4.11.2010 | 16:56
Ég býð ykkur til Noregsi - ferðin hafin.
Við lögðum af stað í blíðskaparveðri frá Ísafirði, fyrsti áfangi var að heimsækja Bjössa, Marijönu, Arnar Milos og litla nýfædda barnið, sem reyndar hefur hlotið nafnið Davíð Elías. Mamma Marijönu er í heimsókn hjá henni, yndæl og flott kona, kemur frá Serbíu. Ég vona að hún komi vestur í heimsókn áður en hún fer utan.
Það var ennþá gott veður þegar við lögðum af stað, aðeins komnir haustlitir.
eins og sjá má.
Svo er bara að taka bensín og bruna af stað.
Hestfjörðurinn alltaf jafn fallegur í haustlitunum.
Og vættirnir góðu með smá sjow fyrir okkur.
Og litadýrð.
Litum aðeins inn í Garðheima, þar voru laukarnir í sölu og auglýsingin var mynd frá Ísafirði, túlípanabænum, en því miður ætla yfirvöld ekki að setja niður lauka í ár, það verður því lítið um þessar fallegu jurtir næsta vor.
Stoltar ömmur hjá Davíð Elíasi.
Litli fallegi króataserbaíslendingurinn minn.
Hér með stóra frænda. Gaman að hitta ykkur elsku Marijana. Vonandi kemur mamma þín í heimsókn vestur áður en hún fer utan.
Síðan fórum við til Keflavíkur, gistum á B&B gistihúsi, eins og við gerum svo oft, ódýrt, vel staðsett, þau dekra við mann, svo er okkur ekið upp á flugvöll, bíllinn geymdur og við sótt þegar við komum heim. Í þetta skipti var alveg óákveðið hvenær við kæmum heim, þar sem við keyptum okkur one way ticket með Icelandair til Þrándheims í Noregi. Þaðan var meiningin að fara til Osló, og endastöðin var Austurríki, en hvað við þvældumst þess í milli var dálítið losaralegt.
Tvöfaldur regnbogi boðar gott ferðalag segir Úlfur.
B&B þar er gott að gista. Enda vestfirðingar þar á ferð.
Komin í loftið, og Úlfur fékk Sushi í morgunmat, alsæll með það, enda mikill unnandi sushi.
Flogið yfir Noregsi.
Bráðum hittum við fyrstu fjölskylduna okkar
Ingi sonur minn og Matta sóttu okkur til Þrándheims, þau búa í Örsta, sem er bær með um 8 þúsund íbúa. Virkilega skemmtilegur og fallegur bær.
Komin til Þrándheims, þetta var ódýrt flug, kostaði um 17.000 per mann.
Þó ekki séu nema 300 km, frá Örsta til Þrándheims, tók bílferðin 9 klstaðra leið. Þar er fyrst og fremst um að kenna, þröngum vegum, sem ómögulegt er að aka fram úr vegna þess að vegir hér liggja í ótal hlykkjum og brekkum og tré á alla vegu. Aksturshraði er um 50 - 70 km. á klst, og norðmenn fara algjörlega eftir hraðareglum Svo eru ótal göng og brýr, auk þess ferjur, a.m.k. þrisvar þrufti að greiða vegatoll, svo það var talsvert mikið á sig lagt hjá krökkunum mínum að sækja okkur.
Um borð í ferju, norðmenn brúa og bora, og sigla. Við mættum ef til vill læra eitthvað af þeim.
Næsti bær við Örsta er Volda, sem er ívið stærri, um 8.000 manns í Örsta en um 10.000 í Volda, þarna er virkilega fallegt, og við komum einmitt þegar trén voru að skrýðast haustskrúða. Og litadýrðin mikil. Ingi og fjölskylda búa út í sveit, þó þau séu stutt frá bænum, húsið er fullkomið fyrir tápmikil börn, stórt með allskonar herbergjum, en mest spennandi er þó skúr einn mikill fyrir utan, með allskonar drasli og dóti, sem hægt er að skoða og leika sér í. Þarna er líka stórt trampolín sem er svo sannarlega mikið notað.
Trampolínið.
Þegar við komum var einmitt vikufrí í skólum, svo við nutum návista við börnin meira en annars. Evíta litla vildi endilega að við kæmum með henni upp í leikskólann, sem er um fimm mín. gangur frá húsinu gegnum akur og engi. Þar bauð hún okkur í "húsið sitt" það var okkur boðið kaffi og kökur. Og þegar afi stóð upp og vildi fara að fara, sagði sú stutta; heyrðu afi ég á líka bjór handa þér
Svo við urðum að sitja lengur og drekka bjór.
Þetta voru reyndar bara mismunandi stórir steinar, en hvað um það, þetta smakkaðist allt saman afar vel.
Símon Dagur er alveg gróin sára sinna, kátur og með músikina í blóðinu. Kristján og Aron fjörkálfar eru báðir yndælir, Sóley Ebba er frábær, hún er að koma vel út í músikinni, er að spila á ýmsum samkomum, hún stefnir í að verða frábær píanóleikari, en það leika öll hljóðfæri í höndunum á henni.
Hér æfir hún sig á klassiskri músik.
En hún er ekki bara laginn á hljóðfæri heldur vel liðtæk í teikningu líka, hér hefur hún teiknað uppáhalds tónlistarmanninn sinn Bjarte Örregård, þau eru reyndar ágætis vinir.
Hér í Örsta bjó Ívar Åsen, maðurinn sem bjó til nýnorskuna. Hann eyddi miklum tíma í að ferðast um sveitirnar, sumar voru mjög einangraðar, og kynnti sér mállýskurnar sem talaðar voru, sumar mjög ólíkar, síðan settist hann niður og bjó til Nýnorskuna, bræðing úr því sem hann hafði uppgötvað í dvöl sinni í sveitum landsins.
Hér er kappinn í öllu sínu veldi.
Vinnustaður Inga Þórs er í Fossnavåg, þar er aðstaða hans, en hann er að vinna hér og þar um nærliggjandi borgir og bæi, nú var hann að vinna niður í Ålesund, við fórum með Möttu og krökkunum þangað til að skoða borgina og hitta Inga í vinnunni, svo fórum við og fengum okkur Pizzu.
Ingi hlóð undirstöðurnar á húsinu, afar fallega gert.
Hér læra krakkar ekki að synda fyrr en þau eru 10 ára, sem er merkilegt, í þessu velferðarþjóðfélagi, og með alla þessa nálægð við sjó, ár og vötn, það drukkna mörg börn á ári einmitt út af því að þau geta ekki synt, það er því óskiljanlegt hvers vegna börn eru ekki strax látin læra að synda, það er að vísu hægt að koma þeim á sundnámskeið, en það er utan kerfisins.
Hér voru á þessum tíma öll heimili að safna brenni, hér er kamína í hverju húsi, reyndar er það svo niður um alla Evrópu, og nú voru menn byrjaðir að kynda kamínuna, svo reykjarlyktina lagði yfir allt. Menn fá hér úthlutað svæði þar sem þeir geta ræktað tré til að höggva í eldivið. Rafmagn er hér dýrt, en nóg af timbri, og norðmenn eru sparsamir í eðli sínu.
Hér eiga líka allir menn báta, það er mikil báta menning, bæði hraðbátar og skútur. Samt er það svo að hér virðast þeir elska gamla ameríska bíla.
Margar bátahafnir eru á þessu svæði, og flottar skútur og hraðbátar.
Allstaðar getur að líka svona naust eða bátaskýli niður við vötn og firði.
Hér er mikil kóramenning og við hittum nokkra íslendinga sem búa hér í nágrenninu. Í músikinni eru þeir dálítið á eftir okkur, hér var mest spilað í útvarpinu Abba, Michael Jackson og jafnvel lög allt frá sixties.
Foreldrar taka mikinn þátt í starfi skólanna og leikskólana, þau baka og efna til allskonar samkoma á vegum skólanna, og gegna mikilvægu hlutverki í að halda utan um skólastarfið.
Hér er tannlæknaþjónusta frí til 18 ára aldurs, og meðul til langframa ókeypis eitthvað sem við ættum að geta innleitt.
Hér er raffyrirtæki sem heitir Tussa, alveg tussufínt. Hér er svo íslensk kona sem vinnur við að svara í símann hjá fyrirtækinu, ég gat ekki annað en flissað þegar ég hugsaði til þess þegar hún hringir út og segir; Tussa góðan daginn
Hér sjást vel skógarreitir íbúanna, þar sem þeir fá skika til að rækta tré til upphitunar á húsum sínum yfir veturinn. Og nú voru allir að höggva og saga og setja í stæður fyrir veturinn.
Evíta Cesil hjólar.
Við vorum afar heppinn með veðrið allan tímann hér leika krakkarnir sér á veröndinni.
Hér er svo ævintýraskemmann.
Þar kennir svo sannarlega margra grasa.
Stóri bróðir og litli bróðir. Í skemmunni er m.a. hljómflutningsgræjur, og eina nóttina fóru þær af stað með að spila lag alveg af sjálfu sér. Það voru auðvitað álfarnir.
Litli maðurinn tínir sólber, hér er nóg af ávöxtum og berjum sem hægt er að tína beint upp í sig.
Nammi namm.
Þessi græja kemur sér örugglega vel í vetur.
Notaleg stemning í eldhúsinu. Svona eru þau þessar elskur, notaleg og hlý.
Meira að segja afi farin að spila á gítar
Nei það er Aron Máni sem ætlar að verða trúbador, hann spilar og syngur sín eigin lög af krafti.
Amma má ég blása???
Dýpstu gönginn eru hér Eiksundstunnel.
Þetta er skólinn þeirra, bæði skólinn og leikskólinn eru rétt hjá húsinu. Svo það er stutt í skólann.
Notalegheit á veröndinni.
Skemman góða.
Glaðir foreldrar.
Hér er fiskréttur sem Ingi eldaði, við höfðum með okkur 4 hryggi einn fyrir hvert barn og svo vinina í Dietlingen, Ingi hafði svo keypt norskt læri, og við elduðum hrygg og læri, og það var allt borðað upp á nó time.
Þessi gæti verið íslensk, móðirin sem skimar út á hafið að bíða eftir eiginmanninum. Hér er þjónusta við olíuborpallana, og fleira slíkt.
Í vinnunni hjá Inga Þór, strax komin með hjálparmann.
Sæt saman.
Fengum okkur svo að borða Pizzu sem smakkaðist vel.
Hann er kallaður Júlli, hann gerði sig heimakominn þegar þau fluttu í húsið, þau reyndu að halda honum úti, en hann kom jafnharðan inn, uns þau gáfust upp og leyfðu honum að vera.
Við könnumst vel við svona vegskála hér fyrir vestan, en ekki lengur, því í stað Óshlíðar eru nú þessi fínu göng til Bolungarvíkur, en Norðmenn hafa greinilega tekið þetta upp líka.
Álasund er skemmtileg borg, með fallegum húsum.
Þar búa um 40.000 manns.
Ég er eiginlega gáttuð á því að almenn sundkennsla hefjist ekki fyrr en um 10 ára aldur, hér þar sem svo mikið er um strönd, vötn og ár.
Þetta er ekki Sigló, heldur Ålesund, en hér er verið að salta síld eða makríl.
Hér eru margar fallega skreyttar byggingar.
Aðrar standa hátt.
Og svo má setjast niður og hvíla sig á næstu tröppum, rétt eins og gert er hér í Miðborg Ísafjarðar.
Stundum rétt missir maður af ferjunni og þarf að bíða í 40 mín. eða svo.
Þetta fannst mér ótrúlega flott, það var eins og væri búið að strauja skýjin ofan á fjallatoppana.
Við sáum líka þennan örn á sveimi, að flýja undan árásum fugla sem hann hefur örugglega áreitt.
Svona sá ég mörg hús standa upp á stoðum. Veit ekki hvað veldur, ef til vill snjóhæð á vetrum.
Hef ekki séð svona nema í Belize og það var vörn við skordýrum.
Notalegt andrúmsloft á kvöldin, þegar allir voru komnir í ró.
Og svo les pabbi söguna um Evítu Kittý af bókinni sem amma kom með.
Hljómsveitinn MánaLogar Sjáiðið einbeitinguna.
Já þetta er litla hvíta svínið mitt þegar hann er búin að vera úti.
Það var gott að koma og sjá með eigin augum að börnin mín eru ánægð og hamingjusöm. Þau eru kát og líður vel, það er fyrir öllu.
En nú var komin tími til að kveðja þessar elskur og fara til Osló. Við fundum ódýra ferð með rútu, það var að vísu 9 tíma ferð, en maður lætur sig nú hafa ýmislegt, því hér var ekki á ferðinni nein lúxusreisa, heldur ferð til að hitta ástvini, það varð því að fara sparlega með fé.
En næst hittumst við í Osló.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir að leyfa okkur að njóta myndanna. Mikið get ég skilið að þú þyrftir að skoða sjálf að öllum liði vel og hvernig þau búa, kannast vel við þá tilfinningu. Það er líka engu líkt að njóta þess að vera með fjölskyldunni. Hlakka til að sjá og lesa framhaldið.
Dísa (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 21:11
Ohh vá gott að sjá þig þarna kona ! held að ég hafi meir að segja skrifað í gestabókina þegar ekki var hægt að skrifa við færsluna sjálfa, alveg eyðilögð yfir Brandi kallinum.
Hjartansknús elsku Cesil
Ragnheiður , 4.11.2010 kl. 23:04
Fínar og skemmtilegar myndir.
Með bestu kveðju,
Haukur Nikulásson, 5.11.2010 kl. 08:01
Takk öll. Já þetta var virkilega gott fyrir sálina mína að fara svona á milli barnanna og sjá að þau eiga öll gott líf og eru ánægð. Hafa fallið vel inn í samfélagið þar sem þau eru. En það má líka segja að þannig hafi þau verið alin upp, fengið það veganesti að virða annað fólk og bera virðingu fyrir því sem aðrir hafa fram að færa. Það skiptir afar miklu máli fyrir mann sjálfan og umhverfi manns.
Takk Dísa mín.
Var búin að sjá gestabókina mína Ragga mín og orð þín yljuðu mér.
Bestu kveðjur til þín líka Haukur minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2010 kl. 09:02
Mikið er nú gaman að fara að ferðast með þér aftur. Búið að vera hálftómlegt á meðan þú varst í burtu
Knús í kærleikskúluna
Kidda, 5.11.2010 kl. 09:07
Knús til þín líka Kidda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2010 kl. 10:35
TAKK fyrir þetta ánægjulega ferðalag. Það er gaman að geta farið í smá ferðalag í huganum. Ég bíð spennt eftir ferðalaginu til Vínar
Hjördís P. (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 11:27
Hef verið að plægja í gegnum þessar skemmtilegu ferðasögur. Ekki laust við að maður sakni noregs. Kannski að maður endi þar á ný. Allavega er ég að yfirgefa Sigló, svo maður veit aldrei...
Ástæðan fyrir að svona kofum er tyllt upp á steina, er til að halda músum fjarri. Þetta eru matarbúr, sem voru svona útbúin "Stabbur" eins og kakllað er. Þetta er einhverskonar modern útgáfa. Hleðslan eða bjálkarnir undir eru hafðir þannig að músin nær ekki að klifra upp í húsið.
Hlakka til að sjá fleiri ferðasögur.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2010 kl. 11:50
Takk fyrir þessar upplýsingar Jón Steinar minn. Þá veit ég það. Takk fyrir innlitið. Hjördís mín já það verður heilmikið um Austrríki hér bráðum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2010 kl. 12:23
ljúft og notalegt eins og alltaf. knús til þín frá lejrekellu
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.11.2010 kl. 07:43
Knús á móti Helga mín. og Takk fyrir mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.11.2010 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.