3.11.2010 | 20:53
Komin heim, smá pistill um siðferði.
Jæja þá er ég komin heim eftir fimm vikna ferð um Noreg, Þýskaland, Austurríki með viðkomu í Ungverjalandi, ég mun segja ykkur söguna mína hér fljótlega með myndum. En það er gott að vera komin heim, það var yndislegt að hitta öll börnin og barnabörnin, og svo vinina mína þarna úti.
Siðferði langar mit að tala um núna áður en ég byrja á ferðasögunni.
Ég hef verið í litlu sambandi við Ísland og netið meðan ég var á ferðinni, stundum aðeins litið við, og hef þess vegna lesið öðruvísi í landann er meðan ég er heima á kafi í öllu ástandinu.
Það fer afskaplega lítið fyrir mótmælum og hinni almennu hlið þjóðarinnar svona í langleið. En svo kemur í ljós þegar maður kemur heim, að fólk er ennþá á fullu við að þumbast við og mótmæla óréttlætinu sem viðgengst hér.
Ég heyrði af viðtali við forsætisráðherrann okkar, um að henni fyndist verra að heyra það að um 73% þjóðarinnar væri sammála mótmælum almennings, en að fylgishrun hefði orðið í flokknum hennar. sagðist skilja það að fólk væri ósátt við "björgunarstörf þeirra" og að þetta væri allt svo skiljanlegt en nú væri þetta allt að koma. Hversu langt frá þjóðarsálinni þarf forsvarsmaður ríkisstjórnar að vera til að láta svona út úr sér, ekki bara hugsa það, heldur aktiualli segja það blákallt framan í okkur íslenska þjóð að við eigum ekki að vera að þessu mótmælaþrasi, heldur bara að treysta stjórnvöldum. Ég las um á annað þúsund uppboð á eignum almennings í landinu, og að Íbúðalánasjóður væri þar langstærsti uppbeiðandinn. Hvað er manneskjan að fara?
Og þegar Stoltenberg sá Norski og líka sá Sænski sögðu að uppbyggingin hér hefði verið hröð og ótrúleg, fór um mig hrollur. Lítur þetta fólk aðeins á tölur á blaði? Er Þetta fólkið sem þjóðir landa hafa kosið yfir sig til að fara með öll mál þeirra? Er nema von að heimurinn sé á heljar þröm?
Hvað þarf eiginlega til að ráðamenn heimsins fari að sjá að allir eiga að sitja við sama borð og við erum ekki tölur á blaði, eða reikningssúlur sem hagfræðinar heimsins geta sett upp í reikningsdæmi og fengið út það sem þeim líkar best. Bak við hverja tölu er fólk, sem er undirlagt af ákvörðunum þessara manneskja, af því að fólk treysti þeim fyrir valdinu.
Spillingin er ekki bara hér. Hún er svo sannarlega allstaðar. Það sagði mér maður sem býr í Luxemburg að þar byggju allmargir forsvarsmenn í ESB, þeir búa í lúxusvillum með flottustu bíla og einkabílstjóra, börnin þeirra eru í einkaskólum og þeir eru langt fyrir ofan almenning í landinu. Er það ef til vill sá draumur sem okkar ráðamenn sjá í hillingum þegar þeir hafa troðið okkur inn í ESB? Þessi ágæti maður sagði að sukkið og svínaríið sem viðgengst hjá þeim sem þarna sitja við háborð sé slík að hvergi hafi sést neitt viðlíka nema í ráðstjórnarríkjum.
En auðvitað eru þeir bara eins og hinir, þar sem hægt er að kúga almenning eins og sauðfé í rétt, er það gert. Og auðvaldið vill ekki missa tökin. Við megum bara vinna, þjóna og borga, ef við stöndum ekki við okkar pligt, þá skal bera okkur út úr húsum okkar, og hvað svo? Ætli næst verði ekki að börnin verði svo af okkur tekinn og sett til fólks sem vill fá sér leikföng til að leika sér að í aðgerðarleysi velmegunarinnar, eða verði sett í þrældóm til að vinna í verksmiðjum og ökrum auðkýfinga? Þannig hefur það verið í sögunni, og hver segir að það geti ekki gerst aftur? Áttum við til dæmis von á því fyrir nokkrum árum að gömul hjón yrðu slitinn sundur á síðasta aldursskeiði og send sitt í hvora áttina í sparnaðarskyni. Og það rétt þegar sjálftökulið fær rífleg eftirlaun margföld, þó þau séu í fullri vinnu annarstaðar.
Hvar sjáum við að hróflað sé við öllum þeim ráðum og nefndum á vegum ríkisins sem jafnvel taka laun án fundarsetu? Þar sitja að mestu leyti flokksgæðingar sem hefur verið hyglað sæti í nefnd, jafnvel búnar til nefndir til að vinirnir fengju vinnu.
Því meira sem ég hugsa um þetta því reiðari verð ég. Og nú á að skera heilbrigðisþjónustuna niður við trog. Jamm þetta er ríkisstjórn velferðar, þetta er ríkisstjórn skjaldborgar og velferðarbrúar. Ég verð að viðurkenna að ég hefði í mínum villtustu fantasíum ekki séð fyrir að þeir ráðamenn sem nú hafa öll völd, létu sér detta þetta í hug.
Ég ætla mér ekki að sitja aðgerðarlaus hjá og láta Samfylkinguna eyðileggja heilbrigðisþjónustu Vestfjarða, ég mun fara með tunnu jafnvel olíutank niður á torg og hamra hátt, til þess að mótmæla því að þjónustan hér í heilbrigðismálum verði skert. Það er ef til vill hægt að reka dýralæknisþjónustu frá Borgarnesi um Vestfirði, jafnvel eins og þessi velferðarstjórn ætlar sér, en það gildi bara ekki um fólk. Eða hvað ætla menn að gera þegar ekki er flogið suður. Á þá bara að lóga Jóni gamla af því að það er ekki hægt að koma honum undir læknishendur? Eða konu í barnsnauð, á bara að taka kúalagið á þetta og fá bændur með reynslu til að sinna henni.
Ég verð að segja það að stjórnvöld eru löngu komin út fyrir öll mörk velsæmis, og ég kaupi það ekki að þau séu svo mikið að vinna í okkar málum og að þetta sé allt að koma. Þetta einfaldlega tekur ekki svona langan tíma. Það eru örfáir þarna inn á Alþingi sem eru heiðarlegir, en þá má telja á fingrum annarar handar, og þeir eru greinilega ekki í ríkisstjórn.
Gjörið okkur þann greiða ágæta ríkisstjórn og biðjist lausnar, við viljum fá utanþingsstjórn sem getur ráðið við verkefnið smáfyrirtækið Ísland. Við viljum hvorki ykkur VG, Samfylkingu, Framsók né Sjálfstæðismenn. Við viljum ferskt blóð og nýja sópivendi. Á morgun verður tunnudagur, ég vildi að ég væri á Austurvelli á morgun, ég myndi berja fast í tunnur og heimta réttlæti fyrir almenning á Íslandi, og reyndar allra þjóða. Því sama sukkið viðgengst allstaðar, og heimur versnandi fer.
Vonandi tekst hinum almenna borgara að losa af sér okið, spillinguna og samtryggingu glæpamannanna og byrja upp á nýtt. Já ég segi byrja upp á nýtt, því nú er herferðin í gangi hjá pólitíkusum að það verði ekkert betra að skipta öllum út. Ég segi JÚ, það þarf að viðra út, stinga á kýli og jafnvel gera byltingu til að ná fram réttlæti og friði í samfélaginu.
Að lokum legg ég til að Hreyfingin, Frjálslyndi flokkurinn og Borgarahreyfingin myndi með sér kosningabandalag fyrir næstu kosningar og komi sterk til framboðs fyrir almenning í þessu landi, þau þora geta og vilja, og eiga að fá tækifæri til að sanna að þau séu það með rentu.
Næstu dag mun ég svo setja hér inn ferðasöguna mína og myndir. Og Peter Njarðvik, gaman að fá bréf frá þér, þekki aðeins til Grænagarðs II, þar sem Njarðvíkingar áttu heima, man eftir minkabúum í fjörunni með búrum, sem mér fannst gaman að skoða. Takk fyrir mig.
Með kveðju
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022162
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég fegin að vita að þú hefur verið að endurnæra þig með ferðalögum. Er búin að sakna þín mikið
Knús í kærleikskúluna
Kidda, 3.11.2010 kl. 21:30
Gott að sjá að þú ert ekki horfin af yfirborði jarðar. Hlakka til að lesa ferðasöguna þína og sjá myndirnar
Dísa (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 21:57
Gott að sjá þig hér aftur og vertu velkomin heim. Ég er búinn að sakna þín mikið.
Jóhann Elíasson, 3.11.2010 kl. 22:24
Heil og sæl vinkona. Skyldi bara ekki hvað varð af þér. en annars, velkomin heim með vonandi fullhlaðin batterí.
Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 22:28
Velkomin heim mín kæra.
Laufey B Waage, 3.11.2010 kl. 22:55
Takk elskurnar, ég var að hugsa um að ræða þetta fyrirfram, en komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki gott á þessum síðustu og verstu að tilkynna að enginn yrði heima næstu vikur
En ég ætla að gera grein fyrir ferðalagi mínu hér á næstunni, og bjóða ykkur í ferðalag með mér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2010 kl. 23:06
Velkomin heim og takk fyrir kraftmikinn pistil
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.11.2010 kl. 01:00
Velkomin heim ljúfan.Vonandi náðir þú að hlaða batteríin fyrir líkama og sál.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 02:07
Takk öll. Já Ragna mín ég náði mér alveg heilmikið. Litlir hlýjir armar knús og kossar, ást og hlýja allstaðar. Það er ekkert sem jafnast á við það, ekkert í heiminum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2010 kl. 09:00
Var að því komin að spyrjast fyrir um þig,en fyrst hefði ég nú prufað gestabókina. Gleðst með þér að hitta ástvini þína,gott að þú varst ekki veik,eins og eitt af því sem hvarflaði að mér. Jæja svo er það egoið mitt,ég er nú ekki alveg munaðarlaus hérna núna. Velkomin heim.
Helga Kristjánsdóttir, 4.11.2010 kl. 12:17
Takk Helga mín, já ég hef haft það gott þessar vikur sem ég hef verið fjarverandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2010 kl. 15:46
Velkomin heim Ásthildur mín Er búin að sakna þín og myndapistlanna þinna en það er gott að þú áttir gott frí
Sigrún Jónsdóttir, 4.11.2010 kl. 16:16
Takk Sigrún mín. Já þetta var mjög gott fyrir mig og sálina mína.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2010 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.