24.3.2011 | 11:42
Lífið, tilveran og jafnréttið.
Það er fallegt veður í dag, logn og hitinn plús eitthvað, hreinn hvítur snjór liggur eins og brúðarklæði yfir öllu.
Ég var að sjá á bloggum að fólkið sem sendi bréf til ESB hefur fengið viðbrögð við því úr ólíklegustu áttum sjá hér: http://raksig.blog.is/blog/raksig/
Ég er afskaplega glöð með þetta, en er með það alveg á hreinu að við njótum mikils stuðnings erlendis frá það hef ég heyrt í samtölum við það fólk sem ég umgengst. Bæði í Austurríki, Þýskalandi, Danmörku og Noregi og víðar. Það skilur heldur ekki af hverju íslendingar vilja ganga í ESB, ég hef ekki ennþá hitt manneskju í þessum ESB löndum sem dásamar veruna þar. Miklu frekar að þau séu óánægð með hækkaða skatta sem fara í að borga til annarra landa.
Þetta Jóhönnumál fer um bloggheima eins og hvítur stormsveipur, fólk tekur stór orð upp í sig, og eiginlega bráðfyndið að fólkið sem situr í stjórnarandstöðu með allskonar kúlulán og vafninga um sig hægri vinstri skuli nú fullt vandlætingar og heimta afsögn. Þeim væri held ég hollt að horfa í eigin nafla og skoða hvort þau yfirleitt hafi efni á svona umvöndunum.
Ég viðurkenni fúslega að ég hef ekki kynnt mér þetta mál, hef ekki áhuga á því, finnst þetta vera stormur í vatnsglasi. Ég geri líka greinarmun á jafnrétti og kvenréttindum. Ég hef sjálf þurft að berjast fyrir því að vera maður með mönnum. En ég læt þá bara vita að ég er hér og læt ekki trampa á mér. Þetta endalausa fórnarlambstal um konur, eru mikið til þeim sjálfum að kenna. Og svo má ekki gleyma því að á öðrum sviðum standa karlmenn valtari fótum en konur. Til dæmis í forræðisdeilum. Þá verður það sífellt ofaná að konan sé hæfari til að annast börnin. Meira að segja var sett á stofn baráttuhópur fyrir forræðislausa feður, hef reyndar ekki heyrt í þeim lengi. En ég veit um dæmi þar sem körlum hefur verið bannað að umgangast barnið sitt, og bara vegna þess að móðirin hefur komið því þannig fyrir.
Jafnrétti er það sem verður að koma og það gerist ekki nema við tökum okkur tak konur og hreinlega látum ekki vaða yfir okkur. Notum sömu aðferðir og karlarnir. Við erum í fyrsta lagi of samviskusamar, þó það sé af hinu góða, svo gefumst við of auðveldlega upp, höfum ekki nóg sjálfstraust, og förum frekar í vælugírinn en að standa upp og berja í borðið.
Ég heyrði einhverntíman sögu sem mér fannst frábær, man hana reyndar ekki alveg en einhvernveginn svona var hún.
Kona sem ætlaði sér að sækja um góða stöðu, var afar óörugg og óviss. Maðurinn hennar fór að spyrja hana hvernig hún ætlaði að haga sér í viðtali sem hún var að fara í. Ég veit það ekki sagði konan, mig langar til að fá þessa stöðu. Hvaða launa ætlarðu að krefjast? spurði maðurinn. Ég ætla nú ekki að fara að gera neinar kröfur sagði konan, þá verður mér bara hafnað. Ónei sagði maðurinn, þetta gengur ekki, þú ferð í viðtalið, gerir þið breiða og heimtar hátt kaup, nefndi einhverja tölu. Og lætur í veðri vaka að þeir séu að missa af góðum starfskrafti ef þú verður ekki ráðin.
Og þegar konan kom heim var hún afar ánægð, hún hafði gert eins og maðurinn hennar sagði, og forstjórarnir urðu svo hrifnir af þessari einörðu konu, og vissu um leið að einmitt þessa manneskju vildu þeir hafa í vinnu og hún fékk þau laun sem hún krafðist.
