14.3.2011 | 22:41
Hitt og þetta til umhugsunar.
ég var að leita í dag að fréttum þar sem Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra var spurður um íslensku krónuna og hann sagði að hún væri handónýt og þyrfti að taka upp evru sem allra fyrst. Fann reyndar ekki þetta viðtal, en það hefur dunið í vitum mínum síðan ég sá það. Sá svo í fréttum í kvöld að þar var fjármálaráðherra spurður út í þessu ummæli ráðherrans, og að hann hefði ekki bara sagt þetta hér heldur í erlendum viðtölum. Nú kann ég ekki alveg reglurnar um landráð, en ég er nokkuð viss um að þessi ummæli ráðherra eru ekkert minna en það. Ég vil minna á að ráðherrar annara ríkja hafa verið látnir víkja fyrir að nota ríkiskortið sitt í smá matarinnkaupum, nýlega sagði ráðherra af sér í Þýskalandi fyrir að hafa notað sömu tækni og Hannes Hólmsteinn, hann missti líka doktorsnafnbót. Í Ameríku var háttsettur maður látinn fjúka fyrir það eitt að bera blak af Manning sem er í haldi af afar sérkennilegum ástæðum, sem reyndar tengir USU beint við alþýðulýðveldið Kína og Kóreu og fleiri einræðisríki.
Í því ljósi fer ég fram á það sem íslenskur ríkisborgari að Árni Páll Árnason segi nú þegar af sér ráðherradómi og biðji þjóð sína afsökunnar á því að hafa framið landráð og tekið afstöðu gegn mynt landsins. Slíkt er ekki hægt að fyrirgefa, og ef hann gerir það ekki af sjálfsdáðum, fer ég fram á að hann verði látinn víkja fyrir að svíkja þjóð sína. Önnur eins lágkúra hefur ekki sést lengi, og ég er reyndar afar hissa á að hafa ekki séð nein viðbrögð við þessu uppátæki ráðherrans fyrr en Sigmundur Davíð vakti máls á því.
Ég vil líka ræða um Júróvisjón lagið Aftur heim, Coming home, ég hafði að vísu vilja sjá annað lag vinna, þ.e. lagið með Jóhönnu, en ég verð að segja það að það kemur við hjartað í mér sá kærleikur sem þetta fólk sýnir hvert öðru, bæði vinir og fjölskylda Sjonna heitins. Og það ætti að vera okkur öllum hvatning til að læra að kærleikurinn er sterkasta aflið í heiminum. Það ætti að kenna okkur að við eigum að reyna að stilla saman strengi og finna sameiginlega lausn á okkar vandamálum, þ.e. sjálf en ekki að hlaupa upp og reyna að komast undir næsta konung eða keisara. Þeir eru nefnilega allir berrassaðir þegar pellinum og purpuranum hefur verið svipt af þeim. Ég ætla að halda með okkar lagi og sýna minn kærleika á þann hátt.
Þessa skemmtilegu mynd fékk ég senda á facebook af einum skólafélaga mínum Ásgeiri Överbý. Þarna erum við svo ung og saklaus, allavega ung
Sigurjón Dagur er alveg til í að taka myndir á myndavélina hennar ömmu, þessa mynd tók hann af teikningu frá föður sínum.
Svo fékk ég heimsókn í dag af yndislegri frænku minni, sem er eiginlega næstum því dóttir mín, og litlu skottunum hennar.
Þau eru alveg frábær og undu sér vel með allt dótið sem er í kúlu hjá "ömmu"
Alltaf eru þau jafn yndisleg þessi börn.
Svona brostu fyrir Íju frænku En sú stutta er alveg ákveðin, hún minnir mig á Sólveigu Huldu frænku sína, sömu taktarnir og ákveðnin.
Þetta gæti sem best verið Sólveig Hulda, en nei þetta er sko Auður Lilja
Og maður situr í stiganum rétt sisona.
Og svo fer maður aðeins yfir strikið. Æ Æ Þetta fór samt allt vel, og enginn meiddist.
Svo þarf að hjálpast að að taka saman dótið í ömmukúlu. Takk elsku Sunna mín fyrir innlitið, það var svo gaman að fá ykkur í heimsókn.
Og ég segi góða nótt úr rokinu og rigningunni hér á Ísó.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst svo róandi að sofna í rigningu og roki.
Helga Kristjánsdóttir, 15.3.2011 kl. 00:23
Já það er rétt hjá þér, börnin eru alltaf yndisleg. Mér finnst líka gaman hvernig Ásgeir hefur blandað myndinni hans Matthíasar Frímannssonar úr Þingvallaferðinni, mín er öll miklu uppstilltari
Dísa (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 11:15
Já hún er flott, og þessar myndir sem hann hefur verið að setja inn á Fésið sitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2011 kl. 16:02
Takk fyrir mig frænka, það er náttúrulega bara yndislegt að koma í ævintýrakúluna :) Mér finnst líka gaman að sjá að þú vitnaðir í bloggið hans Bjarna Jónssonar tengdaföður míns í síðustu færslu :)Hann er einn fróðasti maður um pólitík og heimsmálin sem ég veit um :)
Sunneva (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 17:15
Mín er ánægjan Sunna mín, reyndar vissi ég ekki að Bjarni væri tengdafaðir þinn, gaman að heyra það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2011 kl. 17:35
Mikið er nú gaman að sjá að ungviðið heldur áfram að leika sér í kúlunni. Myndin af páfuglinum sem Júlli málaði er meiriháttar flott.
Knús í ævintýrakúluna
Kidda, 16.3.2011 kl. 09:01
Takk Kidda mín, já hann var liðtækur með pensilinn þessi elska.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2011 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.