Stjórnlagaþing.

Ég verð að hrósa ríkisútvarpinu fyrir kynningarnar á frambjóðendum til stjórnlagaþings.  Ég eyddi kvöldinu í gær í að hlusta á þá frambjóðendur sem þar komu fram.  Þetta var skilmerkilega uppsett, og menn komu í stafrófsröð, ég var svo með Svipuna.is fyrir framan mig og fletti upp þeim einstaklingum um leið og þeir gerðu skilmerkilega grein fyrir áherslum sínum.  Ég er líka afskaplega glöð með hve margir vilkja breyta og eru sammála um spillinguna sem ríkir hjá ráðamönnum, og sterk áhersla þeirra á að koma í veg fyrir allskonar misnotkun á valdi.  Ef þetta gengur eftir, þá er ég bjartsýn á að stjórnlagaþing skili okkur betra samfélagi. 

Svipan á líka hrós skilið fyrir sínar skilmerkilegu upplýsingar um hvern og einn frambjóðanda. 

Ég tók eftir að nokkrir aðilar hafa ekki sent inn á Svpinuna upplýsingar um sig, og vil benda þeim á að þeir tapa örugglega athygli út á það.  Netið er sterkur miðill, og ef fólk notar þessa aðferð að fletta fólkinu upp um leið og það gerir grein fyrir sér í útvarpinu, verður upplifunin sterkari af menneskjunni. 

Ég hvet alla til að kynna sér stefnumál þeirra sem bjóða sig fram, og merkja við þá sem þeim hugnast best.  Það er hægt að fara inn á kjörstað með útfylltan seðilinn sem var sendur heim, og merkja svo við eftir honum.  Það tekur ekki langan tíma, ef menn undirbúa sig vel. 

Ég klippti út alla sem voru í pólitískum flokkum, og einnig þá sem eru þjóðkunnir.  Ég vil fá venjulegt fólk, þverskurð af samfélaginu inn á þetta þing, þar sem skoðanir almennings verða fyrst og fremst til tals og áherslur hins almenna íslendings. 

Fólkið sem á ekki svo gott með að hafa sig í frammi í fjölmiðlum. 

Megi þeir bestu vinna.  Ég ætla allavega ekki að láta mig vanta á kjörstað, og tel það raunar skildu okkar allra að standa saman um að nota kosningaréttinn, til að gera þessa tilraun til að bæta og laga ástandið. 

 

19251_NpAdvMainFea

Þessi er sett inn sérstaklega fyrir vin minn Jóhann hehehehe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Góðan daginn! Þetta er besta ráðið maður veður að taka allt alvarlega. Hættum ekki að hreinsa fyrr, en allir eru traustsins verðir. Margir eru að segja mér að þeir kjósi ekki. Ég reyni að telja þá á,að gera það og færi rök fyrir miklvægi þess.       Vanhæf?     Nei þá væru það allir!  Hagsmunir mínir liggja í framtíð íslenskrar þjóðar,stjórnarskráin er einn mikilvægasti hlekkurinn. Áfram Ásthildur mín,hér hefði ég viljað setja íslenska fánann en í staðinn, held blysi á lofti

Helga Kristjánsdóttir, 23.11.2010 kl. 16:15

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef oft bloggað um þetta og er á nákvæmlega sama máli: ÞAÐ ER EKKERT AÐ NÚVERANDI STJÓRNARSKRÁ, kannski þyrfti að "strekkja á" nokkrum atriðum og ítreka önnur og setja inn ákvæði varðandi þjóðaratkvæði en vandamálið er þeir sem EIGA að virða stjórnarskrána, sem er Alþingi og stjórnvöld, þar gerir stjórnlagaþing ENGAR breytingar.  Þar af leiðandi ætla ég EKKI að taka þátt í þessum skrípaleik sem stjórnlagaþing er.

Jóhann Elíasson, 24.11.2010 kl. 09:34

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Búin að fylla út listann minn.  Í þessu máli er ég nefnilega ekki sammála þér Jóhann minn, því ég bind miklar vonir við að þetta stjórnlagaþing breyti hugsunarhætti þjóðarinnar allavega eitthvað og ekki vanþörf á. 

Ég hvet fólk til að taka þátt í að velja fólk á stjórnlagaþing.  Sýnum nú einu sinni að við getum unnið saman að einhverju, ekki allta hver höndin upp á móti annari eins og alltaf. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2010 kl. 11:02

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki ætla ég að neyða mínum skoðunum um þetta á aðra og vonandi gengur þetta vel og eitthvað kemur út úr þessu en ég er í vafa um tilganginn en það er ekki þar með sagt að aðrir þurfi að vera það. 

Jóhann Elíasson, 24.11.2010 kl. 11:42

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei einmitt Jóhann minn, sem betur fer höfum við öll okkar skoðanir og eigum fullan rétt á þeim.  Ég persónulega vona að þetta verði dropinn sem fylli mælinn til að breyta þjóðfélaginu, þó þetta sé lítill dropi þá hefur hann eitthvað að segja, þó það sé ekki nema þessi umræða sem hefur verið í gangi um lýðræði, sterk ádeila á ríkisvaldið og fjórflokkinn og hræsnina sem hefur verið frekar dulin hingað til.  Í dag er þetta bara viðurkennt sem svona alvörumál.  Og það hlýtur alltaf að vera byrjunin á einhverju nýju.  Það er ekki hægt að una þessu lengur eins og það er í dag, og hefur raunar aldrei verið grímulausara af hálfu stjórnvalda en núna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2010 kl. 11:48

6 Smámynd: Kidda

Það er nauðsynlegt að fara á laugardag og kjósa. Það verður að taka til í þeirri gömlu svo að það leiki enginn vafi sem hægt er að notfæra sér.

Þó ekki væri nema til að notfæra sér að núna er kosið persónukjör. Sem ég vil reyndar sjá í öllum kosningum.

Knús í kærleikskúluna

ES. Hvað er annars að frétta af tölvunni?

Kidda, 24.11.2010 kl. 16:17

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er að segja af tölvunni minni að hún er í endurhæfingu, það kemur nýr harður diskur með meira minni, sem er verið að færa gögnin yfir.  Og þá mun ég halda áfram með ferðasöguna mína Kidda mín.  Og ýmsan fróðleik í sambandi við hana.   Knús á móti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2010 kl. 18:38

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæl Ásthildur.  Ég er með bréf til þín.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.11.2010 kl. 22:09

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvar er það bréf Axel minn, netfangið mitt er asthildurcesil@gmail.com

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2010 kl. 23:38

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ókey got it  Reyndar búin að fylla listan minn og þú ert þar á meðal. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2010 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022160

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband