Kosningar eða ekki!

Mér finnst svífa yfir vötnum að kosningar eru í farvatninu.   Ekki vegna þess hvernig ríkisstjórnin reynir að segja okkur annað, eða vegna tunnumótmælanna, né heldur grasserandi óánægjunnar í þjóðinni.

Nei það er eitthvað annað.   Það er hvernig menn eru allt í einu farnir að skrifa, menn sem alltaf reyna að komast að, fyrir kosningar,  þeir eru svokallaðir atvinnuframbjóðendur.   Reyna annað hvort að fara fram sjálfstætt, eða hengja sig á nýrri framboð og samtök. 

Nú bólar á þessum aðilum, og sýnist mér að þeir séu komnir í fullan gang að vekja á sér athygli. 

En það er líka greinileg örvænting þeirra sem styðja þessa ríkisstjórn.   Hvernig þeir á allan hátt reyna að gera lítið úr mótmælum, reyna að koma því inn hjá fólki að öll mótmæli í dag séu runninn undan rifjum Sjálfstæðismanna.  Þeir eru aðal grýlan í dag.  Ég vona að fólk hlusti ekki á þessar aumkvunarverðu raddir fólksins sem sjálft stóð og hafði hæst í búsáhaldabyltingunni, og heimtaði réttlæti, gagnsæi og jafnræði. 

Nú þegar þeirra eigið fólk er við stjörnvölin, og jafnvel fjölskyldur, og fólkið mótmælir þeim svikum, lygum og þöggunum sem núverandi ríkisstjórn beitir, þá heitir það eitthvað allt annað.   

Ég tek líka eftir því að menn eru að verða orðljótari og illskeyttari en áður.  Það lýsir ákveðnu vonleysi um að réttlætið sé handan við hornið.  Enda er greinilegt að ekki er mikið að gerast í slíku hjá núverandi ráðamönnum.  Þeir hafa greinilega gefist upp fyrir erlendu ráðríki, og hugsa bara um að sigla fleyinu inn í "örugga" höfn ESB  og AGS. 

Það er svo pínlega augljóst að þau Steingrímur og Jóhanna eru ekki að hugsa um almenning í landinu, heldur sig sjálf og framtíðina hverju sem þeim hefur annars verið lofað til að vera þæg eins og börn á leikskóla.  Og fylgjendur þeirra dansa með, rétt eins og grillararnir og skemmtanafíklarnir í XD gerðu á sínum tíma.

Jæja þeir skulu nú upplýstir um það að mómælendur í dag eru margir þeir sömu og áður, það er fólkið í landinu sem er orðið dauðþreytt á valdagræðgi og ráðslagi svokallaðs fjórflokks, það fólk sem stendur fremst í mótmælum núna styður ekki lengur þá pólitík sem stunduð hefur verið um áratugi.

Þetta fólk vill breytingar.  Það vill réttlæti, gagnsæi, og að hugað verði að almenningi og þörfum hans, en ekki persónulegum högum pólitíkusa hvaða nafni sem þeir nefnast.

Þegar verið er að reyna að sverta Hreyfinguna og Frjálslyndaflokkinn, með því að varaformaður F og baráttumanneskja í Hreyfingunni séu þarna að mótmæla, þá er það bara út í loftið.  Því það eru einmitt þessir tveir flokkar sem eru ásamt Borgarahreyfingunni og Hægri grænum mesta von Íslendinga um réttlæti og aðgerðir til handa borgurum landsins.

Í dag eru þetta litlir flokkar, mest megnis vegna þöggunnar og tilrauna fjórflokksins til að halda þeim í skefjum.  En ef fólk les málefnasamning Frjálslynda flokksins og horfir yfir það sem þeir gerðu á sínum tíma á Alþingi, og hlustar á hvað Hreyfingin hefur verið að gera, opna dyrnar og gluggana til almennings, rétt eins og þeir lofuðu fyrir kosningar, þá ættu þessir flokkar að fá meirihluta á Alþingi næst þegar kosið verður.

