Tímamótadómur - en meira þarf til.

Þessi frétt vakti mér von um að loksins væri réttarkerfið að átta sig á því að það þarf að fara að endurskoða málefni fíkla og alkóhólista.  Að það þurfi aðra meðhöndlun en að setja þetta brotna fólk í fangelsil. 

Það vita þeir sem umgangast unga fólkið sem leiðst hefur út í neyslu að það er til einskis að setja það í fangelsi.  Að dæma þau í meðferð er rökrétta leiðin.  En það sem þarf að hyggja að fyrst er auðvitað að koma á fót lokaðri meðferðarstofnun.  Þar sem koma að sérfræðingar allskonar í málefnum fíkla.  Slíkar stofnanir eru starfræktar á öðrum norðurlöndum, og hugaði ég að því á sínum tíma að senda minn son í slíka stofnun. 

Ég tók saman með hjálp ættingja míns greinargerð sem ég sendi þingmönnum og öðrum sem og fleirum sem málið varðar.

 

Tillaga að stofnun lokaðrarar meðferðarstofnunar fyrir illa farna eiturlyfjaneytendur.

 

Full þörf er fyrir lokaða meðferðastofnun á vegum ríkisins. Skilgreina þarf hvað menn ætla að fá úr úr fangelsun einstaklinga. Er það til þess að koma fólki í geymslu og af götunni, eða er tilgangurinn að betrumbæta einstaklinginn?

Einnig þarf að samhæfa aðgerðir lögreglu, dómara, heilbrigðis stofnana og fangelsismálaftofnunnar.

 

Hvers vegna lokuð meðferðarstofnun?

Hluti síbrotamanna eru langt leiddir fíklar, sem ráða í engu um fíkn sína. Þeir eru ekki sjálfráðir gerða sinna. Oftast komnir með geðtruflanir og þurfa geðlyf. Þetta fólk veldur oft miklu tjóni hjá almennum borgurum og í fyrirtækjum. Fyrir þetta fólk er fangelsi enginn lausn. Þau eru inn og út af fangelsum með tilheyrandi kostnaði fyrir landsmenn alla. Það versta við þetta er að oftast enda þessir vesalingar með því viljandi eða óviljandi að svipta sig lífi.

 

Ég mun hér stikla á stóru í lífi sonar míns, til að gera mnnum ljósa stöðuna í þessum málum i dag. Raunar hefr að minu áliti ekkert gerst í málefnum þessa hóps síðan fyrir 1997.

 

Sonur minn var um 12 ára gamall þegar hann byrjaði í neyslu. Við vorum alls óviðbúin þessu vandamáli, en þegar okkur varð ljóst hvert stefndi var honum komið inn á Vog. Með fullri virðingu fyrir þeirri stofnun þá hafði hann einungis lært betur á allar pillur og efni þegar hann kom heim aftur.

Eftir það hrapaði hann æ lengra niður í neyslu. Hann hvarf vikum saman og setti allt heimilislíf í uppnám, ekki bara hjá foreldrum og systkinum, heldur líka afa, ömmu og móðursyskinum.

Svo kom að því að hann var dæmdur í fangelsi. Hann fór inná Litla Hraun 1992. þaðan koma út fullur af hatri, kominn með allskonar sambönd. Eftir það var þetta svona hjá honum, innhrot, yfirheyrslur hjá lögreglu, sleppt á götuna aftur, meðan beðið var eftir dómi, síðan fangelsi. Út aftur og í afbrot. Í millitíðiinni milli dóms og afplánunar, þá var tímaspursmál hvenær hann þyrfti að brjótast næst inn til að ná í fíkniefni, eða fjármagna kaup. Þessi tími sem leið frá því að hann var handtekinn og þangað til hann fór inn var mjög erfiður. Hvorki hægt að hafa hann heima eða á götunni, nema að reyna að loka augunum. Sem er ekki hægt.

 

1997 eignaðist hann son, þá vildi hann fara að breyta um líferni og komast upp úr neyslunni. En þá voru honum allar dyr lokaðar. Bæði hafði hann ekki styrk sjálfur til að vinna gegn vánni, og svo vantaði þarna inn aðila sem gæti gripið inn g aðstoðað. Hann lenti því aftur í hringrás innbrota og neyslu og í fangelsi. 2001 um vorið ætlaði hann að reyna að hætta. Hann gekk til lækna á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði og fékk þar lyf til að halda sér gangandi. Þetta gekk um tíma, en svo kom í ljós að hann þurfti meira og fór að brjótast inn aftur. Ég fór að reyna að koma honum í meðferð. Forstöðumenn meðferðastofnana sögðu að þeir þyrftu uppáskrifti læknis til að koma honum inn. En læknarnir vildu ekki skrifa upp á það. Sögðu að hann hefði ekkert í meðferð að gera. Þetta stóð í ströggli, að lokum stækkuðu þeir lyfjaskammtinn þangað til sour minn ranglaði um húsið, sprautandi sig í æð með þeim lyfjum sem hann fékk, og vissi hvorki í þennan heim né annann. Loks fékk ég pláss fyrir hann í Krýsuvík, en skilyrði var að hann færi í afvötnun á Geðdeild Landspítalans háskólasjukrahúss. Hann labbaði sig þaðan út eftir þrjá eða fjóra daga. Átti að vera tíu daga, en fékk óvænt bæjarleyfi á fjórða degi. Þá var útséð með Krýsuvíkina. Hann lagðist þá í innbrot. Daglega voru fréttir af honum í innbrotum. Hann var tekinn af lögreglu á nóttunni, stungið inn og út aftur um hádegið. Þetta gekk um tíma ég og systir mín margreyndum að fá lækna til að mæla með innlögn, en þeir vildu ekki. Að lokum var þrautarráð að við fórum fram á síbrotagæslu meðan mál hans væru í skoðun. Í síbrotagæslunni á Skólavörðustígnum reyndi hann að stytta sér aldur. Það skal tekið fram að sýslumaður hér og lögregla stóðu vel að málum, en þau geta ekkert gert þegar málið er í þessum farvegi. Að lokum var hann dæmdur í 10 mánaða fangelsi og þegar sá dómur var uppkveðinn, þá var honum einfaldlega sleppt. Hann kom heim, og var hér aftur settur á sterk lyf, ráfandi um. Að lokum kom ég honum inn á Vog og síðan fór hann á Staðarfell. Meðan hann var þar kom fangelsisdómurinn, hann átti að byrja að afplána í byrjum janúar. Ég reyndi að fá því breytt í meðferðarúrræði, en það var ekki hægt. Ég reyndi að fá því frestað, en því var heldur ekki sinnt. Hann fór svo í fangelsið, sem betur fór var tekið tillit til aðhann hafði verið í meðferð, og hann var settur inn í Kópavoginum. Þar var hann í geymslu þangaði til 1. ágúst. Kom þá heim fullur af bjartsýni og ætlaði að standa sig. Það stóð í mánuð, þangaði til að það var alveg ljóst að hann var komiinn í sama farið aftur. Hann byrjaði að brjótast inn í barnaskóla og einu sinni inn í heilbrigðisstofnun bæjarins. Þá var hann settur í síbrotagæslu aftur til að forða honum frá fleiri innbrotum og bæjarbúum frá meiri hrellingum.

Sýslumaður setti inn ákvæði um að ef annað úrræði fengist yrði síbrotagæslunni aflétt. Það varð úr að hægt var að koma honum inn í Krýsuvík. Þar er hann, þegar þetta er skrifað, en bíður dóms fyrir þessi þrjú innbrot. Ekki veit ég hvað verður, en ég veit að ef hann verður tekinn úr meðferðinni og settur inn í fangelsi þá byrjar sama ferlið upp aftur. Þannig að það er alveg ljóst að þau úrræði sem við höfum nú þegar, þjóna ekki tilgangi sínum ef við viljum aðstoða einstaklinga við að ná sér á strik eftir neyslu.

Viljinn er fyrir hendi en getan ekki. Ég mun styðja þetta bréf með bréfum og skjölum sem ég hef undir höndum.

 

Reynsla mín af ví að eiga dreng með fíkniefnavanda hefur í raun sannfært mig um eftirfarandi:

1a Fangelsisvist sérstaklega í upphafi neyslu hefur meiri skaðleg áhrif heldur en bætandi.

1b Leiðir þar að auki af sér meira tjón hjá fyrirtækjum og hinum almenna borgara með fjölgun innbrota.

  1. Óviðunandi er að sá biðtími sem er frá því að menn eru handteknir fyrir afbrot og þangað til einhverskonar úrræði finnst (fangelsi). Á þessum tíma eru neytendur komnir í mikla neyslu sem þeir þurfa stöðugt að fjármagna.

  2. Fangelsi er ekki viðeigandi úrræði fyrir fíkniefnaneytendur. Vegna þess að þau vinna frekar að því að taka þá úr venjulegu lífi(einangrun frá samfélaginu) og skerðir enn frekar hæfni þeirra til að takast á við lífið.

  3. Í dag er enginn stofnun sem tekur viðmjög langt leiddum neytendum í afvötnun og meðferð. Því er vonlaust fyrir aðstandendur að koma þeim í meðferð með þeirra samþykki og viljastyrk nákvæmlega á sama tíma og þetta er ekki fyrir hendi.

Meira að segja Geðdeild L.H. deild 33a hleypir sjúklingum út þrátt fyrir áhyggjur aðstandenda og vissu um að hann ræður ekki við neyslu.

Það mun borga sig að takast á við fíkniefnavandann með því að byggja upp traust úrræði, því það sparast mjög mikið fjármagn fyrir utan að mannslíf er ekki hægt að meta til fjár.

 

Það má benda á eftirfarandi kostnaðarliði:

Kostnað við heilsugæslu og lyfjagjöf.

“ við löggæslu, handtökur og dvöl í fangelsum.

“ vegna félagsþjónustu vegna styrkja og fjárhagsaðstoðar.

“ tryggingafélaga vegna bóta.

“ hins almenna borgara vegna þess að eigu hafa stundum persónulegt gildi.

“ tilfinningalegan kostnað aðstandenda sem þurfa að horfa hjálparlaus upp á neyð ástvinar.

“ mikil fíkniefnaneysla gerir fólk óvinnufært og þar tapast mannauður.

“ kostnaður við allar meðferðarstofnanir sem eru opnar og hafa ekki nægilegt aðhald fyrir illa farna neytendur.

 

Verðugt væri að athuga hversu langur tími líður frá handtöku og fangelsunar og hversu miklu tjóni fíklar valda á því tímabili og hversu margir brjóta af sér eftir að afplánun lýkur. Er fangelsisvist lausn á vanda fíkniefnaneytenda árið 2003.

Með virðingu Ásthildur Cesil Þórðardóttir.

 

Þetta er skrifað árið 2003. Eins og fram kemur til Fangelsisyfirvalda. Ráðalaus móðir kallandi út í tómið. Í þessu ferli svipti ég hann sjálfræðinu af því að mér var sagt að þannig gæti égbest hjálpar. En svo kom í ljós að enginn stofnun vildi taka við sviptum einstaklingi. Ég varð aftur á móti gerð ábyrg fyrir honum þann tíma sem hann var sviptur.

Sem betur fer náði þessi piltur sér á strik og er á góðum vegi í dag. Og fær heilmikla hjálp frá félagsmálayfirvöldum hér og svo móður sinni auðvitað. En meðan allt var í kalda koli var enga aðstoð að fá neinstaðar. Og ég veit að þar er fullt af foreldrum, ömmum og öfum enn í dag. Þetta á ekki að þurfa að vera svona. Við getum alveg breytt þessu með því að dæma menn í meðferð en ekki fangelsi. Ég veit til dæmis að Krýsuvík getur tekið inn fleiri einstaklinga ef þeir fá meiri fjárráð. Húsnæði er fyrir hendi. Það er góður staður og góður aðbúnaður. Falleg náttúra og samgangur við dýr. Stundum þurfa hlutirnir ekki að kosta svo mikið. Heldur þarf vilja til að leysa þá.

 

Svona var það.

Svo má bæta hér við þessu;

 

Íslensk yfirvöld hafa engan áhuga á að hjálpa fíklum á Íslandi. Að sögn Guðmundar Týs Þórarinssonar hjá Götusmiðjunni. Hann segir marga krakka enda á götunni vegna skeytingarleysis embættirmanna. Ef skorið verður niður hjá Guðmundi um áramótin gæti hann þurft að loka Götusmiðjunni.

 

Ungir fíklar á flæðiskeri.

 

Við höfum jarðar mörg ungmennin í gegnum árin og það er ekkert lát á því”

 

Kerfið bregst þessum krökkum kerfisbundið. Ég segi stundum Breiðavík hvað? Ofbeldið er núna komið meira í hendurnar á embættismönnum sem eru steinsonfandi og hafa lítinn áhuga á málaflokknum. Við höfum jarðað mörg ungmennin í gegnum árin og það er ekkert lát á því.” Segir Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunn.

 

Útskrifuð á götuna.

 

Götusmiðjan er sérhæft meðferðarheimili fyrir ungt fólk á aldrinum fimmtán til tuttugu. Þangað sækja einna helst einstaklingar sem glíma við vímuefnafíkn og hafa brotið af sér. DV fjallaði um andlát Lísu Arnardóttur, 21 árs fíkniefnafíkils, um síðustu helgi. Móðir hennar er handviss um að dauðsfall hennar sé sakamál en lögreglan mun ekki rannsaka það. Lísa var hjá Mumma í Götusmiðjunni um tíma en hann getur ekki tjáð sig um mál hennar þar sem hann er bundinn trúnaði.

 

Hann segir að yfirvöld hafi lítinn sem engan áhuga á ungmennum sem heyja baráttu upp á líf og dauða við fíkniefnadjöfulijnn.

 

“Kerfið hefur engan áhuga á þessum krökkum. Embættismenn sem eiga að fylgja eftir lögboðnum skyldum sínum og sveitarfélögin sem fela sig alltaf í umræðunni. Allir horfa á félagsmálaráðherra og ríkið en sveitarfélögin eiga til dæmis að annast krakkana eftir meðferð. Við höfum útskrifað hér krakka beint út á götuna í orðsins fyllstu merkingu því við komum þeim ekki í hús.

 

 

Ættu að skammast sín.

 

Mummi segir að yfirvöld skipti sér ekki af krökkum þegar þau ná átján ára aldri.

“Ofbeldið fer nú fram í IKEA húsgöngum á einhverjum skrifstofum. Þetta er bara skeytingarleysi, áhugaleysi og við horfum á eftir börnunum okkar verða átján ára og daginn sem þau verða átján ára fríar kerfið sig algjörlega ábyrgð. Kerfið bregst þessum krökkum því stór hluti þessara krakka kemur frá ofboðslega brotnum fjölskyldum og á enga stuðningsmenn. Kerfið dæmir þessa krakka til dauða.”

Eins og menn muna var götusmiðjunni lokað af einhverjum sérkennilegum ástæðum, og sýnir svo ekki verður um villst að áhugi yfirvalda á ungu fólki í sárri neyð er nákvæmlega enginn.  Það sem þau hafa áhuga á er lagabókstafur, hygla sínum og láta óskilgreind sjónarmið ráða för.

'Eg tek undir orð Guðmundar þeir mega skammast sín.

En svo kemur þetta ljós, sem gefur von um að ef til vill hafi einhversstaðar kviknað ljós.  Látum gott á vita. Sonur minn er nú dáinn, en minning um hann lifir og ég er viss um að ef hér hefðu verið ráð sem dugðu fyrr, þá hefði hann verið lengur hjá okkur.  Hér þarf virkilega vakningu hugans hjá yfirvöldum. 


mbl.is Dæmdur til ársdvalar í meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Fólk sem vill fara í meðferð- fær hana kannski í viku- er svo hent út á götuna aftur.

 Það fær hvorki samúð eða hjálp og Ríkisbáknið sem fær tugi miljóna til að kaupa föt a ráðherra og skaffa þeim bíla og bílstjóra- horfir í hina áttina.

  RÍKISSTJORNIR á Íslandi hver sem hefur verið í forsvari vilja fremur senda útlendingum styrk og hjálp því þeir fá athygli í staðinn.

 Börnin okkar mega fara í ræsið fyrir þessu fólki.

Erla Magna Alexandersdóttir, 23.2.2011 kl. 21:40

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og fólk sem vill fara í meðferð þarf jafnvel að bíða vikur eða mánuði til að komast inn, og á meðan dettur það eða missir kjarkinn.  Fólk þarf að komast að um leið og það vill fara í meðferð.  Þetta er bara lykilatriði. 

Það eru til peningar til að sinna þessum hópi, en það er bara ekki vilji né áhugi á því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2011 kl. 23:20

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær pistill...  Það er löngu tímabært að stofna lokað  meðferðarheimili þar sem fíklar geta afplánað fangelsisdóma....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.2.2011 kl. 00:04

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mér segir svo hugur að margir þeirra sem horfnir eru, hefðu verið á lífi ef stjórnvöld hefðu gripið inn í ferlið, miklu fyrr.  En ennþá eru þessi mál í þeim farvegi sem ég lýsi hér að ofan og það er sannarlega hrollvekjandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2011 kl. 08:31

5 identicon

Það eru ekki allir sem geta ákveðið sjálfir hvað þeim er fyrir bestu.Morfín og heróínfíklar óttast fráhvörf meira en allt annað enda fráhvörfin af þeim efnum skelfileg.Sumir eru svo mikið veikir og langt leiddir að þeir/þær geta ekki hugsað heila hugsun.Efni er það eina sem kemst að .En að mati SÁÁ,33a og fleiri er það málið.Það er hópur af fólki sem ekki getur tekið ákvörðun um hvað er þeim fyrir bestu.Eins og einhver vilji vera útmiginn,heimilislaus útskúfaður og svo frv.Langtímameðferð,lokuð meðferð er það sem vantar og það á hiklaust að dæma menn/konur til að meðferðast á afplánunartímanum.Það er ódýrara að hjálpa fólki en að gera það ekki svo er það skylda okkar að hjálpa þeim sem er í neyð.Gangi þér sem best duglega kona

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 09:10

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Birna Dís mín, já svo sannarlega er það alveg klárt mál að margir fíklar eru svo langt leiddir að þeir hvorki geta né vilja taka þessa ákvörðun, þess vegna þar að hjálpa þeim til að byja með, eftir erfiðasta hjallan er svo undir þeim sjálfum komið hvort þeir taki sig á eða ekki.  Eða þegar andlegt ástand er oðið þannig að þau geti tekið þá ákvörðun fyrir sjálfa sig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2011 kl. 10:28

7 Smámynd: Kidda

Vonandi er þetta upphafið af einhverju góðu fyrir fíklana okkar. Það þurfa nauðsynlega að vera til lokaðar meðferðastofnanir fyrir þau og helst nokkur meðferðarheimili þar sem fíklar geta skrifað undir plagg sem hindrar þau í að yfirgefa meðferðarstofnunina. Okkur vantar miklu fleiri úrræði heldur en er í boði núna.

En það virðist vera að ráðamönnum eða konum sé nákvæmlega sama um fíklana okkar þó svo að hægt sé að rekja að það sé í rauninni mun ódýrara þegar upp er staðið að koma fíklum í meðferð en að láta þau vera á götunni með tilheyrandi kostnaði td vegna innbrota og fleira.

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 24.2.2011 kl. 10:56

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Satt og rét Kidda mín, ráðamenn hafa engan áhuga á brotna fólkinu okkar.  Að því leyti eiga þau sök á mörgum dauðsföllum á ári, þegar einhver gefst upp og hættir að vilja vera með.  Vildi að það væri hægt að ýta þessum málum áfram skilvirkara. 

Knús á móti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2011 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2021933

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband