7.11.2010 | 15:54
Berlín.
Við flugum til Berlínar frá Osló. Fengum afar ódýrt flug eins og áður sagði.
Berlín vekur upp ýmsar hugsanir. Borg dramatískra atburða, mikillar eyðileggingar og sorgar, en líka ótrúlega falleg og framsækin borg, með fallegum nýtískubyggingum, þar sem heilu hverfin hafa verið sprengd upp í stríðinu. En líka ótrúleg saga vegna skiptingar borgarinnar í tvo hluta, þar sem fólki var sundrað miskunnarlaust, til þess að halda því sumu nauðugu innan ákveðinna marka. Grimmdin var slík, og þetta er bara rétt við bæjardyrnar hjá samtímanum, það vekur manni hroll.
Við ákáðum að taka svona city tour, en ekki með svona smábíl, heldur strætó. Við vorum samt ekki búin að vera lengi um borð þegar Einar Þorsteinn hringdi í okkur og við hoppuðum af, upp í næsta leigubíl og hann tók á móti okkur við vinnustofur Ólafs Elíassonar. En þeir eru í samstarfi við ýmislegt, eins og tildæmis glerverkið í Hörpunni. Einar Þorsteinn er snillingur í Geometriskum fræðum og örugglega einn af okkar fremstu stærðfræðingum.
Þarna kennir ýmissa grasa, og maður er skyndilega komin inn í ævintýraheim tækni og undra. Reyndar sagði Eínar mér að Ólafur hleypti ekki fólki þarna inn, svo ég var dálítið feiminn við að taka myndir, en þetta er bara svo stórkostlegt.
Það er eins og maður hafi horfið beint inn í framtíðina við að skoða það sem hér er verið að vinna að.
Vinnustofur Ólafs eru í gamalli bjórverksmiðju, þetta er stórt hús og á þremur hæðum. á efstu hæð er hann með listaskóla og kennslu, á miðhæðinni eru svo allskonar vinnustofur, bókaútgáfa og fleira, hér vinna um 40 manns. Niðri er svo verkstæði, þar sem hann vinnur allt sitt hér í eigin aðstöðu. Frábært.
Rúmgott og vinalegt umhverfi.
Hér skoða þeir Einar og Elli ýmsar framkvæmdir sem Einar og Ólafur hafa unnið saman.
Þetta er örugglega geimskip.
Það er ekki síður ævintýralegt að heimsækja þau Manúelu og Einar. Þau eru bæði frábærar manneskjur, og einhvernveginn meira annars heims en þessa. Ég held að Einar sé langt á undan sinni samtíð, og hann er með allskonar hugmyndir á prjónunum sem varða framtíðina. Svei mér þá ef hugmyndir hans eiga ekki eftir að bjarga heiminum. Manúela er líka mikill íslendingur í sér.
Hún er líka frábær listakona, gerir fallega skartgripi, og þetta gerði hún líka, hér er algjörlega kringlóttur steinn á toppnum, sem snýst endalaust knúin af vatni. Þetta er svo fallegt, eins og allt annað sem þessi yndislega kona gerir.
Ekki bara í silfri og gullþráðum heldur prjóna líka.
Myndi sóma sér vel sem álfaprinsessa, og ef til vill er hún ein slík.
Einar hér í algjörlega réttu umhverfi.
Kúli og teikningarnar hans.
Húsið þeirra er hér, þau búa fyrir utan Berlín í austurhlutanum. Einar segir að það eimi ennþá eftir af ríg milli austurs og vesturs, þar sem mönnum hér finnst farið hafi verið of geyst í allskonar framfarir.
Manúela ræktar líka allskonar ávexti og tré, þessi ávöxtur er ekki perur, heldur Quitte, sem er grjótharður, en úr honum eru gerð marmilaði og sultur. Man ekki lengur hvað hann heitir, ef til vill rekst einhver hér inn sem þekkir til. En Manúela eldaði fyrir okkur englasúpu, áður en við lögðum af stað suður á bóginn. Í henni er grasker, epli og krydd. Hún var svakalega góð.
Nokkrar sætar maríuhænur.
Elsku Einar og Manúela innilega takk fyrir okkur, það var yndislegt að heimsækja ykkur og takk fyrir gistinguna, við lofum að vera lengur næst.
En við komum svo aftur til Berlín í bakaleiðinni. Því við fengum flug frá Vín til Berlínar um morguninn kl. átta, en fórum ekki heim fyrr en um kvöldið, svo við höfðum tíma til að skoða Berlín dálítið þá merkilegu borg.
Þessi turn eru leifar af minningarkirkju um William keisara byggð 1895, hún var skotin niður í seinna stríðinu, og það voru umræður um hvort ætti að rífa rústirnar eða byggja kirkjuna upp. Í þess stað var ákveðið að láta rústirnar standa til að minna á atburðina, utan um turnin var svo byggt nýtt, turn og safnaðarheimili 1959 - 61.
Ef til vill ekki mjög smekklegt, en í ljósi sögunnar skiljanlegt.
Hentugt farartæki í stórborginni, þar sem erfitt er að leggja bílum.
Hér erum við á torginu við hliðina á Turninum og Evrópumiðstöðvarinnar, hér hefur greinilega allt verið sprent í loft upp ásamt kirkjunni. En vel hefur tekist til við að byggja hér upp.
Vín er borg mikilla glerhalla og flotts arkitektúrs, en ekki síður er Berlín, ótrúlega margar glæsibyggingar úr gleri og stáli.
Þar sem við höfðum stokkið út úr rútunni í fyrra sinnið, til að hitta Einar, ákváðum við að ljúka hringnum í þetta sinn og nú í strætó með opnum toppi. Það komu betri myndir þannig, en við vorum ísköld þegar við loks lukum við hringinn.
Svona tengjast saman gamalt og nýtt. Ég er nú enginn sérfræðingur í Berlín, svo þið verðið að taka viljan fyrir verkið og hér er bara mín upplifun af borginni.
Þeir kölluðu þetta spakhettiið, hlekkir sem eru ekki alveg lokaðir, en eru sem áminning um sundrung og sameiningu Berlínar á ný.
Elsta lestarstöð Þýskalandsrétt hjá Potsdamer Platz sem var víst aldrei torg, en hér stóð varla steinn yfir steini eftir stríðið, nema þessi gamla lestarstöð. Enda má sjá nýrri byggingar hér í kring.
Þetta svarta verk er líka til minningar um þá sem voru drepnir af nasistum.
Og þessir koddar sem þeir kalla svo eru til minningar um þá gyðinga sem voru drepnir hér.
Philharmonics. Tónlistarhöll afar sérkennileg og falleg bygging.
Og svo er hægt að renna sér á bretti eða bara snjóþotu, hér í miðri Berlín ekki amalegt það.
Eins og ég sagði þá er jólastemninginn allstaðar byrjuð hér í Evrópu.
Sumar byggingar hafa sloppið sem betur fer.
Sumir þurfa meira útsýni yfir borginni en aðrir!
Nei þetta er ekki karl upp í stiga, heldur skreyting.
Þá komum við að því sem ef til vill er mest sláandi hér. Checkpoint Charlie. Það er hér sem maður áttar sig á því hve sagan er í rauninni stutt. Og hve stutt er síðan hræðilegir atburðir gerðust, svo að segja rétt fyrir framan nefið á manni. Sem krakki man ég eftir fréttum af fólki sem hafði reynt að flýja yfir en verið drepið, og svo þá örfáu sem komust yfir með allskonar tilfæringum.
Þó gleðin ríki þar í dag, frelsi og litir.
Þá var það ekki alltaf svo. Sem betur fer eru þjóðverjar óhræddir við að láta minjarnar standa, öllum til áminningar um það sem aldrei má gerast aftur.
Hér fékk engin að fara í gegn nema diplómatar hermenn og slíkir. Allt var hér lokað almenningi.
Að vísu vildu vestanmenn ekki fara yfir, en austanmenn voru lokaðir þar, fjölskyldur skildar að í miskunnarleysi græðginnar og valdhrokans.
Já sagan er ekki langt í burtu.
Eins og sjá má er ljóst að hér hefur ekki staðið steinn yfir steini eftir stríðið.
Mig minnir að þessi kirkja hafi verið kölluð franska kirkjan. En hún hefur allavega fengið að standa.
Hér er dómkirkjan, reyndar ekki framhliðin.
Grunewaldtower og smá af Elíasi.
Berlín Cathedral. Eins og sjá má er ekki mikið hér um byggingar, það er verið aðbyggja upp, en sumir vilja ekki fá hér byggingar, heldur leyfa kirkjunni að njóta sín eins og hún er.
Þetta finnst mér dæmigerð mynd um hvernig borgin hefur þróast.
Þetta er Stjórnsýsluhúsið í Berlín.
Kallað rauðahúsið, ekki vegna þess að hér voru aðalstöðvar komúnistaflokksins, heldur vegna litarins.
Þessar tvær háu byggingar eru svona minnismerki um arkitektúr síns tíma.
Sum hús eru einfaldlega skreytt!!!
Hér er Alexa, stærsta og flottasta verslunarmiðstöð í Berlíln við Alexanders Platz.
Altes museum. Safn, hér er víst alltaf biðraðir til að komast inn.
Í einni götunni var ekkert nema sendiráð ýmissa ríkja, þar voru hver höllinn upp af annari, og nýtískuglæsibyggingar, nýjasta var reyndar sendiráð Bandaríkjanna, en ég tók ekki mynd af henni.
Sendiráð norðurlanda, meðal annars Islands tóku þeir sérstaklega fram.
Hér er svo háskólinn sem bæði Einstein og Karl Marx gengu í.
Og þá er það Brandenborgarhliðið. Byggt árið 1791 og átti að vera friðarhlið. Peace gate, 12 árum seinna var friðurinn úti þegar Napoleon réðst inn í Berlín.
Flott bygging, en ekki til mikils gagns, heldur hvorki vatni né vindi. En svona eru svo mörg mannanna verk, til að sýnast og gera eitthvað gagnslaust sjálfum sér til dýrðar. En Berlínarbúar eiga sér götu sem heitir 17. júnígata, og hún endar hér.
Reyndar var hliðið byggt 1791, þesmur árum seinna var styttunni komið fyrir á þaki hennar, og var kölluð Triumph of pease. Napoleon fjarlægði svo styttuna 1806, eftir að hann hafði hertekið Berlín. Henni var svoskilað 1814, eftir fall Napoleons. Þá var járnkrossinum bætt ofan á, og í dag heitir styttan Gyðja Sigurs.
Meðan aðrir taka það sem hendi er næst til að skapa sér atvinnu.
Reichtag.Ríkishöllin var byggð1884 - 94. 1882 lagði William II keisari fyrstu skóflustungu að grunni hennar. Í fyrra stríðinu var bætt við ofan við anddyrið; fyrir þýsku þjóðina. Ríkisstjórnin hefur hist he´r síðan 1970 og eftir að Berlín varð aftur höfuðborg 1991var byggingin lagfærð og endurbætt. Sérstaklega áhugaverð er glerkúlan á þaki hennar.
Áður var brandenborgarhliðið tákn um "The German Question". en 9. nóvember 70 árum seinna var spurningunni svarað og Brandenborgarhliðið opnað.
Í dag eru báðar þessar byggingar Brandenburgh Gate og Reichtag minnismerki um gyðinga myrtaí seinni heimstyrjöldinni af sovéskum hermönnum og svo fórnarlamba Múrsins. En merki um hann má ennþá sjá á nokkrum stöðum í Berlín.
Til gamans má geta þess að Angela Merkel hefur bara litla 100m2 skrifstofu, það er þó ekki hennar gjörðir heldur Helmuts Kohls, og gárungarnir hér í Berlín kalla því húsið Kolhosseum. Það er samt ekki rétt hjá mér að hún sé í þessu húsi, sem er sennilega aðalstöðvar DPA.
Haus der Kulturen der welt, sést reyndar meira af listverkinu en húsinu.
Jamm hér er húsið sjálft.
Þetta kalla þeir snákin, þessar blokkir voru byggðar þegar Berlín varð aftur höfuðborg, byggð fyrir fólkið sem bjó í Bonn, sem vildi vera í höfuðstaðnum. En annað hvort líkaði þeim ekki blokkirnar eða ákváðu að vera áfram í Bonn. Því enginn kom til að búa hér.
Bellevue höllin, eða höll forsetans.
Sigursúlan. Og hin gullna Elísa á toppnum. Hún er þyngsta kona Evrópu vegur milli 30- 40 tonn. Samt létu Nasistar sig hafa það að flytja hana um sess.
Sannarlega glæsikvendi. Ætlu Für Elísa hafi ekki verið ort um hana?
Svo ef þið hafið áhuga á skarti á ýmsum viðkvæmum stöðum þá eru hér nokkrar hugmyndir
Og hér er smá götulist.
Fórum í Dýragarðin og það er gaman að skoða hve lengi eitt tré getur spannað í sögunni.Sum lifa yfir þúsund ár.
En þá er að taka töskurnar úr geymslu og koma sér til Kölnar, þar sem ég ætla að hitta vinkonu mína hana Alley sem býr þar.
Og stubburinn hefur tíma til að læra í lestinni.
En næst förum við sem sagt til Kölnar. Eigið góðan dag.
Að lokum við ég þakka Stefáni sem svarar mér hér að neðan fyrir leiðréttingar sem hann hefur gert á nokkrum myndunum. Það er betra að hafa hlutina rétta, þegar maður segir frá.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nokkrar athugasemdir:
Ávöxturinn heitir á þýsku Quitte. Tréð heitir á íslensku roðarunni en ég veit ekki hvað ávöxturinn heitir.
Þar sem þú skrifar "Elsta kirkja í Berlín" Er reyndar stjórnsýsluhús Berlínar. Hér er hægt að lesa um það á Wikipedia.
Þar sem þú skrifar Höll Keisarans er reyndar aðeins Forsetahöllin. Meira á Wikipeda.
Þar sem þú skrifar aðalleikhúsið er í raun "Alexa" stærsta og flottasta verslunarmiðstöðin í Berlín við Alexanderplatz.
Kanslarinn starfar í þessu húsi. Held að DPA starfi í húsinu sem þú sýnir.
Ég vona að þú fyrirgefir mér þessar athugasemdir.
Berlín er alveg einstök borg. Kveðjur þaðan;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 19:03
Stefán ég ekki bara fyrirgef þér athugasemdirnar, ég fagna þeim. Það er erfitt að reyna að halda öllu til haga í stuttri ferð um stórkostlega staði. Og gott að fá þetta alveg á hreint. Kærlega takk fyrir innlegg þitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2010 kl. 19:41
Bestu þakkir fyrir frábærar myndir og bloggfærslu. Þetta rifjar skemmtilega upp mína einu ferð til Berlínar fyrir örfáum árum. Þar gerðist undarlegur hlutur. Ég fór inn í plötubúð sem selur einungis pönkrokk. Þar var verið að spila plötu. Ég kannaðist við músíkina en kveikti ekki á perunni. Þess vegna spurði ég afgreiðslumennina hvað þeir væru að spila. Þá drógu þeir upp plötu með íslensku hljómsveitinni I Adapt. Afgreiðslumennirnir vissu ekki að ég var Íslendingur og drógu upp þýsk tímarit til að sýna mér hvað þetta væri merkileg íslensk hljómsveit. Þá upplýsti ég að ég væri Íslendingur og náði að herja út úr þeim tímaritin til að geta sannað fyrir strákunum í I Adapt þessa upplifun mína.
Strákarnir í I Adapt urðu ekki lítið hissa þegar ég færði þeim þessi tímarit. Þeir höfðu ekki hugmynd um áhuga Þjóðverja á plötum þeirra.
Jens Guð, 7.11.2010 kl. 22:15
Frábært að fá að vera með.. Mér finnst líka frábært að Stefán skuli leiðrétta hjá þér ef skolast til. Ég myndi leiðrétta hjá þér ef þekkti nóg og þyrfti að laga. Sömuleiðis vil ég láta lagfæra hjá mér ef ég setti eitthvað rangt fram. Alltaf betra að hafa það sem réttara reynist.
Dísa (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 00:21
Það skolast alltaf eitthvað til hjá mér þegar ég er heima að skoða myndir úr ferðalögum.
Berlín er full af húsum og því alveg klárt að maður ruglast aðeins á húsum. Það einfaldasta í heimi.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 05:25
Það er alltaf jafngaman að ferðast með þér, verður gaman að fylgja ykkur alla ferðina
Knús í kærleikskúluna
Kidda, 8.11.2010 kl. 09:26
Takk öll!
Já maður á alltaf að hafa það sem sannara reynist, og það er gott að fá leiðréttingu hafi maður sagt einhverja vitleysu. Ég var reyndar viss um að ég myndi klúðra einhverju af þessu, því dagpartur í að upplifa svona margt er meira en að segja það. Mig langaði samt til að gefa ykkur vinum mínum innsýn í þessa stórkostlegu borg. Reyndi að muna eins og ég gat, og treysti svo á að einhver myndi vita betur, sem og varð, og ég er Stefáni þakklát fyrir hans innlegg í söguna.
Gaman að heyra þessa sögu Jens. Stundum gerast svona skemmtileg ævintýri.
Takk Kidda mín og Dísa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2010 kl. 10:38
Alltaf verið draumur minn að komast til Berlínar, og er ákveðinn að láta hann rætast áður en ég endurnýjast aftur.
Veit að ég er gömul þýzk sál og hef ætíð fundist ALLT áhugavert og gott er þýzkt er. Takk fyrir meiriháttar myndir frá Berlín.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.11.2010 kl. 11:50
Verði þér að góðu Guðmundur minn, ég held að þú hafir rétt fyrir þér með þýska þjóðernið, maður skynjar það vel á blogginu þínu
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2010 kl. 12:17
Sæl Ásthildur og takk fyrir myndirnar. Ég verð nú að segja að ég stoppaði alveg við Manuelu.
Þvílíkt hár! En listaverkin en betur. Mig langaði að vita hvort að hún sé með síðu þar sem ég get
séð verkin hennar. Féll alveg fyrir steininum og vatninu :) Hvað Berlín varðar, þá hef ég aldrei komið þangað og
læt ykkur hér kenna mér :)
Sigþrúður Elínardóttir (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 12:46
Sæl Sigþrúður! Veit ekki hvort hún er með heimasíðu, en skal komast að því. Hún kemur oft hingað og á vini hér á landi, sem væri gott að upplýstu okkur ef þeir rekast hér inn. Takk fyrir innlitið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2010 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.