Fjórflokkurinn vill ekki breytingar, þeir vilja ekki nýja sterka aðila inn, vegna þess að þeir eru búnir að koma sér vel fyrir í kerfi þar sem þeir hvort heldur sem er, eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, hafa sína bitlinga í friði, og ekki er hróflað við neinu sem skiptir máli.  Það sést best nú undanfarið á ráðningu Árna Matthísen til FAO og endurráðning Halldórs Ásgrímssonar í Norðurlandaráð.

Ef fólk vill ekki opna augun og sjá hvað er að gerast, þá er okkur ekki við bjargandi.  Þá getum við bara spriklað í spillingarsúpunni, það sem eftir er, meðan unga fólkið okkar flýr land, til að lifa betra lífi með fjölskyldu sinni. 

Ég finn það allstaðar að meiri hluti fólks hugsar líkt og ég í þessu, ég sé það á ályktunum þjóðfundarins, og ég heyri það sem fólk segir, og það sem það skrifar.  Við viljum breytingar, og við megum ekki láta bera okkur af leið, með því að láta spillingaröflin etja okkur saman í flokkadrætti. 

 Við verðum að fara að standa saman og koma greftrinum út, ef við viljum láta okkur líða vel í landinu okkar fagra og gjöfula, þar sem allir ættu að hafa nóg að bíta og brenna.

Upp með tunnur og barefli, upp með penna og blokk, upp með tölvuborð og blogg.   Orðið er sverð þeirra sem komast ekki niður á Austurvöll.  Og orðið getur verið beitt vopn, sé því beitt af hógværð og stillingu, en festu og ákveðni. 

Stöndum nú einu sinni saman öll um að koma á því réttlæti sem við öll þráum.  Sýnum að við getum staðið saman sem þjóð.  Og breytt þeim gangi sem nú er.  Ef við komum þessari ríkisstjórn ekki frá völdum, neytum þá allra bragða til að veita henni það aðhald sem hún þarf til að halda sig við vilja og þarfir okkar sem hér búum.  Það ætti að vera forgangsmál þeirra, en ekki að flengjast um heimin leikandi stóra karla, og þenja sig, meira útlengindum til athlæis en eitthvað annað. 

Ein þjóð í einu landi, saman getur lítil þjóð lyft grettistaki, það höfum við þegar sýnt svo ekki verður um villst en meira þarf til.  Nú er lag.

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981

Að lokum vil ég biðja frambjóðendur til Stjórnlagaþings að auglýsa númer sín helst á mynd sinni eins og Kolbrún Baldursdóttir bloggvinkona mín gerir.

Ég er nefnilega að fara að huga að þeim sem ég ætla að kjósa, og þar sem það verður númerið sem skiptir máli en ekki nafnið, vil ég endilega fá að vita númerin.  Ég ætla mér að vanda valið, og lesa það sem frambjóðendur hafa fram að færa.  Þarna eru margir sem ég hef áhuga á að styðja, og þess vegna þarf ég að fara að nótera niður hjá mér númer þeirra sem ég treysti best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ásthildur, ef þú ferð inn á www.svipan.is, þá er þar listi yfir frambjóðendur í stafrófsröð með númerum.  Það er hægt að klikka á nöfnin, og margir eru búnir að senda inn kynningu á sér.  Þar eru einnig greinaskrif frambjóðenda.  Þeir eru að standa sig vel á Svipunni í kynningu á frambjóðendum.

Sigríður Jósefsdóttir, 8.11.2010 kl. 12:21

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nýafstaðinn þjóðfundur,sýndi okkur áherslur allflesrta Íslendinga,að verja fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Ég tók eftir nr.Kolbrúnar og mun koma mér upp lista með þeim,sem ég mun kjósa,auk þeirra sem ég hef löngu ákveðið að verði þar.    Værum við að skrafa saman undir linditré þínu núna, bæri ég upp spurningu ætlaða okkur báðum. ;"Heldur þú Ásthildur mín að við (öll)  höfum ekki   lært það  mikið af Hruninu,svona rétt eins og mönnum sem bjargað hefur verið úr lífsháska,að við útrýmum spillingu. Ein þjóð í einu landi,ekki hreppur í Evrópu.

Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2010 kl. 13:14

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Í framhaldi af hugleiðingum þínum Ásthildur um pólitík vil ég vekja athygli á nýjum flokki HÆGRI GRÆNIR er stofnaður var 17 júní s.l sem segir meir um flokkinn en
margt annað. Á annað þúsund manns hafa gengið í flokkinn síðan sem hlýtur að teljast gott. Flokkurinn er á facebokk með stefnumál sín, merki og upplýsingar um
flokksskrifstofu nýopnaða. Flokkurinn hyggst bjóða fram um land allt til höfuðs fjórflokknum. Framfarasinnaður borgaralegur flokkur á þjóðlegum grunni er berst
fyrir hagsmunum ALMENNINGS á Íslandi og íslenzkum þjóðarhagsmunum. Flokkur sem 100% er hægt að treysta í andstöðu sinni gegn ESB-aðild, Icesave  og AGS.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.11.2010 kl. 13:17

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyror upplýsingarnar Sigríður mín, ég mun kynna mér þetta á svipunni.

Helga mín, ég veit að við og reyndar margir fleiri hafa lært eitthvað af hruninu, en það er eins og sumt fólk ætli aldrei að læra, eru föst í einhverju sem það losnar ekki úr, því miður, og er þess vegna alveg tilbúið að selja bæði sjálfstæði sitt og þjóðina.

Fyrirgefðu Guðmundur, já ég hef áður minnst á hægri græna sem möguleika.  Þessir flokkar þurfa að ná fótfestu, til að minnka yfirgang fjórflokksins.  Þarna eru nokkrir möguleikar sem fólk getur valið úr. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2010 kl. 13:20

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég gaf þessu dagsetningu fyrir einhverjum mánuðum og nefndi 15. nóv. Þá hlyti að sjóða upp úr þegar fólk færi að finna fyrir vilyrðum helferðarparsins við AGS um innheimtu veða og fellingu allra lána. Nú og að sjálfsögðu loforðin um að greiða IceSave þvert ofan í vilja þjóðarinnar. Þetta átti að koma til nú um mánaðamótin og er í gangi eins og allir vita. Svo var það framlenging samstarfsins við AGS um 9 mánuði, sem var gert án þess einu sinni að bera það undir VG og Hreyfinguna.  Samfylkingin hefur raunar ekki talið þörf á því í neinni af þremur framlengingunum og hafa gert það í kyrrþey eins og sönnum landráða og einræðisflokki sæmir.

Kannski var ég of bjartsýnn með dagsetninguna.  En ef ekkert gerist brátt þrátt fyrir þessi ósköp, þá á þessi þjóð ekki viðreisnar von.

Varðandi þessa flokksómyn hans Guðmundar hér að ofan, þá er hann tilraun til að selja hægri öfga með náttúruverndarbragði, svona rétt eins og VG selur sósíalismann sinn með sömu bragðtegund, svo fólk skynji ekki gallbragðið. Sérðu ekki fyrir þér verðbréfasala í jakkafötum með blóm í eyranu og rafmagngítar úti á engi.

Hægri Grænir!!  Ég hef ekki heyrt það betra lengi. Menn geta svo litið inn á blogg Guðmundar og co og lesið gorgrautinn og munnsöfnuðinn með öllum sínum upphrópunum og  ofstæki.  Nei takk fyrir Guðmundur minn. Vil ekki sjá þig á þingi.  Alveg pakksaddur á þessari hálfvitavæðingu stjórnsýslunnar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2010 kl. 19:58

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér leikur þó forvitni á að fá útlistun á græna þættinum í stefnu Hægri grænna. Finn hans hvergi stað.  Er það andstaða við stóriðju eða bara nokkrar hríslur á þingvöllum til að réttlæta nafngiftina?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2010 kl. 20:05

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón Steinar ég er hissa á því af hverju er ekki löngu búið að sjóða upp úr, eins og stjórnvöld hafa hagað sér. Hvað varðar hægri græna þekki ég ekki til það. En þekki bæði til fólks í Frjálslynda flokknum sem ég mun reyna að standa að baki og Hreyfingunni og Borgarahreyfinunni.  Þau eiga mína athygli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2010 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022160

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband