8.11.2010 | 23:15
Með viðkomu í Köln.
Já Köln, hvers vegna fór ég þangað?
Ég á nokkrar góðar vinkonur gegnum allt mitt líf, sú elsta og kærasta er auðvitað Dísa Gríms, en þar á eftir koma Alley og Obba.
Ég kynntist þeim þegar ég vann í SÍS í Austurstræti, í skóbúðinni, þegar ég fór til tannlæknis, fyrst vann ég í frystihúsi og síðan þarna í skóbúðinni, á efri hæðunum unnu með fleirum Alley og Obba, og þegar ég ákvað að freista gæfunnar í Glasgow sem aupair, báðu þær mig um að skoða fyrir þær, hvor ég gæti útvegað þeim slík pláss líka.
Að vísu varð ferðin mín ansi ævintýrarík, því ég var stoppuð á flugvellinum af svokölluðu útlendingaeftirliti, lítill karl með pent rakað yfirvaraskegg, sem spurði mig hvað ég ætlað að gera í Skotlandi. Ég svaraði af bragði að ég ætlaði að koma til að fá vinnu. Ertu með atvinnuleyfi, spurði karlinn. Nei svarað ég, kokhraust. Þá færðu ekki að koma inn í landið, svaraði karlinn af myndugleik. Nú þá fer ég bara til Svíþjóðar svaraði ég fullum hálsi, ég ætla ekki að láta senda mig heim eins og heypoka. Nei sagði karlinn, við verðum að senda þig heim til Íslands. Nei sagði ég, ég neita að fara. Sem betur fer fyrir mig voru komin til að taka á móti mér vinafólk sem ábyrgðist mig í einhverjar vikur. Jæja þá sagði karlinn, en þú mátt bara vera hér í hálfan mánuð og reyndu ekki að fá þér vinnu. hehehehe.....ég fékk vinnu á elliheimili í Paysley, sem var reyndar skítadjobb, og fór svo þaðan í aupairinn. En ég frétti svo seinna að flugvélin hefði verið látin bíða eftir prakkaranum í tvo tíma meðan ég þrasaði við breska ljónið um tilverurétt.
Hvað um það, í Köln býr nú þessi vinkona mín Alley, hún er að vísu búin að vera út um allan heim, í London, BNA, Suður Ameríku og fleiri stöðum, en býr nú í Köln.
Jamm Glasgow skvísur árið 1965.
Og við Loch Ness,mikið vorum við flottar á þessum dögum Alley mín, varstu búin að gleyma þessu?
Hér er annar gæinn sem við fórum með. Hinn tók myndirnar.
Við erum auðvitað flottust
Eða manstu puttaferðalagið í maí áður en ég fór heim? Frá Glaslllgow til Tour í Frakklandi?
Það verður rifjað upp annarsstaðar.
Hér erum við allar eftir þrjátíu ár, mikið hefði ég viljað hafa þig með okkur í haust elsku Obba mín.
En svona er sönn vinátta tímalaus og alltaf eins.
En nú erum við á leið til Kölnar frá Berlín í lest.
Komin á brautarstöðina. Hér verður bara stiklað á stóru, því aðal ástæðan fyrir komu minni hingað er að heimsækja vinkonu mína.
Það var smámiskilningur milli okkar um tímann, og meðan við biðum eftir að Alley kæmi eða eiginmaður hennar Manfred, fengum við okkur að borða.
Áttum svo yndislega stund með þeim hjónum um kvöldið, en urðum að fara daginn eftir, með loforði um að stansa lengur næst. Og við fórum smárúnt um hina fallegu Köln, áður en við lögðum í hann til Dietlingen í Svartaskógi.
Hér erum við að skrönglast yfir vegg á leið í miðbæinn.
Og hér er Elías með eina töskuna.
Hér á þessum slóðum 11. 11. klukkan 11 mínútum yfir 11, er haldin skemmtilegur siður. Þá fara konur á pöbbarölt með skæri í farteskinu og klippa bindi af karlmönnum sem þær hitta. Gólið er að koma heim með sem flest afklippt bindi. Þetta er svona karnivalstemning, og hér sést að undirbúningurinn er þegar hafin.
Dómkirkjan í Köln er eitt af því fallegasta af byggingu sem til er. Og hún er bara við hliðina á járnbrautarstöðinni.
Tilkomumikil og flott.
Hér er stubburinn að kveikja á kerti fyrir Magnús Erlingsson sóknarprest okkar, þar sem hann er í fermingarfræðslu.
Og fyrir utan syngja menn af hjartans lyst.
Og hér eins og annarsstaðar eru svona götulistamenn. Af hverju er þetta ekki til dæmis í Reykjavík?
Eins og í öllum öðrum gömlum borgum eru götur mjóar og bara ætlaðar hestakerrum, og lítlið við því að gera.
Og húsin allskonar.
Sjáið hvað ég meina.
Hér höfum við ána Rín.
Vilð ættum ef til vill að vera mildari í dómum okkar um skipulag og húsavernd.
Úlfurinn settur í bönd
Ég meina að það getur alveg harmonerað saman gamalt og nýtt ekki satt?
Og við þessa elskur, alveg í takt.
Eða þannig, hún er dálítið skrýtin þessi ótrúlega væntumþykja, gegnum súrt og sætt, þykkt og þunnt, en svona er það bara.
Og rómverjar voru allstaðar ekki satt?
Skemmtun á götum úti.
Og enn og aftur flottur arkitektur.
Og svo var farið inn á kaffihús og pantað súkkulaði og ís.
Svo lá leiðin áfram til Svartaskógar, til Birgin og Stefan ástkærra vina okkar þar.
Elsku Alley mín ég lofa að stoppa lengur næst, ef til vill bara koma sjálf og við ruslumst um Köln og nágrenni, og ég reyni að dobbla Obbu með það myndi verða ofsalega gaman. Innilega takk fyrir okkur Manfred og Alley.
farin áleiðis til Dietlingen í Svartaskógi. En þar verður næsti áfangi.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vann líka í S.Í S í Austurstræti,bara mörgum árum áður.Þar myndaðist góður vinahópur,við "stelpurnar" höfum haldið hópinn með því að hittast í kaffi eða mat hjá hver annari. Nýlega hittumst við í Perlunni og þá voru karlarnir sem þar unnu líka með. Dómkirkjan í Köln er dýrðlega falleg bygging,fór ekki inn í hana því dýragarðinn varð að sjá. Má ég spyrja var Kiddý Birgis að vinna með þér í SÍS,segir mér bara seinna. Takk fyrir,
Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2010 kl. 23:41
Ég man ekki eftir Kiddý Birgis, en það er svo langt síðan, verslunarstjórinn í skóbúðinni heitir Björn Þröstur Axelsson, og skrifaði nýlega í gestabókina mína.
En við urðum góðar vinkonur þarna við Alley og Obba, og nokkrar fleiri sem nú hafa gleymst mér allavega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2010 kl. 08:31
Já, þau eru sterk þessi vináttubönd, geta dofnað á köflu, trosnað og jafnvel í stöku tilfellum slitnað. En oftast styrkjast þau aftur og eflast eins og hjá okkur, þó alltaf sé gaman að hittast þola vinaböndin vel að tími líði og þegar við hittumst er eins og við höfum hist í gær. Frábært að þú gast notað tækifærið núna og treyst böndin.
Dísa (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 11:13
Já það er alveg rétt Dísa mín, vinátta er tímalaus, kröfulaus og kærleiksrík. Það er það sem er svo gott við góðan vinskap.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2010 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.