Látum þá neita þessu.

Var að sjá á Pressunni að Marínó G. Njálsson hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í Hagmunasamtökum heimilanna.  http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/marino-haettur-i-stjorn-hh-fjolmidlar-hnysast-i-bokhaldid---skuldamal-min-ordin-soluvara

Ég verð að viðurkenna að ég varð einhvernveginn ekki hissa.  Það er markvisst verið að "taka niður" það fólk sem fremst hefur staðið í baráttunni fyrir fólkið í landinu.  Ekki er langt síðan Lára Hanna Einarsdóttir var rekinn af Rúv á afar hæpnum forsendum svo ekki sé meira sagt. 

Nú er lagst á Marínó G. Njálsson og eins og hann segir fréttamenn að hnýsast í fjármál hans.

Eins og það komi fjandanum eitthvað við í hans baráttu fyrir okkur hin?

Ég held að þessum snápum væri nær að reyna að elta uppi fólkið sem hefur aðstöðuna og valdið til að ljúga, stela og arðræna almenning.  En auðvitað það má ekki.  Það má bara djöflast á almenningi, og þá helst þeim sem eitthvað reyna að blaka á móti.  Svei því bara.  Þvílík húsbóndahylli og undirlægjuháttur.

Ég hvet fólk til að opna augun og sjá hvað er að gerast, þegar reynt er að gera lygina að sannleika, og sannleikann að lygi.

ImageHandler

 

Hver verður næstur fyrir barðinu á Elítunni!

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það er allt gert, ALLT til að þagga niður í og gera lítið úr þeim sem berjast fyrir réttlæti á þessari fanganýlendu AGS og Deutche Bank. Þetta er löðurmannleg fréttamennska.

Ævar Rafn Kjartansson, 18.11.2010 kl. 19:11

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Heiðarlegu fólki er ekki vært hérna lengur. Það er bara svoleiðis!!!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 18.11.2010 kl. 20:10

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.11.2010 kl. 22:02

4 identicon

til þeirra er málið varða! (Maríno)

Eftir því sem ég best veit hefur þú (Maríno), allgóður talsmaður fyrir hagsmunasamtök heimilinna verið trúverðugur og með fagmennsku í fyrirúmi. Ég hef ekki trú á því að félagsmenn í samtökunum óski eftir því að forsvarsmenn fyrir samtökin gangi í gegnum hreinsunareld og séu ekki með neina fortíð til að geta talist trúverðugir. Málefnið, markmið og samstaða er það sem skiptir máli og til að ná árangri þurfum við góðan talsmann og samstöðu félagsmanna til að árangur náist.

Virðingafyllst.

Birgir Rafn Árnason.

Birgir Rafn Árnason (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 22:35

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hversu marga þarf að "taka niður" af fólkinu sem vill berjast fyrir réttlætinu.  Og erum við menn eða mýs, ætlum við virkilega að láta yfir okkur ganga að réttlætið og sannleikurinn sé fótum troðin og þegja bara og þumbast?  Svo er auðvitað spurningin hvað getum við gert?  Í fyrsta lagi þurfa allir sem komast út úr húsi að kjósa á stjórnlagaþing, og í öðrulagi að kjósa fólkið almenning sem vill breytingar, ekki pólitíkusa, ekki opinberar persónur sem við þekkjum andlitið á, heldur fólkið sem er þarna úti og hefur sýnt það að það vill breyta og bæta.  Það er ekki nóg að vera með fagurgala og smjaður.  Við höfum fengið alveg nóg af svoleiðis.  Nú er alvaran á ferð, og ef okkur tekst vel upp með að fá nýtt blóð inn á stjórnlagaþingið, þá höfum við unnið áfangasigur.  Nú er að duga eða drepast, og standa í lappirnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2010 kl. 00:31

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Sýnist svo mörgum ráðamanninum vera sama,þótt uppvísir séu af lygi.
 

Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2010 kl. 01:20

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þeim er nokk sama ef þeir komast upp með það.  og svo sannarlega láta fjölmiðlamenn þá alltaf komast upp með slíkt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2010 kl. 01:36

8 Smámynd: Kidda

Skil ekki hvað fjárrmál hans komi okkur hinum við, hann er ekkert einn um að skulda mikið. En hann hefur barist hetjulega fyrir okkur hin. Vona að hann komi aftur í stjórn HAgsmunasamtaka heimilanna.

Kidda, 19.11.2010 kl. 09:39

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ótrúleg framkoma við Marinó, ég er saltvond yfir þessu.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2010 kl. 10:50

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já stúlkur mína, ég er meira svona slegin óhug, er þetta virkilega landið okkar og þjóðin sem hagar sér svona?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2010 kl. 11:22

11 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Sæl Ásthildur!

Já þeir þroskast ekki mikið sumir, já reyndar óþarflega margir samlandar okkar.

Eins og það sé ekki eðlilegasti hlutur í heimi að sá sem berst fyrir réttlátri leiðréttingu skulda heimilanna , sé skuldugur sjálfur! Hverjir ættu að gera það aðrir? Allavega er okkar reynsla af alþingi að þar greina alltof fáir rétt frá röngu nema brenni á eigin skinni!

Hverjir berjast fyrir hagsmunum s.k. hagsmunaaðila? Eru það menn úr þeirra röðum eða einhverjir alls ótengdir Jónar út í bæ? Hver krefur stjórnarmenn í LÍÚ reglulega um að gera grein fyrir sinni persónulegu skuldastöðu? Spyr einhver Friðrik Arngrímsson , reglulega um hverjar hans og eiginkonu skuldir séu? 

Nei ,þetta kemur málinu bara ekkert við. Þar sem það verður ekki hlutverk Marinós í þessu tilfelli að úrskurða endalega um málið.

Öðru máli gengdi um hann sem t.d. dómara í þessum málum.  

 Það má alveg eins véfengja hæfi þeirra sem ekkert skulda til að fjalla um skuldamál heimilanna. Út frá þessum sömu forsendum, í ljósi þess áróðurs að þetta lendi á skattborgurum, þá væru í raun allir skattborgarar þessa lands vanhæfir að berjast fyrir leiðréttingu lána á hvaða vettvangi sem er ?

Við gætum auðvitað ekki treyst þeim sem líklega drægju lappirnar í að sækja leiðréttingu á uppdiktuðum höfuðstól lána fyrir okkar hönd!

Nei ,auðvitað eru þetta óþurftarbullur á vegum s.k. kröfuhafa og ég tala nú ekki um , liklega undirlægjur lágmennanna sem hafa völdin í núverandi stjórn, svikastjórninni s.k, sem sækja að Marinó ,þessum bráðskarpa baráttumanni og reyna að gera hann ótrúverðugan!

Kristján H Theódórsson, 19.11.2010 kl. 13:06

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín.

Ég er ekki mjög dugleg á blogginu en ég tek heilshugar undir með þér. Við búum í kommúnistaríki - aldrei hefði ég trúað því að þetta gæti gerst hér á Íslandi en því miður er þetta raunveruleikinn í dag.

Vildi óska þess að þessi ríkisstjórn gæfi upp öndina sem fyrst. Allt betra en kommúnistar.

Svo er spurning, hverjum við gætum treyst?

þessi stjórn virkar alveg öfugt miðað við mínar hugmyndir. Getur ekki komið mikið í ríkiskassann ef á að lama allt og alla og drepa niður sjálfbjargarviðleitni einstaklingsins.

Ég set allt mitt traust á Guð almáttugan en ég veit að það er margir sem eru að biðja og biðja fyrir þandi og þjóð.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.11.2010 kl. 23:29

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Rósa mín, ég segi sama og þú.

Mæl þú manna heilastur Kristján.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2010 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband