Við þurfum að mæta á kjörstað og kjósa.

Ég hef legið yfir frambjóðendum til stjórnlagaþings, hlustað eins mikið og ég hef getað á útvarpssendingarnar, mér þykir þær hafa farið vel fram og spyrlar einstaklega kurteisir og staðið sig með sóma. 

Þátturinn í gær í sjónvarpinu var líka vel heppnaður, enda kom fram að fólki hefði fjölgað eftir þáttinn til að taka þátt í utankjörfundarkosningu. 

Það var einstaklega leiðinlegt að hlusta á stjórnmálafræðinginn draga úr öllu ferlinu, segja það vera svo erfitt og ómarkvisst.  Hafi hann skömm fyrir.

Það var líka raunarlegt að hlusta á íslenskt alþýðufólk segja með þjósti að ""þeim dytti ekki í hug að taka þátt í þessari vitleysu", það vill greinilega græða á daginn og grilla á kvöldin eða hvað???? Hlýðni í auðmýkt fyrir fólki sem hefur skapað það ástand sem hér ríkir.  Þarna sást greinilega í suma af þessu sauðþráa kindakyni íslands, sem alltaf gerir eins og foringjarnir segja þeim, hafa engan sjálfstæðan vilja, og bara jarma eins og þeim er sagt að gera.

Ég vil hvetja alla sem vilja breyta einhverju að fara og kjósa.   Þetta er einstakt tækifæri sem okkur gefst, sem höfum viljað breyta samfélaginu til betri vegar.  Nú er málið í okkar höndum.  Nú er okkar tækifæri til að brýna og styrkja lýðræðisöfl í samfélaginu.

Ef kosningaþátttakan verður góð eða yfir 50 prósent, verður ansi erfitt fyrir alþingi og pólitíkusa að ignorera niðurstöðúr stjórnlagaþingsins.  Sem mann grunar að þeir vilji  helst gera.

Ég verð að segja að eftir að hafa hlustað á jafnmarga og ég gerði, lesið blogg og kynnt mér hvað frambjóðendur hafa að segja, þá sé ég að þar kemur fram hjá flestum allt það sem ég hef verið að vona og hugsa um.  Ég hef glaðst við áherslur þeirra flestra.  Þarna er fólk á öllum aldri, úr öllum stéttum samfélagsins, fólk eins og ég og þú, sem hefur svarað kalli og vill vinna í þágu samfélagsins til að betrum bæta það.  Annað eins tækifæri hefur okkur ekki boðist, og gæti farið svo að byðist ekki aftur.  Því verðum við að grípa þetta tækifæri og mæta á kjörstað. 

Það er bara alls ekkert flókið, það er hægt að skoða það sem frambjóðendur hafa fram að færa, og merkja við þá sem hafa sömu sjónarmið og maður sjálfur.  Það má meira að segja spara sér vinnu með að fara inn á DV.is og fara þar í kosningapróf.  En þarna er svo margt gott fólk sem vill réttlæti, og betra líf að það er ekki nokkur vandi að velja 25 manns úr þessu yfir 500 manna úrtaki.  Það hefur meira að segja verið mjög ánægjulegt að hlusta og fara yfir það sem fólkið segir. 

Það er líka annað sem kemur í ljós, alþingismenn og ráðherrar og stjórnsýslan öll fær algjöra falleinkunn hjá allflestum.  Einstaka hjáróma raddir virðast vera þarna til að reyna að forða því að gerðar verða breytingar, það eru fulltrúar fjórflokksins, sem vilja ekki breyta neinu.  Þeir hafa það ósköp gott og vilja ekki missa neitt af völdum sínum til alþýðunnar. 

Það er hrikalegt misræmi að hlusta á frambjóðendur til stjórnlagaþings tala og horfa síðan inn um gluggan á Alþingi, þar sem menn garga, berja í borð og jafnvel eru reknir úr ræðustóli.  Algjör villimennska á móti rólegu og stillilegu yfirbragði íslenskrar alþýðu sem býðst til að bretta upp ermar og laga ástandið.

Við megum ekki láta þetta fram hjá okkur fara kæru samlandar.  Nú þarf að fara að hugsa sjálf, en ekki láta fjórflokkinn hafa endalaust áhrif á ákvarðanir.  Við erum öll á þessum sama bát, og flest okkar vilja breytingar.  Þeir sem þannig hugsa eru hvattir til að fara á kjörstað og kjósa úr þessum glæsilega hópi allt frá einum upp í 25, sem er auðvitað best, því þannig nýtist kjörseðilinn best. 

Á morgun verður kosið við skulum ekki skorast undan!!

