19.2.2011 | 12:21
Fólkið - forsetinn og forráðamenn.
Það er mikil ólga í heiminum í dag. Það er að renna upp fyrir almenningi að stjórnvöld hafa tekið sér meiri völd en almenningur hefur veitt þeim. Þetta má sjá í Egyptalandi, Túnis og jafnvel hjá Gaddafi í Lýbíu og fleiri löndum.
Minnir dálítið á elfur í klakaböndum sem brýst um og reynir að brjóta af sér helsið. Svo koma sprungur sem stækka og loks brestur stíflan og vatn og klakar þeytast niður farveginn í átt til sjávar með miklum bægslagangi og látum.
Við sjáum þetta sama í okkar samfélagi. Veit ekki hvenær fyrst sprungan kom, ef til vill á Kvennafrídaginn, eða þegar nokkrar konur risu upp gegn yfirgangi Ólafs Skúlasonar biskups. En ein stóra sprungan varð þegar Ómar leiddi 12 þúsund manns niður Laugaveginn. Það var eins og fólk áttaði sig á því að það gat haft áhrif og látið til sín taka. Því miður fór sú hreyfing út í pólitík og missti þar með marga af sínu fólki, og endaði sem lítil deild innan Samfylkingarinnar. Ef hreyfing þessi hefði haldið áfram að vera ópólitísk og vinna að þjóðmálum í krafti óháðs afls, held ég að hún væri risastór og sterk í dag. Og hefði verið góð undirstaða fyrir búsáhaldabyltinguna og jafnvel styrkt lýðræðið á kostnað stjórnvaldskúgunar. En svo fór sem fór.
Svo er það þögguninn. Það hefur alltaf verið sagt um Sjálfstæðisflokkinn að hann hafi gegndarlaust stjórnað á bak við tjöldin, viljað hafa umræðuna sér í hag og væru áróðursmeistarar. Þetta er að mínu mati rétt. En því miður er Samfylkingin ekkert skárri og snatar á hennar vegum sendir út til að þagga niður í óþægilegum röddum.
Það hefur verið þaggað niður í mörgum þjóðfélagsþegnum sem hafa viljað tryggja rétt þjóðarinnar af stjórnvöldum bæði núverandi og fyrrverandi.
Einn af þeim er Hörður Torfason. Hann stóð á Austurvelli og bendi á það sem betur mætti fara. Hann varð fyrir allskonar árásum á einkalíf og sem listamaður. Ótrúlegt að fylgjast með.
Lára Hanna bloggari skelegg réttsýn manneskja sem bloggaði um samfélagsmálin, sýndi klippur úr samtölum og setti málin skilmerkilega fram var orðin hættuleg stjórnvöldum, hvað er hún nú?
Marínó G. Njálsson vildi sýna fram á hvernig heimili landsmanna voru leikinn af stjórnvöldum og bönkum. Þeir voru fljótir að finna veika blettinn á honum og þagga þar með niður í hans málflutningi.
Og nú er það Frosti Sigurjónsson sem vogaði sér ásamt mörgu fleira fólki að hrinda af stað undirskriftasöfnun til forsetans um að neita að skrifa undir Icesave ólögin. Nú á að hjóla í hann á allskonar óþverralegan og svívirðilegan hátt, þar eru fremstir í flokki ritsóðarnir Teitur Atlason og Jónas Kristjánson ásamt fleiri samfylkingarmönnum.
Eyjan er líka gott dæmi um þöggun, sama dag og dómur fellur í máli nímenninganna svokölluðu og icesave er samþykkt, tekur nýr ritstjóri við Eyjunni og viti menn, lokað er á allt kommentakerfið, og svo kemur í ljós að ristjórinn er ekki bara hvaða samfylkingamaður sem er. Ég fór oft inn á Eyjuna ekki til að lesa fréttirnar, því þetta var nú Samfylkingarfjölmiðill fyrir, heldur til að skoða andsvör almennings. Nú á ég ekkert erindi þangað lengur.
Það vakti athygli að þegar í ljós kom að hafin var undirskriftasöfnun til forsetans um að hafna lögunum fór þingheimur í kapphlaup við tímann, en það var annað sem hékk líka á spýtunni skilst manni, málið var að það hefði frést að forsetinn ætlaði að fara úr landi, og þá var örugglega hugmyndin um að kýla þetta í gegn og skrifa undir meðan forsetinn var ekki heima, það hefur verið gert áður ekki satt. En sem betur fer hætti hann við þá för.
Þau stjórnvöld sem nú eru á hraðferð undan þjóðaratkvæðagreiðslum hafa bæði verið annarar skoðunnar. En það var meðan þau voru ekki við völd sjálf. Hér segir til dæmis Steingrímur:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2003/03/04/vilja_thjodaratkvaedagreidslu_um_alver/
Og ekki síðri er Jóhanna;
http://www.althingi.is/johanna/greinar/safn/001301.shtml
Það er nefnilega ekki sama hvort þú situr við háborðið eða undir borðinu. Skoðanirnar eru eitthvað til að klæða sig í á góðum degi, eða bera á annari öxlinni, til að skipta út eftir því hvernig vindurinn blæs.
Ég vona að forsetinn neiti að undirrita löginn. Ég skil vel að honum finnist ábyrgðin mikil, en er hún það? með neitun vísar hann einfaldlega ákvörðuninni til þjóðarinnar. Og þá verður kosið um málið, það þýðir að stjórnvöld verða að sýna okkur fram á með rökum að þetta sé það besta í boði. Ég er nefnilega viss um að það verður aldrei nein sátt um málið ef eins og Steingrímur orðar svo snyrtilega í sinni færslu um þjóðaratkvæði ef einfaldur meirihluti alþingis á að ráða svona afdrifaríku máli fyrir þjóðina. Ég bendi á að 30 þingmenn treystu þjóðinni til að taka þessa ákvörðun.
En nú fer að vora og þá losna klakabönd af ám og vötnum, sprungur koma og loks þeytist áfram af miklu offorsi bæði vatn og klakar, þjösnast niður farveginn til sjávar. Það er hægt að komast hjá þessum gassagangi hjá mannfólkinu með því að leyfa þjóðinni sjálfri að taka ákvörðunina, ef ekki verður aldrei sátt um þetta mál. Við verðum þá að hlíta niðurstöðunni hvernig sem hún verður.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hallo! Komin í gírinn! Afbragðs grein.Sendi þér baráttukveðju
Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2011 kl. 12:38
Sömuleiðis Helga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2011 kl. 13:09
Heil og sæl Ásthildur; jafnan - og aðrir gestir, þínir !
Þakka þér fyrir; skrumlausa og sannferðuga lýsingu, hinnar raunverulegu atburðarásar, í allan máta.
Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi, sem fyrr /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 15:32
Þakka þér Óskar minn fyrir margan stuðninginn gegnum tíðina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2011 kl. 16:08
Þú klikkar ekki Ásthildur! þetta er mjög góð grein hjá þér,þakka þér kærlega,með baráttu kveðju.
Þórarinn Baldursson, 19.2.2011 kl. 16:28
Takk Þórarinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2011 kl. 16:49
Frábær grein hjá þér Ásthildur. Ég get tekið undir hvert einasta orð sem þú skrifar þarna. Beitt hugsun, skýr og skorinorð.
Takk fyrir.
Sveinn Ingi Lýðsson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 17:15
Það sem er svo merkilegt við okkur Íslendinga er stjórnsemin, ekki vantar að hópar byrja vel, en svo byrjar stjórnsemin og allir vilja skara að sinni köku við getur aldrei bara unnið saman að lausn þeirra mála sem um ræðir.
Hræðsluáróðurinn sem hér viðhelst er ólíðandi við hljótum að komast út úr þessum ósköpum eins og öllu öðru sem á hefur dunið undanfarin tuga ára
ég segi nei við Icesave
Frábær grein hjá þér að vanda Ásthildur mín, þakka þér baráttuna og sendi okkur öllum ósk um farsælan endi á þessu leiðindamáli
Ljós í kúlu
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.2.2011 kl. 17:30
Flott samantekt.
Jens Guð, 19.2.2011 kl. 17:54
Já Milla mín víst erum við stjórnsöm. Takk fyrir mig.
Takk Jens.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2011 kl. 21:03
TAkk fyrir málefnalega og skemmtilega grein...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.2.2011 kl. 00:02
Takk Sveinn Ingi og Jóna Kolbrún.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2011 kl. 01:29
- ennþá roðna þér rósir á vöngum ........
Já, mín kæra Ásthildur! - það er ansi líklegt að vatnavextirnir eigi bara eftir að aukast og umbylta öllu á þessari jörð.
Gakktu á eigins vegum, það fer þér vel.
Vilborg Eggertsdóttir, 20.2.2011 kl. 04:11
Ásthildur mín, ég meinti ekkert neikvætt með orðinu stjórnsemi, en var að meina er hópar sundrast þá er það oftast vegna of mikilla stjórnsemi í einhverjum.
Knús til þín ljúfust
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2011 kl. 08:10
Flottur pistill eins og við mátti búast frá þér mín kæra
Jónína Dúadóttir, 20.2.2011 kl. 10:19
Elsku Milla ég var að þakka þér fyrir innleggið, ég er alveg sammála því að við erum óttalega stjórnsöm
Takk fyrir þessi hlýju orð Vilborg.
Takk Jónína mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2011 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.