Þessi saga segir okkur að um leið og við erum sjálfsöruggari gengur okkur betur. Þetta er nefnilega það sem karlmenn gera miklu oftar en konur. Við erum alltaf að spá í hvort við ráðum við þetta eða hitt, meðan karlarnir segja geta hlutina, jafnvel þó þeir geti það ekki.
Annað sem við verðum að viðurkenna er að kynin eru ekki eins. Það er líffræðilegur munur á kvenmanni og karlmanni, það sagði læknirinn minn mér. Það er líka ráðstöfun náttúrunnar til að viðhalda kynstofninum. Konur eru yfirleitt ekki eins sterkar og karlar, en þær eru úthaldsbetri. Þær eru líka yfirleitt næmari á ástandið í kring um sig og þess vegna oft betri stjórnendur en karlar. Þær eru líka samviskusamari og þess vegna er það staðreynd að fyrirtæki sem er stjórnað af konum sýnir meiri ráðdeild, þetta er svona á heildina litið en ekki algilt frekar en annað í þessum heimi.
En fyrst og fremst þurfum við að læra að standa saman. Það sem einn skortið bætir annar upp. Og við getum ekki án hvors annars verið, það vitum við líka. Ég hitti eldri konu um daginn í Samkaupum, maðurinn hennar var að keyra innkaupakerruna: hún snéri sér að mér brosti og sagði; mikið er nú gott þegar karlinn er farin að fara með manni að versla og hjálpa til. Já sagði ég, og þá sjá þeir líka hvað hlutirnir kosta. Karlinn var eitt sólskinsbros og hæstánægður með sína fyrstu búðarferð með frúnni.
Það getur vel verið að þetta sé bara raus í mér. En ég er viss um að það skilar betri árangri að standa upp og láta vita að maður tekur ekki þegjandi því sem að manni er rétt. Ég hef til dæmis látið mig hafa það að berja svo fast í borðið hjá bæjarstjóranum mínum sem þá var, og yfirmaður tæknideildar sat hinu megin við borðið og mér fannt hafa verið gengið fram hjá mínum faglegu sjónarmiðum, ég helti mér yfir þá báða og barði svo í borðið að blöðin fuku út um allt, gekk síðan út og skellti á eftir mér. Bjóst satt að segja við uppsagnarbréfi næstu daga á eftir. En það var aldrei minnst á þetta meira. En það var heldur ekki gengið fram hjá mér aftur á þennan hátt.
Ég er auðvitað mæla með svona yfirgangi en þetta svínvirkaði í þetta sinn.
En eins og ég sagði áðan þá er veðrið dásamlegt, fuglarnir á pollinum farnir að maka sig og heyrist hátt í þeim þegar þeir gera sig breiða og merkilega fyrir tilvonandi spúsum. Krummi er á ferð og flugi að leita sér matar, og snjótittlingarnir sitja í hverju tré hjá mér og bíða eftir að ég gefi þeim að borða. Og mér líður vel að sjá þá flykkjast að og gæða sér á fuglamatnum, ég er líka viss um að litlu músardrengirnir eru farnir að syngja fyrir sína útvöldu. Ég held að vorið sé að koma og ég held líka að sumarið verði gott.
Vor.
Nú lifnar allt og grasið grær
gleymist vetrartími.Allt það grimmt sem var í gær
ég gref í hugans rými.
Eftirvænting ást og þor
eykst á þessum tíma.
Víst er komið langþráð vor
vafið ástarbríma.
Skýjaglenna við oss skín
Skokkar lamb í haga.
Sálin blessuð sértu mín
um sumarlanga daga.
Ásthildur 2005
Eigið góðan dag mín kæru og fyrir þá sem bíða eftir myndum þá mun ég setja inn nokkrar myndir seinna í dag eða í kvöld. Ég hef bara verið svo löt við sjálfa mig undanfarið.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ljóðið þitt er yndislegt
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2011 kl. 12:20
Takk Milla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2011 kl. 12:26
Fallegt ljóð,
Siggi stormur segir að vorið komi á laugardaginn
Guðrún Sæmundsdóttir, 24.3.2011 kl. 20:39
Takk fyrir innlitið Guðrún, já ég held að ég trúi honum bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2011 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.