23.2.2011 | 02:31
Osló.... og heim.
Þá er ég komin að lokum þessa ferðalags. Ég hef haft gott af því að skipta um umhverfi, gera aðra hluti og hitta mörg börnin mín og barnabörn, því miður þá hitti ég þau ekki öll, því elsku barnabörnin mín í Östra voru of langt í burtu til að heimsækja þau. En það verður bætt upp síðar.
Það vorualdeilis viðbrigði að fara úr vorinu í Austurríki í vetrartíkið Noreg.
Það var nokkuð ljóst að hér ríkir vetrarveröld. Hér er Óðinn Freyr og Róbert að koma heim úr skólanum.
Það má sjá að þeir eru með skíði, því það er erfitt að ösla snjóinn.
Jamm þetta er bíll.
Róbert Hagbarðsson og prinsinn á heimilinu Óðinn Freyr.
Og litla manneskjan er að tala í símann, en það er voða gaman.
Allir drengirnir mínir fjórir hafa og höfðu gaman af að elda og eru góðir kokkar.
Og það er ósköp notalegt i litla eldhúsinu hjá þeim Skafta og Tinnu.
Hæ mamma!
Svo les pabbi fyrir stubbinn, þegar hann er búin að svæfa skottuna.
Morgun í Nettersdal.
ég keypti þennan bol á flugstöðinni í Vín, konan sem seldi mér hann var frá Tailandi hún var glaðleg og talaði mikið. Margir blanda saman Ástralíu og Austurríki sagði hún og hló. Þetta er bara fyndið.
Húsið sem Skafti og Tinna búa í.
Svona tryllitæki er á hverjum bæ í Noregsi.
Enda bráðnauðsynlegt á svona tímum.
Svo var að rölta í bæinn, hitinn var þetta frá 17 - 25° -, svo eins gott að vera vel dúðaður.
Það er reyndar örstutt að rölta niður í verslunarkjarnan og veðrið var fallegt.
Og við erum að tala um Oslóarumráðið, ekki norður Noreg.
Þessi vekur upp minningar frá mínum barndómi, man eftir að mamma fór með okkur Nonna bróðir á svona farartæki niður í bæ, ég sat fyrir aftan með fætur aftur og Nonni framan í gærukerrupoka, og ég man meira að segja marrið í snjónum.
Jamm á göngu.
Fallegt er þarna.
Vitiði hvað það er dásamlegt að hlusta á tvo karlmenn ræða um matseld, matreiðslubækur og gourmemat. Og að ákveða að hafa svona gourmekarlakvöld með matseld? Hrein unun.
Vorum boðin í mat til Hagbarðar og Guðrúnar, hann eldar alltaf á föstudögum og ef til vill oftar, því hann elskar að elda mat, og er algjörlega flottasti kokkurinn, venjulega pizzur en í þetta skipti Mexicóskan rétt aldeilis frábæran.
Hér er brugðið á leik fyrir ljósmyndarann
Konurnar huguðu að barnafötum en það á að fæðast barn um miðjan mars.
Eins gott að fara að huga að smábarnafatnaði.
Beðið eftir matnum.
Sólveig Hulda elskar Rakel.
Hún fór á kostum í matarveislunni, svona er hún með "falleg augu"
Og við nutum matarins í botn.
Kokkurinn sestur líka.
Halli og Laddi, nei Sólveig Hulda
svo er bara að kósa sig, horfa á norsku júróvisjón og sjá þá klúðra algjörlega besta laginu.
Ljúft kvöld góður matur og svo að ganga heim(að vísu ekki langt) í 20°frosti.
Daginn eftir var litla stubban að fara í afmæli alveg sjálf, reyndar hjá dagmömmunni.
Ótrúlega falleg mynd af þeim systkinum.
Jamm og amma bakaði pönnsur þannig er það bara
Og þær voru étnar upp til agna, þó ég héldi í fyrstu að nú hefði ég gert allof mikið deig, en ... þetta var bara allt borðað upp til agna.
Svo er verið að kósa sig, hér á árum áður lásum við fyrir börnin okkar sögur, Selurinn Snorri og þjóðsögur Jóns Árnasonar, lágum gjarnan öll upp í hjónarúminu og Elli las og við hlustuðum á, það var svo notalegtl, og börnin mín hafa haldið þeim sið öll að lesa fyrir börnin sín.
Svo neitaði litla skottið að fara í sturtu og það var ákveðið að setja hana bara í eldhúsvarkinn.
Það var mörgum sinnum gert í kúlu, að setja þau í eldhúsvaskinn og það virkar bara vel.
Og einnig í þetta sinn virkaði það mjög vel.
Komin tími til að kveða Noregsi og halda heim, yndisleg stúlka Kristjana systir Guðrúnar skutlaði mér út á Gardemoen. Takk fyrir mig elskuleg.
Í Reykjavík beið svo lítil fjölskylda hans Bjössa sonar okkar. Þetta er Davíð Elías.
Stoltur afi.
Afi og Arnar Milos. Og Arnar Milos elskar afa svoooo mikið.
Þeir geta leikið sér saman.
Og verið glaðir saman.
Og þá er að koma sér heim.
Hitti elskulega vinkonu mína Dísu Gríms áður en ég lagði í hann vestur.
Og hér er mín endastöð. Og ég mun berjast fyrir því að fá að vera hér áfram, mun leita allra leiða til að hnekkja þessu endemisskipulagi sem er alveg út fyrir allt velsæmi. Og ég mun enskis svífast til að sporna á móti þessum græðgis fyrirætlunum sem ég heiti Ásthildur Cesil.
En nú segi ég bara góða nótt
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022143
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkominn heim ljúfustHver vegur að heiman er vegurinn heim.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 09:34
heim í vorið
Helga Kristjánsdóttir, 23.2.2011 kl. 10:16
Ooh, þetta rifjaði upp margar gamlar og góðar minningar, að sjá strákana ösla snjóinn á leið úr skóla og skíðasleðann. Þegar þið Nonni sátuð bæði á sleðanum hefur líklegast verið bundið með trefli utan um ykkur og grindina á sleðanum svo enginn dytti af. Já og sögurnar, hjá mér þarf helst að segja sögur sem hafa gerst og eru ekki í bókum, svo fórum við Aldís í fyrra um hlíðina og skoðuðum staðina þar sem margar sögurnar gerðust.
Engum sem þekkir þig dettur í hug að þú labbir út af þinni endastöð þegjandi og hljóðalaust, enda ekki ástæða til, en ef það gerðist yrði ég rothissa.
Dísa (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 10:49
Já satt er það Ragna mín.
Já Helga mín heim í vorið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2011 kl. 10:53
Velkomin heim, mín kæra
Kidda, 23.2.2011 kl. 12:30
Takk Kidda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2011 kl. 13:37
Stórt knús til þín og þinna sem endranær.
Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, 23.2.2011 kl. 17:13
Takk Ingibjörg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2011 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.