Katakombur - Nina Hagen keppni og Júróvisjón.

 

Það var tvöfaldur skammtur af júróvisjón hjá mér í gær, þar sem við horfðum á þá norsku og síðan íslensku.  Við vorum boðin í æðislegan mat til Hagbarðar vinar okkar Valssonar, og síðan var horft á Júróvisjón. Ég var ekki alveg sátt við niðurstöðuna, en þar sigraði hún Stella frá Afríku, dökk á brún og brá.  Í undanúrslitum þar sem fjórir aðilar komust í undanúrslit, voru krakkar frá norður Noregi, ungir samar sem voru að mínu mati frábær, einhverjir fífla hillybillys, og svo gamlir rokkarar.  En svona er þetta, það er sem betur fer misjafn smekkur manna. ´

Við horfðum svo á þá Íslensku þegar við komum heim og ég get svo sem alveg verið sátt við niðurstöðuna, þó ég hefði viljað sjá aðra vinna.  Skil samt ekki hvernig Magni komst svona hátt, miðað við aðra að mínu mati miklu betri söngvara og lög.  En það er svona misjafn smekkur manna.

En ég er búin að vera að tala um Katakomburnar og Nínu Hagen keppnina.

IMG_9629

Á leiðinni í Katakomburnar.  Þær eru undir dómkirkjunni á Stefansplatz, en við förum með neðanjarðarlestinni, því það er miklu fljólegra og auðveldara en að fara á bíl.

IMG_0391

Kirkjan á Stefansplatz, undir henni eru katakomburnar.  Þar eru allir biskupar, prestar og annað svoleiðis fólk, á sérstökum stað, í kistum í löngum röðum, biskupar, kardinálar og slíkir, svo eru skápar þar sem prstarnir hvíla.  Á einum stað er svo hvelfing þar sem hvílir Rudolf sá sem grundvallaði kirkjuna og nágrenni, þar liggur hann og hans fjölskylda, á sama stað eru krukkur með líkamsleifum ýmissa framámanna fyrri tíma, þá var ekki brennd lík, en teknir úr þeim líkamspartar og settir í svona krukkur, með nafni og númeri.  Annað hvort hjartað, hausinn eða nú það allra heilagasta.  ´

Þegar neðar er komið hvarf öll fínheitin og við tóku langir dimmir hlaðnir gangar með kompum þar sem gat að líta bein sem var staflað upp í hrúgur.  Því miður var bannað að taka myndir, en þetta minnti mig óneitanlega á skreiðarstafla, dálítið óhugnanlegt reyndar því þarna sáust líka hauskúpur.  Þetta var grafreitur alþýðufólksins.  Því öfugt við aðra, þá báru þeir líkin ekki út fyrir borgina, heldur inn í hana og í þessar hvelfingar undir kirkjunnni. Þegar hvelfinginn var orðin full var hrært í öllu og síðan kastað niður um holu í hvelfingunni, til að rýma fyrir nýjum viðskiptavinum.  Þarna var hægt að fá að koma með ættingja sína gegn vægri greiðslu.  Á öðrum stað voru þeir settir sem dóu úr plágunni miklu.  Þetta er dálíltið öðruvísi veröld en við þekkjum.  En þarna var svo greinileg stéttarskipting þegar maður gekk um garð.

Anna konan í kjallaranum hjá Báru, við köllum hana ömmuna, vann þarna eftir stríðið, hún hafði unnið í hergagnaverksmiðju í stríðinu, sem var svo sprengd upp og þá var allt fólkið sent til Vínar til að taka til, safna saman múrsteinum og skafa þá og laga til að endurbyggja.  Þeim var ekki útvegað húsnæði en fengu klæðí, einn umgang á ári, þá hugsaði maður ekki um fínheitin sagði Anna heldur var hugsað um að fá sterk og endingargóð föt.  Hún og tværi vinkonur hennar voru þarna og reyndu að tjasla yfir sig einhverjum húsaleifum upp á annari hæð í sprengdum húsun, því þarna var allt fullt af rottum, þær komu meira að segja upp á aðra hæð til að reyna að ná sér í gott kjöt.  Katakomburnar þar sem mér skilst að steinarnir hafi verið endurrunnir voru líka fullar af rottum, raka, kulda.  Þær voru notaðar sem sprengjuskýli í stríðinu.  En allt þetta er þaggað niður og menn vilja ekki ræða þennan tíma. 

IMG_9636

Þessi hér var bara af inngangnum og ég hélt að það væri nú saklaust, en greinilega ekki. Jú hún kom inn eftir að ég var búin að taka ákvörðun um að láta hinar myndirnar eiga sig.  Ég get svarið það. 

Það er bannað að taka myndir þarna niðri, en ég var búin að taka nokkrar, og ætlaði að sestja þær hér inn, en þetta bann nær víst út fyrir gröf og dauða, því þær einfaldlega birtast ekki, fyrir utan að tölvan mín er með allskonar mótþróa, ég er búin að sitja í fleiri klukkutíma og reyna að setja þessar mundir inn, en allt við það sama, fékk að fara í aðra tölvu borðtölvu, en hún hrundi, svo eitthver er nú krafturinn í þessum andskotum þarna niðri. Hvað um það ég er hætt við að reyna að setja þær hér inn. Vonandi gengur þá betur að halda áfram.

IMG_9640

Komin út á Stefanaplatz, og allt í lagi með það.

IMG_9643

Kirkjan er rosalega flott og staðsett á miðju Stefansplatz, katakomburnar eru undir henni og torginu.

IMG_9648

Jamm nú gengur allt eins og í sögu, ótrúleg upplifun alveg.

IMG_0390

Gamla brýnið.

IMG_0403

Við Christína.  En nú er komin tími til að fara heim til hennar og undirbúa seventíespartýið sem þau kenna við Ninu Hagen.  En ég held að ég komi inn á það seinna, þessi barátta við presta og preláta er búin að taka úr mér orkuna. 

Ætli það sé ekki best að koma sér út í norskan fallegan ískaldan vetrardag í smá göngutúr að vísu er hér 25°frost, svo það er ekki gott að vera of lengi úti. 

En eigið góðan dag elskurnar.

Ætla svo að minna ykkur á að skrifa undirr áskorun til forsetans um að neita að samþykkja Isesave  ólögin. Hér http://www.kjosum.is/

Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þrátt fyrir allt sem áður gerðist á þessum stöðum og kannski þess vegna- er eins og

það se erfitt að fara þaðan--- eirrhvað sem þarf að gera- eitthvað sem væri hægt að finna rettlætingu á ???

kv. EA

Erla Magna Alexandersdóttir, 13.2.2011 kl. 13:11

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég hugsa það.  Ætli þessir prestar og þjónar kirkjunnar hafi nokkuð verið hótinu skárri en kollegar þeirra í dag víða um heiminn?  Kæmi ekki á óvart þó eitthvað slíkt héldi þeim þarna föstum í sínum eikarkistum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2011 kl. 13:19

3 identicon

Líklega verður hvorki hægt að losna við þessa kóna, þessa heims eða annars. En takk fyrir mig

Dísa (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 19:37

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Dísa mín, sumir bara neita að fara eins og við vitum báðar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2011 kl. 20:31

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Þetta er þaggað niður. Eitt máltæki hraut oft af gamalli vinkonu minni"Gott eiga þeir sem gleyma"..Mikið eru kirkjurnar í Evropu fallegar bygingar,það er hrein unun að sjá,þessa list. Ég er þreytt ætla að kíkja í Kratakompurnar( bloggið). Skemmtu þér vel.

Helga Kristjánsdóttir, 14.2.2011 kl. 02:02

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er sennilega rétt Helga mín að stundum er gott að geta gleymt, en svo er annað sem aldreí má gleymast, því þá endurtekur sagan sig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2011 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband