Svona er þetta bara.

Ég verð því miður að segja ykkur kæru vinir að tölvan mín brást mér á neyðarstund, í þetta skipti fann hún ekki harða diskinn svo ég varð að fara með hana aftur, en í þetta sinn virðist málið vera alvarlegra, jafnvel að diskurinn sé bilaður, vona samt að hægt verði að ná því sem þar er geymt, því ég hef þar ýmislegt sem ég ætla að koma á framfæri og leitt ef væri horfið.

Svona er nú lífið. 

En gamall vinur minn hafði samband um daginn, hann hafði samið lag, og bað mig um að semja ljóð.  Ég gekkst auðvitað inn á það, því ég hef alltaf gaman af áskorunum.  Hann sendi mér svo nótur, og sagði svona hvað hann væri að hugsa um þennan texta.

Og svo kom þetta bara allt í einu.

Og hér er textinn.

Ég sit hér í fjörunni og hugur minn fanginn

af fegurstu minning um þig.

Æðurinn vefur um ungahjörð vænginn

og viðkvæmnin altekur mig.

 Eirrauðir röðulsins geislarnir glitra,

og gantast við fjarlægan sjóndeildarhring.

Í hjartanu finn ég einn ástarstreng titra.

af ástúð og gleði ég syng.

 

Ég syng þér ljóð

um sól að vori og fagurt fljóð.

 

Þó eldri við séum mín elskaða mær,

þá man ég þá æskunnar tíð, 

og allt verður eins og þa gerðist í gær,

ég gleðst með þér ástin mín blíð.

Ástin er bæði að elska og skilja

og unaðinn finna í líkama og sál.

að kíta og uppgötva kærleikans vilja

er kröfulaus elskendamál.

 

 Ég syng þér ljóð

um sól að vori og fagurst fljóð.

Á morgun mun verða ljóst hvort ég er búin að missa allt mitt efni og myndir út.  Það er auðvitað sjálfri mér að kenna að hafa ekki tekið afrit af efninu.  En svona er þetta bara.  Ég verð þá að taka því.  Það er margt sem fer þá forgörðum, því ég hef safnað saman sögum frá afa mínum elskulegum, og líka sögu sonarmíns.  Og svo alla annað sem ég hef verið að bralla.  Ég legg samt þetta allt í hendur almættinu, sem ég trúi á, þó ég trúi ekki á biblíuna, presta og preláta.  En eigið góða rest af þessari helgi. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vona að hægt verði að bjarga innihaldinu af tölvunni þinni. Hef lent í svona en alltaf verið hægt að redda því sem máli skipti. Ég lærði af því og fékk mér lausan harðan disk sem ég vona að dugi. Mér finnst erfiðust tilhugsunin um að tapa myndunum mínum. . Textinn þinn er frábær.

Dísa (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 20:59

2 identicon

Heil og sæl Ásthildur mín; æfinlega !

Afleitt að heyra; slæmt mjög. En; ............... ótrúlegustu tölvuðir finnast, sem betur fer, enn um stundir, svo við skulum ekki útiloka möguleikann, á endur heimt þinna dýrmætu gagna, kæra Vestfirzka frú.

Með kveðjum góðum, vestur í fjörðu /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 21:02

3 identicon

Yndislegur texti. Vonandi tekst tölvunördunum að bjarga tölvunni þinni.Bestu kveðjur í bæinn fallega.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 07:37

4 Smámynd: Kidda

Frábær texti hjá þér

Það er mesta furða hve miklu tekst að bjarga þegar harði diskurinn hrynur. Hef lent í því þrvisvar sinnum að hann hrynji en trassa alltaf að taka afrit. Er öll í kross í von um að allt finnist og bjargist af tölvunni þinni

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 22.11.2010 kl. 08:41

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Halló! Það þarf að gefa þetta út,syngja og spila. Nóg er af söngvurum á Ísafirði.  Vonandi kemst tölvan sem fyrst í gagnið,

Helga Kristjánsdóttir, 22.11.2010 kl. 09:41

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll, ég vona innilega að hægt verði að ná efninu á disknum, það er góð hugmynd að vista þetta allt á lausum hörðum diski.   Ætla að heita á sjálfa mig ef þetta gengur að byrja á því að vista þetta á einum slíkum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2010 kl. 10:26

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fallegur texti og ég vona að tölvumálin reddist.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2010 kl. 12:26

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2010 kl. 12:55

9 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er gott að heyra eitthvað fallegt- gott að hugurinn er svona fullur af einhverju góðu á þessum erfiðu tímum.

Takk !

Erla Magna

Erla Magna Alexandersdóttir, 22.11.2010 kl. 21:55

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú átt allavega fullt af myndum hérna á moggablogginu, og örugglega á öðrum síðum líka...  Ef ekkert endurheimtist af harða diskinum þínum...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.11.2010 kl. 02:23

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Stelpur mínar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2010 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband