17.11.2010 | 22:02
Ferðinni haldið áfram, Forthenstein er næsti viðkomustaður.
Þá er tölvuskriflið mitt komið í lag. Þeir hjá Netheimum voru flottir og gerðu við hana með glans, ég er rosalega ánægð með strákana þar. Mæti alltaf góðvild og hjálpsemi, svo eru þeir allir af vilja gerðir til að hjálpa mér, og ekki síst eru langódýrastir af öllum í viðgerðum og aðstoð á landinu, sverðað. Kærar þakkir fyrir mig drengir mínir.
Ég fór til læknis í gær, það er ekki í frásögur færandi, nema þessi tiltekni læknir er skemmtilegur og góður læknir. Við spjölluðum dálítið saman, og m.a. um mínar magasýrur sem eru ekki á góðu róli, og ég var að segja honum að ég hefði verið skíthrædd um að þegar ég fékk svona slæm köst af brjóstsviða, að ég hefði jafnvel haldilð að lég væri að fá hjartaáfall, því ég hafði heyrt að konur fengju jafnvel kenningu af slíku allt öðruvísi en karlar.
Jú sagði læknirinn minn, það er loksins farið að viðurkenna að konur og karlar eru um margt ólík í líkamsuppbyggingu og hvernig kynin upplifa ólíkt heilsufarslega. Svo bætti hann við, ég get sagt þér að ég er tildæmis líkari í genauppbyggingu karlsimpansa en konu. Og þú er líka skyldari kvensimpsa en karli. ég er sem sagt meiri ættingi karlsimpasa en þér, svo hló hann. Og ég hugsaði með mér, hvað hugsa feministar nú!!!
En ég ætla að bjóða ykkur að kynnast aðeins heimilinu sem ég bjó á í Forthenstein, sem er þorp, í kjarna þar sem eru nokkur þorp og sveitabýli í sama sveitarfélagil, eins og til dæmis Ísafjarðarkaupstaður sem samanstendur af Ísafirði, Flateyri, Suðureyri, Þingeyri og sveitunum í kring.
Haustverkin bíða, að saga niður eldivið í kamínuna. Þetta er svona alla leið frá Norður Noregi til Austurríkis.
Hér er amman sem litlu stúlkurnar mínar eignuðust hér úti. Hún fylgdi húsinu. Í Austurríki er hefð fyrir því að þegar sonur eða dóttir fer að búa, byggja þau ofan á hús foreldranna, og foreldrið býr í kjallaranum. Ef svo eins og í þessu tilfelli börnin missa húsið til bankans, eða lánardrottins, þá er ekki hægt að flytja foreldrarnir út. Þau fá að vera í húsinu, meðan þau geta séð um sig sjálf. Og þessi amma er yndisleg, hún er duglega að búa til allskonar sultur og baka og aðstoða Báru mína á allan hátt.
Í seinni heimstyrjöldinni fór hún til Vínar, meö öðru ungu fólki til að hreinsa til eftir stríðið, þau bjuggu í Katakombunum þ.e. það eru jarðgöng undir Vín, þar sem skolpið er, þar bjó fólkið, um og eftir stríðið. Í dag er hægt að kaupa sér safariferð niður undir yfirborðið og skoða, þar eru líka leiknir atburðir eins og árásir og allskonar ævintýri. Ég hef ekki farið í svona ferð, en ætla mér að fara eina slíka einhverntíman, þegar ég hef tíma til.
einn stærsti skógur í Austurríki nær alveg að húsinu þeirra, og við gengum stundum út í skóg. ég sýni meira af því síðar.
Hér voru áður eikarskógar, en þeir voru höggnir niður og beykið kom í staðinn, en nú má sjá að eikin er á uppleið aftur hér.
Trölli er alltaf til í göngutúr með fjölskyldunni.
Þau heita púbbsí, lille Fee og Carlos og eru ættleiddir inn í fjölskylduna. Þau komu innan við mánaðagamlir inn á heimiilið og Trölli gerðist faðir. Hann passaði þá þreif þá og gætti þeirra alveg, vakti yfir þeim. og nú eru þeir eiginlega meiri hvolpar en kettlingar, því þeir sleikja og leika sér meira eins og hvolpar, enda aldir upp af hundi.
Þeim finnst til og með gott að láta strjúka sér um kviðinn.
Ásthildarnar tvær.
Hanna Sól þarf að læra öll ósköpin heima, þessi litla sex ára stúlka þarf að gera heimaverkefni upp á allt að sex blaðsíðum, og það tekur á. Að vísu getur hún unnið heimanámið í skóladagheimilinu, en stundum dugar það ekki til. enda þurfa börnin í Austurríki að vera búin að velja hvað þau ætla að verða þegar þau eru tíu ára.
Fallegar mæðgur.
Stelpurnar elska kettlingana, hér er Ásthildur með Púbbsí.
Og hér erum við.
Hér gnæfir svo "höllin" Borg Forthenstein. Hæst upp á tindum, en ég mun sýna og segja meira frá henni síðar. Hér er hún í mystik af uppgufun úr dalnum vegna hitamismunar.
en við erum hér í um það bil 500 metra hæð yfir sjávarmáli. Og hér eru sko brattar brekkur Oh boy OH boy.
Prinsessan að fara að pússla.
Og hún hefur engu gleymt sú stutta.
Hvat did you learn to school to day, dear little girl of mine?
Stoltur kisupabbi.
Og þar sem við afi gerðumst aupair í nokkra daga, var auðvitað hluti af því að læra með barninu.
Höllin á sér myrka sögu, ég mun segja af henni síðar, og sýna ykkur aðeins innfyrir dyrnar þar.
Horft á mynd.
En við munum gera ýmislegt skemmtilegt, til dæmis skreppa til Ungverjalands til Sopron einnar af elstu borgum Ungverjalands fara í Parken, sem er fjölskyldugarður, í Kindermuseeum, og skreppa í sund.
En núna er komin tími á ból.
Takk enn og aftur Netheimastrákar Og ég býð öllum góða nótt.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk. Gaman að fá meira. Stelpurnar blómstra líka hjá pabba og mömmu, eins og afa og ömmu. frábært að sjá fólk og dýr í góðu kompaníi, kisurnar heppnar að hitta hundinn eða öfugt.
Dísa (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 22:57
Já þær eru heppnar að eiga Trölla að, hann elskar þá alveg í botn. Takk Dísa mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2010 kl. 23:07
Já það er margt að sjá,kanski sést þú bragða Ungverska kjötsúpu næst. Hún er einkar góð einn af vinahópnum úr S.Í.S. flúði hingað frá Ungverjalandi 1956, er giftur einni sem vann þar. Hann lagar stundum Ungverska kjötsúpu.
Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2010 kl. 23:12
Jamm hún er unaðsleg, smakkaði hana reyndar fyrst í Bratislava, systir mín eldar hana líka rosalega góða, var að hugsa um að fá mér hana en pantaði mér svo snitsel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2010 kl. 23:16
Takk elskuleg fyrir að leifa okkur að sjá myndir af þessum elskum sem hafa yljað manni svo oft er maður á bloggið þitt hefur leitað, yndislegt fyrir þær að hafa eignast ömmu þarna úti, þær eru jú bestar.
Gullach súpan er æði, en snitselin er algjört nammí namm
Knús í daginn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.11.2010 kl. 07:17
Oh Milla mín það var yndislegt að knúsa þær aftur og hafa þær í kring um sig. Já ég er afskaplega glöð með að þær hafa fengið nýja ömmu, sem er líka svona yndæl og góð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2010 kl. 08:43
Mikið er nú gott að halda áfram að ferðast með þér og sjá fjölskylduna aftur.
Knús í kærleikskúlu
Kidda, 18.11.2010 kl. 10:58
Vertu alltaf velkomin elsku Kidda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2010 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.