Frá Köln til Dietlingen í Svartaskógi.

Frá Alley vinkonu minni, fórum við svo til Dietlingen.  Dietlingen er eitt nokkurra þorpa sem lúta sömu yfirstjórn.  Keltern heitir svæðið, og rétt þar hjá er svo Pfhorsheim borgin sem bandamenn réðust á, eftir að stríðinu lauk.  Þeir drápu 18 þúsund saklausa borgara á einni nóttu, Það sem heimamenn svíður sárast er að yfirmenn borgarinnar vissu af loftárásinni, en létu bara gæðina og fjölskyldur vita.  Eftir árásina var svo öllum rústum hrúgað saman og gert manngert fjall úr þeim, sem trónir yfir borginni, þar eru myndir sem sýna fyrir og eftir árásirnar.  Hrikaleg saga sorgar og illvíga. 

En nóg um það, sagan í Evrópu er blóði drifin, eitthvað sem við þekkjum ekki einu sinni af afspurn, svo hrikalegar eru þessar minningar sem geymdar eru komandi kynslóðum til viðvörunar.

IMG_6047

Þessi ferðalög tóku svolítið á stubbinn minn og ég er ekki frá því að hann hafi verið farinn að sakna skólans, en alveg örugglega skólafélaganna.

IMG_6046

Það virðist vera að hver þumlungur Þýskalands sé þrautskipulaður, þó hef ég komið á stað í Austurþýskalandi þar sem náttúran fékk að hafa sinn gang ótrufluð, en það var við Lubbenau.

IMG_6050

En landslagið er fallegt.

IMG_6059

Hér er húsið þeirra Birgit og Stefans. Þau hafa svo sannarlega hannað þetta hús með hagkvæmni í huga, því húsið er að mestu sjálfbært með rafmagn og hita.  Einungis yfir desember janúar og ef til vill febrúar þurfa þau að kaupa af rafmagnsveitunni, alla aðra mánuði selja þau orku inn til hennar.  Húsið skiptir um lit eftir því hvort er sól eða skýjað.  Þetta eru fjórar hæðir og byggt þannig inn í landslagið að á öllum fjórum hæðum er hægt að ganga beint inn í húsið.  Enda eru þau Birgit og Stefan verðlaunahafar frá Evrópusambandinu, hún sem arkitekt og hann sem sólarorkusérfræðingur. 

IMG_6060

Þau hafa unnið mjög gott starf um heimin við að bæði hanna, betrumbæta hús og auka skilning á því hversu nauðsynlegt það er að nýta sem best sjálfbæra orku.

IMG_6061

Skemmtilega skreyting hjá nágrannanum.

IMG_6062

Útsýnið frá húsinu þeirra.

IMG_6063

Og sumir eru dálítið seinir á sér að forða sér frá vetrinum.

IMG_6064

En við ákváðum að fara í smá göngutúr um vínræktarsvæðið og yfir í næsta þorp sem heitir Elmendingen.

IMG_6065

Hér eru mörg falleg og við við haldinn hús, sem gaman er að skoða.

IMG_6066

Og fólkið hugsar vel um húsin sín og garða.

 

IMG_6067

Göngutúrin okkar.

 

IMG_6068

Hér er gömul bjórverksmiðja sem nú er safn.

 

IMG_6069

Já hér erum við á leið upp á vínakrana.

 

IMG_6071

Þessi stigi á þakinu er fyrir sótarann.  Hér eru auðvitað sótarar, því eins og í Noregi þá eru kamínur á nánast öllum heimilum.  Ekki samt hjá okkar fólki, því þau þurfa ekkert slíkt.

 

IMG_6072

Litlu þorpin kúra undir hæðunum, hér er reyndar verið að gera lúxuslóð, einhver sem er ekki í kreppu.

IMG_6073

Þetta er sniðugt, svona mottur með mosa.  Ef menn vilja ekki gras, þá er þetta alveg gráupplagt.

 

IMG_6074

Hér er matarkista, allskonar ávaxtatré, eplin standa ennþá hér.

 

IMG_6075

Notuð í snaps sultu eða mauk.

 

IMG_6077

Hér er aðalvínræktarakrarnir í Keltern, reyndar held ég að orðið Keltern sé orð yfir vínverksmiðju.  Veit það þó ekki, þar sem ég kann ekki þýsku.

 

IMG_6078

 

Elmedingensést hér kúra hlýlegt.

IMG_6079

Svona kofar eru mjög gjarnan við ræktarsvæðin, þarna hafa eigendur athvarf, og gjarnan selja þeir afurðir sínar frá svona kofum.

IMG_6080

Hér má sjá ber sem ekki hafa verið týnd ennþá, þetta mun verða svokölluð Spedvín, þ.e. tekin eftir fyrstu frost, dýrmætari vín og sætari.

 

IMG_6081

Sést betur hér.

IMG_6082

Hér á gönguleiðinni voru allskonar skylti um hvað tegund berin eru, og hvernig vínin verða, eftir því hvaða gæði eru á berjunum.

 

IMG_6083

Það er svo sannarlega fallegt um að litast hér við rætur Svartaskógar.

IMG_6084

Og margt að skoða og spyrja um.

IMG_6085

Tröppur upp og tröppur niður, þannig er það bara í hallanum sem er hér.

IMG_6086

Við fórum svo inn á kaffihús í Elmendingen, og fengum okkur eitthvað heitt eftir gönguferðina.

 

IMG_6087

Og við skemmtum okkur konunglega.

 

IMG_6088

Chokolade mit shane Það er lífið.

IMG_6089

Gönguleiðin heim var svo friðsæl.

IMG_6091

Hér við endan á gönguleiðinni var svo þetta skylti, og víngerðarhús, sem við fengum að kíkja inn í.  bændurnir feðgar á besta aldri voru nýkomnir heim af akrinum, með vínberin sín, og leiddu okkur um húsið sitt og sýndu okkur hvernig þetta er gert.

IMG_6092

Gamaldags stampur.

 

IMG_6093

Nýtísku ker, eins og okkar fiskikör.

 

IMG_6094

Vínberin komin á sinn stað, hér eru þau í tíu daga, síðan pressuð og sett á flöskur. Og bóndinn sagði við okkur; Ameríkanar vilja alltaf hafa sama bragðið af víninu, þess vegna kaupa þeir vín frá Kaliforníu, Argentínu og Chile, en við leggjum upp úr því að vínið sé ekta og fari eftir árferðinu, það er hluti af víngerðinni hér, og svo brosti hann.

IMG_8132

Og þegar við komum heim var auðvitað tekinn okkar uppskera, og farið í víngerð.

 

IMG_8134

Og ég get sagt ykkur að berin okkar eru GÓÐ.

IMG_8123

Elsku Birgit og Stefan, Leon, Britt og Magnús, innilega takk fyrir okkur. Það verður gaman að hitta ykkur í vetur, ef þið komið hingað um jólin.  Innilega takk og knús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

TAkk fyrir frábæra ferðasögu...  Og takk fyrir allar myndirnar...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.11.2010 kl. 23:54

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta ferðalag kostaði mig ekki neitt,takk kærlega fyrir.

Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2010 kl. 00:04

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir mig, yndisleg ferð og frábært að sjá húsið hjá vinafólki ykkar, alltaf er nú viðkunnaleg síðasta myndin yfir fjörðinn þinn. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2010 kl. 11:48

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar.  Já Helga mín þetta ferðalag kostar ekki mikið, ekki nema ánægju mína að geta boðið ykkur öllum í ferð.

Takk Jóna mín.

Takk Ásdís mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2010 kl. 13:39

5 Smámynd: Kidda

Frábært að geta ferðast frítt með ykkur Heppin þið að eiga ykkar eigð vínberjatré

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 10.11.2010 kl. 18:47

6 identicon

Takk, enn og aftur. Frábært að ferðast með ykkur

Dísa (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 20:30

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir að koma með, Kidda mín og Dísa, mín er ánægjan að gefa ykkur smáferð um aðrar slóðir, svona á þeim síðustu og verstu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2010 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband