að þú eigir ljúfan dag Ásthildur mín
Dagný, 25.3.2011 kl. 08:20
Takk fyrir mig og góðan dag, hér er sól og blíða rosalega gott veður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2011 kl. 10:02
Gaman að þessum myndum!
Jóhanna Magnúsdóttir, 25.3.2011 kl. 18:06
Hér er búin að vera þoka, en er að létta í bili, spáin segir að við fáum meira á morgun. Gaman að myndunum, ekki síst þeim gömlu. Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að ferma barn með öllu tilheyrandi, sérstaklega eftir margra ára hlé.
Dísa (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 20:01
Hélt í fyrstu að næst efsta myndin væri af Júlla Alltaf gaman að myndum og einmitt að varðveita þessar gömlu áður en þær upplitast og skemmast.
Knús og góða nótt í myndakúluna
Kidda, 25.3.2011 kl. 21:05
Takk stelpur mínar. Dísa mín hér ríkir rjómablíða og sól, yndislegur dagur alveg eins og í gær, vorið er að koma og allt að vakna. Kidda mín já hann var líkur mér drengurinn minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2011 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.