4.12.2010 | 13:10
Ferðasagan - Burg Forchtenstein.
Loksins er ég tilbúin til að halda áfram ferðasögunni minni. Fyrst fékk tölvan mín vírus, síðan hrundi harði diskurinn, og ég mátti þakka fyrir að flest gögnin fundust, nú er ég komin með nýjan disk, þeir björguðu mér strákarnir í Netheimum. En svo komst ég að því að officepakkinn er ekki lengur til, og ég í miju kafi að útbúa söguna fyrir börnin og jólkortin. En ég gefst ekki upp svo auðveldlega, finn bara nýjar leiðir Þarf samt að koma mér upp officepakkanum aftur.
Nú er þessu lokið, en ég er að feta mig í nýjum heimi með nýjan disk og ný úrræði, því það sem ég var vön að nota gengur ekki lengur.
En við erum búin að dvelja ansi lengi í Forthenstein. Við erum þar í u.þ.b. 500 metra hæð, og horfum niður í djúpan dal, þar sem miðbær þorpsins er, verslanir, skólar og cetra. En á hæðinni beint á móti er höllinn, Burg Fortchenstein, þegar Austurríki var sundrað í þessi níu smáríki sem ég nefndi áður, bjó kóngurinn yfir Burgenland þar. Og við ætlum að kíkja í heimsókn til hans í dag.
Hér má sjá hana sveipaða dulúð, en þarna gerðust hræðilegir atburðir fyrir löngu síðan, ég mun segja ykkur frá því síðar.
Hér sést vel hvernig hæðarmismunurinn er, þetta er afskaplega fallegur staður, en ég myndi ekki vilja aka hér um í hálku.
Hér er inngangurinn, fyrir neðan er hyldýpi.
Jamm hér bjuggu stríðsherrar.
Og útsýnið frá höllinni ekkert slor.
Eins gott að vera ekki mjög lofthræddur að búa svona hátt.
Byggingar í mið Evrópu voru mikið skreyttar á þessum tíma, og nostrað við allt.
Stúlkan sem tók á móti okkur sagði að við mættum ekki nota flash hér inni, því hér væru allir hlutir upprunalegir og ekta.
Það er greinilegt að kirkjan og valdið hafa haldist í hendur alla tíð.
Skrautlegar brynjur, það hefur verið aldeilis flott að týna lífinu af manni klæddum í svona fínerí.
Pelli og purpuri hafa alltaf verið manneskjunnar ær og kýr.
Hver myndi svo sem vilja eta af svona diski?
Nýjasta tískan hehehe... en varla mjög þægilegur klæðnaður.
Hér sést Hanna Sól skoða sig um í höllinni, sjáið gólfin fyrsta parketið sennilega.
Úbbs sagði ykkur að hér hafi verið íburður mikill.
Það er ekki sama fíll og Fíll.
Ef til vill skrýnið drottningarinnar.
Hún hefur allavega getað speglað sig frúin hér. Skemmtilegast við þessa mynd er Hanna Sólin sem speglast þarna inn í eins og prinsessa frá löngu liðnum tíma. Reyndar á sumrin þá eru allskonar uppákomu hér, krakkar fá að klæða sig upp í prinsessubúninga og hermannabúninga og svo er slegist og leikið sér. Það er örugglega skemmtilegt en við vorum of seint á ferð til að fá svoleiðis trakkteringar.
Ætli maður fengi ekki leið á svona flottheitum eftir smátíma?
Þetta eru kertastandar, ekki neinir grútarlampar hér.
Það er sagt að sækist sér um líkir. Annars hefur villisvínið verið aðalveiðidýrið á þessum tímum og er aflaust enn, ásamt dádýrum og hjörtum.
Ekki hefur nú skort vopnin á þessum bænum.
Og skopskynið hefur verið í góðu lagi.
Liturinn á þessum myndum sýnir að ekki var notað flash heldur stórt ljósop. En þessi gaur dvaldi í Indlandi eins og sjá má. Man ekki lengur hvað hann hét.
Og veiðidýrin hafa verið að ýmsum stærðum og gerðum.
Hér er svo besti ferðafélaginn sennilega
Þessi hefur örugglega aldrei verið langt undan.
Hanna Sól er samt ekkert hrædd við gamminn.
Ásthildur litla var aftur á móti smeyk og gott að fá að vera í fanginu á afa.
Hið konunglega veiðitjald.
Hesturinn hans var nú ekkert slor heldur.
Þessa hollningu þekkir amma vel
Svo var hægt að búa til pening.
Stóri frændi svo klár.
Þetta var brattasta brekkann á svæðinu, ég skil ekki hvernig er hægt að aka svona vegi í hálku, ef það kemur á hálka.
Allar uppkeyrslurnar í bænum voru meira og minna afar brattar.
En við erum komin heim til stelpnanna, og búin að skoða það sem höllin hefur upp á að bjóða.
Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna er svo sannarlega farið langt til fortíðar. Gaman að sjá. Og gott að vita að hæg var að bjarga mestu úr tölvunni þinni
Dísa (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 21:10
Gaman að sjá svona aftur í fortíðina, sammála með að brekkurnar ekki vildi ég keyra bíl upp eða niður þær. Hvað þá fara fótgangandi Gott að tölvumálin séu næstum því alveg leyst, maður verður einhver veginn svo lost þegar þessar elskur bila.
Knús í ævintýrakúluna
Kidda, 5.12.2010 kl. 11:06
Já þær eru brattar þessar brekkur. OG ég er smám saman að átta mig á nýju umhverfi í tölvunni minni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2010 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.