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981

 

1762_birthday_balloons200704121176401884

Tökum þátt í einni merkilegustu tilraun sem gerð hefur verið í heiminum. 

P.S. ég hef heyrt af ýmsum listum sem ganga milli fólks, hef ekki séð þá sjálf, en einn vinnufélagi minn sagðist hafa séð slíka lista sem gengju milli manna til að kjósa sína menn að.

Hér er svo einn listinn sem ég sá hjá Heiðu B. Heiðars sem hún kallar L.Í.Ú listann, fyrir þá sem hafa ekki áhuga á að koma því fólki áfram set ég þetta inn án ábyrgðar.  Fólk getur þá haft samband við viðkomandi ef það hefur ætlað sér að merkja við þá og spyrja þá beint.

LÍU-LISTINN TIL STJÓRNLAGAÞINGS

Heiða B. Heiðars

Hér á eftir fer listi með þeim frambjóðendum sem LÍÚ óskar sér inn á Stjórnlagaþing. Samkvæmt mínum heimildum gengur þessi listi eins og elding frá þeirra herbúðum og til þeirra sem þeir telja í "sínu liði". 
Þetta eru akkúrat þeir frambjóðendur sem okkur ber að varast að setja á listann okkar :)

1 Vilhjálmur A Kjartansson #7418
2 Garðar Ingvarsson #4063
3 Patricia Anna Þormar #8947
4 Elías Blöndal Guðjónsson #7759
5 Þorstein Arnalds #2358
6 Vilhjálmur Þ Á Vilhjálmsson #3183
7 Skafti Harðarson #7649
8 Ólafur Torfi Yngvason #6186
9 Brynjólfur Sveinn Ívarsson #9035
10 Þorvaldur Hrafn Yngvason #5372

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það er kominn nokkur kippur í kosninga-þáttökuna. Þannig var sagt frá því     fyrir klukkustundu,að löng biðröð væri í Laugardagshöll. Af fyrri fréttum ræð ég að allir geti kosið sem komast inn fyrir lokun.           Þeim er ekki snúið við heldur útidyrum lokað og hópurinn inni afgreiddur. KV.

Helga Kristjánsdóttir, 26.11.2010 kl. 12:25

2 identicon

Á morgun skulum við ekki vera þessi útreiknanlegi fjöldi sem alltaf er hægt að spila með.

Í þessum kosningum eigum við velja einhverja í fimm efstu sætin sem eru EKKI þekktir álitsgjafar, flokksdindlar, framapotarar eða bitlingaþegar 4 flokksins. Ef þú kannast við hann, ekki kjósa hann.

Í þessum kosningum eigum við að halda með okkur.

Að velja einhvern framagosann er það sama og að hafna sjálfum sér.

Toni (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 23:46

3 Smámynd: Laufey B Waage

http://blog.eyjan.is/helgavala/2010/11/26/sjalfstaedisflokkurinn-vist-i-frambodi-til-stjornlagathings/

Laufey B Waage, 27.11.2010 kl. 09:02

4 Smámynd: Dagný

Sammála - við verðum að kjósa. Eflum lýðræðið og notum notum það!!!

Dagný, 27.11.2010 kl. 09:52

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já, ég er að hlusta á Rúv, þar kom Sigmundur Davíð með athyglisverða kenningu um að það gæti farið svo að konur yrðu fjölmennari á þinginu en karlar, vegna þess að flestir reyna að hafa svipuð hlutföll kynja, og þá fær hver kona fleiri atkvæði en karlar. 

Það yrði bara ágætt í fyrsta skiptið á slíkum vettvangi þar sem konur yrðu í meirihluta, það gæti komið vel út. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2010 kl. 11:46

6 Smámynd: Kidda

Það voru skammarlega fáir að kjósa þegar við fórum að kjósa í gærkvöldi.

Kidda, 28.11.2010 kl. 09:11

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er eiginlega frekar sár út í almenning á Íslandi, hélt að fleiri vildu betra og sanngjarnara samfélag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2010 kl. 11:57

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Tek undir orð þín Ásthildur - en ég held að fólk hafi miklað þetta fyrir sér eða ekki gefið sér tíma, frekar sorglegt. Mér fannst hátíðlegt að fara að kjósa og fékk mér jólabjór á miðjum degi í tilefni dagsins! Það telst sko til tíðinda hjá minni!

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.11.2010 kl. 16:22

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahah góð.  Já ég klæddi mig líka uppá í tilefni dagsins.  vonandi kemur eitthvað gott út úr þessu, þó einungis tveir eða þrír af þeim sem ég setti, og ekki í efstu sætin kæmust inn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2010 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband