Bankastjórnendur senda okkur fingurinn.

Nú hafa bankastjórnendur sýnt okkur löngutöng.  Þetta fólk hefur spilað með peninga almennings og sett margan manninn á hausinn.  Gert aðra að öreigum vegna óbilgirni og græðgi, meðan sjálfir fá þeir og þeirra kúlur afskriftir upp á milljónir.

Þetta er auðvitað dónaskapur við viðskiptanefnd Alþingis, og þingsins, en ekki síst hafa þeir með þessu framferði sýnt okkur landsmönnum löngutöng. 

Ég vona að ríkisstjórnin standi í lappirnar og krefjist launalækkunnar hjá þeim sem eru svona yfirborgaðir, eða segi þeim upp ella.  Ríkið á hlut í bönkunum og hlýtur að geta nýtt þann eignarhlut til að krefjast þess að bankastjórnendur taki á með almenningi í landinu. 

Þegar maður heyrir setningar eins og þessa hér; Við vildum laða hann að þessu starfi og þess vegna þurfti að borga honum þessi laun.  MÁLIÐ ER SVONA EINFALT.

Þvílíkt siðleysi og algjörlega úr öllum takti við þjóðina sjálfa, þar sem komið hefur í ljós að foreldrar svelta sig til að börnin geti borðað.  Hvernig getur þetta hvíta pakk horft framan í nokkurn samlanda sinn með þessari græðgi?

Ég segi nú bara fyrir mig að heldur mega þessir menn hrökklast burtu, en læknarnir sem flosna upp hver um annan og fara, svo heilsugæslunni er hætta búin, þarna er ekki verið að forgangsraða, heldur ríkir hér græðgin ein á kostnað almennings í þessu landi. 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981 


mbl.is Bankastjórarnir mættu ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín, er slepjan hættir að lafa óslítanlegt út úr munni undirlægjumanna þá verður kannski hægt að gera eitthvað.
Menn eru nefnilega ennþá í því að knékrjúpa fyrir einhverju sem það eiginlega veit ekki hvað er í dag.

Ég var eitthvað að tjá mig um daginn, þá sagði einn maður við mig: " Af hverju lætur þú svona"? Ég missti málið af undrun, ég átti sem sagt að hilla þessu fólki.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.3.2011 kl. 12:38

2 identicon

Eg skil ekki þau þolmörk sem fólk hefur og eftir hverju er beðið með að gera eitthvað til að sameinast i aðgerðum  Fólkið i landinu er sterkasta aflið ,ef það vill standa saman  OG VIÐ HVAÐ ER FÓKLK HRÆTT ?   Það er buið að hugsa nógu lengi ,þetta hlytur að lagast ?.. það gerir það ekki ...það bara versnar !!!

OG MUNUM ...NEI OG NEI  við Icesave

Ransý (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 12:53

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Hvað er svona merkilegt við það, að vera bankastjóri,við gætum lifað án þeirra.Bankana er hægt að reka án þeirra. Þriggja manna fjármálastjórn dyggði. Það sem er kristaltært, bankar eru til vegna innstæðna frá almenningi,látum leggja inn á litla  óspillta Sparisjóði. Þeir eru til vítt og breytt út um land hægt að nota netið.

Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2011 kl. 13:04

4 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Tek undir með Ransý, fólkið í landinu er sterkasta aflið. Fólk verður að byrja á því að hætta viðskiptum við þessa tvo banka sem borga hæðstu launin, það hlýtur að hafa einhver áhrif.

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 8.3.2011 kl. 13:04

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Nei við Icesave ekki spurning. 

Von að þú hafir verið hissa Milla mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2011 kl. 13:04

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi sama um þýðingu bankastjóra, vil heldur hlú að læknum og halda þeim í landinu en peningaöflunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2011 kl. 13:20

7 Smámynd: Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir

Svo mikið satt Ásthildur mín.

Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, 8.3.2011 kl. 18:01

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ingibjörg mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2011 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband