Af hverju mun ég segja NEI við Icesave?

Þeir sem endilega vilja borga þessa kröfu englendina og hollendinga segja gjarnan að nei-sinnar hafi enginn rök bara upphrópanir. 

Ég verð nú að segja að þvert á móti hafa nei-sinnar heilmikið til síns mál, en aftur á móti já-sinnar eru með upphrópanir, mest um hvað við hin séum heimóttarleg og heimsk, og skiljum ekki alþjóðlegar reglur og skyldur.  Þeir segja gjarnan að okkur beri að greiða þetta og áróðurinn er yfirþyrmandi í öllum fjölmiðlum, þar er ranglega talað um skuld en ekki kröfu. 

Nú hafa sjö hæstarréttardómarar tekið sig til og andmælt að við borgum Icesave, tveir aðrir viðurkenna að vissulega sé dómstólaleiðin fær, en vilja samt að við borgum.

Ég er svona að spá í hvers vegna fólk vill endilega leggja þetta farg á þjóðina ofan á hrunið og allt sem fólk þarf að leggja á sig aukalega bara vegna þess. 

Og til hvert? jú til að borga skuldir auðmanna, sem ennþá eiga alla sína peninga falda einhversstaðar og bíða þangað til þjóðin tekur á sig ábyrgðina á þessu öllu saman.  Því það er einmitt það sem þeir vilja. Hvað veit ég um hvort þeir hafa keypt sér aðstoð ýmissa stjórnmálamanna, sem hafa enginn prinsipp nema peningaveskið?  Svo eru hinir sem vilja endilega borga af því að það er eina vonin til að komast inn í ESB.  Sem er ennþá undarlegra, því ég þekki fullt af Evrópubúum sem vilja gjarnan komast út úr þessu apparati. Þeir segjast ekki vilja nota skattpeningana sína í að púkka undir þjóðir sem standa höllum fæti, og virðast ekki nenna að vinna. 

Af hverju vilja svona margir bara taka upp buddu barnanna sinna og borga?  Ég einfaldlega skil það ekki. Með þá vitneskju sem við höfum núna, þar sem nú liggja fyrir miklu meiri upplýsingar um málið en áður.  Til dæmis var okkur sagt að við yrðum að borga, nú er hætt að reyna að telja okkur trú um það, heldur er okkur sagt núna að ef við semjum ekki, verðum við þrælar og fáum enga fyrirgreiðslu og svo framvegis. Þetta er allt sama bullið og fyrir fyrri samninga. Blygðunarlaust logið ofan í kokið á okkur.

Málið er að bæði bretar og hollendingar og fleiri ESB ríki eru skíthrædd um að litla ísland segi nei, og þá fer bylgja um þjóðir Evrópu, fólkið fer að heimta að sama gildi um þær þjóðir eins og okkur.  Við gætum orðið til að gera bylgju frelsis fyrir þjóðirnar í ESB.  Þetta er mitt álit.

En ég ætla svo að setja hér inn nokkrar færslur sem ég tek mark á og segi, af hverju vill fólk endilega leggja á sig og börnin sín skuldaklafa ef það er einsýnt að það verður okkur bara til þess að falla á hnén  og láta kúga okkur í 35 ár?

 

http://www.inntv.is/Horfa_á_þætti/Nei$1299628860

 

http://helgatho.blog.is/blog/helgatho/entry/1150120/#comments

 

http://www.svipan.is/?p=22349

 

http://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/1149986/

 

http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/1149547/

Hvar er stoltið og sjálfstæða skoðunin sem við ættum að hafa smáþjóð úti á hafsauga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.3.2011 kl. 23:56

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ekki er þessi grein upphrópun!!!  Lesið bara,síðan er hún studd 6 öðrum greinum með link hér fyrir ofan. Við segjum NEI við hverskonar fjárkúgun eins og Icesave.

Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2011 kl. 00:34

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Eitt af því allra fáránlegasta sem ég hef heyrt um okkur nei-sinnanna er að við séum svo mikið prinsip-fólk. Þar er væntanlega verið að skjóta á það að mörgum okkar finnst það algjört prinsip mál að almenningur eigi ekki að greiða fyrir óráðsíu fljárglæframanna

Svo langar mig til að fá leyfi þitt til að þessi færsla verið birt á kjósum.is sem grein.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.3.2011 kl. 02:16

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stúlkur mínar.  Já það er ýmislegt fundið til að reyna að niðurlægja nei-manneskjurnar, og þá er ekki verið að hugsa á málefnalegum nótum.  Sennilega er erfitt að verja jáið.

Þér er Guðvelkomið að setja þessa grein hvar sem er Rakel mín.  Þakka þér fyrir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2011 kl. 08:26

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Maður fyllist stolti þegar maður sér landa sína standa fyrir sínu og þora að segja sínar skoðanir umbúðalaust. Einhugur NEI fólksins er að láta ekki kúga þjóðina og krefjast réttlætis. Þora að rísa gegn hræðsluáróðri þeirra sem stjórna landinu - ennþá.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.3.2011 kl. 10:30

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Lísa Björk mín.  Já stundum þarf maður að standa upp og reyna að leggja sitt af mörkum, eins og hægt er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2011 kl. 11:55

7 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég hef lengi sagt að landið væri ekki svona illa statt ef raddir kvenna heyrðust meira samanber að allar athugasemdir hér á undan koma frá konum og allar sammála um að segja eitt stórt NEI.

Sigurður I B Guðmundsson, 14.3.2011 kl. 14:01

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég segi nú bara eins og pabbi gamli, sem er nú friðarins maður, "að ekki stofnuðum við til þessara skulda, þannig að við segjum nei" hef alltaf haft mikla trú á innsæi föður míns. Góð grein hjá þér

Ásdís Sigurðardóttir, 14.3.2011 kl. 14:21

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Sigurður. Já konur eru oftast varkárari í peningaeyðslu og þurfa oftast að halda utan um heimilispeningana, samanber hin hagsýna húsmóðir.

Sammála pabba þínum Ásdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2011 kl. 15:53

10 Smámynd: Kidda

Ekki kæri ég mig um að borga skuldir fyrir aðra, hef nóg með mínar skuldir og því segi ég afdráttalaust NEI við að borga Icesave.

Kidda, 16.3.2011 kl. 08:58

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við verðum að hugsa líka um framtíðina börnin okkar og barnabörn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2011 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband