Þú ert auðvitað að grínast hr. innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson er það ekki?

Í fyrsta lagi um óháða frjálsa umfjöllun um málefni Icesave, og í öðru lagi að ekki sé til nein óháð stofnun og að það sé ekki auðvelt að setja fram málefnið á hlutlausan hátt bítur svo höfuðið af skömminni með að segja að ríkisútvarpinu sé treystandi til að segja okkur hlutlaust frá málinu.

Ég hef ekki heyrt neitt annað frá ríkisútvarpinu en hræðsluáróður um að ef við borgum ekki verði Ísland fryst út úr mannlegu samfélagi.  Og ég hef hvergi séð það í fjölmiðlum að ef neyðarlögunum verði hnekkt að þá gætum við staðið frammifyrir 1200 milljarða skuld og ekkert upp í hana af eignasafni Landsbankans.

Ég bar visst traust til þín Ögmundur, en sé núna að þú ert ekkert annað en froða eins og allir hinir, þú talar bara meira tungum tveim.  Og það er nú svo að þannig fólk ber að varast mest af öllum, maður veit þó hvar maður hefur fólk eins og Össur. 

Ég tek fullkomlega undir með Margréti Tryggvadóttur, við viljum hlutlausa kynningu á kostum og göllum þessa samnings; ÖLLUM bæði KOSTUM OG GÖLLUM.  Heyrirðu það?

En þangað til þú hefur sannfært mig um að það sé betra að borga en berjast, mun ég SEGJA NEI VIÐ ICESAVE.

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981[1]


mbl.is Krefst óháðra upplýsinga um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Hver getur séð um kynninguna, hver er algjörlega hlutlaus og óháður að þínu mati?

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 28.2.2011 kl. 20:55

2 Smámynd: Þórður Einarsson

Sæl Ásthildur.

Þakka þér fyrir góða pistla,er þér sammála um flest.Sérstaklega um froðusnakkana sem við illu heilli réðum til starfa á alþingi.

Hef grun um að forfaðir okkar Ari Magnússon væri okkur hjartanlega sammála.

Bestu kveðjur vestur.

Þórður Einarsson

Þórður Einarsson, 28.2.2011 kl. 21:17

3 identicon

Takk fyrir góðann pistill Ásthildur  og svo hjaranlega  sammála  Eg er löngu buin að sjá i gegnum Ögmund  , hann kom heilaþveginn til baka inni Stjórnina ,enda eflaust ekki annað verið i boði !!   Enn eins og þú segir með Neyðarlögin og 1200 milljarðana er ekkert að finna i fjölmiðlum  og ÞETTA er svo alvarlegt mál að það verður eitthvað að gera ??  Fólk ætlar að segja ja við Icesave lika af þvi það vill ekki heyra um þetta mál meira ,en við losnum ekkert við það  og fólk skilur ekki heldur vegna upplysingaleysis að sifeldar hækkanir á öllu koma siðan i kjölfarið þegar yrði farið að borga af þeim  Steimgrimur sagði i kvöld að það hefði orðið svo mikið ódyrara að fjármagna bankana en búist hefði verið við  ,að ÞESS VEGNA hefur liklega bensin og fl. hækkað i dag !!! Þessi STJÓRN ER SVO HÆTTULEGT, eg bara endurtek Hættuleg Að við fjótum svo sofandi að feigðarósi  og svo sorglegt að fólk skuli ekki reyna finna ser leið til að komast að sannleikanum um þá skollaleiki sem er verið að leika hvern dag af þessari STJÓRN ! .Getur fólk virkilega með köldu blóði  veðsett sjálft sig ,börnin sin og barnabörnin  og kosið yfir sig ánauð i áraraðir  ???  eg bið alla að ath sinn gang vel    takk fyrir mig Ásthildur  og vona við getum þett raðir þeirra sem vilja heiðarleg vinnubrögð og rettlæti fyrir þjóð og land

Ragnhildur H.J.óhannesdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 22:33

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ragnhildur ríkisstjórnin ætti að vera hlutlaus hún er það ekki, en ef enginn hlutlaus finns á Íslandi þá þarf að leita út fyrir landsteinana, til dæmis til Noregs.  Það er einfaldlega enginn afsökun að hér sé ekki hægt að fá hlutlausa aðila.  Og ríkisstjórnin er bullandi vanhæf í þessu máli.

Já þórður það er afskaplega notalegt að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri, það er einfaldlega betra að þekkja óvininn en að hann leynist í eigin ranni.  Þetta hef ég nú uppgötvað endanlega með Ögmund, og svei honum bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2011 kl. 22:37

5 identicon

Ja það var einmitt þetta sem mig langaði til að segja lika áðan .,það er ekki langt að sækja hlutlausa aðila  og fyrst rikisstjórnin getur ekki staðið i þessu frekar en öðru þá ætti hun að bregðast við þvi á annann hátt .eg get ekki ymindað mer að svona háttalag væri liðið meðal annara þjóða á þeirra þjóðþingi ? 

Ragnhildur H.Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 22:47

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ragnhildur já ég er alveg sammála þér.  Allt er hægt og fyrir ráðherra að segja að að sé ekki hægt að fá hlutlausa aðila til að fjalla um málið er alveg hrikalegt.  Svei honum bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2011 kl. 22:53

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég hætti ekki fyrr en Ruv. tekur málsvara okkar inn,sem mest vita um þetta mál.Ekki hefði ég vitað að 12oo,milljarðar dæmdust á okkur ef neiðarlögunum yrði hnekkt.Þetta vita þeir sem hér blogga. Það þýddi að forgangskröfur L.Í. gamla færu ekki í Icesave,því yrði ekkert til í þá kröfu. Auðuga ríkið okkar fer þá létt með að borga alla þessa tibúnu skuld,eða það finnst fáráðlinga-ráðherrum. Ekki vantaði hræðsluáróðurinn, ef við samþykktm ekki nr.I Kúpa og allt það. Ef við samþykkjum þennan (sem má ekki undir neinum kringumstæðum gerast)verðum við eins og Haiti,sem nauðugir borga fyrir að neita kúgurum sínum um þrælana,sem þeir jöskuðu út.Við áttum að stoppa Steingr. þegar hann hélt áfram og sótti fast að fá að borga.Þessvegna var það fullkomlega eðlilegt að forseti synjaði,hvað þá eftir áskorunina.Alþjóðasamfélagið skilur okkar málstað,það mun koma í ljós,ég geng óhrædd að kjörborði og segi nei.

Helga Kristjánsdóttir, 1.3.2011 kl. 01:46

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svipan.is og kjosum.is á fésbókinni ætla að reyna að vera með hlutlausa umfjöllun... 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.3.2011 kl. 02:12

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Og svei honum enn og aftur.

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.3.2011 kl. 06:19

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Takk fyrir þennan pistil. Tek undir þetta með "hlutlausa" umfjöllun RUV. Það er vonlaust í þessu máli. RUV er sama og já án hlutlausrar rökræðu og upplýsinga. Það vita allir sem eitthvað fylgjast með.

 Ögmundur blessaður er nú í erfiðri sambúð í þessum ráðherrahópi og gerir sitt besta miðað við fársjúkt starfsumhverfi, þar sem mér sýnist allir nema Jón Bjarnason og kannski Guðbjartur Hannesson láta hóta sér múta og mata á öllu í sambandi við Icesave og ESB eftir því sem ég sé best.

 Maður fylgist með RUV til að geta leiðrétt ábyrgðarlausan einhliða áróður sem þaðan kemur. Áður en hann veldur meiri skaða í samfélaginu en orðið er í sambandi við Icesave og ESB þvingunar-áróðurs-umræðuna sem er á hættulegu stigi hrunverja Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks núna, sem dreymir um samstarf aftur bak við tjöldin. En þeim verður nú ekki kápan úr því klæðinu frekar en keisaranum nýju fatanna!!! Allar góðar vættir hjálpi þeim ef þau svo mikið sem reyna það í boði mútaranna!!! Svo heldur þetta fólk að maður sjái ekki í gegnum pukrið af því þeir ráða fjölmiðlaumræðunni???

 Við verðum öll að sjá í gegnum svika-pukrið og fjölmiðla-fréttir!!! Það er hægt að lesa tjáningu úr svo mörgu í háttalagi og fari fólks, og venjulega stemmir líkamstjáningin og taktarnir ekki við það sem talað er frá munninum. Við erum skyldug til að bera allt sem þar er sagt og gert saman við staðreyndir og fyrri reynslu af málunum. Þá sjáum við sjálf hvar fréttirnar skarast og koma ó-útfylltar eiður í, sem okkur er ekki ætlað að taka eftir! Treystum á okkar eigin dómgreind því það sér enginn um það fyrir okkur. Og við erum öll hæf til þess, óháð stöðu og menntun.

 Mér datt í hug einhver úr hópi þeirra sem sáu um rannsóknarskýrslu alþingis til að sjá um þessa umfjöllun? Þau sáu vel um það verkefni og af verkunum metur maður hæfnina? En kannski er það ekki rétta lausnin? Bara hugleiðing?

 Kannski er öllum mútað og hótað? Kannski skýrir það svar Ögmundar? Gleymum ekki að það er mafía sem stjórnar Íslandi bak við tjöldin!!! Og þar er engin miskunn, né elsku mamma!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.3.2011 kl. 08:08

11 identicon

Ögmundur er búinn að segja já og nei til skiptis í Icesave allt eftir því hvernig hans persónulegu framavindar blása og er því bara pólitískur vindhani og eiginhagsmuna potari.

Hvers vegna er ekki hægt að láta embætti eins og t.d umboðsmann Alþingis taka að sér kynninguna. Það embætti á að vera hlutlaust og starfa í þágu almennings og vernda réttindi hans. Þetta er stærsta hagsmunamál almennings fyrr og síðar svo ég held að það réttlæti að umboðsmaður okkar ýti öðru til hliðar og takist á við hlutlausa kynningu á Icesave.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 08:59

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið.  Það er alveg rétt að hlutleysið er ekki mjög virkt í fjölmiðlum landsins, og sami hræðsluáróðurinn hvar sem gripið er niður.  Þess vegna verða allir að standa í lappirnar sem vilja ekki leggja þennan klafa á íslenska æsku . Hugmyndin með umboðsmann alþingis er góð, tek undir hana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2011 kl. 11:35

13 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Eða nefndin, sem gerði skýrsluna góðu fyrir alþingi.

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.3.2011 kl. 11:48

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já, það er nóg af hlutlausum aðilum sem geta sinnt þessu verkefni, þess vegna hlýtur að vera að stjórnvöld VILJI EKKI HLUTLAUSA SKÝRSLU.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2011 kl. 12:28

15 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér gengur illa að vera hlutlaus í þessu máli Cesil

Haukur Nikulásson, 1.3.2011 kl. 12:43

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis Haukur ég er ákveðin í að segja Nei, en ég vil að fólk sem er óákveðið fái hlutlausa umræðu á hvorn veginn sem er.  Því ég er viss um að hlutlaus umræða muni tryggja Neiið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2011 kl. 16:11

17 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Gæti verið gott að geta sett traust á aðila sem er þess verður en ekki að sækjast eftir stól í Brussel eða digrum kosningasjóðum .

kv EA

Erla Magna Alexandersdóttir, 1.3.2011 kl. 21:52

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm nákæmlega Erla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2011 kl. 22:57

19 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Málið er það ef einhver reynir að tjá sig um þetta mál er alltaf talað um það að tortryggni, þeir sem eru á móti finna alltaf eitthvað sem er að. Nú hefur samningarnefndin kynnt nýjustu stöðu en nei það er auðvitað ekki nógu gott, bara áróður. Nei ekki bara áróður því hver sá sem vogar sér að vera hlynntur því að skifa undir er bara með hræðsluáróður. Hvað með ykkur sem viljið segja nei við Icesave eru þið ekki með hræðsluáróður? Nei ég bara spyr. Ef neyðarlögunum verður hnekkt þá...........förum við til hvað er það annað en HRÆÐSLUÁRÓÐUR?  Tek það fram að ég er enn að hugsa mig um en er orðin þreytt á þessum fáránlegu rökum frá þeim sem eru á móti. Þetta eru ólíkar skoðanir og það er allt í lagi að virða þær.

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 5.3.2011 kl. 02:10

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ragnhildur ert þú tilbúin til að taka á þig 1200 milljarða ábyrgð ef neyðarlögunum verður hnekkt? Það er það sem málið snýst um.  Að bretar og holendingar vilja fá ríkisábyrgð á þessum ólögvörðu kröfum, því þeir búast við að neyðarlögunum verði hnekkt og þá geta íslendingar ekki einu sinni lagt eignabú landsbankans upp í skuldirnar. 

Áróðurinn opinberlega er allur ykkar meginn.  Hvar heyrir þú í fjölmiðlum rökin á móti því að greiða atkvæði?  Sýndum mér það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2011 kl. 11:36

21 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Ég tel enga líkur á að neyðarlögunum verði hnekkt, það er bara hræðsluáróður þeirra sem vilja fella samninginn.

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 6.3.2011 kl. 15:44

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það eru þín orð Ragnhildur mín, rétt eins og hræðsluáróðurinn dynur á okkur hinum að allt fari til fjandans ef við samþykkjum ekki, kannastu nokkuð við Kúpu norðursins eða að allt frjósi og hér verði ekkert líf ef við samþykkjum ekki samningin?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2011 kl. 17:54

23 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ásthildur, ég tek ofan minn andlega hatt fyrir þér!

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.3.2011 kl. 14:48

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Bergljót mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2011 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband