16.2.2011 | 08:54
Í gær hrundi veröld mín!
Í gærkveldi hrundi tilvera mín. 'Eg er dofin og veit eiginlega ekki hvað ég á að gera. Ég hélt satt að segja að ég væri búin að fá minn skammt af leiðindum, sorg, sársauka og því sem fylgir, en í gær gjörsamlega brast heimurinn undan mér, þegar ég opnaði netblaðið bb.is og þetta blasti við mér; http://www.bb.is/?PageID=26&NewsID=160356
Í fyrsta lagi hefðu menn nú átt að sjá sóma sinn í að aðvara okkur um að þetta stæði til, því svo sannarlega hef ég ekki haft grænan grun um að verið væri að véla um að svifta mig heimili mínu og jafnvel fyrirtæki, fyrir nú utan að við hjónin höfum verið að dunda okkur í gegum áratugi að gróðursetja tré fyrir ofan húsið, erum með samning upp á það.
En svo kemur þetta högg. Ég sem var svo ánægð með hvað ég væri að ná góðum árangri í að ná mér eftir áföllin og hélt að nú lægi gatan greið framm. Þá er ég sleginn niður með fjöður. Það á að hrifsa af mér lífið. Og það á þennan harkalega hátt. Hvað eru menn eiginlega að hugsa?
Ég þarf að byrja upp á nýtt með allt mitt, þá er ég að hugsa um minn andlega status og hvernig ég tækla tilveruna.
Því fyrir mér er kúlan ekki bara hús, hún er miklu meira en það. Þó ég hafi þurft að berjast við græðgisöfl sem hafa viljað hrifsa hana af mér eins og Húsasmiðjuna og Sparisjóð Keflavíkur, þá hefði ég reynt að finna leið til að komast framhjá því. En þessi dómur er þannig að ég get ekkert gert. Hið opinbera hefur talað og dómurinn sennilega fallinn og það á að slíta mig burt með rótum.
Svona getur lífið leikið mann, og eina sem maður getur gert er að reyna að finna leið til að finna gleði og kjark.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022160
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku ljúfan.Kærleikskveðjur til þín og þinna.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 09:08
Sæl Ásthildur mín,rothögg frá stjórnsýslu. Hér er ég mát,engin orð eru til,sendi þér línu.
Helga Kristjánsdóttir, 16.2.2011 kl. 10:57
Takk stelpur mínar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2011 kl. 11:02
Sorglegt að heyra
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.2.2011 kl. 11:04
Já þetta er einhvernveginn svo óviðráðanlegt. Nema maður virki landvættina til hjálpar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2011 kl. 11:12
Sæl Ásthildur. Þetta er óskiljanleg framkoma bæjaryfirvalda að birta þessa frétt í blaðinu og ekki hafa samband við þig áður. Ég sendi baráttukveðjur vestur og hlýjar hugsanir.
ingibjörg kr. einarsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 11:50
Sá þetta í gærkvöldi á BB og mín fyrsta hugsun var að þakka fyrir að þetta kom ekki fyrr en þú varst komin heim, en ekki hvarflaði að mér að þið vissuð ekkert um þetta. En er þetta eitthvað nýtt? Alltaf stóð maður í þeirri trú að Gleiðarhjallinn væri vernd. En ef farið er að hrófla við breytast alltaf aðstæður og ef garður er byggður hér breytast aðstæður þar. Þetta er bara eitthvað svo óhugsandi að ég skil að öllu sé kippt undan fótum þínum. Hugsa mikið til þín þó skammt dugi.
Það var svo yndislegt að hitta ykkur Ella þessa stund
Dísa (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 11:56
Takk Ingibjörg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2011 kl. 11:56
Takk Dísa mín, já þetta var eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um að væri á döfinni, á dauða mínum átti ég von frekar en þetta. Já það var virkilega gaman að hitta þig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2011 kl. 12:09
Ég hefði nú haldið að það væri algjört lágmark að upplýsa fólk um að svona lagað stæði til. En en þetta finnst mér nú bera vott um það að bæjarfulltrúar gera sér ekki nokkra grein fyrir því að þeir eru kosnir til starfa af fólkinu og eru þjónar þess, en þess í stað kemur þetta fólk sér fyrir í einhverjum "fílabeinsturni" og lítur svo á að fólkið sé "þrælar" þess. Þetta sama virðist eiga við um ríkisstjórnina.
Jóhann Elíasson, 16.2.2011 kl. 12:41
Sæl
Ekki gefast upp
Gaman að lesa bloggið þitt,ef við gefumst upp þá veður þetta lið( sem er á launum frá okkur) yfir okkur á skítugum skónum
Helga (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 14:43
Áshildur mín! Ég sendi þér mína stuðningskveðju. Almættið hjálpi þeim, sem veraldar-peninga-mátturinn hefur ekki burði til að hjálpa.
Erla Bolladóttir sem var saklaus dæmd í fangelsi ásamt Sævari Siselski, af mafíu-dómstólum Íslands fyrir morðið á Geirfinni (án sannana) er gleggsta dæmið um mátt svikadómstóla Íslands!
Líkið af Geirfinni fannst aldrei og játningarnar á morði án sannana, voru pyntaðar fram af kúguðum lögreglumönnum og í einangrunar-fangelsi. Einn lögreglumaður hefur nú þegar skrifað bók um svikavinnubrögðin.
Og Valtýr Sigurðsson hæstaréttar-dómari er svo hræddur núna að hann hefur sagt af sér? Hann var einn af mönnunum sem græjuðu dóminn á sakleysingjana Erlu og Sævar!
Erla Bolladóttir gaf okkur öllum það ráð við svona dómstóla-kúgun og ofbeldi, að gefast aldrei upp, í viðtali á einhverri útvarpsstöðinni fyrir stuttu! það er ekki svo lítið afrek að gefast aldrei upp í baráttu við óréttlætið og pólitískt niðurbrots-samfélag og eineltis-mafíu-dómsstóla! Erla Bolladóttir er hetja!
Almættið veri með þér Áshildur mín og gefi þér styrk! það er nógu erfitt að missa tengslin við börnin sín, eða missa þau alveg, þótt ekki þurfi að glíma við svona áföll í viðbót!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.2.2011 kl. 16:21
Heil og sæl Ásthildur Cesil; jafnan - sem aðrir gestir, þínir !
Velkomin heim; frá Austurríki.
Ég legg til; að þið heiðurshjón, fáið beztu menn, vestur við Djúp, til liðs við ykkur - og fáið hnekkt því gjörræði, sem farið er með, ykkur; á hendur, af bæjarins eykt.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem æfinlega /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 16:47
Ég verð nú að taka undir en þetta kúluhús er virkilega fallegt þarna í Umhverfinu. Ég myndi halda að þar sem er spáð hlýnandi árum að þeir ættu að hugsa sig um.
Valdimar Samúelsson, 16.2.2011 kl. 17:04
æj elskan mín, þetta er mikið högg - knús í kúluna
Ragnheiður , 16.2.2011 kl. 19:57
ekki er þetta gott elsku frænka knús á þig og þína
Hulda Klara, 16.2.2011 kl. 20:02
Sérstök vinnubrögð. Elsku Ásthildur, það er ekkert hægt að segja sem gleður þig á þessari stundu.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.2.2011 kl. 20:08
Ömurleg vinnubrögð! Jafnaðu þig svolítið á þessu Ásthildur mín og brettu svo upp ermarnar. Ég myndi nú fara með þetta í stóru fjölmiðlana.
Gangi þér og þínum vel og ég sendi þér stuðningsstrauma.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.2.2011 kl. 20:36
Ljótt að sjá.. Leitt að heyra.. Vonandi er þetta bara enn eitt bullið í yfirvaldinu..
Margrét Berg (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 21:12
Æj fékk sting í hjartað að lesa þetta, það má ekki ske að þetta verði að veruleika. Kúlan er ekki bara einhver kúla eða íbúðarhús, hún er heimili ykkar ásamt því að vekja mikla athygli ferðamanna.
Það er svo lítið hægt að segja annað en að ég vona að þetta verði aldrei að veruleika og ef með þarf skal ég koma og leggjast fyrir framan gröfurnar með ykkur.
Elsku vinkona sendi þér risaknús og óskir um að þetta verði aldrei að veruleika.
Kidda, 16.2.2011 kl. 21:16
Æi elsku ljúfust mín veit svo vel að þetta er rothögg, það að láta ykkur ekki vita hvað væri í gangi er ófyrirgefanlegt og ætti að koma formleg afsökunar beiðni þó hún dugi nú skammt.
Ásthildur mín, þú gefst ekki upp núna, skrifaðu þig frá þessu og ég og við öll erum hér til að styðja þig með öllum ráðum.
Knús og kærleik í Kúlu
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.2.2011 kl. 21:23
Elsku Íja mín ,þetta geta þeir sannarlega EKKI gert !!
Ég sá þetta líka á bb.is, og trúði ekki mínum eigin augum.
Það hljóta allir að mótmæla þessari vitleysu. Sannarlega held ég að ísfirðingar vilji heldur hafa garðinn þinn og kúluhúsið flotta en eihvern varnargarð sem lítið eða ekkert gagn er að.
Kveðja til ykkar héðan frá Dedhan USA og Kötu minni
Þórunn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 22:21
Þetta er skelfileg framkoma. Það hlýtur að vera hægt að ræða við þá sem ráða þarna ferð og ná viðunandi niðurstöðu. Það er ekki hægt að valta svona yfir fólk.
Jens Guð, 17.2.2011 kl. 00:35
Hrikalegt. Getur þú fengið þá til að bæta þér þetta með því að byggja annað tilsvarandi hús annars staðar, eða er hægt að flytja húsið þitt? Vonandi er eitthvað ljós í þessu myrkri. Gangi þér vel.
Hörður Þórðarson, 17.2.2011 kl. 01:10
Sæl, Ásthildur. Hef lengi velt fyrir mér hvers vegna öll þessi göng og garðar vaði uppi meðan atvinnuréttinum er kyrfilega haldið frá fólki. Þessháttar pólitík er landlæg og sérlega á vestfjörðum. Mæli með að þú kannir leiðir sem tefja framgang þessarar vitleysu því aldrei að vita nema styttist í nýja valdhafa sem myndu hugsanlega forgangsraða hlutunum öðruvísi. Gangi þér vel. LÁ
Lýður Árnason, 17.2.2011 kl. 01:52
http://www.youtube.com/watch?v=_Vj092UgKwQ
Theódór Norðkvist, 17.2.2011 kl. 02:12
Er ekki verið að tala um uppkaup? Þ.e bæta þér húsið og um leið þitt öryggi?
Páll Blöndal, 17.2.2011 kl. 02:46
Hrikalegt.
Vonandi verður hægt að endurskoða þetta. Gangi þér vel.
Gudmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 07:06
Takk öll fyrir hluttekninguna. Málið er í þessu tilfelli að ég er alveg heimaskítsmát, ef ég berst fyrir að fá að halda húsinu verður ævistarfið okkar hjóna eyðilagt, með risagarði fyrir ofan húsið svo ég kemst ekki upp til berja einu sinni, ef ég aftur á móti vel að vernda umhverfið verð ég rekin út úr húsinu.
Ég er að skoða stöðu mína, ég hef reyndar ekki fengið neitt bréf eða ordrur frá opinberum aðilum, svíf þess vegna í lausu lofti, bara þessi frétt í BB.
En ég held alveg örugglega að ég muni mótmæla þessu. Veit ekki hvernig sönnunarbyrði er í svona málum, en það yrði ansi erfitt fyrir yfirvöld að sýna fram á snjóflóð á þessu svæði, því ég held að þarna hafi aldrei fallið snjóflóð í mannaminnum.
Ætli ég endi ekki með að leita til landvætta, álfa, huldufólks dverga, drýsla og dára mér til hjálpar. Þarf samt að jafna mig dálítið, er komin með gamla kvíðahnútin í magan sem ég var búin að losa mig við.
Og er þess vegna bæði reið og svekkt.
Páll ég hef aldrei haft áhyggjur af öryggí mínu á þessum stað, því einfaldlega það er ekki hægt að sýna fram á að hætta sé til staðar. En þarna er í húfi æfistarf og heimili í um 30 ár. Ef ég hefði verið yngri hefði þetta svo sem geta blessast, en ég verð löglegt gamalmenni næsta september og frekar seint að byrja upp á nýtt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2011 kl. 08:37
Elsku Ásthildur mín. Þetta nær ekki nokkurri átt. Ég held að eina leiðin sé að berjast til síðasta blóðdropa. Að vísu hefur þú áður misst miklu meira en heimilið þitt og umhverfi þess, en nú er smávon ennþá ef þíð gefist ekki upp. Allar góðar vættir styrki ykkur og standi þétt við hliðina á. Safnaðu kjarki, þá kemur styrkurinn, sem þú hefur hingað til haft aftur. Ég hef ekki trú á að þú brotnir þó svo að þú bognir eðlilega um stund.
Bergljót Gunnarsdóttir, 17.2.2011 kl. 08:54
Takk Bergljót mín, já ég held að ég bogni bara, ætla mér ekki að brotna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2011 kl. 10:22
Sæl Ásthildur mín.
Ömurlegar fréttir - ég ætla að biðja fyrir þér. Eina sem við getum gert er að fela þetta í hendur Drottins.
Vona að ég eigi eftir að koma aftur í Kúluna til þín. Kannski í sumar?
Guð veri með ykkur.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.2.2011 kl. 12:45
Er ekki bara hægt að semja við bæinn að þú fáir að nota Kúluna sem sumarbústað? Húsið nýtist Ísafjarðarbæ hvort eð er ekki neitt, ef þeir kaupa það.
Þannig gætirðu verið 4-7 mánuði á ári í Kúlunni, allavega þá mánuði sem ekki er hætta á snjóflóðum.
Gömlu snjóflóðahúsin í Súðavík eru sum hver nýtt sem sumarhús þannig að það er alveg fordæmi fyrir þessu.
Theódór Norðkvist, 17.2.2011 kl. 14:29
Annars kemur fram í fréttinni að það á líka að reisa snjóflóðavarnargarða fyrir ofan Urðarveg, Hjallaveg og Hlíðarveg. Það er lengra inni í bænum, en Kúlan er eiginlega í jaðri aðalbyggðarinnar, fyrir þá sem ekki þekkja til á Ísafirði.
Ástæðan sem bæjaryfirvöld gefa fyrir því að vilja kaupa hús Ásthildar (og eitt til viðbótar) er að garðurinn sem þyrfti að reisa myndi verja mjög fá hús.
Veit einhver annars hvar er hægt að nálgast kort af svæðinu þar sem á að reisa garðana?
Theódór Norðkvist, 17.2.2011 kl. 14:47
Já ég hef heyrt þetta með að nota húsið sem sumarhús, málið er að við erum lika með garðplöntustöðina fyrir ofan húsið, og þurfum að vinna þar frá febrúar, svo er það bara ekki sami hluturinn að þurfa að yfirgefa húsið sitt svona. Og eins og þú kemur inn á þá er ég í jaðrinum og það hefur aldrei fallið snjóflóð á þessu svæði. Ég ætla allavega að skoða þessi mál vandlega, þegar ég jafna mig aðeins á sjokkinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2011 kl. 15:46
Furðuleg vinnubrögð.Lágmark að tala við húseigendur fyrst og fara svo í fjölmiðla.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 15:46
Hörmulegt að heyra að ekki var rætt við ykkur um þetta, ekki að spyrja að vinnubrögðum margra sem ráða, en þú tekur til þinna ráða hefur fengið ágjöf fyrr. En samt, það er ekki endalaust hægt að standa ágjöf og þó að hús sé bara hús ÞÁ ER HÚS EINMITT HÚS OG HEIMILI FÓLKS sem því er annt um, og svona kúluhús er svo alveg sér á parti.
Sendi baráttukveðju til ykkar vegna þessa, kannski byggja þeir litla vetrarkúlu fyrir ykkur á öruggu svæði og þið verðið þar BARA þegar er hætta á snjóflóðum annars bara í gömlu kúlunni sem er auðvitað flesta daga ársins.
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 15:47
Já ég hefði haldið það, en það hefur ekki komið bofs frá yfirvöldum um þetta mál til okkar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2011 kl. 15:54
Elsku Ásthildur, knús, kossar og baráttukveðjur í Kærleikskúluna þína
Sigrún Jónsdóttir, 17.2.2011 kl. 20:43
Hrikalegt að leza, dona á ekki að koma fram við almennilegt fólk.
Zendi þér krafta & nokkra púka í leiðinni zem að brúkazt eiga á dona gerræðizfól af fólki.
Steingrímur Helgason, 17.2.2011 kl. 20:54
Takk Sigrún mín.
Steingrímur áttu ekki líka einhver tröll svona í forbifarten? Mér veitir ekki af öllum þeim vættum sem ég get safnað saman í óvígan her.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2011 kl. 21:09
Þetta finnst mér óþverra bragð af hendi yfirvalda, að henda svo yfirlýsingum út í loftið. Maður verður bara kjaftstopp. Ég bara trúi ekki að þetta muni gerast. Sendi ykkur baráttukveðjur, því að ég hef trú á að þú munir ekki gefast svo auðveldlega upp. Steini Árna
Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 21:16
Takk Steini minn, ég vona að ég nái vopnum mínum, með góðra manna hjálp. Nei ég ætla að reyna að taka á þessu af alefli. Takk minn kæri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2011 kl. 21:37
Ásthildur. Vestfirðingar láta ekki smámenni og blíantsnagara vaða yfir sig og sitt heimili.
Óska þér og þínum alls hins besta í baráttu þinni við samspillingar völdin vestra.
Út með flokksræðið, lifi lýðræðið með hag íbúa fyrir brjósti. Ekki flokksræðið og klíkur og samspilling þeirra.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 21:38
Takk fyrir þetta Arnór.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2011 kl. 21:40
Ég fékk bara tárin í augun við þennan lestur. Ég trúi ekki að þeim sé stætt á þessu! Hús eru ekki bara hús, heldur heimili fólks og GRIÐASTAÐUR. Það á ekki að þurfa að berjast fyrir því að fá að hafa heimili sitt í friði. Upp með vopnin og aldrei gefast upp! Ég sendi ykkur baráttustyrk, megi allar góðar vættir vera ykkur innan handar. Megi Kúlan fá að vera áfram sú dásamlega KærleiksKúla sem hún hefur verið hingað til. Knús mín elsku Ásthildur.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.2.2011 kl. 23:02
Við styðjum þig, Ásta gegn þessu ofríki og kúgun heiladauðra bæjarstarfsmanna. Og ekki taka mark á Páli Blöndal. Hann virðist alltaf tala fyrir hagsmunum kerfisins, yfirvalda, ríkisstjórnarinnar í öllum athugasemdum sem hann skrifar.
Vendetta, 17.2.2011 kl. 23:25
Fyrirgefðu að við kölluðum þig Ástu. Það átti auðvitað að vera Ásthildur.
Vendetta, 17.2.2011 kl. 23:27
Þú hefur minn stuðning Ásthildur, það eru bara aumingjar sem koma svona aftan að fólkinu í landinu.
Magnfreð Ingi Ottesen, 18.2.2011 kl. 06:19
Takk öll það er mér mikils virði að finna stuðning.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2011 kl. 08:33
Er þetta ekki ennþá á umræðustigi? Þú hlýtur að eiga andmælarétt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.2.2011 kl. 13:46
Elsku Ásthildur. Megi gæfan og gleðin halda í höndina á þér í þessumerfiðleikum. Við skulum vona að þessi vitleysa gangi til baka.
Dagný, 18.2.2011 kl. 15:51
Takk Dagný mín.
Gunnar takk fyrir innlitið. Málið er að ég hef ekki fengið stafkrók sjálf um þessar fyrirætlanir, einungis lesið um þær í Bæjarins Besta með mynd af húsinu mínu. Meðan svo er get ég illa aðhafst nokkuð. Það er lágmark að menn setji sig í samband við fólkið sem þeir eru að véla svona um og komi hreint fram um hverjar fyrirætlanirnar eru. Fyrr er ekki hægt að gera neitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2011 kl. 16:42
Furðulegt mál. Hvað með ritstjórn BB? Þeir hafa þessar upplýsingar einhversstaðar frá...
Haraldur Rafn Ingvason, 18.2.2011 kl. 19:30
Já svo virðist vera, þau voru afskaplega leið blaðamennirnir þar á þessu. Ég hef ekkert gert í málinu, þar sem mér finnst að yfirvöld og þeir sem komu þessari tilkynningu inn ættu að hafa samband við mig og ræða þetta mál.
Annars hef ég heyrt að nú sé þetta snjóflóð orðið að grjóthruni. Ef til vill verður það á endanum að músagangi.........
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.2.2011 kl. 21:10
Kæra Ásthildur. Sendi þér hlýjar hugsanir og vona að allt fari vel.
Ásta.
Ásta Eiarsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 22:09
Takk Ásta mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2011 kl. 00:15
Kæru hjón . Ég get nú bara ekki orða bundist,hverskonar valdníðsla er þetta eiginlega orðin .Við stöndum með ykkur í baráttunni ,Kærar kveðjur,
Dísa og Jón Baldvin
G. Ásdís Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 18:43
Takk Dísa mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2011 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.