19.1.2011 | 13:04
Enn um Austurríki.
Hér er klukkann 13.32, ég er búin í hesthúsinu, stelpurnar eru á leikskólanum og skólanum. Ég horfi hér yfir byggðina, það er frekar hlýtt að mínu mati, en þó rýs reykur upp úr öllum strompum hér. Menn kynda húsin sín mest með timbri. Hér er gasið búið fyrir nokkrum dögum og gasmaðurinn lætur ekki sjá sig, veit ekki hvaða kæruleysi það er, þau ætla að skipta um fyrirtæki, til að fá betri þjónustu. En við höfum bjargað þessu við með að kynda ofninn í kjallaranum með timbri á kvöldin og svo er hér varmaskiptir sem er þó aðallega notaður á veturna.
Ég horfi yfir hæðirnar skógi vaxnar, þar vaxa margar tegundir af trjám, víða standa upp úr laufskóginum greintré og furur, sem setja grænan svip á skógin hér og þar. En ég er viss um að þegar lauftrén fara að bruma verður fallegt hér um að litast. Hér er mikið af aldintrjám, eplum, kirsuberjum, plómum, og mörgum fleirum. Svo eru hér víða bæðí beykitré, eikartré, birki reynir og margar fleiri tegundir.
Hér upp á hæðinni er ekki mikil umferð, vegurinn liggur eins og langur mjór ormur í hlykkjum upp hæðina með húsin á báðar hliðar, það er 30 km hraði, því allt er svo þröngt og sumstaðar erfitt að mætast. Mér líkar þetta samt vel.
Hestarnir eru farnir að venjast mér og fara prógrammið sitt rétt og vel flestir, stundum eru þeir þó latari en áðúr, eða duglegri, og þá hrósa ég þeim og gef þeim brauð. Þau eru eins ólík og þau eru mörg.
Bjarki er að fá fleiri hross að heiman, þau eru fyrir utan Köln, og fara þeir hann og Peter þjóðverjinn sem býr hér og gengur í járningaskólann með honun að sækja hrossin.
Bára mín er í skólanum í dag, þau teymið hennar fá að skera upp í dag, og svo fara þau yfir prófið á morgun, það er fyrsta prófið af fimm lokaprófum sem hún þarf að þreyta núna í janúar, sem er auðvitað ástæðan fyrir því að ég er hér til að hjálpa til með börn og dýr, og reyna að vera til aðstoðar, ekki minnst er að elda staðgóðan mat. Ég er búin að vera tvisvar með grjónagraut og hann er svo sannarlega algjört góðgæti á þessu heimili, meira að segja þjóðverjinn og austurríkismaðurinn segja að hann sé hið mesta lostæti.
Ég keypti áðan nautakjöt sem var tilgreynt sem gúllaskjöt, ég ætla að búa til gúllassúpu í kvöld.
Í fyrri nótt skein þessi elska svo inn um gluggann minn að ég vaknaði og lét mig hafa það að fara fram úr til að taka af honum mynd.
Svaka flottur máni gamli.
Stelpurnar mínar.
Sú stærsta og sú minnsta.
Þær eru að skemmta sér vel.
Hér má sjá hæðirnar sem ég er að tala um. Og svo hátt niður, þessi hún eru hinu meginn við mig.
Þessa tók ég núna rétt áðan. Í dag er dálítill rigningarúði, en ef verðrið verður betra á morgun ætla ég að taka myndavélina með mér í hesthúsin og taka nokkrar myndir af ökrunum, kring um Mattersburg.
En ég hugsa að ég ætli bara að leggja mig smá stund, áður en ég sæki stelpurnar mínar. En þær þurfa að sækjast kl. 4. svo ég hef nægan tíma.
Eigið góðan dag elskurnar.
Svona til gaman af því að ég er með innkaupalistan hérna hjá mér.
Þrjár paprikur í bréfi1 evra
brauð 1/2 en frekar stórt 1.60
gúrka 0.99
goudaostur 700 gr 5.49
Kiwi 1 kg. 1.29
gulrætur 1 kg. 1.39
nautaflesk tæpt kíló 6.72
Heyrumst.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hlýtur að vera himnaríki fólks með græna fingur.
Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2011 kl. 13:57
Hugsaði eins og Hrönn að gróðurinn hlýtur að vera eins og himnaríki í þínum augum, allar þessar trjategundir og plöntur. Vonandi fer það nú samt ekki þannig að þú ákveðir að vera bara um kjurrt í sælunni
Knús í sæluna í Austurríki
Kidda, 19.1.2011 kl. 17:16
Tek undir, þetta er örugglega paradís fyrir þig að fylgjast með gróðri, dýrum og ekki síst fólki þrífast í þinni umsjá. Meira að segja Máni gamli dettur í það og brosir sínu bjartasta til þín

Dísa (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 18:39
H'er vaxa jurtir og tré mjög vel og það er gaman að fylgjast með því, meira að segja gyðingurinn gangandi sem flestir kannast við heima sem stofuplöntu er hér garðblóm
Stjúpurnar sem við setjum niður á vorin eru hér sett niður á haustinn. Ég er samt þeirrar gerðar með plönturnar, dýrin og jafnvel mannfólkið að mér finnst mest spennandi að fást við það sem er erfitt að eiga við. Láta eitthvað lifa sem mér hefur verið sagt að þrifist alls ekki. Þetta er sinhverskonar árátta hjá mér, og ég veit að þannig er um marga aðra, rétt eins og nokkrar vinkonur mínar í blómunum, sumar fallnar frá eins og elskuleg Herdís í Fornhaga vinkona mín, Ágústa sem skrifaði blómapistla í Moggan í mörg ár og Vigdís á Hofi í Vatnsdal, allt frábærar ræktunarkonur á landsvísu. Og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þeim og vera vinur þeirra, því þær eru og voru svo sannarlega ekki allra þessar kjarnakonur.
Svo er bara æðislegt á mínum aldri að fá tækifæri til að breyta algjörlega um kúrs og gera eitthvað allt annað takast á við lífið með allt öðrum hætti, eins og ég reyndar gerði árin 1987 og 8 þegar ég ákvað að fara í Garðyrkjuskólann á Reykjum, fara rúmlega fertug í heimavist og upplifa ævintýri táningsins upp á nýtt.
En svona er þetta bara, að taka spilin þegar þau gefast og læra af þeim, og lifa vera lifandi og taka þátt í lífinu, þó það ögri manni stundum all svakalega. Sé ekki eftir neinu í því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2011 kl. 21:04
Sæl Ásthildur mín, blóm og tré eru falleg,en mér leiðist að eiga við þau... Tengdadóttir mín gaf mér fyrir mörgum árum innfluttan lauk í kassa með mynd af honum þegar hann yxi upp. Það var beðið lengi eftir að hann sprytti upp öllum til gleði. Hún og tengdamamma fóru að skoða "gallann",ég hafði þá stungið honum á haus,sem sagt ræturnar upp.
Tunglið er eins og gullhnöttur,minnir á að við unnum Austurríki í gær,í handboltanum. Þú sérð hér allt um ríkisstjórnina hún virðist vera að fálma utan í Bjarna,kanski rangt, en hún gæti haldið framhjá í allar áttir,lauslát eins og ég held hún sé. Ásthildur mín ,en þú hangir hrossið við,affærasælast,með glenskveðju H.K.
Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2011 kl. 01:05
Var að skoða myndirnar og einnig frá fyrra bloggi, þær eru svo skemmtilegar, það skín hamingja úr öllum andlitum, líka þínu elsku Ásthildur mín.
Nú er ég að fara suður svo það verður margt að skoða er ég kem aftur
Kærleik til þín og þinna í þessu yndislega landi
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2011 kl. 06:28
Haha Helga mín, ef maður er ekki viss með lauka, þá setur maður þá niður á hliðinni, þá geta bæði rætur og blómleggir farið sína leið.
Takk elsku Milla mín og góða ferð suður. Hafðu það gott
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2011 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.