Dietlingen - Forthenstein.

Við komum til Vínar snemma morguns, Tengdasonur minn Bjarki Steinn sótti okkur, þau búa í litlu þorpi að mig minnir um 60 km fyrir utan Vín. Það verða nokkrar færslur héðan því við urðum lengur hér en við reiknuðum með.  Af því að við áttum ekki bókað far heim, gátum við verið lengur og aðstoðað sem aupair litlu stúlkurnar okkar, þegar mamma þeirra og pabbi þurftu nauðsynlega að sinna skóla og ritgerð.  Það var okkur mikil ánægja.  Og við gerðum líka margt skemmtilegt sem verður sagt frá hér.

IMG_7045

Komin í hús í Fortheinstein.  Sveitaþorp sem kúrir í hlíðum brattra hlíða.  Hér er allt að 500 m. hæðar mismundur frá miðbænum upp í efstu húsin.

IMG_7048

Prakkarar.  Við fórum í smáferð upp í vínakrana í Blaufränkis, en það er frægasta vínræktarhérað í Burgenland, og jafnvel Austurríki.

Austurríki er skipt í 9. fylki. 

Burgenland, Wien, Zaltburg, Tyrol, Forerlberg, Steijer Mark, Känten, OberAust urrich, Nieder Austurrich. 

26. október er þjóðhátíðardagur Austurríkir.  Þeir eru reyndar með rosalega marga frídaga og helgidaga.

Fyrir ofan húsið sem þau búa í Bára og Bjarki er endalaus skógur, þar lifa ýmis dýr, eins ogHirtir, dádýr, hérar, villisvín, slöngur, broddgeltir, fálkar, ärdmännschen, skrýtin dýr sem standa á afturfótunum.  Moldvörpur, mýs risastór fiðrildi og storkar svo eitthvað sé nefnt.  Austurríki er þriðja stærsta skógaland í Evrópuo 48% lands er skógur, og annað eins ræktarland.  Um 60 % landsins eru fjöll.

IMG_7051

Þetta er ekki skógardýr, heldur köttur sem heitir Lenny. Hann gerði það sama hér við dóttur mína, eins og Júlli gerði við Inga og Möttu í Noregi, bauð sér sjálfur í heimsókn og situr sem fastast. Hér er mikið um villiketti, og fólk gefur þeim, og jafnvel tekur þá í hús.

IMG_7058

Þennan dag byrjuðum við að sækja Ásthildi í leikskólann, Hanna Sól var í skólanum sínum og ætlaði bara að fara áfram á dagvist og læra þar heima.  Skynsöm stúlka.

IMG_7061

Leikskólinn er hlýlegur, mér finnst allir leikskólar eitthvað svipaðir.

IMG_7063

Þær eru báðar ánægðar í skólunum, þó vildi Ásthildur alls ekki fara í leikskólann þá daga sem við vorum í heimsókn, og hún stendur við það sem hún vill, sú stutta. Enda fannst mér það ekkert verra að hafa hana hjá mér allann daginn.

IMG_7066

Hér er allt miðað við þau litlu.

IMG_7068

ÚLfur kom með að sækja hana.

IMG_7073

Við skruppum aðeins í bæinn, og sú stutta taldi sig þurfa að kaupa fötLoL

IMG_7076

Fórum svo á besta pizzastaðinn og fengum okkur pizzu. Svo var ákveðið að fara til Blaufränkis til að skoða vínrækt.

IMG_7087

Verð eiginlega að viðurkenna að ég hef verið hugsandi yfir þessu skilti á bílnum.  Eru vinstrihandar bílstjórar verri en rétthentir?Undecided

IMG_7089

Haldið í þorpið þar sem vínbóndinn býr.  Man því miður ekki lengur nafnið á þorpinu.

IMG_7091

En býlið heitir Fuchs, sem þýðir refur, og er reyndar nafnið á öðrum bóndanum.  En þeir eru tveir bræður sem eiga þetta saman.

IMG_7092

Hér er svo traktorinn hans eins og sjá má er veðrið afskaplega gott.

IMG_7094

Vínræktarbændur taka gjarnan á móti gestum og sýna þeim framleiðslu sína og leyfa fólki að smakka, þessi ungi maður var sérlega yndæll og skemmtilegur.

IMG_7097

Ljúfur og skemmtilegur.

IMG_7101

Börnin voru ekki skilinn eftir útundan, því þau fengu vínberjadjús sem var mjög bragðgóður.

IMG_7102

Og auðvitað alveg óáfengur.

IMG_7105

Jarðvegurinn í vínberjarækt skiptir öllu máli.  Hér í Blaufränkis er jarðvegurinn einstaklega frjór og mikið af sérstöku grjóti sem gefur þetta einstaka bragð.

IMG_7106

Eins og sjá má, er ekki allur jarðvegur eins, þó hann sé á sömu plantekru. 

IMG_7109

Unnusta Fuchs býr í Ungverjalandi, og sú fjölskylda á líka vínbúgarð, þar rækta þau einstakt vín, sem er meðhöndlað allt öðruvísi, því berin eru þurrkuð.  Tokaj er margverðlaunað vín, og þykir einstakt.

IMG_7107

Þessi litur er einkennandi fyrir vínið þeirra.

IMG_7117

Við vorum leidd ofan í vínkjallaran, og fengum að smakka á vínum á mismunandi stigum vinnslunnar.

IMG_7119

Hér sýnir hann okkur gamla pressu frá 19öld, hann segir að gömlu græjurnar gefi besta vínið.

IMG_7122

Hér eru svo tunnurnar.  Fuchs er með ökologiska ræktun, og vill innleiða gamla siði, hann handtýnir öll sín ber, og ætlar að fara út í að notast við hesta við vinnsluna á ökrunum, því hann segir að þeir fari betur með jarðveginn en traktorar. 

IMG_7123

Skálað í eðalvíni sem er í gerjun en gott samt.

IMG_7126

Þeir rækta mestmegnis rauðvín því ræktarsvæðið er best við slíkt, en upp við stórt vatn sem er þarna í nágrenninu eiga þeir hvítvínvínberja akra. Þar er svalara á nóttinni sem er þýðingarmikið við ræktun á hvítvíni, meðan jafnaðarhiti er nauðsynlegur fyrir rauðvínin.

IMG_7138

Hér gefur hann Ella innsýn í hvernig á að klippa plönturnar upp á gamla mátann, en það ætlar hann að fara að vinna að núna. Þá er klippt þannig að uppbindingu er ekki þörf.

IMG_7140

Þeir opnuðu víngerðina sína árið 2005.  Og hafa byggt þetta allt upp sjálfir.

IMG_7144

Svo var komið upp aftur, og smakkað fullgert vínið.  Hann kenndi okkur líka hvernig á að lykta af því úr glasinu. 

Hann er aðallega með tvennskonar rauðvín.  Eitt er það sem þeir hafa ræktað sjálfir frá eigin plöntum og er merkt Fuchs og Blaufränkis og síðan annað sem gamall frægur háskólaprófessor vann að, sem hét Bereigelt og ber vínið það nafn.  En við áttum meira skemmtilegt í vændum.

IMG_7146

Flottur vínekrubóndi, og hann sagði okkur að vinur hans hefði dvalið á Íslandi og hefði verið hrifinn, og hann hugsaði sér að heimsækja landið líka.

IMG_7152

Svo var haldið í bílnum hans upp á vínakrana.

IMG_7154

Veðrið var yndislegt og kvöldsólin sendi geisla sína yfir land og þjóð.

IMG_7156

Sjáið dósina þarna fremst, þetta er til að fæla dádýrin og hirtina.  Faðir drengjanna vakti heilu næturna yfir ökrunum meðan hann vann við þetta. Því þau koma að nóttu til og glomma í sig berin svo ekkert verður eftir.

IMG_7159

Eins og sjá má erum við í Burgenland.

IMG_7160

Það er ekkert villisvæði hér nema skógarnir, allt annað skipulagt.

IMG_7161

Það er enginn smávinna sem liggur í víngerð.

IMG_7171

Það er sérstök upplifun að smakka vín á akrinum þar sem berin eru ræktuð, sérstaklega í yndislegu veðri með kvölsólina beint í æð.

IMG_7175

Skál vinir, hóflega drukkið vín, gleður mannsins hjarta.

IMG_7177

Meiriháttar.

IMG_7190

Börnin skemmtu sér líka vel.

IMG_7213

Þegar við héldum niður af ökrunum var sólin að setjast.

IMG_7216

Berin eru.... góð segir Úlfurinn.LoL

IMG_7217

Þá er bara að kveðja.

IMG_7218

Og þakka fyrir dásamlegan og viðburðarríkan dag, við keyptum nokkrar flöskur af honum með þessu eðalvíni.

IMG_7219

Og héldum heim.

IMG_7226

Þá eru það kvöldverkin.  Þessar dömur þurfa að fara snemma að sofa, því þær þurfa að vakna snemma eða allavega Hanna Sól, Ásthildur harðneitaði að fara. Heart

IMG_7227

Fá sér kvöldverð, bursta tennur og svo lesa sögu.

Og nú förum við líka að leggja okkur.  Eigið gott kvöld. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég vona að það sé ekki vísindalega sannað að örvhentir séu verri bílstjórar - ég er nefnilega örvhentur ..............

Jóhann Elíasson, 10.11.2010 kl. 23:28

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Er ekki hægt að rækta þessi ber í fína garðinum þínum?,Brugga svo smá fyrir hátíðar.  Upgrade your email with 1000's of emoticon icons

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2010 kl. 00:14

3 identicon

Dásamlegt

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 07:38

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhann já ég ætla rétt að vona ekki.

Helga mín við erum búin að tína okkar vínber og leggja í svo er að sjá hvernig tekst til. 

Takk Ragna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2010 kl. 08:53

5 Smámynd: Kidda

Gaman að sjá stelpurnar aftur Alltaf jafn gaman að ferðast með ykkur

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 11.11.2010 kl. 09:53

6 identicon

Yndislegt . Frábært að fá að sjá stelpurnar sem við höfum fengið að fylgjast með.

Dísa (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 12:30

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kidda og Dísa, það verður aðeins meira af myndum af þeim á næstunni.  Þessum fjörkálfum okkar allra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2010 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022157

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband