Dagur tónlistar.

Var í gær, það var vegleg hátíð í Ísafjarðarkirkju þar sem nemendur tónlistaskóla Ísafjarðar skemmtu fólki með frábærum hljóðfæraleik og söng.

IMG_0184

Dagurinn var frekar drungalegur, en það var allt annað uppi á teningnum inni í kirkjunni.

IMG_0157

Byrjaði með kórsöng þessara myndarlegu stúlkna. Barnakór Tónlistaskóla Ísafjarðar, stjórnandi Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir. 

IMG_0159

Og á trommum var Úlfurinn minn.

IMG_0160

Sést hérna betur, og bassaleikarinn.

IMG_0161

Hér syngja þær um nornina.

IMG_0166

Hér er Saxofónkvartett Tónlistarskóla Ísafjarðar.

IMG_0168

Þessi unga stúlka spilaði á fiðlu og söng  lag með eigin texta, sem hún nefnir Eftirsjá. Agnes Sólmundardóttir heitir fljóðið. Meðleikarar hennar Arnar Logi Hákonarson rafgítar, Patrekur Ísak Steinarsson á trommur.

IMG_0171

Skólalúðrasveit

T.Í.  stjórnandi Madis Mäekalle. 

Á undan þeim spilaði gítarkvartett skólans svo ljómandi fallega, en myndin mistókst því miður. Þeir spilulðu þjóðlag frá Chile; El Roble, og þjóðlag frá Argentínu; Escondido og voru frábærir.

Æ ég skelli bara inn myndinni hún er að vísu hreyfð.

IMG_0170

En flottir voru þeir.  Aron Guðmundsson, Hálfdáln Jónsson, Magni Hreinn Jónsson ogSig. Friðrik Lúðviksson.

IMG_0173

Þessi unga stúlka söng líka ljóð og lag eftir sjálfa sig sem hún nefndi Ein af þessum englum, fallegt lag og textinn magnaður.  Þetta er Freyja Rein Grétarsdóttir, með henni eru Eva Lind á Píanó, Þormóður Eiríksson á gitar, Mateusz Samson á bassa og Ísak Emanúel á trommur. Sannarlega glæsilegir fulltrúar framtíðarinnar.

IMG_0176

Hér er miðsveit lúðrasveitar T.I. spiluðu I´m a believer. 

IMG_0178

Hér er svo Lúðrasveitinn öll.  Þeir spiluðu Marsbúa Cha Cha, JamesBond stef og King of the road. 

IMG_0183

Hér er svo stórsveitin "Ísofónía" Sem endaði prógrammið.

Það þarf að leggja áherslu á það starf sem fram fer í tónlistaskólum landsins. Þetta er ekki bara einhverjir skólar, heldur fer fram stórkostlega uppbyggilegt starf á ungu fólki, ýtir undir að þau komi fram og sýni listir sínar, og byggir þau upp. Þarna mátti sjá blómlegt starf og frábæra einstaklinga sem lögðu sitt af mörkum, auðvitað með góðum bakstuðningi og aðstoð kennara sinna og skólastjóra.  Það má ekki eyðileggja þetta með skammsýni og fjármagnsleysi, það virðast nefnilega vera til nægir peningar, þeir fara bara í vitleysislegan forgang.  Til dæmis er verið að byggja risatónlistarhús í Reykjavík fyrir fleiri milljarða, meðan undirstaðan er svelt, hverjir eiga svo að spila í þessu mammons húsi, þegar tónlistarskólarnir hafa verið slegnir af?

IMG_0156

Þetta var í gær, en í dag skín sólin og það er sunnudagur, hitinn yfir frostmarki og lífið kallar.  Eigið góðan dag elskurnar. Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur verið gaman :)

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2011 kl. 13:20

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Heyri

Helga Kristjánsdóttir, 27.2.2011 kl. 13:55

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta var afar ljúf stund. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2011 kl. 17:56

4 identicon

Hlýlegt og kósí, krakkarnir hafa svo gaman af að koma fram með það sem þau hafa lært og skapað og eru svo einlæg

Dísa (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 20:26

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, og þau hafa svo gott af því að læra að koma fram og tjá sig, það þeytir þeim langt í lífsbaráttunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2011 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband