11.2.2011 | 14:00
Ferðin til Graz
Ég sit hér við eldhúsgluggann í Nettersdal og horfi út í snjóinn, sólina húsin sem kúra sig, sumir bílar alveg á kafi í snjó rétt bara móar fyrir þeim eins og einhverskonar snjómynstri. Í morgun var ekta íslenskt vetrarveður snjókoma og rok, það er að vísu ennþá vindur, en sólin gerir sitt til að mýkja myndina. Þetta er samt falleg sjón.
En við ætlum að bregða okkur aftur til Austurríkis, til Graz og Vínar.
Við erum lagðar af staði til Graz, þar býr frændi minn Leo Jóhannsson, Graz er í um það bil tveggja klst. akstur frá Vín, er upp í fjalllendi og landslagið virkilega fallegt. Veðrið lék við okkkur.
Himininn heiður og blár nema einstöku ský sem voru skemmtileg í laginu.
Brautin er bein og greið.
Sérkennileg fjöll einhverskonar sandsteinsfjöll gæti ég trúað.
Snjórinn liggur ennþá yfir sumstaðar upp í hæðunum.
Það var mikill fjöldi bíla á leiðinni upp í fjöllinn, dóttir mín sagði að þetta væru fjölskyldur að fara á skíði, hér er skíðanotkun almenn og allir eiga skíði og fara oft á þau. Auk þess eru núna vetrarfrí í skólum og fólk að nota sér að fara í smáferðalög með börnin.
Svo kúra þorpin inn á milli skógarbletta og akra. Þetta eru svona hótel og þjónusta fyrir langferðabílana.
Þegar komið er hærra upp í fjöllinn sést snjór liggja yfir ökrunum.
Þegar við tölum um undirlendi í sveitunum heima þá eigum við örugglega ekki við svona "undirlendi" þetta er svona frekar slétt hér miðað við annað, og austrríkismenn láta hallann sér ekki fyrir brjósti brenna.
Þetta er samt vinalegt umhverfi þó það sér snjór á því.
Bóndabæirnir allt í kring.
Hér má sjá heyrúllurnar standa í röðum.
Og sum býlin eru bæði reysuleg og flott.
Yfirlistmynd yfir skóginn og fjöllinn.
Og hér eru líka gróðurhús, veit eki hvað er ræktað hér, sennilega tómatar. En við erum komin í Grazhéraðið.
Og heim til Leós og Eriku þetta er höllinn sem er þeirra næsti nágranni.
Bærinn sem þau búa í er lítill og vinalegur.
Hér er svo höllin þeirra Leós og Eriku. Og okkur er boðið inn.
Okkur er tekið opnum örmum af húsráðendum.
Við vildum samt aðeins kíkja á lóðina fyrst, þarna voru fasanar afar skrautlegir sem eru í eigu greifans í höllinni.
Stelpunum fannst gaman að hlaupa í garðinum, en brattinn er mikill, svo það er sins gott að fara varlega.
Gaman að ganga um húsið þeirra sem er miklu frekar listagallerí en íbúð, enda sögðu þau að þau hefðu einu sinni opnað húsið sitt sem gallerí og þar var straumur fólks, enda mikið að skoða hér. Margt afskaplega fallegt, og tilfinningaríkt.
Hér er stofan sem Erika vinnur í, og hluti af borðstofunni, við fengum æðislegan kjúklingarétt, sem ég gleymdi að fá uppskriftina af.
Hluti af aðstöðu Eriku. Hún hefur undanfarið unnið að þessari sýningu sem nú stendur yfir í Vín.
Hér erum við Leó frændi sæt saman. við erum bræðrabörn.
Og stelpurnar alveg á réttum stað, eru strax farnar að mála.
Þessi mynd er alveg mögnuð, hún var tekinuð af uppáhaldskisu sem dó.
Þetta er skip sem Leó hefur gert en hann afar liðtækur módelsmiður, smíðar flott flugvélamódel, hann var einn af stofnendum slíks klúbbs á Ísafirði. Auk þess að vera það ljósmyndari í mörg ár.
Þeir sem vilja sá meira verða að fara á sýninguna eða skoða myndirnar þaðan sem ég mun setja inn síðar.
Erika gerir rammana líka sjálf, og sumir þeirra eru ekki síður listaverk en teikningarnar og grafikin.
Hér er Erika með Patton á Ísafirði, en þau bjuggu nokkur ár heima áður en þau fluttu til Austurríkis þaðan sem hún er ættuð.
Hér er hún við eitt verka sinna.
Hér eru nokkrar myndir.
Kjallarinn er samt stúdíóið hans Leós, þar sem hann er með sitt tölvudót, prentara, myndavélar og svo grípur hann líka í pensilinn.
Og Leó er snillingur með myndavélina, og líka pensilinn. Þessi fallega mynd er prentuð með sérstakri tækni á 100¨% bómull, og er ekki bara afar falleg heldur sérstök viðkomu. Hann var með margar myndir svona og er að vinna með þessa tækni.
Hér er potrett mynd eftir hann.
Þessa líka, þetta mun vera frægur Austurrískur leikari.
Þessa myndavél gaf Jón Klæðskeri Leó, en hann fékk hafa af gamalli enskri konu. Þessi myndavél er afar gömul, Leó hefur samt tekið myndir á hana.
Já nú fer að styttast í þessari heimsókn, en mikið er gaman að koma hér og hitta þau yndælu manneskjur sem þau eru.
Hér er mynd af höllinni sem er í næsta nágrenni.
Og þessi dúkka var alveg dolfallinn yfir sjónvarpinu.
En þeim sem eru í nágrenninu segi ég að kíkja endilega við á sýningu Eriku G. Jóhansson . Heiti hennar er "Ich bin, was ich bin."
Sýningin er haldinn í R" Galerie, Pholosophisch Werkstaqqtt & Verein Artes Liberales. Opin í dag frá 13 til 18.30 og á morgunn laugardag frá 11.00 - 15.00. Virkilega þess virði að skoða.
P.s. það er búið að taka mig hálfan daginn að setja myndirnar inn, því tölvan er svo sein eitthvað. En vona að þið njótið þeirra, og á meðan ég horfi út í vetrarmyndina, snjó upp að mitti, og sólin að hníga til viðar, getið þið spókað ykkur í 17 ° hita og sól á vegum Austurríkis og hitt yndislegt fólk sem kann svo sannarlega að bjóða fólki heim til sín.
Eigið góðan dag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er gaman að sjá þessar myndir.Að heimsækja þessi heiðurhjón er sko engu líkt. Við lifum enn á heimsókn okkar til þeirra. Takk fyrir að leyfa okkur hinum að njóta
Gréta (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 17:24
gott að vanda
Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2011 kl. 19:37
Gaman eins og alltaf, Leó hefur ekki breyst mikið þó óralangt sé síðan ég sá hann. Hér er allur snjór gufaður upp. Sjáumst
Dísa (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 21:35
Já Gréta mín ég átti að skila góðri kveðju frá þeim til ykkar allra heima.
Takk Helga mín.
Nei hann er afskaplega líkur sjálfum sér þessi elska. Bara meira opinn og kærleiksríkur, og hamingjusamari en ég hef séð hann. Ástin blómstrar hjá þeim tveimur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2011 kl. 07:52
Æðislegar myndir þau eru sko flott listafólk.
Knús til þín í Norge og berðu þeim kveðju mína Skafta og fjölskyldu.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2011 kl. 08:50
Takk Milla mín og hef skilað kveðjunni, þú færð kveðjur á móti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2011 kl. 10:25
Sæl mín kæra.
Mikið er búið að vera gaman að skoða myndirnar þína. Búin að skrolla og skrolla og skoða og skoða.
Dóttir þín er búin að vera dugleg en þú hjálpaðir henni alveg helling t.d. með því að vera með stelpurnar heima á Ísafirði. Þú átt heldur betur þinn þátt og ég óska henni og þér til hamingju með þennan stóra áfanga.
Guð veri með þér og varðveiti þig aftur heim.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.2.2011 kl. 16:54
Takk Rósa mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2011 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.