5.11.2010 | 21:20
Osló framhald á ferð.
Kl. 22.00 um kvöld var haldið af stað með rútu frá Östra til Osló. Við vildum frekar nota tímann yfir nótt til að ferðast, til að missa sem minnst af börnunum okkar. En rúta tekur um 9 klst. að fara frá Östra til Osló.
Við komum þangað um kl. 7 um morguninn og Hagbarður Valsson sótti okkur á stöðina. Ég hafði hlakkað til að hitta bróður hans Hjörleif, en hann þurfti þá að skreppa til Íslands til að spila með Yoko Ono, svo ég hitti hann ekki í þessari ferð.
Tinna er rosalega myndarleg í höndunum, og nú var hún að prjóna peysu fyrir Daníel. Hún lauk við peysuna meðan ég var þarna og gat ég farið með hana heim til hans. Ég veit að hann hefur verið ánægður með þessa flottu peysu.
Húsið sem þau búa í. Það er í eigu Hagbarðar, en hann býr neðar í götunni með fjölskyldu sinni.
Pósturinn hér er ekki borin í hvert hús, heldur settur í svona kassa út við götu, eins og í sveitinni. Nojarar eru nægjusamir og kunna að spara.
Þau búa fyrir utan Osló í fallegu hverfi, þar sem allt er við höndina, eins og í þorpi eða smábæ hér.
Okkur gæti fundist þessi brekka dálítið brött í hálku, en þessi er þó ekkert miðað við í Forchtenstein.
Eins og áður sagði vorum við heppin með veður allan tímann. Hér í sól og blíðu hjá Skafta og Tinnu.
Feðgarnir rabba saman.
Á neðri hæðinni búa börn á svipuðum aldrei og Sólveig Hulda, svo þarna er nóg dót til að leika sér að og félagsskapur.
Hér eru afi og Sólveig að fá sér brauð.
Hagbarður og Guðrún, með Rakel dóttur sína.
Fjör í eldhúsi.
Amma viltu nammi!
Rakel og Sólveig horfa á DoDODO Dora, en það var uppáhaldsmyndin hennar Sólveigar.
Svo var bara látið fara notalega um sig í eldhúsinu við mat og drykk.
ÚBBS! þetta er í ættinni.
Alveg satt, þetta er föðursystir tekin rúml. 30 árum fyrr
Halló!!!
Vín er dýrt í Noregi, þess vegna fara þeir til Svíþjóðar til að kaupa inn. Svíar fara til Danmerkur og danir til Þýskalands. En nú erum við á leiðinni til Charlottenborg að kaupa inn. Hér sjáum við eldneytisverð í Noregsi.
Hér eru sömu krákustígar og fyrir norðan, upp og niður, austur vestur og hámarkshraði 70 km.klst. Málið er að það er svo dýrt að leggja vegi í Noregi, það þarf að sprengja fyrir öllum vestæðum, og það má ekki fara yfir tún bændanna, því þau eru dýrmætari en allt annað, og ekki víst að þeir geti ræktað upp tún í stað þeirra sem leggjast af við veglagnir. En svona hluti hugsum við ekkert um, því hér er þetta allt öðru vísi. Eini vegurinn sem ég sá með 90 km. hraða var hraðbrautinn á grensanum milli Noregs og Svíþjóðar.
Komin á grensan.
Óðinn og Úlfur hoppa frá Noregi yfir til Svíþjóðar, Noregur - Svíþjóð - Noregur.........
Jamm hér er einn glaður, enda úrvalið nóg.
Hagbarður er alltaf með pizzuveislur á föstudögum, og nú var okkur boðið. Og OH hann eldar sko góðar pizzur.
Ekkert minna en snillingur.
Kápan hennar ömmu svo hlý og mjúk.
Þú ert algjört krútt Sólveig Hulda, en samt sjálfstæð lítil stúlka, og þrælákveðin eins og ungar stúlkur eiga að vera.
Rölt í skóginum. Á leið til Oslóborgar.
Risa skranmarkaður niður í bæ, þarna er hægt að kaupa allan skrattan, mest þó stolin varningur, það hefur verið talað um að loka þessum markaði einmitt þess vegna. Einn þekki ég sem keypti sér síma, með símkorti í og fullt af símanúmerum
Í Noregi er gott að kaupa svona bíla, taka úr þeim öll sæti nema þau fremstu og nota svo bílinn undir varning, minni skattar á hann og svo er þetta prýðileg geymsla.
Við fórum í kaffi til Smára Karls og Siggu og fengum okkur kaffi, þessi mynd er tekin af svölunum hjá þeim. Hittum svo Bryndísi leikskólakennara frá Sólborg á næsta götuhorni, svona er heimurinn lítill.
Fórum í grasagarðinn í staðinn fyrir Karl Johann. Það var gaman að rölta þarna í góðu veðri og skoða fallegar plöntur.
Hér er ein sérlega glæsileg.
Sum hús listilega skreytt líka.
Svo eru auðvitað götulistamenn.
Gaman gaman.
Það þurfti auðvitað að heilsa upp á kónginn.
Skoða sjá og spekulera.
Norskar ungmeyjar á Halloween, en það er hér núna um alla Evrópu eitthvað slíkt í gangi.
Hm og okkur finnst vera brekkur hér í hálku!!!
Konungshöllinn.
Vissuð þið að maður má ekki standa byssumeginn við varðmennina? Þessi bæði brosti og hreyfði augun.
Arkitekturinn er afar margbreytilegur í þessum gömlu borgum. Við gengum reyndar fram á nokkrar rýmingarsölur, eða gjaldþrotasölur, svo eitthvað er nú að allstaðar ekki bara heima.
Åkersbryggja er svona samkomustaður fólks á sumrin, fallegur og örugglega notalegt að vera hér á sumrin. Fjölskylduvænt umhverfi.
Í Osló er mikið um svona slæðubúðir, enda krökkt af slæðukonum. Fyrir norðan sáust þær alls ekki.
Maður hefur það bara notalegt og horfir á DoDODoru
Strákar vilja gjarnan vera að spila leiki í tölvunni.
Það má líka sitja í rólegheitum og horfa á DoDoDoru.
AMMA! þú tekur ekki mynd af mér að vaska upp!!!
Svo leikum við okkur saman amman og barnið
Það má líka hugleiða smá.
Jamm þeir kunna þetta alveg stubbarnir hennar ömmu.
Má ég líka??
Peysan að verða búin.
Þetta er sko prakkari út í gegn.
En svo var tíminn búin, við fengum afar ódýrt flug til Berlínar, svo við ákváðum að heimsækja vin okkar þar Einar Þorstein og konuna hans hana Manúelu, þau búa aðeins fyrir utan Berlín.
Við kveðjum svo börnin með söknuði, en jafnframt ánægð með að þau eru ánægð og komin vel inn í bæði kerfið og alla hluti. Og nú er Tinna mín búin að koma Sólveigu litlu til dagmömmu, svo hún getur farið að vera frjálsari og fá sér vinnu.
Við erum hér komin til Berlínar, ætluðum með lestinni niður á HBF en fórum of snemma út og lentum á aðalbrautastöðinni sem var í Austurberlin Östbanhof, það var allt í lagi fórum bara út og fengum okkur kjúkling og droppuðum svo inn aftur og fórum alla leið niður á höfuðstöðina.
Næst ætla ég að fara með ykkur í smáferðalag um Berlín, þar er afar margt fróðlegt að sjá.
Eigið góðan dag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að ferðasögu ykkar,hlakka til að sjá framhaldið. Greinilega barnvænt og notalegt þarna fyrir utan Oslo. Eina sem kvekkti mig á ferð frá Oslo til Hallsnöj,voru göngin, endalaus göng,en þau hafði ég ekki farið áður. Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2010 kl. 22:45
Frábært, mættum við fá meira að heyra. Eki laust við að svipur sé með þeirri litlu og stóru sem leika saman, þó góð sextíu ár séu á milli. Hef staðið fyrir utan konungshöllina í Osló og horft á flugeldasýningu, skotið var af þaki hallarinnar. Það var stórkostlegt. Gaman að sjá hvað fólkinu þínu líður vel úti. Hlakka til framhaldsins
Dísa (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 23:11
Mjög skemmtileg ferðasaga :) skemmtilegt blogg :)
Berghildur Árnadóttir (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 00:36
Hehe Helga mín, já það er mikið um göng brýr og ferjur þarna í Noregsi.
Já þið fáið meira að heyra Dísa mín. Já það væri gott ekki leiðum að líkjast þessari litlu norn henni Sólveigu Huldu, frábær lítill einstaklingur.
Takk Berghildur og takk fyrir innlitið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2010 kl. 01:53
Takk fyrir að fá að ferðast með þér. Kv. Steini Árna.
Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 08:53
Ferðasögurnar þínar klikka aldrei, frábært að þið fóruð að hitta alla ungann og sjá með eigin augum að þeim líður vel.
Knús í kærleikskúluna
Kidda, 6.11.2010 kl. 09:46
Takk fyrir innlitið Steini minn, knúsaðu frúna frá mér.
Takk Kidda mín, já ég er afar glöð að ég skyldi rífa mig upp og fara þessa ferð, þó hún hafi að mörgu leyti verið erfið, bæði tilfinningalega og svo bara til dæmis að sitja í rútu 9 klst, þá er það ekkert á við upplifunina við að hitta þau öll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2010 kl. 11:07
Flott ferðasaga ....og myndirnar eru mjög skemmtilegar þó að maður þekki ekki fólkið.
Ég hef verið í Ósló (eiginmaðurinn var þar í námi) og likað vel....og svo hef ég ferðast töluvert.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 6.11.2010 kl. 12:40
Yndislegar myndir hjá þér að vanda. Fjölskyldu Hagbarðar þekki ég mjög vel, enda bjuggu þau á Húsavík. María systir hans var mín besta vinkona í æsku. Oslo er mín uppáhalds borg og þangað langar mig alltaf aftur og aftur, hef ekki komið til Noregs síðan 2001, vonandi kemur að því, á svo góða vini víða við Oslofjörðinn. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 6.11.2010 kl. 12:52
Takk Sóldís mín.
Já ég veit að þau komu frá Húsavík Ásdís mín, gaman að heyra að þið voruð vinkonur þú og María.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2010 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.