5.11.2010 | 09:38
Eitt lítið ævintýri.
Einu sinni fyrir langa löngu var lítil eyja úti í miðju Atlandshafi. Þessi eyja hét Ísland. Eyjan var rík af náttúruauðlindum, og þar draup smjör af hverju strái. Íbúar eyjunnar hefðu getað átt góða daga saman, ef þeir hefðu skipt gnægtunum jafnt á milli sín og verið ánægðir með það sem þeir höfðu. En því miður var það ekki svo.
Einn daginn náðu svo systurnar Græðgi og Öfund undirtökunum á íbúunum og þá var ekki aftur snúið.
Þegar þetta gerðist var við völd í landinu stærsti stjórnmálaflokkur landsins Sjálfstæðisflokkurinn, með Geir Hilmar við stjórnvölinn, með honum ríkti næst stærsti flokkurinn Samfylkingin með Ingibjörgu Sólrúnu í fararbroddi.
Það er styst frá því að segja að þessi stjórn brást öllu trausti og sigldi sigldi skútunni í strand. Þegar almenningur sá hvað verða vildi, þusti hann út á götur og torg með potta og pönnur, og hrópaði: Vanhæf ríkisstjórn. Þetta var kallað Búsáhaldabyltingin.
Mest áberandi í hópi alþýðunnar voru alþingismenn þriðja stærsta flokksins, Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs.
Að lokum fór svo að grasrótin í Samfylkingunni fékk nóg, stillti forystunni upp við vegg, og neyddi hana til að slíta samstarfi við spillta Sjálfstæðisflokkinn. Þar með féllu þau Geir og Ingibjörg út í ystu myrkur.
En Samfylkingin duppaði upp gamlan jálk sem hét Jóhanna Sigurðardóttir, og gerði hana að formanni sínum, hún snéri sér svo til þriðja stærsta flokksins Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, þar sem Steingrímur nokkur Jóhann var í forsvari og setti með honum saman nýja ríkisstjórn sem lofað öllu fögru.
Því miður verður að segjast eins og er að sú ríkisstjórn var síst betri né vinsælli en sú fyrri, og aftur þusti fólkið út á götur. Nú voru það tunnur sem þau börðu.
Þetta var kallað tunnubyltingin þau kölluðu: Utanþingsstjórn. Mest áberandi í tunnubyltingunni voru alþingismenn ennþá minni flokks sem hét Hreyfingin.
Það fór svo að lokum að grasrótin í Vinstri hreyfingunni Grænu framboði, stillti sínum ráðamönnum upp við vegg og neyddi þá til að hætta samstarfi við hina spilltu Samfylkingu. Þar flaug Jóhanna út í myrkrið.
En Steingrímur Jóhann, sneri sér að forsvarsmanni Hreyfingarinnar Birgittu Jónsdóttur um nýja stjórn. En af því að Vinstri hreyfingin Grænt framboð hafði verið of lengi undir áhrifum spilltra afla, og það er vitað að vald spillir, réði þessi stjórn ekki við vandamálið. Þegar fólkið sá að þetta var ekki alveg að ganga þusti það enn og aftur út á götu, nú með gáma, sem reyndar voru þeirra eigin húsnæði, því þau áttu ekki lengur nein hús, bjuggu bara í gámunum. ´Nú var kallað: Við erum búin að vera.
Þetta var kölluð gámabyltingin, mest áberandi í þessari byltingu voru fyrrverandi alþingismenn úr minnsta flokknum sem hét Frjálslyndiflokkurinn.
Að lokum endaði það þannig að grasrótin í Hreyfingunni neyddi sína forystu til að slíta því samstarfi. Og þar fór Steingrímur Jóhann með himinskautum út í ystu myrkur.
En Birgitta snéri sér að Frjálslyndaflokknum. Þar var í forsvari Sigurjón Þórðarson. Þegar þarna er komið sögu var stjórnsýslan orðin ansi rír.
En það gerði í raun og veru ekkert til, því nú voru allir flúnir. Hin þýlynda alþýða, sem aldrei gat komið sér saman um nokkurn hlut, aldrei staðið saman um neitt var flúin burtu. Sumir þeirra voru farnir til Norður Kóreu, aðrir til Búrma, og jafnvel nokkrir til Gasastrandarinnar, því þeim fannst svo ósköp notalegt að láta kúga sig og taka ósmurt í rassgatið......
Nú er þessi litla gjöfula eyja gleymd og grafin. Og nú eiga litlu Samevrópsku skólabörnin í mestu erfiðleikum, þegar þau rifja upp ævintýrasöguna um sokkna landið, hvort það var Atlandis eða Iceland.
Köttur út í mýri,
setti upp á síg stýri
og úti er ævintýri.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vona að endirinn á þessarri sögu rætist ekki.
Knús og klús í kærleikskúluna
Kidda, 5.11.2010 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.